Morgunblaðið - 19.08.1988, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1988
17
Dómshús byggt
í Kringlunni?
Á FUNDI borgarráðs á þriðjudag var lögð fram umsókn frá dóms-
málaráðuneytinu um lóð á horni Listabrautar og Ofanleitis undir
byggingu dómshúss. Bréfinu var vísað til borgarverkfræðings. Ágúst
Jónsson, skrifstofustjóri borgarverkfræðings, sagði að lóðinni hefði
verið úthlutað árið 1986. Sá sem fékk hana vill nú skila henm aftur,
en á meðan engin skrifleg umsókn hefur borist þar um verður ekk-
ert gert í málinu, að hans sögn.
til eflingar þessari starfsemi. Til-
raunastjóri matjurtarannsókna er
Magnús Óskarsson.
Búfjarræktarrannsóknir
Árlega eru framkvæmdar ýmis-
konar athuganir og tilraunir með
fóðrun gripa í tengslum við skóla-
búið á Hvanneyri. Nú síðari árin
hefur verið mest um athuganir á
átgetu og afurðamagni kúa m.t.t.
mismunandi verkunar á votheyi,
hve mikil söxun sé æskileg og hve
miklar breytingar verði á átgetu
efitr mismunandi samsetningu fóð-
ursins.
í loðdýrahúsinu fara einnig fram
tilraunir með fóðrun refa og minka.
Þar eru nú í gangi tilraunir sem
nemendur búvísindadeildar hyggj-
ast nota í lokaverkefnum sínum
næsta vor. Rannsóknastjóri er
Magnús B. Jónsson.
Rannsóknahús
Nýtt rannsóknahús var tekið í
notkun við skólann á síðasta ári.
Breytti það mjög allri vinnuaðstöðu
við efnagreiningu fóðurs og jarð-
vegs. Þar fer fram þjónustuefna-
greining fyrir bændur á Vesturlandi
auk þess sem efnagreining vegna
tilrauna á staðnum fer þar fram. í
þessu nýja húsi er einnig mjög góð
aðstaða til kennslu í efnafræði.
Forstöðumaður rannsóknastofunn-
ar er Þorsteinn Guðmundsson.
Aðstaða til náms og rann-
sóknarstarfa
Þá er starfrækt við skólann
stærsta landbúnaðarbókasafn á ís-
iandi, þar sem nemendum gefst
kostur á nokkuð góðri vinnuaðstöðu
við nám sitt. Einnig er tölvukostur
skólans orðinn það góður að nú er
hægt að bjóða nemendum upp á
starfsaðstöðu sem er til fyrirmynd-
ar í alla staði hvað tölvuvinnslu
snertir.
Flestallar kennslubækur fyrir
bændadeild eru unnar að hluta eða
öllu leyti í ljósritun skólans. Þessar
bækur eru yfirleitt unnar af kennur-
um stofnunarinnar og gefnar út í
því upplagi semþurfa þykir á hverj-
um tíma, auk þess sem skólinn
gefur út ýmis rit um búfræðileg
efni til almenningsnota.
Öll starfsemi skólabúsins er að
sjálfsögðu miðuð við að þar fari
fram kennsla í verklegum þáttum
námsins. Auk þess er sérstakt
kennsluverkstæði við skólann, þar
sem nemendur öðlast þjálfun í við-
gerðum landbúnaðartækja og
málmsmíði ýmiskonar.
Nemendur dvelja á heimavist
meðan á námi stendur, heimavistar-
húsnæðið var byggt á árunum
1968-’76 og fullnægir öllum nútíma
kröfum um gott skólahúsnæði. Á
sl. hausti voru teknir í notkun nem-
endagarðar fyrir nemendur Búví-
sindadeildar, þar eru tíu herbergi
og tvær íbúðir.
Mikilvægt er að fylgjast grannt
með þróun mála og veitt leiðsögn
þegar atvinnugreinin þarf á að
halda.
Þá má einnig nefna, að á síðasta
áratug hefur mönnum orðið ljósari
þörfín á athugunum er snerta
vinnuumhverfi og aðstöðu við bú-
störf. Brýnt er að stórauka rann-
sóknir á þessum vettvangi í sam-
vinnu við sérfræðinga úr öðrum
greinum.
Jón 0. Ragnarsson, veitingamað-
ur, fékk úthlutað lóð á horni Ofan-
leitis og Listabrautar árið 1986 fyr-
ir hótelbyggingu. Jón sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að þar sem
nú væru breyttar forsendur fyrir
því að reisa hótel hefði verið horfið
frá þeirri hugmynd. „Ég hef lagt
munnlegt erindi til borgarinnar um
að þeir taki lóðina aftur og var því
vel tekið,“ sagði Jón. Hann kvaðst
ekki vera búinn að skila inn skrif-
legri beiðni og vissi ekki hvenær
hann myndi gera það.
Skrifstofustjóri borgarverkfrasð-
ings, Ágúst Jónsson, var ekki búinn
að fá erindi dómsmálaráðuneytisins
inn á borð hjá sér þegar Morgun-
blaðið ræddi við hann, en kannaðist
þó við málið. Hann sagði að ekki
væri tímabært að segja nokkuð um
hvort-bygging dómshúss yrði að
veruleika á þessum stað meðan lóð-
in væri ekki til ráðstöfunar. Ef Jón
Ragnarsson skilar lóðinni verður
málið tekið aftur fyrir í borgarráði,
sagði Ágúst.
Grindavík.
