Morgunblaðið - 19.08.1988, Side 27

Morgunblaðið - 19.08.1988, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1988 27 REYKJAVIK Fjölbýlishúsið í Geitlandi 2-4 hlaut viðurkenningu fyrir snyrtilega eldri byggingu og vel hirta lóð. Morgunblaðið/Sverrir Fyrirtækið G.K. Hurðir fékk viðurkenningu fyrir fegrun um- hverfis í iðnaðarhverfi. Morgunblaðið/KGA Davíð Oddsson, borgarstjóri, ásamt hópi þeirra er tóku við viðurkenningum. Aftasta röð talið frá vinstri: Lýður Friðjónsson, framkvæmdastjóri Vífilfells, Guðmundur Þ. Agnarsson, framkvæmda- stjóri G.K. Hurða, Bent Bjarnason, útibússtjóri Sparisjóðs vélstjóra í Síðumúla, og Kristján Agnars- son, framkvæmdastjóri Kassagerðarinnar. Miðröð talið frá vinstri: Gerður G. Bjarklind, fulltrúi íbúa í Geitlandi 2-4, Hans Jörgensson, formaður Samtaka aldraðra, fulltrúi íbúa við Dalbraut, Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Verkakvennafélagsins Framsóknar, og Ingólfur Finnbogason, fulltrúi íbúa við Viðjugerði. Fremsta röð frá vinstri: Sveinn Bjarklind, fulltrúi ibúa við Geitland, Davíð Oddsson, borgarstjóri, Áslaug Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Húsgagnahallarinnar, og Soffía Ólafs- dóttir fulltrúi íbúa við Viðjugerði. Viðjugerði fegursta gat- an árið 1988 Borgarstjóri sagði í ávarpi sínu við athöfnina að ekki bæri að líta á verðlaunaveitingu eins og þessa sem algildan dóm um fegurð umhverfís. Viður- kenning væri aðeins vitnisburður þess að fegrun umhverfís og frá- gangur væri með þeim hætti sem borgaryfirvöld telja til fyrir- myndar. Viðjugerði varð fyrir valinu sem fegursta gata Reykjavíkur. Gatan verður auðkennd með merki umhverfísráðs næstu tíu árin. Fjölbýlishúsin á Dalbraut 18-20 fengu viðurkenningu fyrir glæsilega byggingu og snyrti- lega lóð sem miðast við þarfír aldraðra. Aðkoma að húsinu þótti mjög góð og þægileg. Einn- ig þótti lofsvert að frágangur á lóðinni fór fram um leið og bygg- ingarframkvæmdir. Viðurkenningu fyrir snyrti- lega eldri byggingu og vel hirta lóð fékk fjölbýlishúsið { Geitlandi 2-4. Fyrirtækið G.K. Hurðir sem staðsett er á Fosshálsi 9-11 hlaut viðurkenningu fyrir fegrun um- hverfis í iðnaðarhverfi. Viðurkenningu fyrir fegrun lóðar í íbúðarhverfí, þar sem mið er tekið af umhverfí, fékk hús Vífilfells, Hagi- við Hofsvalla- götu. Húsgagnahöllin er til húsa á DAVÍÐ Oddsson afhenti fyrir hönd Umhverfisráðs Reykjavík- urborgar viðurkenningar fyrir fagurt umhverfi í Höfða í gær. Að venju var fegursta gata borgarinnar valin, þá voru tvær viðurkenningar veittar fyrir fallegar fjölbýlishúsalóðir og loks fengu sjö fyrirtæki og stofnanir viðurkenningar fyrir fegrun umhverfis. Fegursta gata Reykjavíkur árið 1988 er að mati Umhverfisráðs Viðjugerði. Morgunblaðið/Bjami mjög áberandi lóð á Bíldshöfða 20, sem blasir við þegar komið er til Reykjavíkur. Fyrirtækið hlaut viðurkenningu fyrir mikið átak í gróðursetningu trjá- plantna. Vfðishúsið, Laugavegi 166, fékk viðurkenningu fyrir góðan frágang lítillar lóðar, sem er að stærstum hluta bílastæði. Viðurkenningu fyrir fegrun umhverfis í iðnaðarhverfí fékk Kassagerð Reykjavíkur, Klepps- vegi 33, en lóð fyrirtækisins ligg- ur að ijölfarinni umferðargötu. „Sóknarhúsið", Skipholti 50a, fékk viðurkenningu fyrir áber- andi lóð á mörkum íbúðar- og verslunarhverfís, þar sem frá- gangur þótti til fyrirmyndar. Sparisjóður vélstjóra, Síðum- úla 1, hlaut viðurkenningu fyrir skemmtilegan frágang lítillar en áberandi homlóðar. Viðurkenningu fyrir mikið átak i gróður- setningu tijágróðurs fékk Húsgagnahöll- in, Bíldshöfða. Viðurkenningu fyrir fegrun umhverfis i iðnaðarhverfi fékk Kassagerð Reykjavík- ur við Kleppsveg. Hús Vífilfells, Hagi við Hofsvallagötu, fékk viðurkenningu fyrir fegrun lóðar i íbúðarhverfi. Víðishúsið fékk viðurkenningu fyrir góð- an frágang lítillar lóðar. Sparisjóður vélstjóra hlaut viðurkenningu fyrir skemmtilegan frágang Á lóð „Sóknarhússins" við Skipholt þótti frágangur til fyrirmyndar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.