Morgunblaðið - 03.08.1988, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1988
pltrgi Útgefandi Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúarritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 70 kr. eintakið.
Glatað gróðurlendi
rátt fyrir menntun, þekk-
ingu, tækni og ríkidæmi
hefur Islendingum ekki tekizt
að hefta gróðureyðingu lands-
ins. Engu að síður hefur verið
tekizt skipulega á við þetta
vandamál allar götur frá því
að Landgræðsla ríkisins var
sett á laggimar fyrir rúmum
80 árum, árið 1907.
Talið er að frá landnámi
hafi rúmlega þrjár milljónir
hektara gróins lands eyðst —
eða þrjú þúsund hektarar að
meðaltali á ári. Þetta þýðir að
um helmingur þess gróður-
lendis, sem hér var við land-
nám, hefur glatast.
Ástæðan er margþætt: kóln-
andi veðurfar, eldvirkni lands-
ins, eyðing skóga, ofbeit og
uppblástur. Gróðureyðingin er
að hluta til „náttúruleg“, ef
svo má að orði komast. Á hinn
bógin sök landsmanna, sem
hafa ofboðið landinu á ýmsan
hátt.
Enn gengur á gróðurlendið,
ekki sízt í Þingeyjarsýslum, á
Suðurlandi og á suðvestur-
homi landsins. Hraðfara
gróðureyðing, eins og hér var
á fyrri hluta aldarinnar, er að
vísu ekki til staðar, en gróður-
lendið skreppur hins vegar
saman á mörgum smærri
svæðum, einkum á hálendinu.
Viðkvæmum hálendisgróðri
stendur ekki ógn af beitarálag-
inu einu saman, heldur vax-
andi og á stundum ógætilegri
umferð ferðamanna, innlendra
sem erlendra, sem sækja á vit
öræfanna. í þessu efni þarf
að koma við betri vömum áður
en þ'að er orðið of seint.
Sveinn Runólfsson, land-
græðslustjóri, segir í viðtali við
Morgunblaðið fyrir fáeinum
dögum, að langalvarlegustu
sandfoks- og gróðureyðingar-
svæði landsins séu á Mývatns-
öræfum og í Hólsfjöllum. Þetta
em eldfjallasvæði; jarðvegur
sendinn, gosefnablandinn og
fokgjam. Urkoma lítil og eyði-
merkurástand í þurrkatíð.
Beitarþol svæðanna er því
mjög takmarkað, ekki sízt ef
fé er sleppt snemma á afrétt-
arlönd, þó að víðáttumikil séu.
„Að frumkvæði landbúnaðar-
ráðherra hefur verið ákveðið
að koma á starfshópi sem í
verða fulltrúar sveitarstjómar
og gróðurvemdarnefndar,"
sagði Sveinn, „sem ætlað er
að gera nokkurskonar land-
græðslu- og landnýtingaráætl-
un fyrir þetta svæði.“ Land-
græðslustjóri sagði jafnframt
að „Landgræðslan geti ekki
farið út í neinar nýjar upp-
græðsluaðgerðir á þessum
slóðum fyrr en menn verða
búnir að gera áætlanir um
hvemig búskaparháttum verð-
ur hagað á næstu árum. í dag
er þetta lang alvarlegasta
sandfoks- og gróðureyðingar-
svæðið sem við eigum við að
etja“.
Landgræðsla ríkisins og
Skógrækt ríkisins hafa unnið
mikið og gott starf í áratugi.
Misþröngur fjárlagarammi
hefur hinsvegar sett starfsem-
inni sín mörk. Síðast en ekki
sízt hafa skógræktar- og gróð-
urfélög, sem virkjað hafa
áhugasama einstaklinga, lyft
Grettistökum á þessum vett-
vangi.
Skógræktarfélag íslands
undirbýr nú, í samstarfi við
önnur félagasamtök og opin-
bera aðila, sérstakt þjóðarátak
í skógrækt 1990. Það er vel,
enda er skógrækt veigamikill
þáttur landgræðslu. Þannig er
íslenzki birkiskógurinn sterk-
asta vöm jarðvegs gegn rofi.
Skógar-skjólbelti eru ekki
síður mikilvirk í landgræðslu.
