Morgunblaðið - 19.08.1988, Síða 37

Morgunblaðið - 19.08.1988, Síða 37
T(TA O MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1988 37 Rokkelskandi Ron- ald Reagan og frú Nan- cy munu sitja í fremstu röð á tónleikum sem George Michael heldur á næstunni í Washing- ton DC, steinsnar frá Hvíta húsinu. Miðaverð á tónleikana hefur rok- ið upp úr öllu valdi og eru sumir aðdáendur ekki ánægðir með það. Ef Nancy og Ronald skyldu dilla sér í takt við tóninn vilja sjálf- sagt aðrir greiða aðeins meira fyrir að sjá það. sembýrumþessar mundir í hótelíbúð á Beverly Hæðum, gekk inn í svefnherbergið, eftir sturtubað, brá henni aldeilis í brún. Tveir karlmenn stóðu þar og göptu. Æpandi hljóp hún út úr íbúð- inni, með handklæði um sig miðja, og fékk upplýsingar um þessa djörfti menn. Þeir voru aðeins að laga hjá henni loftræstinguna. Buðu þeir henni kampavín í skaðabætur fyrir innrásina. V ictoria Principal, betur þekkt sem „Pam íDallas", er hættað leika í þaftunum. Hún er mjög óvinsæl meðal hinna leikaranna í „Dallas" þar eð hún er sífellt að gera lítið úr þættinum og segja hann ómerkilegan og leiðinlegan. Mótleikar- anir tala ekki við hana þessa dagana og hafa látið vita að þeir vilji ekki starfa með henni áný. J\ lana Stewart fyrr- um kærasta Silvesters Stallone var ekki að spara þegar hún kejrpti afmælisgjöf handa honum. Það voru hand- gerð ítölsk reiðstígvél upp á 160 þúsund íslen- skar krónur. Þetta var sögð sáttargjöf en þau höfðu víst rifíst mikið meðan sambandið stóð yfír. En Stallone situr ekki heima í fýlu, er sagt. Hann hafði sést með Undu Kozlowski, fyrrum kærustu krókódflamannsins, Paul Hogans. Madonna með bræðrum sínum og systrum. MARIO CICCONE Bróðir Madonnu gengur berserksgang Litli bróðir Madonnu, Mario Cic- cone, á von á 10 ára fangelsi vegna líkamsárása, en hann hefur verið kærður þrisvar sinnum á sex mánuðum. Lögreglan í Rochester, Michigan, er orðin þreytt á að hafa hann lausan, en hann hefur verið kærður fyrir að lúberja bæði lög- regiumann, vegfarenda og átján ára gamla unnustu sína. Madonnu hefur tekist að bjarga honum frá fangavist, og nú síðast fékk hún mann sinn, Sean Penn, til þess að taka hann í læri, og lækna hann af árásarhneigð. Sean átti að uppfræða hann um hve ömurlegar fangavistir eru, en hann veit allt um það. Madonna fékk drenginn lausan og fór Sean með hann til Thailands. Ekki tóks að aga hann betur en svo að tveim vikum eftir að heim kom réðst hann grimmilega á vinkonu sína og hót- aði að myrða hana. Drengurinn hætti í skóla fyrir ári síðan en hann er átján ára gam- all. Lögreglan segir hann vera vandræðamann sem hvergi eigi heima nema bak við lás og slá, en að hann spili sig stórt vegna skyld- leikans við Madonnu. Hún hefur fengið réttarhöldum frestað, en óvíst hvað hún getur gert í þetta skipti. Mario bíður nú eftir því að svara fyrir árásir á unnustu sína, en hún hefur reyndar látið hann sigla, og þó fyrr væri, er haft eftir móður hennar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.