Morgunblaðið - 07.08.1988, Side 18

Morgunblaðið - 07.08.1988, Side 18
18 B 7T---CT- MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 1988 yiUI , i gr» T"i .■.■> tl'fl A 'fni'í’ ■ T>f 'v'\ \ fclk í fréttum Janni Spies giftir sig þann. 20. ágúst •■''*** f «=t iStfe. Fyrsti fundur þeirra Joan Collins og Antonio Zequila. Joan Collins með helm- ingi yngri mann í takinu Dynasty stjarnan Joan Collins á enn í ævintýrum. Nú er hún komin með bráðmyndarlegan ung- an ítala sem er helmingi yngri en hún sjálf, eða 24 ára gamlan. Hann er leikari, og sonur auðugs kaup- sýslumanns. Segir rómurinn að hún njóti hverrar einustu mínútu, og sjálf segir hún: „Fólk má blaðra eins og því sýnist um sambandið, en hann er minn og ég er vitiaus í hann. Mér finnst ég vera tvítug á ný.“ Sambandið hefur' staðið í tvo mánuði. Þau kynntust eitt kvöld í samkvæmi, voru óaðskiljanleg allt kvöldið, og næstu fundir voru óhjá- kvæmiiegir. Antonio Zequila segir svo um Joan: „Hún er frábærasta konan sem ég hef kynnst. Hún er eins og tvítug stúlka, er aldrei þreytt og alveg ótrúlega róm- antísk." Og Joan segir ennfremur: „Ég hélt að svona samband væri ekki til, ég er svo hamingjusöm að ég gæti grátið." Collins hefur einn- ig látið vita að hún óski þess að samband þeirra vari að eilífu. Það er auðvitað spuming hvað eilífðin er löng. Eftir fjögurra ára samband em Janni Spies og Gunnar Hellström, sem er 34 áram eldri en hún, skilin að skiptum. Þau hafa reyndar ekki búið saman, hún hefur verið í Danmörku og hann í Bandaríkjunum. Hún tilkynnti honum að ætlunin væri að trúlofast öðram, Cristian Kjær að nafni, aðeins þremur tímum áður en hún tilkynnti blaðamönnum það sama. Þau Gunnar og Janni höfðu átt góðar stundir sam- an síðast í apríl og ákveðið sumarfrí saman. En því fór sem fór. Janni og Christian, sem er mun yngri en Gunnar og býr í Danmörku, munu gifta sig þann 20. ágúst. Þremur tímum áður en Janni tilkynnti opinber- lega trúlofun sína og Crist- ians Kjær hringdi hún og leyfði Gunnari líka að heyra það. Þrátt fyrir að Gunnar bæði Janniar urðu þau ekki hjón eins og flestir bjuggust við. Lisa Bonet verður mamma í október Lisa Bonet, eða „Denise Huxtable“ sem leikur nú í þáttunum „Vistaskipti" á von á bami í október. Hún er gift tónlist- armanninum Lenny Kravitz, en þau skötuhjú hafa meðal annars verið þekkt fyrir að lenda í útistöð- um við fjölmiðla. En þau eiga ekki sjö dagana sæla. Eftir að þau giftu sig vora menn að ráðleggja Lisu að láta mann sinn skrifa undir kaupmála, séreignarsamning. En maður hennar brást hinn versti við og sagðist ekki hafa gifst henni peninganna vegna. Hann rauk út og sást í bænum með konu sem líktist Lisu ekki hið minnsta. Lisa hefur ekki aðeins leikið saklausa skólastúlku eins og allir vita, heldur einnig gefið áhuga- sömum kost á að sjá myndir af sér fáklæddri í ýmsum amerískum vikublöðum, svo og í myndinni „Angel Heart“ sem breytti ímynd hennar allnokkuð út á við. Hún er skapmikil ung kona og heyrst hefur að hún hafi í reiðikasti lokað sig inni í skáp meðan á töku á þáttunum „Vistaskipti" stóð yfir, og tafíð upptöku í fleiri klukku- stundir. Erfíð samskipti milli hennar og framleiðenda þáttanna hafa orðið til þess að Bill Cosby hefur æskt þess að hún taki .sig nú almennilega á. Lisa er dóttir hvítrar konu en faðir hennar var blanda af indíána og svertingja. Hann stakk af eftir að hún fæddist, og Lisa var alla tíð ákveðin að gifta sig aldrei, minnug reynslu móður sinnar. En hún breytti um skoðun og gifti sig í slíku hasti að móðir hennar frétti það í blöðunum. En nú era framleiðendur á þáttaröðinni og meðal annars Bill Cosby á báðum áttum hvort gifta eigi hana burt úr þáttunum, láta hana vera ógifta móður, eða hvort áhorfendur fái ekki sjá niður fyrir mitti eins og gert var þegar „mamma Huxtable" varð ófrísk. Jafnvel gætu þeir fundið einhveija aðra til þess að leika Denise. Þessum þáttum vegnar vel í Bandaríkjunum og nálgast óðum „Fyrirmyndaföður“ í vinsældum. En rómurinn er sá að Lisa Bonet sé ekki neinn lukkunnar pamfíll í bili, og stundar hún hugleiðslu sem hjálpar henni að komast í gegnum daglegt amstur og pressu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.