Morgunblaðið - 19.08.1988, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1988
Fjármálaráðuneytið:
Hert innheimta
söluskattsskulda
Fjármálaráðuneytið er um þessar mundir með í gangi átak i inn-
heimtu söluskatts og hafa nokkrir skuldarar fengið stuttan frest til
þess að gera upp skuldir sínar áður en Iokunaraðgerðum verður
beitt. Að sögn Stefáns Friðfinnssonar, aðstoðarmanns fjármálaráð-
herra, hafa skil ekki verið nógu góð og háar upphæðir eru útistand-
andi. Enginn eðlismunur væri þó á þeim aðgerðum sem nú væru í
gangi, miðað við þær sem áður hafi tíðkast, heldur stigsmunur.
Þetta væri liður í auknu söluskattseftirliti og stæði til að herða á
þvi enn frekar.
Stefán Friðfínnsson sagði að lögð
hefði verið meiri áhersla á inn-
heimtu söluskatts síðustu daga en
áður og nokkrir skuldarar fengið
stutta fresti til þess að gera upp
skuldir sínar, annars mættu þeir
eiga von á lokunaraðgerðum. Eins
og alltaf væru stórar tölur útistand-
andi þó ekki væri hægt að segja
til um hversu háar upphæðir væri
um að ræða. í mörgum tilvikum
væru þetta áætlaðar skuldir og
einnig kæmu inn í dæmið bókhalds-
atriði eins og það að skuldir gjald-
þrota fyrirtækja afskrifast ekki fyrr
en gjaldþroti er lokið. Nokkrir stór-
ir aðilar væru nú í gjaldþrotaskipt-
um og væri eftir að sjá hvað kæmi
út úr þeim.
Hin venjulegi gangur mála er sá
að fyrirtæki eru rukkuð um sölu-
skatt og ef þau greiða hann ekki
innan tilskilins tíma er fyrirtækinu
lokað. Stefán sagði að fjölmörg fyr-
irtæki væru að komast á lokunar-
stig en reynslan væri sú að flestir
greiddu áður en að því kæmi. „Það
er mjög eindregin skoðun fjármála-
ráðuneytisins að þeir sém ekki
borga þennan skatt hafí verri mál-
stað en aðrir skuldarar. Þeir eru
ekki að borga söluskattinn heldur
einungis innheimta hann fyrir ríkið
og eiga því aldrei peningana á
nokkru stigi málsins. Afsakanir
manna fyrir að borga ekki sölu-
skatt eru ekki teknar mjög hátíð-
lega í ráðuneytinu og við erum sér-
staklega grimmir í söluskattsinn-
heimtu," sagði Stefán.
Hann sagði það átak sem nú
væri í gangi vera lið í auknu sölu-
skattseftirliti. Verulegar aðgerðir
væru einnig í gangi eða undirbún-
ingi til þess að tryggja það að þeir
sem ættu að borga söluskatt tækju
hann ekki undan. Það væru allt of
mikil brögð að því að menn væru
teknir fyrir að fara of frjálslega
með söluskattinn. „Menn skyldu
gera sér grein fyrir því að það verð-
ur ekki slakað á eftirlitinu heldur
hert. Við ætlum að beita öllum til-
tækum ráðum til að uppræta sölu-
skattsmisferli," sagði Stefán að lok-
um.
Morgunblaðið/Kr.Ben.
Séð yfir athafnasvæði Atlantslax hf. þar sem fyrsti áfangi stöðvarinnar á að rísa, þangað verða fyrstu
seiðin flutt eftir þijár vikur. Fremst á myndinni er verið að bora eftir sjó en fjær er verið að steypa
undir fráfailsleiðslu stöðvarinnar. Lengst til hægri er raforkuhúsið.
Atlantslax hf.
Fyrstu seiðin eftir þrjár vikur
Grindavík.
FRAMKVÆMDIR við laxeldis-
stöð Atlantslax hf. á Reykjanesi
eru komnar í fullan gang og
verða fyrstu seiðin flutt í stöðina
úr seiðastöðinni í Sandgerði eftir
þijár vikur þegar fyrstu kerin
verða tilbúin. Fyrirtækið á nú
þijá árganga af fiski og verður
þeim fyrsta slátrað í næstu viku
en hinir tveir verða að komast
sem fyrst út á Reykjanes í stærri
ker svo ný seiði komist á legg.
í fyrsta útboði sem á að ljúka í
október eru 6 ker 11 metra í þver-
mál þar af verða seiðin sett í þau
fyrstu og svo koll af kolli eftir því
sem uppbyggingunni miðar. Fyrsta
áfanga stöðvarinnar á að ljúka á
næsta ári og verður þá 19 þúsund
rúmmetra rými í keijum sem verða
11 metra, 18 metra og 25 metra í
þvermál.
Þegar framkvæmdum við fyrsta
áfanga lýkur verður byrjað á öðrum
áfanga lýkur verður byijað á öðrum
áfanga og að honum loknum verður
áætluð ársframleiðsla 600 tonn.
Að sögn Ársæls Sigurþórssonar
stöðvarstjóra hjá Atlantslax hf. er
verið að athuga kaup á súrefnis-
kerfi sem eykur á þéttleika físks í
keijunum svo mögulegt verður að
framleiða allt að þúsund tonn án
þess að auka rúmmetrafjöldan og
skapar það mikla hagræðingu í
rekstri KrJBen.
