Morgunblaðið - 03.08.1988, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 03.08.1988, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1988 61 Gunnar Þorkels- son - Minning Vinur minn og félagi, Gunnar Þorkelsson, hefur kvatt þennan heim, aðeins 63 ára að aldri. Okkur sem þekktum Gunnar þykir að kall hans hafi komið nokkru fyrr en við bjuggumst við, því svo var hann hress og glaður allar þær stundir áður en hann fór skyndilega á sjúkrahús, þar sem hann var skor- inn upp vegna heiftarlegra inn- vortis meinskemmda er leiddu hann um síðir til dauða. Gunnar var fæddur þann 27. júlí 1925, foreldr- ar hans voru Hansísna Hansdóttir og Þorkell Ólafsson söðlasmiður. Kona Gunriars var Erla Eyjólfs- dóttir, dóttir Eyjólfs Eyjólfssonar og konu hans, Sigríðar Einarsdótt- ur. Þau Erla og Gunnar giftu sig 27. júlí 1945 og eignuðust tvær dætur, Guðrúnu Stellu og Eygló, sem báðar eru giftar; Stella gift Trausta Finnssyni rafvirkja og eiga þau þijú böm, Eygló gift Ragnari Ragnarssyni prentara og eiga þau einn dreng. Erla, kona Gunnars, andaðist 3. september 1985 og varð fráfall hennar mikið áfall fyrir hann, mann á góðum aldri. En öll él birtir um síðir. Gunnar hélt velli á lífsbrautinni, hafði ætíð gnægð að starfa bæði fyrir sínu lifíbrauði og svo sömuleiðis að félagsstörfum. Hann vann framan af hjá Sláturfé- lagi Suðurlands, einnig mörg ár hjá Halla Þórarins, sem deildarstjóri í matvöruverslun, einnig síðari ár sölumaður hjá Ópal og nú síðast hjá sælgætisgerðinni Mónu til dauðadags. Ekki ætla ég mér að reyna að skrifa tæmandi ævisögu heiðursmannsins Gunnars Þorkels- sonar, vildi aðeins minnast hans, eins og hann kom mér fyrir í sjón og reynd. En af því ég kynntist honum það vel og veit með vissu að hann kærði sig lítið um óþarfa skjall eða mærð- armas, þá geri ég ekki tilraun til slíkra ummæla. Gunnar var sér- staklega mikill áhugamaður um a.m.k. tvennt, sem ég veit um, hann hafði sérstaklega gaman að öllum veiðiskap og var oft dijúgur á hlaupunum upp og niður með ám og vötnum, í viðureign sinni við þann silfraða, sem gat endað á ýmsa vegu. Annað sérstaklega mik- ið áhugamál Gunnars var að spila bridge og ég, sem fyrrverandi makker hans í bridge um langan tíma, get með góðri samvisku borið honum gott orð í þeirri íþrótt. Hann var þar geysimikill keppnismaður, raunsær og í alla staði mjög heiðar- legur. í þeirri íþrótt vann hann marga sigra og verðlaunagripi til minningar þar um. Og þar sakna ég, og mér er óhætt að segja allir bridgespilarar, svo sannarlega vinar í stað. Gunnar var einnig í rriörg ár starfandi að margskonar félagsmál- um og varð bridgeíþróttin þess að- njótandi að hafa hann sem sjálf- boðaliða um ýmis málefni hennar. Og þar sem ég hefí nú tekið mér penna í hönd til þess að minnast vinar míns, Gunnars, þá verð ég að viðurkenna að mig skortir tilfinn- anlega lýsingarorð svo vel megi vera. En þó er það ofarlega í huga mínum hversu hugljúfur og glaðvær hann var í hvívetna, hlátur hans og hressilegur húmor voru honum svo sannarlega í bijóst borin sem komu öllum í námunda við hann í gott skap. Með slíkum mönnum er bæði notalegt og skemmtilegt að vera. Eitt var það sem vakti sér- staka athygli mína gagnvart Gunn- ari, það var