Morgunblaðið - 19.08.1988, Side 7

Morgunblaðið - 19.08.1988, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1988 7 Þykkvibær: Nýir aðilar teknir við rekstri slát- urhússins EIGENDASKIPTI hafa orðið á sláturhúsi Friðriks Friðrikssonar hf í Þykkvabæ, og tóku nýir eig- endur við rekstrinum 1. ágúst siðastliðinn. Sláturhúsið hefur verið rekið á undanþágu, en nú standa yfir breytingar á því svo það geti hlotið löggildingu. Stofnað var hlutafélag sem heitir Þríhymingur hf um rekstur slátur- hússins, en að því félagi standa Djúpárhreppur, Loðskinn hf á Sauð- árkróki og Höfn á Selfossi, auk tíu bænda í Rangárvallasýslu. Að sögn Kolbeins I. Kristinssonar framkvæmdastjóra hins nýja félags hefur sláturhúsið í Þykkvabæ verið rekið á undanþágu, en er eitt þeirra húsa sem slaturhúsanefnd taldi ástæðu til að yrði byggt upp, og er nú lokið við uppbyggingu hluta þess. Sagði Kolbeinn áætlað að slátrun færi fram í húsinu nú í haust að fullnægðum vissum for- sendum dýralæknis. „Tilgangurinn með þessum kaup- um var fyrst og fremst að nýta þetta hús og halda því áfram í rekstri, en það skiptir verulegu máli fyrir byggðalagið, og jafn- framt er hugmyndin að efla alla kjötvinnslu í tengslum við slátur- húsið til mikilla muna," sagði Kol- beinn. Fundur um loðnu- kvóta í nóvember ÁKVEÐIÐ var á fundi sjávarút- vegsráðherra íslands, Noregs og Grænlands í Finnlandi á miðviku- dag að að halda fund í nóvember næstkomandi um skiptingu loðnu- kvóta á milli íslendinga, Norð- manna og Grænlendinga, að sögn Halldórs Ásgrimssonar sjávarút- vegsráðherra. „Norðmenn eru til- búnir að halda áfram samn- ingaumleitunum um skiptingu loðnukvótans, enda þótt Danir hafi ákveðið að vísa deilu þeirra og Norðmanna um lögsögumörk við Jan Mayen til AJþjóðadóm- stólsins i Haag,“ sagði Halldór Rfldssjónvarpið: Ingímar á frétta- stofuna INGIMAR Ingimarsson, að- stoðarframkvæmdastjóri Sjónvarpsins, mun hætta í því starfi um mánaðamótin og taka upp þráðinn á ný sem fréttamaður. Ingimar tók við þessu starfi í júní á síðasta ári til eins árs og var honum meðal annars falið að vinna að endurskipulagningu og hagræðingu innan Sjón- varpsins. Talið er fullvíst að hann fari til starfa á frétta- stofu Sjónvarpsins, og Bogi Ágústsson, fréttasljóri, sagði í samtali við Morgunblaðið að hann mundi fagna komu Ingimars á fréttastofuna ef af henni yrði. „Ég tel mig vera búinn að ljúka nokkuð góðu verki og að þau verk, sem þurfti að vinna, hafi verið unnin. Ég kemst því ekkert lengra í þessu starfí og ætla því aftur að snúa mér að fréttamennsku," sagði Ingimar í samtali við Morgunblaðið. Ásgrímsson í samtali við Morgun- blaðið. Halldór Ásgrímsson lagði m.a. fram gögn um hvalatalningu í Norð- ur-Atlantshafí á fundi sjávarútvegs- ráðherra Norðurlandanna í Finn- landi. „Ég lagði áherslu á að Norður- landaráð tæki þátt i að fjármagna hvalatalninguna á næsta ári, en eins og er hefur það ekki fjármagn til þess,“ sagði Halldór. „Á fundinum var lagt fram upp- kast að stefnumörkun í umhverfis- málum þar sem forsætisnefnd Norð- urlandaráðs leggur til að það mál verði afgreitt á aukaþingi Norður- landaráðs í haust. í uppkastinu er nánast ekki talað um nýtingu nátt- úruauðlinda og við munum því leggja til að það verði endurskoðað. Við ræddum einnig um Norðurlöndin og Evrópubandalagið og það sem stakk mig mest er sú afstaða EB að fisk- veiðiréttindi komi í stað tollfríðinda en það get ég ekki sætt mig við,“ sagði Halldór Ásgrímsson. Heyskap víðast hvar að ljúka HEYSKAPUR hefur gengið þokkalega víðast hvar á Iandinu í sumar, én yfirleitt hefur þó gengið illa á Áusturlandi vegna mikilla óþurrka sem þar hafa Alþjóðamótið við Djúp: Helgi Ólafsson efstur HELGI Ólafsson, stórmeistari, er einn í efsta sæti á alþjóðaskák- mótinu við Djúp með 3,5 vinninga eftir fjórar umferðir. Fjórir skákmenn eru í 2.-5. sæti með 3 vinninga, þeir Rantanen, Popovych, Johannsson og Schandorff. Úrslit í ijórðu umferð urðu þau að Helgi vann Magnús Pálma Öm- ólfsson, Rantanen vann Flear, Popovych vann Ægi Pál Friðberts- son, Schandorff vann Helga Ólafs- son eldri, Andri/ Áss Grétarsson vann Guðmund Gíslason og Jo- hannsson vann Guðmund Halldórs- son. Frídagur var hjá keppendum í gær, en fimmta. umferðin verður tefld í kvöld. Þá tefla meðal ann- arra saman Helgi Ólafsson stór- meistari og Flear, en þeir eru tveir stigahæstu menn mötsins, og Jo- hannsson og Schandorff. verið í langan tíma. Nokkrir bændur á Austurlandi eru þó búnir að heyja, og er þar helst um að ræða þá sem heyja í vothey, en á sumum bæjum er ástand slæmt og hey léleg. Nokkuð mikið kal var í túnum á Austur- landi í vor og gréri seint. I S-Þingeyjarsýslu er heyskap að ljúka. Þeir sem fyrstir byijuðu að slá náðu mjög góðum heyjum en að magni til frekar í minna lagi. Þeir sem seinna byijuðu hafa lent í hrakningi með hey, því tíð hefur verið rysjótt síðastliðinn mánuð, en hey hjá þeim eru mikil að magní en misjafnari að gæðum. í heildina má því segja að hey á þessu svæði séu næg en misgóð. _ Almennt eru bændur að verða búnir með fyrri slátt í Eyjafirði, og margir eru langt komnir með seínni slátt. Heyskapur hefur gengið þokkalega, og gæði og magn er í meðallagi. A Vestijörðum er heyskapur langt kominn og undanfarna daga hefur gengið mjög vel. Þeir sem heyja í vothey eru að verða búnir og víðast hvar er heyskapur langt kominn. í seinni hlutajúlí ogbyijun ágúst gekk heyskapur seint, en þá var lítill þurrkur. Gæði eru yfirleitt lakari en í fyrra, en magnið víðast hvar mun meira. í Borgarfirði eru flestir að klára heyskap og margir hafa þegar lok- ið. Hey eru ágæt og magn í meðal- lagi. Á Suðurlandi er heyskapur víðast hvar langt kominn eða búinn, en hefur dreifst á óvenjulangt tímabil. Þeir sem fyrstir gátu hafið slátt voru jafnvel búnir snemma í júlí. Spretta á Suðurlandi var hæg fram- an af, en seinni hluta sumars hefur sprottið vel og hey eru sæmileg að magni og talin góð að gæðum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.