Morgunblaðið - 03.08.1988, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1988
Þrír menn fórust í flugslysi við Reykjavíkurflugvöll:
„Vélin
steyptist á
baíiðog
hrapaði
á nefið“
BJARNI Pálmars leigubílstjóri
var austan megin Sóleyjargötu
þegar hann sá flugvélina yfir trjá-
toppunum f Hljómskálagarðinum.
Með honum f bflnum var farþegi,
ung stúlka.
„Vélin kom út úr skýjabakkanum
eins og skuggi og það glitti í hana
yfír trjátoppunum. Ég gat ekki séð
annað en að vélin væri í eðlilegri
aðflugshæð og ég sá ekkert sem
benti til þess að eitthvað væri að.
Hins vegar lækkaði hún flugið
skyndilega yfir Hringbrautinni og
beygði örlítið til vinstri sem var afar
torkennilegt. Þetta gerðist allt svo
snöggt. Ég kallaði upp yfir mig hvort
þeir hefðu hugsað sér að lenda vél-
inni á veginum en þá rétti hún sig
strax til hægri með snarpri beygju
og miklum vélargný og steypist á
bakið og hrapaði síðan á nefið með
miklum dynk. Ég stöðvaði bílinn og
flýtti mér út að flakinu sem strax
varð alelda. Slökkviliðið brást skjótt
við og var farið að dæla kvoðu yfir
brennandi flakið innan örskammrar
stundar. Maður verður svo hissa þeg-
ar svona lagað gerist að maður miss-
ir alveg andlitið. Konan sem var hjá
mér í bílnum hljóp út úr honum í
skelfingu og ég sá hana ekki aftur,"
sagði Bjami Pálmars leigubílstjóri.
Morgunblaðið/RAX
Slökkviliðið á Reykjavíkurflugvelli ásamt slökkviliði Reykjavíkur brást skjótt við. Tekist hafði að slökkva eldana með kvoðu áður en fimm
mínútur voru liðnar frá slysinu.
Flugvélin steyptisttiljarðar
50 metrum sunnan Hringbrautar
ÞRÍR Kanadamenn létust er
tveggja hreyfla Casa-212-flugvél
fórst f aðflugi að Reykjavíkur-
flugvelli klukkan 17.42 f gær.
Vélin stakkst niður milli Hring-
brautar og norður-suður-flug-
brautar, rúmum 50 metrum
sunnan Hringbrautar, en þá var
þung umferð um Hringbraut til
austurs og vesturs. Casa-vélin
var sérútbúin til rannsókna og
segulmælinga. Hún var hingað
komin frá Nassarsuaq á Grænl-
andi en Kanadamennirnir voru á
Ieið til Frakklands þar sem
þeirra beið rannsóknarverkefni.
Vélin, sem var skráð í Kanada
og bar einkennisstafina C-GILU,
var í eigu fyrirtækisins Geo-
terrex f Ottawa og hafði marg-
sinnis áður haft viðdvöl hérlend-
is.
Fjöldi sjónarvotta var að því er
vélin fórst. Hún var þá í blindflugs-
aðflugi í um IV2 kflómetra skyggni
að norðurenda norður-suður-flug-
brautarinnar og var áhöfnin í sam-
bandi við flugtuminn á Reykjavík-
urflugvelli. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins var ekkert í fjar-
skiptum vélarinnar við flugtuminn
sem bent gat til bilunar eða erfið-
leika við stjóm hennar. Flugmaður-
inn hafði nýverið fengið upplýsingar
úr flugtumi um veður og skyggni.
Sjónarvottum í flugtumi virtist vél-
in hallast á hægri væng er hún kom
niður úr skýjum í, að því er þeim
virtist, eðlilegri aðflugshæð en ekki
í nákvæmri stefnu á flugbrautina.
Þeim virtist vélarhljóðið óeðlilegt.
