Morgunblaðið - 07.08.1988, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 1988
B 5
Japanir stór-
hug*a í öllu
sem þeir gera
Arna S. Guðmundsdóttir er þarna í rannsóknarstöð þar sem myndað-
ar eru öldur til prófunar á ýmsum líkönum.
Þannig- var Shikoku-Honshu-brúin byggð. Um er að rœða tvær stórar hengibrýr og stagaðar kapalbrýr.
rýr. Auk venjulegrar starfsemi ann-
ast höfnin ýmis verkefni svo sem
urðun á sorpi sem fer fram með afar
sérstæðum hætti. Rekin eru niður
stálþil í flóanum úti fyrir Tókýó og
þar er sorpinu dengt niður. Þegar
þessi ker eru orðin full eru steyptir
vamarveggir umhverfis þau qg gerð-
ir skrúðgarðar með golfvöllum og
útivistarsvæðum. Þannig nota Jap-
anir sorpið til að búa til skemmti-
garða framtíðarinnar en þessi nýju
sorplönd eru þegar orðin fleiri þús-
und hektarar af flatarmáli.
ÞAÐ kom mér mikið á óvart hve
allt var hreint í japönsku borgun-
um þrátt fyrir þann mikla mann-
fjölda sem þar er á ferli, sagði
Arna S. Guðmundsdóttir verk-
fræðinemi. Það sást hvergi drasl
á gangstéttum og öll umgengni
var hvarvetna til fyrirmyndar.
Japanir virðast mjög öguð þjóð.
Það sést m.a. á klæðaburði fólks-
ins. Karlmennirnir ganga allir
með bindi þrátt fyrir hitann og
konurnar leggja greinilega mikið
uppúr að vera vel til fara.
Fólkið er mjög kurteist og elsku-
legt. Það er greinilegt að bömum
er innrætt að sýna kurteisi, ef til
vill er það nauðsynlegt þar sem fólk
býr jafn þétt og í Japan. Þá eru
Japanir mjög hjálpsamir. Ef við vor-
Athyglisvert hve mikið er
lagt í rannsóknir og þróun
Sérkennilegjarðg-angagerð
Á öðrum stað skoðuðum við neð-
ansjávaijarðgöng sem okkur þóttu
n\jög merkileg m.a. fyrir það að
þama voru aðstæður svipaðar og við
Hvalflörð. Botninn þótti of laus til
að hagkvæmt væri að grafa göng
undir sundið þannig að önnur aðferð
var notuð. Jarðgöngin voru einfald-
lega steypt í einingum í þurrkvíum.
Síðan var einingunum fleytt út á
sundið og sökkt þar sem þær áttu
að vera. Kafarar sáu svo um að setja
einingamar saman eftir að þeim
hafði verið komið fyrir á botninum.
Þessi göng vom um einn kílómeter
og vom sex einingar í þeim.
Japanir em sennilega einstæðir
meðal þjóða fyrir það hve mikið fé
þeir leggja í samgöngur. Jámbraut-
arsamgöngur er mjög voldugar í
Japan. Hinar nýju hraðlestir fara
með allt að 250 kílómetra hraða á
klukkustund um landið þvert og endi-
langt og fyrir bragðið er innanlands-
flugið ekki eins mikilvægt og það
var áður. Víða má sjá geysileg brúar-
mannvirki og em Shikoku-Honshu-
brýmar dæmi um það. Um er að
ræða nokkrar samtengdar brýr og
em þær samanlagt um 12 km á
lengd. Það er til marks um hversu
miklar brúarframkvæmdir em i Jap-
an að við heimsóttum stóra stálverk-
smiðju þar sem eingöngu vom fram-
leiddar einingar í stálbrýr.
- bó.
Þetta var að sjálfsögðu nokkuð
dýr ferð og kostaði mikla vinnu
að fjármagna hana, sagði Sigurð-
ur Ragnarsson verkfræðinemi.
Við gáfum út auglýsingablað,
gerðum útboðsgögn fyrir Raf-
magnsveitu ríkisins og ýmislegt
fleira. Einnig þurftum við að
greiða nokkuð af ferðakostnað-
inum úr eigin vasa.
- Hvað varð til þess að Japan
varð fyrir valinu?
Okkur langði til að prófa eitthvað
nýtt. Flest okkar höfðu farið til Evr-
ópu og það var lítill áhugi fyrir að
fara til Bandarikjanna. Valið stóð
því á milli þess að fara til Suður
Ameríku eða einhverra Asiulanda.
Við vissum líka að Júlíus Sólnes var
kunnugur í Japan, hann skipulagði
þessa ferð og annaðist fararstjóm
af miklum skörangsskap.
- Hvað kom þér mest á óvart í Japan?
Sennilega það hversu fólkið er elsku-
legt og hjálplegt þar. Maður þurfti
hvergi að vera á varðbergi eða vera
hræddur um að stolið væri af manni.
Fyrirtækin sem við heimsóttum tóku
mjög vel á móti okkur. Japan er
gott land heim að sækja og fólkið
gestrisið.
