Morgunblaðið - 03.08.1988, Síða 37

Morgunblaðið - 03.08.1988, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1988 37 Morgunblaðið/Jon P. Petrusson NTB Norrænar konur hefja samstarf gegn sifjaspelli FULLTRÚI íslensks vinnuhóps um sifjaspell, Magdalena Kjartansdóttir, kynnti starf- semi hópsins á norræna kvennaþinginu í Osló á mánu- dag. Mikið var spurt um vinnu- hópinn að loknu erindi hennar og ákveðið að konur sem starfa að þessum málum í heima- löndum sínum hittist aftur daginn eftir til að leggja grunninn að frekara sam- starfi. Umræða um siijaspell hófst ekki að ráði á íslandi fyrr en haustið 1986 að sögn Magdalenu Kjartansdóttur. „Félagsráðgjafar og nemar í félagsfræði auk kvenna úr samtökunum um kvennaathvarf ákváðu að ná til kvenna sem orðið höfðu fyrir sifjaspelli og auglýstu í því skyni símanúmer til reynslu í vikutíma. Á tímabilinu hringdu 27 koniir og báðu um aðstoð," segir Magdalena og bætir við að ákveð- ið hafi verið að halda svon starfi áfram. Nú starfrækir vinnuhópurinn skrifstofu að Vesturgötu 3 þar sem svarað er í síma hálfan dag- inn. Að sögn Magdalenu hafa ellefu hópar kvenna sem orðið hafa fyrir sifjaspelli gengið í gegnum ákveðið ferli til að losna undan afleiðingum þess. í hveij- um hóp eru allt að átta konur sem hittast reglulega með fé- lagsráðgjafa og tala saman. Jafn- framt starfar unglingahópur og mæðrahópur gegn sifjaspelli. Þær Ásta Henriksdóttir og Helena Jóhannsdóttir sýndu dans á kynningu vinnuhópsins sem fjallaði um áhrif siíjaspells á litla stúlku og hvemig hún lærir að sættast við sjálfa sig sem fullorð- in kona. Lára Stefánsdóttir samdi dansinn og æfði stöllur sínar. Sunnudagsmessa hófst með dansi Að lokinni stólræðunni flutti Suður- Afrísk kona, Xingwana að nafni, ávarp þar sem hún talaði meðaí annars um böm sem sitja í fangelsi í heimalandi hennar og bað konur að minnast þeirra. Konur hyggjast halda friðarguðs- þjónustu í dómkirkju hér í Osló næstkomandi laugardag, þegar 43 ár eru liðin frá því að kjamorku- sprengju var varpað á Hiroshima. Fyrirlestrar og umræður kvenna inn- an kirkjunnar hafa verið haldnir daglega nú fyrri hluta kvennaþings- ins, til að mynda var í gærdag rætt um kvennaguðfræði. Morgunblaðið/Jon P. Petrusson NTB Verk íslenskra kventónskálda á tónleikum Núlifandi kventónskáld eru fleiri á íslandi miðað við fólks- fjölda en á öðrum Norðurlönd- um. I tónskáldafélagi íslands eru nú þrjár konur, þær Jórunn Viðar, Karólína Eiríksdóttir og Mist Þorkelsdóttir. Allar eiga þær verk sem leikin voru síðast- liðið sunnudagskvöld á norr- ænu kvennaþingi í Osló. Þar frumflutti Guðrún Sigríður Birgisdóttir flautuleikari nýtt verk Mistar Þorkelsdóttur, Rún. Hljóðfæraleikararnir sem sjást á þessari mynd voru: Signý Sæmundsdóttir, Jón Að- alsteinn Þorgeirsson, Guðríður Sigurðardóttir, Guðrún S. Birg- isdóttir og Inga Rós Ingólfs- dóttir. Leikrit um kvennaþing SYSTURNAR Elísabet og Helga Brekkan settu saman, sungu og léku söguna af merkiskonunum Flóru Dan- iku og Töntu Nordiku sem fóru á kvennaþing. Sagan sú hlaut góðar undirtektir á frumsýningu síðastliðið sunnudagskvöld og hver veit nema að hún verði sögð aftur hér I Osló í vikunni. ratriði 3sló skólasvæðinu eru undirlagðar milli níu og fímm dag hvem en árrisullar konur geta farið í leikfími undir átta, áður eneiginleg dagskrá þingsins hefst eða sótt morgun- messu. Enn eru ótalin atriði úr menning- ardagskrá kvennaþingsins. Listsýn- ingar af ýmsu tagi skipa hér vegleg- an sess. Tónleikar, dans og leiksýn- ingar