Morgunblaðið - 19.08.1988, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1988
21
Kosningabaráttan í Svíþjóð:
Hægrimenn heimta um-
bætur í varnarmálum
Stokkhólmi. Frá Erík Liden, fréttaritara
CARL Bildt, leiðtogi sænskra
hægrimanna, réðst á miðvikudag
á meint stefnuleysi stjórnar jafn-
aðarmanna i varnarmálum og
hyggst gera það að mikilvægu
atriði í kosningabaráttunni sem
nú stendur yfir. Á blaðamanna-
fundi sagði Bildt að vegna ráð-
leysis jafnaðarmanna væri ekki
fylgt neinni ákveðinni stefnu í
sænskum varnarmálum. Áætlan-
ir, sem gerðar hefðu verið á
síðasta ári, væru nú gagnslausar.
Þingkosningar verða í Svíþjóð
18. september. Bildt krafðist þess
að strax yrði skipuð ný þingnefnd
háttsettra stjómmálamanna er ætti
að fjalla um vamarmálin'. Nefndin
skyldi hafa tillögur um stefnu í
vamarmálum tilbúnar þegar árið
1990.
„Undir stjóm jafnaðarmanna
aukast sífellt vandamál sænska
hersins," sagði Bildt. „Næsta ríkis-
stjóm verður að beita sér af alefli
fyrir endurbættum vömum. Haldi
vamarbúnaður Svíþjóðar áfram að
veikjast munu önnur ríki hætta að
hafa trú á möguleikum okkar til
að treysta friðinn. Þetta mun síðan
hafa í för með sér að trúin á hlut-
leysisstefnu okkar erlendis dvínar."
Bildt krafðist þess að herinn
fengi strax 600 - 700 milljónir
sænskra króna (u.þ.b. fjóra millj-
arða ísl. kr.) til að bæta endur-
menntun innan hersins. Auk þess
yrði nýja vamarmálanefndin að
krefjast þess að árleg fjárframlög
til landvama hækkúðju um 2% mið-
að við fast verðlag. Sem stendur
em framlög aðeins hækkuð í sam-
ræmi við verðbólguhækkanir. Einn-
Skipuleg
fjöldamorð
í Búrúndí
Nairobi. Reuter.
SKIPULEG fjöldamorð á fólki
af Tutsi-ættbálki hafa að undan-
förnu verið framin í Mið-Afríku-
ríkinu Búrúndí að þvi er sagði i
fréttaskeyti frá APB, hinni opin-
beru fréttastofu landsins, sem
barst til fréttastofu Reuters i
Nairobi i Kenýa í gær.
í fréttinni sagði að helförin
beindist gegn fólki af Tutsi-ætt-
bálki, sem ræður mestu um stjórn
landsins. Böm, karlar og konur
hefðu verið tekin af lífí og hús
þeirra brennd. „Flest bendir til þess
að tala látinna sé mjög há og að
hún eigi enn eftir að hækka," sagði
í skeytinu.
í fréttinni sagði einnig að Búr-
úndí-búar, sem byggju í ótilgreindu
nágrannaríki, hefðu farið yfír
landamærin til að blása til bardaga
í tveimur sveitarfélögum í norður-
hluta landsins. íbúar þess fyrra
hefðu ekki verið tilbúnir til að taka
þátt í ofbeldisverkum en hins vegar
hefðu hinir hroðalegustu glæpir
verið diýgðir í Ntega í Kirundo-
héraði. Herstjómin i Búrúndí hefur
sett á útgöngubann í landinu og
ferðafrelsi manna innanlands hefur
sömuleiðis verið takmarkað.
Ættbálkaátök hafa löngum sett
mark sitt á stjómmálaástandið í
Búrúndí. Tutsi-ættbálkurinn ræður
mestu um stjóm landsins en aðeins
um 15% þjóðarinnar heyra honum
til. Meirihluti landsmanna tilheyrir
hins vegar Hutu-ættbálki, sem tel-
ur Tutsi-menn beita sig ofríki. Árið
1972 gerðu Hutu-menn uppreisn
sem barin var niður. Tutsi-ætt-
bálkurinn greip til grimmilegra
refsiaðgerða og er talið að 100.000
Hutu-menn hafí verið teknir af lífi.
Morgunblaðsins.
ig krafðist Bildt þess að áætlanir
um að leggja niður 10 eða 11 her-
deildir yrðu lagðar á hilluna og í
staðinn yrði reynt að athuga mögu-
leika á sparnaði í rekstri hersins á
friðartímum.
Bildt vill einnig að lögð verði
þyngri áhersla á hönnun og smíði
„Gripen“-herþotunnar, m.a. verði
sjálfvirkur vopnabúnaður og hreyfl-
ar þotunnar hvort tveggja endur-
bætt. Hann segir bráðnauðsynlegt
Carl Bildt
að hönnuð verði tveggja sæta
kennsluútgáfa af þotunni þar sem
væntanlegir kaupendur hennar,
Danir, Finnar, Svisslendingar og
Austurríkismenn, muni setja slíkt
sem algert skilyrði fyrir kaupum.
Um flotann sagði Bildt að bæta
þyrfti vopnabúnað kafbáta.
Bildt hvatti leiðtoga Miðflokksins
og Þjóðarflokksins til að styðja til-
lögur sínar um nýtt mat á vamar-
málastefnunni í þágu þjóðarhags.
„Það er einnig í þágu þjóðarinnar
að jafnaðarmenn geri slíkt hið
sama. Helmingurinn af því 600
þúsund manna liði, sem við getum
boðið út á stríðstímum, skortir
nægilega þjálfun og menntun. Þetta
ástand má ekki vara til eilífðar-
nóns,“ sagði Carl Bildt.
^1%
&wwSiSiSSÍ&~ Co
TILKYNNING UM UTBOÐ
l
Verðtryggð spariskírteini ríkissjóðs
2. flokkur D 1988
1.500.000.000,- kr.
Stimpilfrjáls
Lánstími Gjalddagi Vextir á ári Fjárhæð
3 ár 01.09.91 8,0% 455.000.000,- kr.
5 ár 01.09.93 7,5% 707.000.000,- kr.
8 ár 01.09.96 7,0% 338.000.000,- kr
Útgáfudagur: 17. ágúst 1988
Söluaðilar:
Landsbanki íslands
Búnaðarbanki íslands
Sparisjóðirnir
Iðnaðarbanki íslands hf.
Útvegsbanki íslands hf.
Samvinnubanki íslands hf.
Verzlunarbanki íslands hf.
Fjárfestingarfélag íslands hf.
Kaupþing hf.
Verðbréfamarkaður Iðnaðarbankans hf.
Alþýðubankinn hf.
Spariskírteinin verða skráð á Verðbréfaþingi íslands.
Seðlabanki íslands verður viðskiptavaki.