Morgunblaðið - 07.08.1988, Blaðsíða 8
8 B f(
Bremen:
Sjómönnum gefnir smokkar
Bremen. Reuter.
Erlendum sjómönnum sem koma
til hafnar í Bremen munu fram-
vegis fá gefna smokka til að
stemma stigu við útbreiðslu al-
næmis.
Mathias Gruhl, yfirlæknir Brem-
en-hafnar, kynnti fyrstur manna
þessa hugmynd og taldi þetta fyrir-
komúlag geta komið í veg fyrir
útbreiðslu sjúkdómsins ógnvæn-
lega. Er sjómenn koma til hafnar
fá þeir afhentan bækling sem ber
yfirskriftina „Alnæmi-Taktu enga
áhættu". Með fylgir ókeypis smokk-
ur.
Fyrirhugað er að þýða bækling-
inn yfir á rússnesku, spænsku og
frönsku en enska útgáfan er þegar
tilbúin. Að sögn Mathias Gruhls er
brýnt að rússneska útgáfan verði
tilbúin sem fyrst en sovéskir sjó-
menn eru tíðir gestir í Bremen enda
er borgin stundum nefnd „Litla
Leníngrad" af þeim sökum.
frá EGO-tölvum
Blaser
laserprentari
Hagkvæmasta ogódýrasta
lausnin í dag
- Samhæfður við HP Laser Jet II,
Epson FX og Diablo 630.
- Prentar á A4, glærur, fólíó, umslögoe
límmiða.
- Prentar 8 blaðsíður á mínútu.
- Meðaltalskostnaður pr. bls.
kr. 0,99.
- Grafísk upplausn á A4 300x300 pt. pr.
tommu.
- Leturgerðir (fontar): 7 gerðir inn-
byggðar og möguleiki á allt að 128
leturgerðum. Möguleiki á leturhylki.
- Blaðamötun: Sjálfvirk og handmötuð.
- Fullkomið stjórnborð (snertitaíkkar) til
vinnslustýringa og kerfisvals.
- 16 stafa (LCD) valskjár í stjórnborði.
- Minni 1 Mb stækkanlegt í 5 Mb.
- Tengimöguleikar: Centronics sam-
síðatengi, RS232C raðtengi og RS422
raðtengi.
- 32 bita MC68000 örgjörvi.
- Með prentaranum fylgir vinnslusett
fyrir 3000 blaðsíður.
- Eins árs'ábyrgð.
- Einfaldur. þægilegur og hljóðlátur í
notkun.
- Valkosturinn í dag.
Allar nánari upplýsingar veita sölumenn okkar
Einkasöíuaðili á íslandi:
EGO-tölvur,
Garðatorgi 5, 210 Garðabæ,
símar söludeildar 91 -656530 og91 -656510.
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson, Vestmannaeyjum
Steindepilskarl með góða máltíð í nefinu. í 8. riti Landverndar
um fugla segir að almenn rök fyrir fuglafriðun um 1880 hvað
spörfugla áhrærði væri „...að það þætti fullsannað að þeir gjörðu
hið mesta gagn með því að eyða ormum og öðrum smákvikind-
um“ (Alþt. 1877, 11:550)
Steindepill:
Stygg- steinklappa
STEINDEPILLINN er af spör-
fuglaættum. Karlfuglinn er
fagurlega skreyttur á sumrin,
með svartar vanga- og væng-
fjaðrir og hvítur á enni og
bringu. Kvenfuglinn er ekki
eins litskrúðugur, brúnleitur á
baki og vængjum.
Steindepillinn er skordýraæta eins
og kemur glögglega fram á mynd-
unum. Bækistöðvar hans eru aðal-
lega í holtum og neðarlega í
skriðurunnum fjallshlíðum en
hann verpir þó lítið fyrir ofan 400
metra hæð. Hann býr sér til hreið-
ur milli steina og ef hann verpir
við mannabústaði er hreiðrið
gjarnan í hlöðnum steinveggjum
eða öðru upphlöðnu grjóti. Hann
verpir fremur seint miðað við aðra
spörfugla, ekki fyrr en um mánað-
armót maí-júní, um svipað leyti
og maríuerlan.
Steindepill er styggur mjög og
Steinklappan gægist út um
hreiðurop í grjóthleðslu,
skreyttu blöðum ljónslappans.
Hún horfir vökulum augum
yfir næsta nágrenni og spyr ef
til vill sjálfan sig: „Er óhætt
að fára lengra?“
Kvenkyns steindepill með bús-
tið og matarlegt fiðrildi, tilefni
til veislu ungunum til handa.
verði hann var mannaferða hneig-
ir hann sig og skvettir stélinu ótt
og títt. Jafnframt gefur hann frá
sér hvellt hljóð, ekki ólíkt því að
klappað sé á stein. Þaðan dregur
hann nafnið steinklappa.
Hann er alger farfugl eins og
maríuerlan og ferðast reyndar til
sömu svæða og hún, þ.e. til ofan-
verðrar vesturstrandar Afríku.
Steindeplar halda héðan í önd-
verðum ágústmánuði fram í miðj-
an septembermánuð. Slæðingur
sést þó fram eftir október. Stein-
deplar eiga ættir að rekja til eyði-
marka Afríku og eru því vanir í
aldanna rás að þreyta langflug.
Þeir eru mun harðgerri en maríu-
erlan og afföll steindepilsins á
þessari löngu leið eru miklu minni.
Gamlar þjóðsögur halda því
fram að steindepillinn geti brugð-
ið sér í tilberalíki, sogið mjólkur-
kýr og valdið júgurbólgu. Þegar
maður skoðar hinar skemmtilegu
myndir Sigurgeirs Jónassonar í
Vestmannaeyjum hlýtur maður
að vísa slíkri hjátrú á bug.
Metsölublað á hverjum degi!