eru yfírleitt á kvöldin í ýmsum salarkynnum. í borginni eru 25 mjmdlistarsýningar kvenna opnar daglega. Fimm íslenskar myndlist- arkonur halda til dæmis sameigin- lega sýningu sem opnuð var á laug- ardag. Þær eru Ingunn Eydal sem sýnir grafíkmyndir, Bryndís JÓns- dóttir sýnir keramik, Guðrún Kristj- ánsdóttir sýnir málverk, Hansína Jensdóttir sýnir skúlptúra og Kristín Jónsdóttir textflverk. Þá má nefna Ijósmyndasýningu með myndum 105 kvenljósmyndara af Norðurlöndunum. í hópnum er að- eins ein íslensk kona, Rut Hallgrímsdóttir. Jafnframt er nú til sýnis hér í Osló verk úr ull eftir Ragnheiði Þórsdóttur. Morgunblaðið/Ól. K. Magnússon Framlag íslenskra kvenna á setningarathöfninni var ballettinn „Skapanornirnar“ eftir Auði Bjarnadótt- ur við tónverk Mistar Þorkelsdóttur „Þrenningu“. Þær Asta Henriksdóttir, Helena Jóhannsdóttir og Lára Stefánsdóttir, allar úr íslenska dansflokknum, túlkuðu skapanornirnar Urði, Verðandi og Skuld. Islenskar skapanomir við setningu kvennaþingsins Morgunblaðið/Ól. K. Magnússon Gro Harlem Brundtland forsætisráðherra Noregs var að sjálfsögðu mætt við setningarathöfn kvennaþingsins í Osló. Hennar framlag var upplestur á ljóðum eftir Else Michelet. ÞAÐ skiptust á skin og skúrir meðan norrænt kvennaþing var sett á mikilli útihátíð í miðborg Osló síðastliðinn laugardag. Á nærri þriggja tíma langri setning- arathöfn voru atriði frá öllum Norðurlöndunum flutt á fjórum pöllum og giskaði kynnir á at- höfninni, sjónvarpskonan Rita Westvik, á að milli 5.000 og 7.000 konur hefðu verið viðstaddar. Norska dagblaðið Aftenposten sagði hinsvegar að milli 2.000 og 3.000 konur hefðu verið við at- höfnina. Geysimikil stemning ríkti við opn- unarathöfnina og höfðu margar íslensku kvennanna á orði að and- rúmsloftið minnti á kvennafrídaginn árið 1975. Ein sagðist ósköp fegin að hafa komist á almennilega úti- hátíð með regni og öllu tilheyrandi um verslunarmannahelgina. Ófáir karlmenn höfðu hætt sér inn á svæð- ið og virtust ekki skemmta sér minna en konumar. Framlag íslenskra kvenna á setn- ingarathöfninni var ballettinn „Skapanornirnar" eftir Auði Bjarna- dóttur við tónverk' Mistar Þorkels- dóttur „Þrenningu". Á hljóðfærin léku Lovísa Fjeldsted sellóleikari, Guðríður Sigurðardóttir píanóleikari og Jón A. Þorgeirsson klarinettuleik- ari. Þau fluttu verkið aftur á mánu- dagskvöld. Þær Asta Henriksdóttir, Helena Jóhannsdóttir og Lára Stef- ánsdóttir, allar úr íslenska dans- flokknum, túlkuðu skapanomirnar Urði, Verðandi og Skuld. Á setningarathöfn kvennaþings- ins las forsætisráðherra Noregs, Gro Harlem Brundtland, ljóð eftir norska konu að nafni Else Michelet. Rokk- söngkonur frá Svíþjóð og Noregi kyijuðu svo að jafnvel elstu ömmum var dillað, eftir að austurlenskur magadans hafði verið stiginn á svið- inu. Færeyskur leikþáttur vakti mikla hrifningu, sömuleiðis finnska söngkonan Aija Saijoninka sem flutti „Þökk sé þessu lífi“ á fimm norðurlandamálum. KONUR innan kirkjunnar á Norð- urlöndum hittast á kvennaþinginu í Osló og undirbjuggu fulltrúar ýmissa kirkjusamtaka kvenna- guðsþjónustu sem haldin var í kirkju í miðbænum síðastliðinn sunnudag. Guðsþjónustan hófst með dansi um efni stólræðunnar „opnar dyr“. Norsk kona, Gunnar Lande, pred- ikaði og fjallaði ræða hennar um að opnar dyr kirkjunnar blöstu við kon- um sem vildu horfast í augu við erfíðleikana er fylgt gætu auknu starfí þeirra innan kirkjunnar og taka á móti gleðinni sem því fylgdi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.