Morgunblaðið - 19.08.1988, Side 32

Morgunblaðið - 19.08.1988, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1988 Stjörnu Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson gréin 797, fostudag 19. ágúst „Kæri stjörnuspekingur! Ég e;- fædd þann 29.09. 1973 kl. 9.42 (á Akureyri). Ég vil gjaman fá að vita eitthvað um sjálfa mig, svo sem hæfi- leika, kosti og galla ... Kær- ar þakkir. Vog.“ Svar: Þú hefur Sól/Plútó saman í Vog í 12. húsi, Merkúr/Úr- anus saman Rísandi einnig í Vog, Tungli og Venus í Sporðdreka, Mars í Nauti og Ljón á Miðhimni. Plánetum- ar Satúmus, Úranus og Plútó eru allar sterkar í korti þínu. FélagsfrceÖingur Það að vera Vog og Sporð- dreki táknar að þú hefur hæfíleika á félagslegum og sálrænum sviðum. Það ætti t.d. að geta hentað þér að vinna með fólki á dýpri svið- um, þ.e.a.s. ekki í yfirborðs- legum saraskiptum, heldur á sálrænum og mannlegum sviðum sem snerta það sem skiptir máli. Kennari Merkúr á Rísingu táknar að þér getur fallið vel að vinna við kennslu eða upplýsinga- miðlun og þá á framan- greindum félagssviðum. Úr- anus á Merkúr táknar að þú hefur frumlega og sjálfstæða hugsun og Rísandi táknar hann að þú þarft að fást við spennandi og óvænt verkefni sem kalla á sjálfstæð vinnu- brögð. Sterkar tilfmningar Tungl og Venus í Sporðdreka táknar að þú hefur sterkar tilfínningar og ert næm og skapstór. Þessi þáttur getur dregið eitthvað úr félags- lyndi Vogarinnar, eða a.m.k. gert það að verkum að þér fellur ekkí að vinna með hveijum sem er. Það getur því myndast einhver tog- streita á milli hinnar opnu og félagslyndu Vogar og hins varkára og dula Sporð- dreka. Of miklar kröfur Ég tel að helsti veikleiki þinn sé fólginn í því að gera of miklar kröfur til sjálfrar þín. Þú þarft einnig að varast að vera neikvæð í eigin garð og varast að rífa sjálfa þig niður þó þú sjáir galla þína. Sterk- ur Plútó táknar að þú ert fædd til að þroska sjálfa þig og losa þig við neikvæða eig- inleika. Það þarf hins vegar að gerast á markvissan hátt, t.d. með sálfræðiaðstoð. Þú þarft einnig að varast að vera of alvörugefin og taka smáatriði of nærri þér. Ábyrgð ogstjórnun Hvað varðar starf tel ég að þér ætti að falla vel að vinna við stjómun og skipulags- mál, og þá á félagslegum sviðum. Mér sýnist þú vera fallin til að vinna við heil- brigðismál, eða félagsmál sem taka á sálrænum þátt- um, t.d. í sálfræði, félagsráð- gjöf eða kennslu. Þú hefur einnig hæfíleika til að axla ábyrgð og völd (Sól-Plútó- Satúmus). Listir Margar plánetur í Vog og Sól í afstöðu við Neptúnus gefa einnig til kynna hæfí- leika á listrænum og menn- ingarlegum sviðum. Þú ættir a.m.k. að hafa áhuga á slfku. Tónlist t.d. ætti að geta gef- ið þér mikið og m.a. hjálpað þér að slaka á. Vog-Neptún- us ásamt Satúmusi sem gef- ur gott formskyn og hið jarð- bundna Naut gerir að þú ættir einnig að vera fallin til þess að vinna við listræn skipulagsmál, eins og t.d. arkitektúr eða hönnun. GARPUR UÓSKA FERDINAND Jæja, reynum annað Hvað eru 2Ú2X2V2? Nei, það eru 6V4. dæmi . . . Tíu milljónir! Ég er nálægt því . . . Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Þijár leiðir koma til greina í fímm tíglum suðurs hér að neð- an. Vestur gefur; NS á hættu. Norður ♦ AD2 VA103 ♦ 10953 ♦ 874 Vestur ♦ G107643 ♦ D832 ♦ - ♦ K103 Austur ♦ K9 ♦ 974 ♦ DG ♦ ADG652 Suður ♦ 85 ♦ KG6 ♦ AK87642 ♦ 9 Vestur Norður Austur Suður Pass Pass 1 lauf 2 tíglar 2 spaðar 4 tíglar Pass 5 tiglar Pass Pass Pass Utspil: laufþristur. Austur fær fyrsta slaginn á laufás og spilar drottningunni um hæl, sem suður trompar. Einfaldasta spilamennskan er að svína bæði í spaða og hjarta. Spaðasvíningin misheppnast og svo er það bara spuming um tilfínningu á hvom veginn svínað er í hjartanu. Eitthvað betra hlýtur að vera til. Skárri kostur er að trompa þriðja laufíð, toppa hjartað og spila þriðja hjartanu þegar drottningin kemur ekki niður. Hugmyndin er þessi: Ef austur lendir inni verður hann að spila út í tvöfalda eyðu eða upp í spaðagaffalinn. Þessu til við- bótar vinnst spilið ef vestur á hjartadrottninguna aðra. Þessi spilamennska leiðir ekki til vinn- ings. Þriðji möguleikinn byggir á rökréttri spilarýni. Vestur hefði varla sagt tvo spaða á gosann fimmta. Eigi hann því ekki kónginn, er hann sennilega með sexlit. Að þessu athuguðu er besta leiðin að leggja niður spaðaás, hreinsa út laufið og spila spaða. á drottningu. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á OHRA-mótinu í Amsterdam, sem nú stendur yfír, kom þessi staða upp í viðureign hinna kunnu stórmeistara John Nunn, sem hafði hvítt og átti leik, og John Van der Wiel. 38. Bxg6! - Hxg3 39. Bxh7+ - Kxh7 40. Kxg3 — Hc3+ (svarta kóngsstaðan hefur galopnast við mannsfómina og það er aðeins tímaspursmál hve lengi mátinu verður slegið á frest). 41. f3 — Kg8 42. Dh4 - Hc4 43. Dh5 og svartur gafst upp. Þegar tefldar höfðu verið átta umferðir af tiu var Viktor Kortsjnoj efstur með fímm vinninga og biðskák. Nunn hafði einnig fimm vinninga og stóð baráttan um efsta sætið á milii þeirra tveggia.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.