Morgunblaðið - 19.08.1988, Qupperneq 1
72 SÍÐUR B/C
STOFNAÐ 1913
187. tbl. 76. árg.
FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1988
Prentsmiðja Morgnnblaðsins
Að sögn Izvestíu skutu skæruliðar
niður flutningaflugvél stjórnarhers-
ins er hún var á leið til Kunduz á
mánudag. Blaðið sagði ekki hversu
margir hermenn hefðu verið í flug-
vélinni. Hún var af gerðinni An-
tonov-32, en flugvélar af því tagi
geta flutt 120 hermenn.
Isveztía sagði að afganski stjóm-
arherinn hefði loks náð Kunduz á
sitt vald í fyrradag, viku eftir að
skæruliðar tóku hana. Fjölmennu
herliði hafði verið flogið til Kunduz
til að verja hana eftir brottför
sovézkra hersveita. „Skæruliðum
var hins vegar veitt nær engin mót-
spyma. Leiðtogar borgarinnar sýndu
glæpsamlega vanrækslu og gerðu
ekki ráð fyrir árás. Aðeins foringi
einnar deildarinnar reyndi að stöðva
skæruliða. Hinir lögðu á flótta með
skottið milli fótanna. Þeir verða látn-
Reuter
Yfirvöld í Pakistan telja að flugvél Zia hafi verið grandað:
„Grunsemdir okkar
beinast að erlendu ríki“
Benazir Bhutto, leiðtogi stjómarandstæðinga, réttir Ghulam Ishaq Khan sáttarhönd
Islamabad. Rcuter.
YFIRVÖLD í Pakistan grunar sterklega að flugvél Mohammads Zia-
uj-Haqs, forseta, sem sprakk á flugi í fyrradag, hafi verið grandað.
„Öll gögn benda til hryðjuverks og grunsemdir okkar beinast að
erlendu ríki,“ sagði ónafngreindur háttsettur embættismaður. Hann
skýrði mál sitt ekki nánar, en sagði að leyniþjónustan hefði tilkynnt
nokkrum dögum fyrir atvikið að tilræði við Zia væri i undirbún-
ingi. Asamt honum fórust 29 menn með flugvélinni, þar af 10 helztu
hershöfðingjar herafla Pakistans og 10 aðrir háttsettir foringjar
úr land- og flugher.
nefndi Reagan Robert Oakley, ráð-
gjafa hjá Þjóðaröryggisráðinu, sem
sendiherra í Pakistan í stað Amolds
Raphels, sem fórst með flugvél Zia.
Einnig fórst Herbert Wassom, hers-
höfðingi og hermálafulltrúi banda-
ríska sendiráðsins í Islamabad, með
flugvélinni. Oakley heldur í dag til
Pakistans ásamt George Shultz,
utanríkisráðherra, sem verður full-
trúi Bandaríkjastjómar við útför
Zia, sem fram fer á laugardag.
Flogið var með jarðneskar leifar
hans til höfuðstöðva hersins í Raw-
alpindi í gær.
Sjá ennfremur bls. 23-24.
ii ðccia
iciamgu, ðagui
vestíu.
Stjómvöld' í Kabúl sögðu að
stjómarherinn hefði yfírbugað
skæmliða á mánudag en sovézka
fréttastofan TASS sagði á þriðjudag
að gífurlega harðir bardagar héldu
áfram og Izvestía sagði síðan í gær
að stjómarherinn hefði loks náð
borginni, sem er 60 km frá sovézku
landamærunum, á miðvikudag.
Pólland:
Verkföll
loka f imm
kolanámum
Jastrzebie. Reuter.
VERKAMENN lögðu niður vinnu
í þremur kolanámum í Póllandi í
gær. Eru því 8.500 námamenn í
fimm námum í verkfalli. Enn-
fremur héldu 1.800 hafnarverka-
menn í Stéttin áfram verkfalli og
efndu strætisvagnabílstjórar i
borginni í gær til samúðarverk-
falls.
Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu,
hinna óháðu verkalýðsfélaga, lýsti
yfír stuðningi við verkfallsmenn og
sagði aðgerðir þeirra réttlætanlegar
og í raun einu leiðina til að knýja á
um umbætur. Hann spáði því að
verkföll ættu eftir að breiðast út enn
frekar. Efnahagur landsins væri í
kaldakoli og blindni og sjálfumgleði
ráðamanna kæmi í veg fyrir umbæt-
ur.