Áhugi almennings á um-
hverfísmálum, gróðurvernd,
landgræðslu og skógrækt hef-
ur aukizt mjög mikið á síðustu
áratugum og fer enn vaxandi.
Þessi áhugi kom meðal annars
fram í þjóðarátaki í land-
græðslu, sem efnt var til í til-
efni ellefu alda búsetu í
landinu, og gaf góða raun.
Þessi áhugi speglast einnig í
stefnuyfírlýsingu ríkisstjórnar
Þorsteins Pálssonar, en þar
segir m.a.: „Gerð verður áætl-
un um nýtingu landsins sem
miðar að því að endurheimta,
varðveita og nýta landgæði á
hagkvæman hátt... Skóg-
rækt, landgræðsla og gróður-
vemd verði aukin í samvinnu
ríkis, sveitarfélaga og fijálsra
samtaka ... Fræðsla um nátt-
úruvemd og umhÝerfismál
verði aukin.“
Þessum stefnumiðum þarf
að fylgja eftir með verkum.
Það hefur að hluta til verið
gert. En betur má ef duga
skal. Stjómvöld þurfa að
styðja myndarlega við bakið á
þeim sem nú undirbúa sérstakt
átak í skógrækt á árinu 1990.
Norræna kvennaþingið í Osló
Tíu þúsund þátttakendur á kvennaþingi:
Um hundrað dagskrá
að velja hvern dag í I
Osló. Frá Þórunni Þórsdóttur blaðamanni Morgunblaðsins
Háskólasvæðið „Blindem“ í Osló er nú iðandi af lífi þrátt fyrir
sumarleyfi skólafólks. Þar streyma konur á öllum aldri úr ólíkum
þjóðfélagshópum um götur og torg inn og út af fyrirlestrum, kynning-
arfundum og ráðstefnum. Margar þeirra em á hraðferð, enda um
liðlega hundrað dagskrárliði að velja dag hvem á norrænu kvenna-
þingi sem sett var undir berum himni síðastliðinn laugardag og lýkur
næstkomandi sunnudag.
Um átta hundruð íslenskar kónur
eru á þinginu og alls hafa nærri tíu
þúsund konur af öllum Norðurlönd-
unum skráð sig til þátttöku að sögn
Guðrúnar Agústsdóttur, sem er full-
trúi íslands í norrænu undirbún-
ingsnefndinni ásamt Amdísi Stein-
þórsdóttur. Það er því mikill
kvennafans í Osló þessa vikuna.
Hótel eru troðfull og veitingahús
þétt setin.
Raunar eru fleiri gestir í Osló en
kvennaþingskonur, hér er haldið
800 manna alþjóðlegt bindindismót
og geysifjölmennt fótboltamót
unglinga auk jasshátíðar. Á
kvennaþingið eitt hafa skráð sig
230 fréttamenn sem eru um helm-
ingi fleiri en búist var við að sögn
Guðrúnar.
Dagskrá kvennaþingsins er ærið
yfirgripsmikil og samanstendur af
fyrirlestrum, umræðuhópum, sýn-
ingum og ráðstefnum á vegum
kvennaúr stjómmálaflokkum, laun-
þegahreyfingu, kvenfélögum og
fjölmörgum hópum öðrum.
Talsvert er um að konur frá fleiri
löndum en einu og af sama sviði
hafi sameiginleg dagskráratriði.
Jafnframt segir Guðrún Ágústdóttir
að þær tvö hundmð klukkustundir
sem teknar vom frá í byggingum
á háskólasvæðinu fyrir óvænt atriði
séu næstum uppumar. Konur með
sömu hugðarefni en frá ýmsum
Norðurlandanna vilji bera saman
bækur sínar.
Hátt í þijátíu byggingar á há-
Morgunblaðið/Ól. K. Magnússon
Norrænar hægrikonur héldu ráðstefnu á kvennaþinginu í gær. í dag kynna sjálfstæðiskonur stefnu flokks-
ins fjölskyldu og jafnréttismálum.