hversu fróður hann var bæði um menn og málefni, hann virtist svo víða vera heima þegar á var minnst. Sérstaklega var hann glöggskyggn á allt umhverfí, bæði hér í borg sem og í öllum nágranna- bæjum okkar. Hvert sem við fórum virtist hann þekkja allar götur alls staðar og stundum íbúana líka. Og nú þegar ég minnist síðustu daga ævi hans get ég ekki látið hjá líða að minnast þess hversu mér brá mjög er ég heimsótti hann á sjúkra- húsið þar sem hann lá á gjörgæslu- deild í öndunartækjum og gat sig ekki hreyft eða tjáð sig. Þó þekkti hann alla fram á síðustu stund og heilsaði innilega þeim sem komu í heimsókn. Ég átti stutt viðtal við hjúkrunarkonu á Landakotsspítal- anum eftir að hann var allur og spurði hana nokkurra spuminga um hans spítalalegu. Hún tjáði mér að hann hefði alla tíð verið æðrulaus og mjög jákvæður framan af. Bjóst helst við að þetta yrði skammtíma- aðgerð og hann mundi sleppa útí lífíð aftur, sem því miður varð þó ekki. Einnig sagði hún mér að hann hefði um síðir verið farinn að gera sér ljóst, að hveiju stefndi. En þó hafí hann alla tíð verið mjög bjart- sýnn'og haft góðan húmor, þá hann kom því við að slá á léttari nótum- ar. Nú er sár missir hans nánustu. Dætur hans og tengdasynir sakna hans svo sannarlega og ekki er minni söknuður afabamanna sem áreiðanlega sakna afa mikið, því stundum sagði hann mér; nú ætla ég að passa í kvöld, afabömin, sem hann bar innilega fyrir bijósti og lifði mikið fyrir. Og nú er Gunnar frá okkur farinn. Við erum mörg sem söknum hans mikið. Það varð ég vel var við, því fjöldinn allur af kunningjum okkar bað mig jafnan fyrir kveðju til hans á sjúkrabeðinn. Gunnar lést 25. júlí á Landakotsspítala. Fari hann í Guðs friði. Dætrum, tengdasonum, barna- börnum og öðrum ættingjum votta ég samúð. Lárus Hermannsson Þingflokkur Alþýðubandalags: Uppsagnir hjá Meitlinum eru hluti af hættuástandi ÁLYKTUN varðandi uppsagnir um 200 starfsmanna Meitilsins í Þorlákshöfn var samþykkt á þingflokksfundi Alþýðubanda- lagsins, sem haldinn var þann 28. júlí siðastliðinn. í ályktun- inni er sagt að uppsagnirnar og yfirvofandi lokun fjölda fyrir- tækja megi rekja til stefnu og aðgerða rikisstjórnarinnar. í ályktuninni kemur einnig fram, að Alþýðubandalagið hafí á undanfómum árum varað eindreg- ið við því, að stefna ríkisstjómar- innar stefndi atvinnulífi í öllum landshlutum í hættu og hefði í för með sér byggðaröskun, kjara- skerðingu og hættu á atvinnu- leysi. Sagt er að framganga ráð- herra og ríkisstjómar sýni rétt- mæti vantrauststillögunnar, sem borin var fram á þingi í vor. Þingflokkur Alþýðubandalags- Fróöleikur og skemmtun fyrirháa semlága! ins telur uppsagnimar hjá Meitlin- um á Þorlákshöfn hluta af hættu- ástandi, sem komi fram í öldu gjaldþrota í atvinnulífínu. Þing- flokkurinn telur margt benda til þess, að fjöldi annarra fyrirtækja neyðist til að grípa til svipaðra aðgerða, jafnvel á næstu dögum, stöðvun sjávarútvegsfyrirtækja sé yfírvofandi og fjöldi iðnaðar- og þjónustufyrirtækja séu að loka, eða hafí þegar hætt starfsemi. í lok tilkynningarinnar segir að á meðan Rómaborg íslenskra at- vinnuvega brenni og f|öldi lands- manna missi atvinnuna sé ríkis- stjómin innbyrðis sundurtætt. Síðan segir orðrétt: „Þingflokkur Alþýðubandalagsins ítrekar því fyrri kröfur um að ríkisstjómin fari frá og þjóðinni verði veitt tækifæri til að velja nýja forystu áður en atvinnulíf landsins alls verður ijúkandi rúst.