Morgunblaðið - 03.08.1988, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 03.08.1988, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1988 37 Morgunblaðið/Jon P. Petrusson NTB Norrænar konur hefja samstarf gegn sifjaspelli FULLTRÚI íslensks vinnuhóps um sifjaspell, Magdalena Kjartansdóttir, kynnti starf- semi hópsins á norræna kvennaþinginu í Osló á mánu- dag. Mikið var spurt um vinnu- hópinn að loknu erindi hennar og ákveðið að konur sem starfa að þessum málum í heima- löndum sínum hittist aftur daginn eftir til að leggja grunninn að frekara sam- starfi. Umræða um siijaspell hófst ekki að ráði á íslandi fyrr en haustið 1986 að sögn Magdalenu Kjartansdóttur. „Félagsráðgjafar og nemar í félagsfræði auk kvenna úr samtökunum um kvennaathvarf ákváðu að ná til kvenna sem orðið höfðu fyrir sifjaspelli og auglýstu í því skyni símanúmer til reynslu í vikutíma. Á tímabilinu hringdu 27 koniir og báðu um aðstoð," segir Magdalena og bætir við að ákveð- ið hafi verið að halda svon starfi áfram. Nú starfrækir vinnuhópurinn skrifstofu að Vesturgötu 3 þar sem svarað er í síma hálfan dag- inn. Að sögn Magdalenu hafa ellefu hópar kvenna sem orðið hafa fyrir sifjaspelli gengið í gegnum ákveðið ferli til að losna undan afleiðingum þess. í hveij- um hóp eru allt að átta konur sem hittast reglulega með fé- lagsráðgjafa og tala saman. Jafn- framt starfar unglingahópur og mæðrahópur gegn sifjaspelli. Þær Ásta Henriksdóttir og Helena Jóhannsdóttir sýndu dans á kynningu vinnuhópsins sem fjallaði um áhrif siíjaspells á litla stúlku og hvemig hún lærir að sættast við sjálfa sig sem fullorð- in kona. Lára Stefánsdóttir samdi dansinn og æfði stöllur sínar. Sunnudagsmessa hófst með dansi Að lokinni stólræðunni flutti Suður- Afrísk kona, Xingwana að nafni, ávarp þar sem hún talaði meðaí annars um böm sem sitja í fangelsi í heimalandi hennar og bað konur að minnast þeirra. Konur hyggjast halda friðarguðs- þjónustu í dómkirkju hér í Osló næstkomandi laugardag, þegar 43 ár eru liðin frá því að kjamorku- sprengju var varpað á Hiroshima. Fyrirlestrar og umræður kvenna inn- an kirkjunnar hafa verið haldnir daglega nú fyrri hluta kvennaþings- ins, til að mynda var í gærdag rætt um kvennaguðfræði. Morgunblaðið/Jon P. Petrusson NTB Verk íslenskra kventónskálda á tónleikum Núlifandi kventónskáld eru fleiri á íslandi miðað við fólks- fjölda en á öðrum Norðurlönd- um. I tónskáldafélagi íslands eru nú þrjár konur, þær Jórunn Viðar, Karólína Eiríksdóttir og Mist Þorkelsdóttir. Allar eiga þær verk sem leikin voru síðast- liðið sunnudagskvöld á norr- ænu kvennaþingi í Osló. Þar frumflutti Guðrún Sigríður Birgisdóttir flautuleikari nýtt verk Mistar Þorkelsdóttur, Rún. Hljóðfæraleikararnir sem sjást á þessari mynd voru: Signý Sæmundsdóttir, Jón Að- alsteinn Þorgeirsson, Guðríður Sigurðardóttir, Guðrún S. Birg- isdóttir og Inga Rós Ingólfs- dóttir. Leikrit um kvennaþing SYSTURNAR Elísabet og Helga Brekkan settu saman, sungu og léku söguna af merkiskonunum Flóru Dan- iku og Töntu Nordiku sem fóru á kvennaþing. Sagan sú hlaut góðar undirtektir á frumsýningu síðastliðið sunnudagskvöld og hver veit nema að hún verði sögð aftur hér I Osló í vikunni. ratriði 3sló skólasvæðinu eru undirlagðar milli níu og fímm dag hvem en árrisullar konur geta farið í leikfími undir átta, áður eneiginleg dagskrá þingsins hefst eða sótt morgun- messu. Enn eru ótalin atriði úr menning- ardagskrá kvennaþingsins. Listsýn- ingar af ýmsu tagi skipa hér vegleg- an sess. Tónleikar, dans