Samþykkt að veita lán
til 18 7 kaupleigníbúða
44 íbúðum í verkamannabústöðum breytt í kaupleiguíbúðir Umsóknaraðili Úthlutun
Vilhjálmur Ingvarsson.
Vilhjálmur
Ingvarsson
látinn
í GÆRKVÖLDI Iést Vilhjálmur
Ingvarsson, framkvæmdastjóri,
48 ára að aldri. Hann kom veikur
úr ferðaiagi að utan um síðustu
mánaðarmót, var þá fluttur á
Landakotsspítala en átti þaðan
ekki afturkvæmt.
Vilhjálmur fæddist í Reykjavík,
27. apríl 1940, sonur hjónanna Ing-
vars Vilhjálmssonar, útgerðar-
manns, og Áslaugar Jónsdóttur.
Hann varð stúdent frá V.í. 1961,
og starfaði síðan við fyrirtæki föður
síns, ísbjöminn hf., allt þar til það
var sameinað BÚR í Granda hf.,
1986. Hann var framkvæmdastjóri
sildarbræðslunnar Hafsíldar hf. á
Seyðisfirði til dauðadags.
Vilhjáimur sat um ævina í stjóm
ýmissa fyrirtækja og stofnana, með-
al annars i framkvæmdaráði Verzl-
unarráðs ísiands og í stjóm LÍÚ.
Hann lætur eftir sig eiginkonu,
Önnu FVíðu Ottósdóttur frá Seyðis-
firði, og þijú böm þeirra. Faðir Vil-
hjálms lifír son sinn i hárri elli, á
Hrafnistu í Hafnarfirði.
Á FUNDI húsnæðismálastjórnar
í gær, var samþykkt að veita lán
til byggingar eða kaupa á 187
kaupleiguíbúðum, en til þeirra
var veitt 273 millj. króna á núgild-
andi fjárlögum. Auk þess sam-
þykkti stjómin að 44 íbúðir, sem
heimilað var hinn 29. febrúar sl.
að byggja i verkamannabústöð-
um, með lánveitingum úr Bygg-
ingarsjóði verkamanna, skuli f
staðinn byggðar sem kaupleigu-
ibúðir, að ósk hlutaðeigandi sveit-
arfélaga.
Samtals var samþykkt 231 kaup-
leiguíbúð, sem skiptast í 183 al-
mennar kaupleiguíbúðir og 48 fé-
lagslegar kaupleiguíbúðir. Þess má
geta, að þar á meðal er nokkur fjöldi
öldmnaríbúða. Skilyrði fyrir fram-
kvæmdaheimild er, að hlutaðeigandi
sveitarfélag eða framkvæmdaaðili
sé í skilum með önnur lán frá Hús-
næðisstofnun ríkisins. Fram-
kvæmdatími er áætlaður 15-18 mán-
uðir. Útborgun framkvæmdalán-
anna mun heflast jafnskjótt og fram-
kvæmdir heflast.
Á fundinum samþykkti stjómin
einnig, vegna umsókna Samtaka
aldraðra og Félags eldri borgara í
Reykjavík um kaupleiguíbúðir, að
hljóti þessi aðilar staðfestingu fé-
lagsmálaráðuneytisins sem hæfír
lántakendur, telji hún að svigrúm
sé fyrir hendi til að koma til móts
við þessa aðila með kaupleiguíbúðir,
að hluta til. Hafa umsóknir um fram-
kvæmdalán til byggingar öldrunar-
íbúða verið til umfjöllunar hjá Hús-
næðisstofnuninni undanfarið. Jafn-
framt samþykkti stjómin á þessum
fundi sínum veitingu framkvæmda-
lána til byggingar verulegs fjölda
öldmnaríbúða um land allt, á gmnd-
velli nýútgefínnar reglugerðar frá
félagsmálaráðuneytinu þar að lút-
andi.
Hafnarfjörður 7
Grindavík 8
Sandgerði 3
Akranes 4
Skilmannahreppur 1
Stafholtstungnahr. 1
Borganes 4
Stykkishólmsbær 5 5
Laxárdalshreppur 1
ísaijörður 23
Bolungarvík 14
Tálknafjörður 2
Bíldudalur 2
Þingeyri 3
Hólmavík 6
SigluQörður 6
Sauðárkrókur 8
Hvammstangahr. 4
Blönduós 4
Varmahlíð Seyluhr. 1
Lýtingsstaðarhr. 1
Hólahreppur 2
Akureyri 10 5
Ólafsfjörður 5
Dalvík 10
Árskógstrandarhr. 4
Grenivík 2
Presthólahr. 2
Raufarhöfn 1
Þórshöfn 2
Eskifjörður 4
Skeggjastaðahr. 1
Fellahreppur 2
Egilsstaðir 5
Reyðarfjörður 3
Reyðarfj. Verðandi hf. 5
Stöðvarhreppur 3
Nesjahreppur 2
Höfn, Homafirði 10 4
Vestmannaeyjar 10
Eyrarbakki 4
Selfoss 4
Hmnamannahr. 1 1
Biskupstungnahr. 4
Hveragerðisbær 2 2
Þorlákshöfn 4 4
Viðurkenningar fyrir fagurt umh verfi
Viðurkenningar Umhverfísráðs Reykjavíkur fyrir fallegt umhverfí vom afhentar í gær. Fegursta gata
borgarinnar var valin meðal annars, en myndin sýnir hús aldraðra við Dalbraut, sem fékk viðurkenningu
fyrir glæsilega byggingu og snyrtilega lóð, sem miðast við þarfir aldraðra. Sjá bls. 27.