Morgunblaðið - 19.08.1988, Side 19

Morgunblaðið - 19.08.1988, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1988 19 Séð yfir hluta efri hæðar Viðeyjarstofu. Þar er nú ráðstefnusalur sem rúmar um 120 manns. Niðri eru sæti fyrir um 70. Bjarni Ing-var Arnason eigandi Hótels Óðinsvéa sér um veitingarekstur í Viðeyjarstofu og segir hann töluvert bókað hjá sér. Hann býst við því að veit- ingarsala verði allt árið um kring i Viðey. Sverrir Hermannsson, fyrrver- andi menntamálaráðherra í ræðustól. Birgir ísleifur Gunnarsson menntamálaráðherra flytur ávarp. Starfsfólk í Viðeyjarstofu hafði i nógu að snúast við að baka með- læti ofan í gestina 200 sem sóttu Viðey heim. Dóttir Skúla fógeta saum- aði hökulinn HÖKULLINN, sem séra Þórir Stephensen staðarhaldari, skrýddist við messu í Viðey, saumaði Guðrún, dóttir Skúla Magnússonar landfógeta, líklega árið 1776. Hökullinn er blágrár að lit, skreyttur blómabekkjum og með rautt hjarta fyrir miðju brjósti. Var hann fenginn að láni hjá Þjóðminjasafni. ræktarsemi við hina sögulegu arf- leifð okkar, þjóðlega ræktarsemi sem væri svo mikilvæg á þeim umbyltinga- og óvissutímum sem við lifðum á. „En mér virðist einnig að hér sé verið að skapa skemmti- legt frístundasvæði, nokkurskonar griðreit frá skarkala höfuðborgar- innar, sem án nokkurs vafa á eftir að verða vinsæll viðkomustaður Reykvíkinga og raunar landsmanna allra.“ Þess má geta, að Reykjavík- urborg hefur efnt til hugmynda- samkeppni um hvernig skuli nýta Viðey sem útivistarsvæði í framtíð- inni. Þá afhenti Davíð Oddson, séra Þóri Stephensen staðarhaldara, lyklana að byggingunum. „Það hef- ur verið lán yfir þessari framkvæmd allri. Ég lít á það sem hluta af því láni að til þessa uppbyggingarstarfs hér valdist maður eins og séra Þór- ir Stephensen,“ sagði Davíð. Reykjavíkurborg bárust margar kveðjur á opnunarhátíðinni, m.a. frá Heimi Steinssyni, umsjónarmanni þjóðgarðsins á Þingvöllum og frá Viðeyingafélaginu. Að dagskránni lokinni gengu gestir til Viðeyjarstofu og þáðu veitingar. Herdís Þorvaldsdóttir leikkona, les ljóð Matthíasar Johannessen, „Viðey“. Séra Þórir Stephensen, staðar- haldari í Viðey, tekur við lyklum að kirkjunni og Stofunni úr hendi Davíðs Oddssonar borgarsljóra. Á milli þeirra sér í formann Við- eyjarnefndar, Hjörleif B. Kvar- an. í jarðhýsi undir Viðeyjarstofu eru m.a. fatahengi, salerni og almenningssímar. Morgunblaðið/Ámi Sæberg —

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.