Hægrikonur halda ráð-
stefnu um fjölskylduna
HÆGRIKONUR á kvennaþingi
héldu ráðstefnu í gær um efnið
„Konur og fjölskyldan". Flutt
voru fjögur inngangserindi, þá
voru haldnir fyrirlestrar i smærri
hópum. Af íslenskum konum
töluðu þær Inga Jóna Þórðardótt-
ir og Sólveig Pétursdóttir. í dag
kynna sjálfstæðiskonur starf sitt
innan flokksins.
KONUR úr Bandalagi starfs-
manna ríkis og bæja kynntu sig
fyrir kynsystrum af öðrum
Norðurlöndum á kvennaþingi á
mánudag. Stór hópur fylgdist
með upplestri, söng og dansi
BSRB kvenna um vinnutímann
þar sem breytingar á honum eru
raktar frá aldamótum til dagsins
í dag.
Brynja Benediktsdóttir leikkona
setti vinnutímarevíuna saman, en
Guðrún Alfreðsdóttir hefur stjóm-
að æfingum. Revían fjallar um
vinnutíma kvenna í fíórar kynslóð-
ir, allt frá bændasamfélagi til tölvu-
samfélags.
Fyrst segir af aldamótakonunni
sem hélt sig heima og féll aldrei
Yfirskrift á kynningu sjálfstæðis-
kvenna í dag er „Konur, atvinnulífið
og fjölskyldan". Þórunn Gestsdóttir
setur kynningarfundinn en erindi
flytja þær María E. Ingvadóttir, Jóna
Gróa Sigurðardóttir, Katrín
Fjeldsted og Salóme Þorkelsdóttir.
Að loknum fundinum kynna sjálf-
stæðiskonur myndband um stjóm-
mál í daglegu lífí sem gert var í til-
verk úr hendi. Þá kemur konan sem
farin er að vinna ýmis þjónustu-
störf á stríðsárunum' til sögunnar,
hún á sokkapijónavél og jafnvel
saumavél. Næst víkur sögunni að
vélritunardömum á sjöunda ára-
tugnum. Konur á vinnumarkaði
hafa yfirleitt lág laun, gegna þjón-
ustu- og skrifstofustörfum. Rauð-
sokkutímabil gengur í garð og
stúdentauppreisnir komast í al-
gleyming.
Lokakafli vinnutímarevíu BSRB
kvenna gerist um og eftir 1970
þegar jafnréttiskrafan verður mjög
sterk, útlitsdýrkun áberandi, tölvu-
væðing á sér stað og barnagæsla
verður æ stærra vandamál eftir því
sem konur hasla sér frekari völl á
vinnumarkaði.
efni norræna kvennaþingsins.
Á ráðstefnu hægri kvenna í gær
lagði ein frummælenda þingmaður-
inn Anna Khateriné Haglund höfuð-
áherslu á möguleika foreldra til að
velja á milli ólíkra kosta við uppeldi
barna án þess að stjómvöld hefðu
kortlagt valið fyrirfram með því að
veita miklu fé í einn þátt en hafa
annan í fjársvelti. Sagði Haglund
að aukinn skattafrádráttur vegna
barna væri meðal grundvallaratriða
í kosningabaráttu hægri flokksins í
Svíþjóð.
Fyrir hönd íslenskra hægrikvenna
talaði Ragnhildur Helgadóttir og
greindi frá meginhugmyndum að
baki fjölskyldustefnu Sjálfstæðis-
flokksins sem byggðist á jafnfrétti
karla og kvenna innan og utan heim-
ilis. Hún ræddi meðal annars um
fjölskylduna sem grunneiningu þjóð-
félágsins og skyldu ríkisins til að
styðja hana, ábyrgðarhlutverk for-
eldra og nauðsyn þess að það sé virt.
Formaður sambands norskra
hægrikvenna, Astrid Nöklebye Hei-
berg, er geðlæknir sem sérstaklega
hefur rannsakað streitu kvenna. í
erindi sínu fjallaði hún um muninn
á stöðu karla og kvenna í atvinnulíf-
inu og talaði um að sífellt samvisku-
bit margra kvenna vegna mikillar
vinnu utan heimilis stafaði einfald-
lega af því að þær bæm mesta
ábyrgð. Þá talaði Heiberg um mikil-
vægi þess að minnka yfirvinnu for-
eldra smábarna.
BSRB konur flytja
revíu um vinnuna