“ Blóma-og W skreytingaþjónusta w ™ hvert sem tilefnið er. ™ GLÆSIBLÓMIÐ GLÆSIBÆ, Álfheimum 74. sími 84200 t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jarö- arföreiginmanns míns, fööurokkar, tengdafööur, afa og langafa, JÚLÍUSAR GUÐJÓNSSONAR, Hólmgarðf 4. Inglbjörg Björnsdóttlr, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, tengdamóöir og amma, ÁSTA SIGVALDADÓTTIR JÓNSSON, Hamarstfg12, Akureyri, andaöist í Fjóröungssjúkrahúsinu á Akureyri sunnudaginn 31. júlí. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju þriöjudaginn 9. ágúst kl. 13.30. Gissur Pétursson, Angela Pótursson, Kolbeinn Pétursson, Kristfn Ásgeirsdóttir, Sighvatur Pétursson, Snorri Péturssosn, Eydfs Arnviöardóttir, og barnabörn. t Útför bróöur okkar, HELGA GUNNARSSONAR, Blindraheimilinu Hamrahlflö 17, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 4. ágúst kl. 13.30. Sy8tkinf hins látna. t Bálför fööur okkar, tengdafööur og afa, GUNNARS ÞORKELSSONAR, Hraunbæ 174, ferfram frá Fossvogskirkju í dag, miövikudaginn 3. ágúst kl. 13.30. Stella Gunnarsdóttir, Trausti Finnsson, Eygló Gunnarsdóttir, Ragnar Ragnarsson og barnabörn. t Eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, SIGURÐUR SIGURGEIRSSON vélsmföa- og pfpulagningameistari, Aöalgötu 14, Stykkishólmi, verður jarðsettur frá Stykkishólmskirkju fimmtudaginn 4. ágúst klukkan 14.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á St. Fransiskusspítalann í Stykkishólmi. Einnig skal bent á að áætlunarferöir eru í Stykkis- hólm á fimmtudagsmorguninn frá Umferðarmiðstöðinni. Ingveldur Kristjánsdóttlr, Erla Siguröardóttir, Þórólfur Danfelsson, Gyða Sigurðardóttir, Jóhannes Þórðarson, Jóhanna Sigurðardóttlr, Slgurberg Árnason, Gerður Sigurðardóttir og barnabörn. t Þökkum innilega sýnda samúö viö andlát og jarðarför INGIBJARTAR ÞORSTEINSSONAR pfpulagningameistara, Espilundi 1, Garöabæ. Kristfn Guðmundsdóttir, Kristrún Ingibjartsdóttir, Hugi Ingibjartsson. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug við andlát og jarð- arför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdaföður og afa, ELfASAR MIKAELS VAGNS ÞÓRARINSSONAR frá Hrauni f Keldudal. Sigrfður Vagnsdóttir, börn, tengdabörn, fóstursonur og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúö og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdaföður og afa, ÞÓRARINS ÞORKELSSONAR. Sigrfður Bjömsdóttir, Erla Þórarinsdóttir, Sævar Karl Ólason, Frfða Björg Þórarinsdóttir, Óli Elvar Einarsson, Þórarinn örn Sævarsson, Atll Freyr Sævarsson, Einar Þór Ólason, Björn Óskar Ólason. t Hjartkær eiginkona min, móöir okkar, tengdamóöir og amma, GUÐNÝ ANNA PÉTU RSDÓTTIR JENSEN frá Eskifirði, sem lést þann 30. júlí sl., verður jarösungin frá Eskifjarðarkirkju laugardaginn 6. ágúst kl. 14.00. Arnþór Jensen, Gauti Arnþórsson, Sólrún Sveinsdóttir, Valur Arnþórsson, Sigrföur Ólafsdóttir, Hlff Arnþórsdóttir, Bent Christensen, Guðný Anna Arnþórsdóttir, Hjálmar Kjartansson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.