Verkfallsmenn kreíjast launa-
hækkana vegna mikilla hækkana á
nauðsynjum, betri aðbúnaðar á
vinnustað og að starfsemi Samstöðu
verði heimiluð.
Benazir Bhutto, leiðtogi stjórnar-
andstöðunnar í Pakistan, rétti fram
sáttarhönd í gærkvöldi er hún hrós-
aði Ghulam Ishaq Khan, starfandi
forseta, fyrir stillingu, sem hann
hefði sýnt í starfi eftir lát Zia.
Bhutto þótti óvenju hófsöm miðað
við harðorðar yfirlýsingar, sem
flokkur hennar sendi frá sér í gær,
en þær þóttu koma á óvart vegna
hins viðkvæma ástands í landinu.
„Stjómarskráin hefur verið haldin.
Stjómin hefði getað gripið til her-
laga, en það var ekki gert,“ sagði
hún. Bhutto sagðist viss um að hún
mundi vinna kosningamar, sem fyr-
irhugaðar em 16. nóvember. Hún
hrósaði stuðningsmönnum sínum
fyrir að sýna rósemi. „Stöðugleiki
skiptir öllu máli á þessari stundu.
A næstunni munum við stuðla að
því ao lýðræði nái fram að ganga
í landinu," sagði Bhutto.
Bandaríkjastjóm ákvað að senda
átta sérfróða menn til þess að að-
stoða heimamenn við rannsókn
flugatviksins. Talið er að nokkrir
dagar líði áður en hægt verður að
segja hvort um hryðjuverk eða bilun
í flugvélinni hafi verið að ræða.
íbúar þorps, sem er skammt frá
þeim stað þar sem flugvélin brot-
lenti, sögðust hafa séð hana hnita
hringi eins og flugmaðurinn hefði
orðið bilunar var. Síðan hefðu þeir
heyrt tvær sprengingar með ör-
skömmu millibili. Sagðist einn sjón-
arvottanna telja að síðari spreng-
ingin hefði kveðið við eftir brotlend-
ingu.
Allt hefur verið með kyrmm kjör-
um í Pakistan eftir fráfall Zia.
Hersveitir, sem tóku sér stöðu við
mikilvægar byggingar í Karachi í
fyrradag, fóm aftur til búða sinna
í gær og verulega var dregið úr
lögregluverði í helztu borgum.
Ronald Reagan, Bandaríkjafor-
seti, tjáði Ishaq Khan, starfandi
forseta, í gær að Pakistanir gætu
reitt sig á áframhaldandi stuðning
Bandaríkjamanna. Jafnframt út-
Bankaræningjar yfirbugaðir
Víkingasveitir vestur-þýzku
lögreglunnar yfirbuguðu tvo
bankaræningja í skotbardaga
i gær, eftir þriggja daga elt-
ingarleik. Ræningjarnir tóku
ungan pilt af lífi á flóttanum
og önnur af tveimur stúlkum,
sem þeir héldu i gislingu særð-
ist til ólífis í skotbardaganum.
Hin særðist lífshættulega.
Myndin var tekin i miðborg
Kölnar í gær er ræningjarnir
ræddu við fréttamenn. Annar
ræninginn situr milli stúlkn-
anna tveggja, sem þeir tóku í
gislingu, og beinir skamm-
byssu að hálsi annarrar þeirra.
Sjá ennfremur „Einn gíslanna
lét lífið . . “ á bls. 22.
Reuter
Benazir Bhutto, helzti leiðtogi
stjómarandstæðinga í Pakistan, ritar nafn sitt í
samúðarbók, sem lá frammi í bandarísku
ræðismannsskrifstofunni í Karachi vegna láts Arnolds
Raphels, sendiherra^ sem fórst með flugvél Zia-ul-Haqs,
forseta, í fyrradag. Á innfelldu myndinni virðir aldinn
Pakistani fyrir sér auglýsingu um sérstaka bænastund
vegna láts Zia.
Afganistan:
Yfirmönnum hers-
ins í Kunduz verður
refsað fyrir að flýja
Skæruliðar grönduðu flutningaflugvél
Moskvu. Reuter.
IZVESTÍA, málgagn sovézku stjómarinnar, sagði í gær að yfirmönn-
um afganska stjórnarhersins í borginni Kunduz yrði refsað fyrir að
taka til fótanna í stað þess að veija borgina þegar skæruliðar gerðu
árás í síðustu viku.