og leiksýn- ingar eru yfírleitt á kvöldin í ýmsum salarkynnum. í borginni eru 25 mjmdlistarsýningar kvenna opnar daglega. Fimm íslenskar myndlist- arkonur halda til dæmis sameigin- lega sýningu sem opnuð var á laug- ardag. Þær eru Ingunn Eydal sem sýnir grafíkmyndir, Bryndís JÓns- dóttir sýnir keramik, Guðrún Kristj- ánsdóttir sýnir málverk, Hansína Jensdóttir sýnir skúlptúra og Kristín Jónsdóttir textflverk. Þá má nefna Ijósmyndasýningu með myndum 105 kvenljósmyndara af Norðurlöndunum. í hópnum er að- eins ein íslensk kona, Rut Hallgrímsdóttir. Jafnframt er nú til sýnis hér í Osló verk úr ull eftir Ragnheiði Þórsdóttur. Morgunblaðið/Ól. K. Magnússon Framlag íslenskra kvenna á setningarathöfninni var ballettinn „Skapanornirnar“ eftir Auði Bjarnadótt- ur við tónverk Mistar Þorkelsdóttur „Þrenningu“. Þær Asta Henriksdóttir, Helena Jóhannsdóttir og Lára Stefánsdóttir, allar úr íslenska dansflokknum, túlkuðu skapanornirnar Urði, Verðandi og Skuld. Islenskar skapanomir við setningu kvennaþingsins Morgunblaðið/Ól. K. Magnússon Gro Harlem Brundtland forsætisráðherra Noregs var að sjálfsögðu mætt við setningarathöfn kvennaþingsins í Osló. Hennar framlag var upplestur á ljóðum eftir Else Michelet. ÞAÐ skiptust á skin og skúrir meðan norrænt kvennaþing var sett á mikilli útihátíð í miðborg Osló síðastliðinn laugardag. Á nærri þriggja tíma langri setning- arathöfn voru atriði frá öllum Norðurlöndunum flutt á fjórum pöllum og giskaði kynnir á at- höfninni, sjónvarpskonan Rita Westvik, á að milli 5.000 og 7.000 konur hefðu verið viðstaddar. Norska dagblaðið Aftenposten sagði hinsvegar að milli 2.000 og 3.000 konur hefðu verið við at- höfnina. Geysimikil stemning ríkti við opn- unarathöfnina og höfðu margar íslensku kvennanna á orði að and- rúmsloftið minnti á kvennafrídaginn árið 1975. Ein sagðist ósköp fegin að hafa komist á almennilega úti- hátíð með regni og öllu tilheyrandi um verslunarmannahelgina. Ófáir karlmenn höfðu hætt sér inn á svæð- ið og virtust ekki skemmta sér minna en konumar. Framlag íslenskra kvenna á setn- ingarathöfninni var ballettinn „Skapanornirnar" eftir Auði Bjarna- dóttur við tónverk' Mistar Þorkels- dóttur „Þrenningu". Á hljóðfærin léku Lovísa Fjeldsted sellóleikari, Guðríður Sigurðardóttir píanóleikari og Jón A. Þorgeirsson klarinettuleik- ari. Þau fluttu verkið aftur á mánu- dagskvöld. Þær Asta Henriksdóttir, Helena Jóhannsdóttir og Lára Stef- ánsdóttir, allar úr íslenska dans- flokknum, túlkuðu skapanomirnar Urði, Verðandi og Skuld. Á setningarathöfn kvennaþings- ins las forsætisráðherra Noregs, Gro Harlem Brundtland, ljóð eftir norska konu að nafni Else Michelet. Rokk- söngkonur frá Svíþjóð og Noregi kyijuðu svo að jafnvel elstu ömmum var dillað, eftir að austurlenskur magadans hafði verið stiginn á svið- inu. Færeyskur leikþáttur vakti mikla hrifningu, sömuleiðis finnska söngkonan Aija Saijoninka sem flutti „Þökk sé þessu lífi“ á fimm norðurlandamálum. KONUR innan kirkjunnar á Norð- urlöndum hittast á kvennaþinginu í Osló og undirbjuggu fulltrúar ýmissa kirkjusamtaka kvenna- guðsþjónustu sem haldin var í kirkju í miðbænum síðastliðinn sunnudag. Guðsþjónustan hófst með dansi um efni stólræðunnar „opnar dyr“. Norsk kona, Gunnar Lande, pred- ikaði og fjallaði ræða hennar um að opnar dyr kirkjunnar blöstu við kon- um sem vildu horfast í augu við erfíðleikana er fylgt gætu auknu starfí þeirra innan kirkjunnar og taka á móti gleðinni sem því fylgdi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.