Morgunblaðið - 03.08.1988, Síða 47

Morgunblaðið - 03.08.1988, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1988 4t* Þjóðhátíðin í Eyjum: Lagt hald á 60 grömm af hassi UAGl var iiald á bO gromm at hassi og 2 grömm af amfetamíni á þjóðhátíðinni i Vestmannaeyj- um. Þar af var einn maður með 52 grömm á sér er hann var tek- inn við komu til Eyja. Tvennt bjargaðist naumlega út úr brenn- andi íbúð við Illugagötu á laugar- dagsmorgun. Nokkuð var um þjófnaði í Eyjum um helgina og þrjár kærur bárust vegna inn- brota. Olvun var með mesta móti á þjóðhátíð að sögn lögreglu og var áberandi að þjóðhátíðargest- ir voru ungir að árum og lítið um fjölskyldur meðal aðkomu- manna. Tveir menn frá fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík voru lög- reglu í Vestmannaeyjum til aðstoð- ar meðan á þjóðhátíð stóð. Var leit- að á þeim sem grunsamlegir þóttu strax við komu til Eyja. Ails fund- ust fíkniefíii í fórum 10 manna, þar af átti einn 52 grömm eins og fyrr sagði. Að sögn Geiijóns Þórissonar lögreglufulltrúa í Vestmannaeyjum eru málin að fullu upplýst. Lögreglumenn á eftirlitsgöngu urðu klukkan tæplega 8 á laugar- dagsmorgun varir við að mikinn reyk lagði út um glugga kjallaraí- búðar að Illugagötu 9. Tvennt var í íbúðinni. Kona, sem var vakandi, komst út af eigin rammleik en lög- reglumennimir aðstoðuðu mann, sem var sofandi í íbúðinni, við að komast út. Talið er að kviknað hafí í út frá rafmagni í eldhúsi íbúðar- innar, sem er mikið skemmd. Geiijón Þórisson sagði að tals- vert hafí verið um kærar vegna þjófnaða úr tjöldum en þó minna en undanfarin ár enda var nú verðí^ mæta gætt fyrir þá sem þess ósk-' uðu. Minna var um áflog og líkams- meiðingar en oft áður. Geiijón sagði að alltaf væri nokkuð um að menn kæmu allslausir á þjóðhátíð í trausti þess að geta orðið sér úti um fé og hvers konar verðmæti og nauð- synjar með þjófnaði. Mörg þjófnað- armál era upplýst en þó er talsvert um óskilagóss í vörslu lögreglunn- ar. Brotist var inn á þremur stöðum í Vestmannaeyjum yfir þjóðhátíð en litlu stolið. Tvö málanna era upplýst. Brotist var inn í Friðar- hafnarskýlið og í einkaheimili í bænum en engu stolið. Þau mál era upplýst og áttu hlut að máli að- komumaður og heimamaður. Þá var brotist inn f skóverslun í bænum og stolið þaðan skiptimynt úr kassa. Ekki er enn vitað hver þar var að verki. DELSEY PARIS aTÖSKUR Laxinn hffður upp úr einni kvínni sem var dregin upp að bryggju. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Starfsmaður Mánalax með tvo 13 punda fiska, en nokkrir svoleiðis reyndust vera i kvinni þó að uppistaðan væri um 2>/2 kílóa fiskur. Útsölustaðir: PENNINN, Hallarmúla • PENNINN, Austurstræti • PENNINN, Kringlan • GEYSIR, Aðalstræti • HAGKAUP, Skeifunni og Kringlunni •MIKLIGARÐUR v/Holta veg • BÓKABÚÐ KEFAVÍKUR, Keflavík • BÓKABÚÐIN HLÖÐUM, Egilsstöðum • Kf. HÉRAÐSBÚA, Egilsstöðum • TÖLVUTÆKI-BÓKVAL, Akureyri • Kf. HÚNVETNINGA, Blönduósi • Kf. BORGFIRÐINGA, Borgarnesi • BÓKABÚÐ ANDRÉSAR NÍELSSONAR, Akranesi. Fyrsta slátrun hjá Mánalaxi Neskaupstað. HJÁ MÁNALAXI var nú nýve- rið slátrað 5 lestum af laxi og má segja að það sé fyrsta veru- lega slátrunin hjá fyrirtækinu og þar með á Austurlandi. Laxinn var fluttur ferskur á Bandarílqamarkað og líkaði mjög vel og seldist fyrir þokkalegt verð, að sögn Gylfa Gunnarssonar fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins. Nú í haust mun verða slátrað á milli 30 og 40 lestum til viðbótar. Þá er áformað að setja um 80 þúsund seiði út í sumar. Engin áföll hafa orðið í laxaræktinni hjá Mánalaxi og eldið hefur gengið vel. — Ágúst Starfsrolk óskast Geödeild Landspítala Læknaritari Læknaritari óskast í fullt starf á geðdeild Land- spítalans, deild 34D. Vinnutími frá kl. 08.30-16.30. Góð íslensku- og vélritunarkunnátta nauðsynleg. Stúdentspróf eða hliðstæð menntun og mála- kunnátta æskileg. Nánari upplýsingar gefur Sólveig Pálmadóttir, skrifstofustjóri, í síma 601701. Starfsmcnn Starfsmaður óskast til þess að hafa umsjón og eftirlit með sambýli við Kleppsveg í samvinnu við fagfólk. Vinnutími frá kl. 16.00-22.00. Æskilegt er að umsækjendur hafi sjúkraliðamennt- un. Nánari upplýsingar gefur Margrét Sæmundsdótt- ir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, sími 602600. RÍKISSPÍTAIAR LANDSPÍTAUNN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.