Þegar flugmaðurinn jók eldsneytis-
gjöf snerist vélin yfir til hægri og
snerist í um það bil 270 gráður
miðað við rétta aðflugsstefnu áður
en hún skall til jarðar um 100 metra
vestan við flugbrautina. Strax og
vélin snerti jörðu kvað við sprenging
í flakinu og eldtungur stigu til lofts.
Varð vélin að ijúkandi rústum á
örskammri stundu. Talið er víst að
mennimir hafi allir beðið bana sam-
stundis.
Slökkviliðið á Reykjavíkurflug-
velli var komið á vettvang og tekið
til við slökkvistarf innan tveggja
mínútna að sögn sjónarvotta.
Skömmu síðar dreif fjölmennt lög-
reglulið að, einnig slökkviliðið í
Reykjavík og sjúkrabifreiðar. Mikill
fjöldi fólks fylgdist með slökkvi- og
björgunarstarfi enda síðdegisum-
ferð um Hringbraut í hámarki.
Um hálfri annarri klukkustundu
eftir að björgunarstarf hófst náðu
björgunarmenn líki fyrsta mannsins
úr vélinni en um klukkan 21 var
björgunarstarfi lokið. Þá var dúkur
breiddur yfír flak vélarinnar og
verður það varðveitt á slysstað þar
til fulltrúar eigenda og framleið-
enda koma til landsins til að kanna
verksummerki í dag eða á morgun,
fímmtudag. Þá em einnig væntan-
legir til landsins fulltrúar frá
kanadískum flugmálayfirvöldum
sem annast munu rannsókn slyssins
í samvinnu við íslensk yfirvöld.
Lögregluvörður verður um flakið
þar til vettvangsrannsókn telst lok-
ið.
Um klukkan 23 í gærkvöldi varð-
ist Loftferðaeftirlitið allra frétta af
rannsókna málsins en þá stóðu yfir
umfangsmiklar skýrslutökur af
þeim fjölda sjónarvotta sem gefíð
hafði sig fram. Grétar Óskarsson
framkvæmdastjóri Loftferðaeftir-
litsins sagði nokkra daga mundu
líða áður en orsakir slyssins skýrð-
ust.
„Sá vélina sting-
ast niður hægra
megin við migu
Jón Óli Sigurðsson.
EINN sjónarvotta að flugslysinu
á Reylqavíkurflugvelli, Jón ÓIi
Sigurðsson, hafði ekið vestur
Hringbraut og var að beygja suð-
ur Vatnsmýrarveg. Hann sá ekki
flugvélina í aðfluginu en sá hann
Slæm veður-
skilyrði við
Reykjavíkur-
flllgVÖll
VEÐUR var slæmt þegar flug-
slysið varð í gær. Veðurstofa ís-
lands er með mælingar við flug-
völlinn og klukkan 18 var þar
suðvestan fjögur vindstig og
súld. Skyggni var 9 kílómetrar.
Það var lágskýjað og voru lægstu
ský í um 400 fetum og alskýjað
í 800 fetum.
hrapa til jarðar. Hann var með
myndavél í bilnum og snaraðist
hann út úr bflnum og tók myndir
af slysinu.
„Ég var kominn yfir gatnamótin
þegar ég heyri mikinn vélargný. Ég
veit ekki hvort flugmaðurinn hefur
verið að botngefa vélinni til að ná
henni aftur á loft eða hvort hann
hafi verið að reyna að ná henni á
loft aftur vegna þess að hann hafi
komið of lágt inn. Ég sá ekki að-
flugið því ég var kominn það langt.
En ég sá vélina koma hallandi inn
og nefið og vængurinn stakkst í jörð-
ina. Ég sá hana bara stingast niður
hægra megin við mig. Það kviknaði
eldur um leið og hún kom við jörð-
ina. Það var aðallega reykur, maður
sá varla eldinn fyrir reyk.
- Hvernig varð þér við?
„Mér brá náttúrulega. En ég
stöðvaði bílinn, greip myndavélina
og fór að taka myndir. Það var aus-
andi rigning og lágskýjað og það
dreif strax að mikinn fjölda fólks,"
sagði Jón Óli Sigurðsson.