Morgunblaðið - 07.08.1988, Page 27
fi 27
MORGUNBIJVÐÍB, S'ÚNNUDAGUR' 7. Á'GÚS'Úife
Deilurnar um
Jesúmynd
Scorsese
Bandaríski leikstjórinn Martin
Scorsese („Taxi Driver“, Peninga-
liturinn) átti í mörg ár þann draum
að gera mynd um ævi Jesú Krists
byggða á bók rithöfundarins Nikos
Kazantzakis frá 1955. Nú hefur
hann gert myndina, sem heitir
„The Last Temptation of Christ“
(Sífiasta freisting Krists), og eins
og kannski vifi var að búast hefur
hún þegar vakið deilur í Banda-
n'kjunum þótt hún verði ekki frum-
sýnd fyrr en í haust.
Júdas er tryggastur af lærisvein-
um Jesú, María Magdalena er fyrr-
um vinkona Jesú og freistar enn
Frelsarans, Jóhannes skírari er
miðpunktur móðursýkislegrar trú-
arhreyfingar og Jesús sjálfur er
fregur til að leiða fjöldann og er
óviss um hvort hann hlýði kalli
Guðs eða Satans. Þessar eru
nokkrar af hinum óvenjulegu túlk-
unum Síðustu freistingarinnar á
guðspjöllunum og þær sem helst
hafa farið fyrir brjóstið á kirkjunnar
mönnum vestra.
Á blaðamannafundi fyrir nokkru
krafðist hópur íhaldssamra presta
að kvikmyndaverið Universal Pict-
ures, sem sér um dreifingu mynd-
arinnar, eyðilegði öll eintök sem
til væru af henni. Prestarnir, sem
ekki höfðu sóð myndina en lesið
eina útgáfu handritsins, héldu því
fram að það sýndi Jesúm „sem
andlega vanstilltan og lostafullan
Martin Scorsese við tökur á Sífiustu freistingu Krists í Marokkó.
rnann". Haft var eftir séra Lloyd
John Ogilvie fulltrúa Öldungakirkj-
unnar í Hollywood að myndin væri
„alvarlegasta misnotkun á kvik-
myndalistinni í sögu kvikmynda-
gerðarinnar". Og auglýsing sem
áðurnefndir prestar birtu í Holly-
wood Reporter hljóðaði svo:
„Drottinn vor hefur einu sinni verið
krossfestur. Hann á það ekki skilið
að vera krossfestur í annað sinn á
filmu.“
Smjörhaus; vftisdjöfsinn með
flestar undirhökurnar.
in var ákveðin áður en fram-
leiðslu fyrri myndarinnar lauk.
„Meginmunurinn á „Hellbound"
og „Hellraiser“,“ segir framleið-
andinn Chris Figg,„er sá að þeg-
ar þú gerir framhaldsmynd mátt
þú ekki endurgera fyrri myndina.
Þá ertu að gabba áhorfendur.
Við erum að reyna að fást við
nýja hluti sem viö vitum aö eiga
eftir að ganga upp af því að
kjarni hugmyndarinnar virkaði i
fyrri myndinni og höfðaði mjög
til hrollvekjuaödáenda. í stað
innilokunarkennds umhverfis
hússins kemur víðari og opnari
mynd sem leggur meiri áherslu
á persónusköpun." Myndin ger-
ist að mestu í heimi senóbítanna.
Ástæðan fyrir því að Barker,
sem Stephen King hefur kallað
„framtíð hrollvekjunnar", leik-
stýrir ekki sjálfur eða skrifar
handritið er einfaldlega sú að
hann hefur í nógu að snúast á
öðrum vígstöðvum. En hann
fylgdist grannt með framvin-
dunni og þróaði söguna að baki
senóbítanna. í nýju myndinni fá
áhorfendur að vita hverjir þeir
eru og hvers vegna þeir urðu það
sem þeir eru. Og það kemur nýr
senóbíti við sögu, sá fimmti í
hópnum ef svo má segja.
Bókstafstrúarmenn eru ekki í
rónni yfir atriöum þar sem Jesús
(Willem Dafoe) er sýndur kvalinn
og sjáfsásakandi („Ég laug, ég
hræðist. Lúsífer er innra með
mér.“) og þar sem hann fær Júdas
(Harvey Keitel) til að svíkja sig
vegna þess að þannig vill Drottinn
hafa það. En það sem fær bók-
stafstrúarmenn til að reiðast hvað
mest eru lokadraumaatriðin —
sem eiga að vera ofsýnir Jesú á
krossinum — sem sýna Jesú stutt-
lega í kynferðislegu sambandi við
Maríu Magdalenu, er Barbara
Hershey leikur.
Paramount áætlaði að gera
myndina árið 1983 en hætti við
af ótta við þrýsting frá bókstafstrú-
armönnum. Þegar Universal tók
við verkefninu réð það til myndar-
innar tvo kirkjunnar menn sem
áttu að hjálpa til við að róa íhaldss-
amari kristna menn. Þeir merktu
við 80 blaðsíður af 120 síðum
handritsins þar sem þeir töldu að
samtöl eða lýsingar væru ekki
boðlegar en sögðu svo upp. Þeir
halda því fram að Universal hafi
haft athugasemdir sínar að engu
og aðeins notað þá til að forða sér
undan mótmælum.
Þegar Universal setti upp sýn-
ingu fyrir óánægjuhópana mættu
íhaldssamir prestar ekki á hana.
Fulltrúar grísku rétttrúnaðarkirkj-
unnar kvörtuðu yfir því að hafa
ekki verið boðið til sýningarinnar
þrátt fyrir beiöni þeirra um að fá
að ræða sínar efasemdir. Leið-
togar rómversk-kaþólsku kirkjunn-
ar hafa enn ekki látiö frá sér heyra.
Aðrir og frjálslyndari kirkjunnar
menn sem sáu myndina í New
York fyrir skömmu komu út af
henni veltandi því fyrir sér um hvað
lætin snerust. „Myndin mun hjálpa
fólki til að skilja þeirra eigin skuld-
bindingu við Jesú," er haft eftir
William Fore frá Kirkjuráðinu.
Kazantzakis, sem lést árið
1957, var sjálfur mjög trúaður
maður en það aftraði ekki grísku
rétttrúnaðarkirkjunni frá því að
mótmæla honum eða Páfanum að
setja skáldsögu hans á lista sinn
yfir bannaðar bækur, sem nú hefur
verið lagður niður.
FLUGLEIDIR
TILKYNNA
BROTTFÖRi
/ /
KYPUR
Nýr sumarleyfis-
staður i'áætlunarflugi
frá íslandi.
Flogið alla fimmtudaga
Möguleiki að hafa viðdvöl
í Luxemborg á leið í eða úrfríi.
Flogið er um Luxemborg
báðar leiðir.
Ferðapakkar eru seldir hjá
ferðaskrifstofunum:
ÚTStN
Feróaskrifstofan Utsýn hf.
FíRÐASKRIFSTOFAN ÚRVAl
FLUGLEIÐIR