„ÉG VIL ekki sætta mig við það
að ef sjómennirnir vilja róa þeg-
ar ótið hefur hamlað veiðum i
langan tíma, að þá þurfi að leita
til sjómannafélagsins í hvert
skipti. Enda hafa þeir fengið fri
af sömu lengd og umrætt helg-
arfrí spannar. I samningnum
stendur að samningsaðilar á við-
komandi stað hafi heimild til að
breyta um tíma ef hentar betur,
þó þannig að samfeilt frí verði
minnst 48 stundir og eftir þvi
fórum við,“ sagði Halldór Þor-
láksson skipstjóri á Þorsteini
Gislasyni GK og tók Arnór Valdi-
marsson, skipstjóri á Þorbirni
GK, undir orð hans þegar frétta-
rítari Morgunblaðsins leitaði
álits þeirra á kæru vegna meints
brots á samningum um helg-
arfrí, sem greint var frá í Morg-
unblaðinu á miðvikudag..
„Þessi kæra er tómt rugl, enda
hafa menn haft fijálsar hendur með
Dómstólar í Reylq'avík eru þrír á
þremur mismunandi stöðum í borg-
inni, borgardómari, sakadómur og
borgarfógetaembættið, auk dóm-
stóls í ávana- og fíkniefnamálum
sem er fyrir allt landið. Þorsteinn
Geirsson, ráðuneytisstjóri í dóms-
málaráðuneytinu, sagði að með
lóðarumsókn væri fyrst og fremst
verið að hugsa um byggingu húss
fyrir dómstólana í Reykjavík þó
Hæstiréttur þurfi einnig á húsnaeði
að halda. Umsóknin er lögð fram
nú í sambandi við frumvarp til laga,
þar sem gert er ráð fyrir að dóm-
stólar í Reykjavík verði sameinaðir,
sagði Þorsteinn. Hann taldi sig vita
að umsóknin fengi velvilja af hálfu
borgaryfirvalda.
Frumvarpið var lagt fyrir á
síðasta þingi og verður væntanlega
tekið aftur upp í haust. Sameining
dómstólanna myndi vera til aukinn-
ar hagræðingar, að sögn Þorsteins
Geirssonar. Nú er einn forstöðu-
maður fyrir hveijum dómstóli, en
með breytingu á lögum yrði aðeins
einn dómstjóri.
þessi helgarfrí í allt sumar vegna
ótíðarinnar og sjðmennimir hafa
haft sín frí, þannig að hér eru það
ekki hagsmunir sjómannanna sem
vaka fyrir formanni. félags sjó-
manna heldur eitthvað annað,"
sagði Amór. Hann bætti við, að
þeim félögum gremdist það mest,
fyrst látið var til skara skríða, hvers
vegna allir bátamir sem voru brot-
legir þessa helgi vom ekki kærðir,
en ekki aðeins þeir tveir sem komu
inn eftir hádegi á laugardag og
vom að landa fram eftir degi, eftir
að helgarfrí var byijað.
„Við eram ekki á móti fríum
heldur viljum við að í þessu ríki
einhver sanngimi enda getur verið
veiðilega hagstæðara að vera að
um helgar eða fram eftir á laugar-
dögum. Eins og tekið er á þessu
máli sýnir það best valdahrokann í
formanninum og er einsdæmi f
Grindavík,“ sögðu þeir félagar.
— Kr.Ben.
'UJJJJA
H
ZARGES
Ódýrasti
vinnupallur
á íslandi
Þú kemst örugglega
í loftiö á Zarges
A. KARLSSOM HF.
HEILDVERSLUN, BRAUTARHOLTI28
SlMI: 91 -27444
r/////i
Bókin Siglufjöröur
1818-1918-1988 erum:
Síldveiðar við Siglufjörð - Landnám
Norðmanna í veiðistöðinni við Dumbshaf
- Baráttu fólksins i bænum á umbrota-
tímum — Hvemig Siglufjörður þróaðist úr
hreppnum áeyrinni í kaupstað -
Sr. Bjama Þorsteinsson sem réttnefndur
er höfundur Siglufjarðar - Þróun
kaupstaðarins eftir sildarævintýrið.
Sölustaðir:
Reykjavik: Allar helstu bókaverslanir
Akureyri: Allarhelstu bókaverslanir
Siglufjörður: Aðalbúðin, bókav. Hannesar
Bókapantanir í sima 96-71301.
MylluKobbi
rORLAG
TORFUFELLI34 - 111 REYKJAVÍK - S: 72020
Norrænt tækniár
Eftir sumarleyfi hefst dagskrá Norræns tækniárs nú á ný.
Þátttaka almennings í atburðum Tækniárs á vormisseri var
mjög mikil, og við vonum að hún verði ekki síðri á haustmisseri.
Á dagskrá í haust verða ráðstefnur, sýningar, opin hús um
helgar og margt fleira. Aðstandendur tækniársins munu leggja
kapp á að kynna jafnóðum, og eins vel og kostur er, atburði
þá sem eru á döfínni hveiju sinni.
Opin hús á næstunni:
Sunnudaginn 21. ágúst, verður opið hús á Hvanneyri, eins
og fram kemur annars staðar á síðunni.
Sunnudaginn 4. sept. Rannsóknastofnun landbúnaðarins.
Sunnudaginn 11. sept. íslenska jámblendifélagið.
Sunnudaginn 18. sept. Mjólkurstöðvar víða um land.
Tilrannir mpö hiisvÍHt húfj&r veita gagnlegar upplýsíngar um heppileg-
an adbúnad.
Betri nýting búfjáráburðar stuðlar að aukinni heimaöflun í búrekstnn-
um.
Morgunblaðið/Kr.Ben.
Halldór Þorláksson skipstjórí á Þorsteini Gíslasyni GK og Arnór
Valdimarsson skipstjóri á Þorbirni GK eftir að róðrinum sem olli
kærumálinu lauk.
Samningar um helgarfrí:
„Kæran þjónar ekki
hagsmunum sjómamia“
- segja skipstjórarnir á humar-
bátunum tveimur