Japanir em mjög stórvirkir í öllu og
þarna er að finna geysileg mann-
virki, sérstaklega brýrnar sem munu
vera þær stærstu í heimi. Þá er at-
hyglisvert hve Japanir leggja mikið
í rannsóknir og þróun. Þó þetta kosti
þá mikið er ekki vafl á því að þess-
ar rannsóknir munu borga sig með
tímanum.
Japanska borgin Tsukuba er byggð
utanum tilraunastarfsemi í bygg-'
Sigurður Ragnarsson að snæðingi á japönsku veitingahúsi
ingariðnaði. Þar sáum við meðal
annars rannsóknarstofnun sem
kannaði hvemig jarðskjálftar verka
á hús. Sex eða sjö hæða fjölbýlishús
hafði verið byggt í geysimikilli bygg-
ingu sem minnti á flugskýli. í þeirri
byggingu miðri var þykkur stein-
veggur og við hann höfðu verið fest-
ir tjakkar sem komu af stað jarð-
skjálfta inni í byggingunni. Með
þessum búnaði var hægt að kanna
hvernig húsið stóðst jaðrskjálfta,
hvar spmngur mynduðust og hvem-
ig best væri að styrkja það. Tilraun-
ir af þessu tagi standa oft ámm
saman. Þama fara einnig fram um-
fangsmiklar sveiflutilraunir sem
koma að notum við brúargerð en á
því sviði hafa Japanir náð lengra en
aðrar þjóðir. Japanir hafa lagt mikla
áherslu á samgöngumálin. Neðan-
jarðaijámbrautimar þar em geysi-
mikil mannvirki. Niðri í jörðinni þar
sem neðanjarðarlestimar hafa við-
komu em víða stórmarkaðir og virð-
ist ekkert hafa verið til sparað við
að gera þetta samgöngukerfl sem
glæsilegast. Þó lestimar séu margar
er kerfíð byggt upp á svo einfaldan
hátt að við vomm farin að ferðast
ein með lestunum strax á fyrsta
degi.
um t.d. að skoða vegakort komu
þeir til okkar óbeðnir og buðust til
að leiðbeina okkur. Sumir létu sig
ekki muna um að fylgja okkur að
neðanjarðarlestunum. Einn lét sér
ekki nægja að fylgja okkur að lest-
inni heldur fór með og leiðbeindi
okkur milli tveggja stöðva. Það lá
við að hann væri orðinn uppáþrengj-
andi en hann meinti þetta áreiðan-
lega vel.
Oft var mikil viðhöfn þegar tekið
var á móti okkur hjá fyrirtækjum
sem við skoðuðum. Japanir heilsast
ekki með handabandi heldur hneigja
þeir sig hver fyrir öðmm og skal sá
sem lægra er settur að hneigja sig
dýpra. Það er því um að gera að
hneigja sig sem dýpst ef maður vill
sýna kurteisi. Það var ákaflega stíft
skipulag á þessum skoðunarferðum
og varð allt að standast upp á
mínútu. Júlíus Sólnes hafði lagt á
sig mikla vinnu til að skipuleggja
þessa ferð og var það honum að
þakka að allt gekk snurðulaust.
— Hvað fannst þér merkilegast
af því sem þið skoðuðuð þama?
Sennilega það hvemig Tokyobúar
losa sig við sorp. í borginni og ná-
grenni hennar búa um þijátíu millj-
ónir og sorpið sem myndast á hveij-
um degi er gífurlegt. Vandinn hefur
verið leystur með því að reka niður
stálþil á flóanum útifyrir borginni
og þar er sorpið urðað. Þessar sorp-
eyjar verða svo að skrúðgörðum með
golfvöllum og útivistarsvæðum.
Þetta er óneitanlega hugvitsamleg
lausn á vandanum — jafnframt því
að borgarbúar losna við sorpið
myndast landrými en á því er mikill
skortur í Japan.
Fyrir svo sem áratug fór orð af
Japan fyrir mengun og umhverfis-
spjöll. Það er greinilegt að Japanir
hafa gert mikið átak í þessum efnum
því maður verður ekki var við um-
hverfismengun þama.
— Þið skoðuðuð mörg iðnfyrir-
tæki þama.
Já, ferðin var mjög skipulögð með
það fyrir augum og var farið í skoð-
unarferðir flesta dagana. Við skoð-
uðum t.d. Daihatsu-verksmiðjumar
og var ég ekki sérlega spennt fyrir
því áður en lagt var af stað. Það
var þó mjög tilkomumikil sjón að sjá
hvemig bílamir urðu til þama. Vél-
menni sáu um smíðina að vemlegu
leyti og það var ekki laust við að
það væri óhugnanlegt að sjá hvemig
armar þeirra teygðu sig yfir færi-
bandið og settu bílana saman með
ótrúlegum hraða og nákvæmni.
Japanir virðast vera mjög stór-
huga í öllu sem þeir gera. Brúar-
mannvirkin þar em hreint ótrúleg.
Það hefur oft verið talað um að slík
mannvirki séu stór t.d. í Vestur-
Þýskalandi en eftir að hafa verið í
Japan og séð mannvirkin þar fannst
manni þýsku brýmar eins og eld-
spýtnabrýr.