Morgunblaðið - 19.08.1988, Page 42
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1988
\
10-1
\>eX1co-' jpin hu^rnyrd, Kaf"
TM R«g. U.S. P« Off.—all nghu raMrved
• 1987 Lo* Angeies Times Syndicate
*
Aster...
... óháð fjarlægð milli
vina.
Oh — blessaður vertu, þetta er sviðssetning hjá henni
til þess að vekja athygli á nýju gluggatjöldunum . . .
HÖGNI HREKKVlSI
Þá verður gaman að vera til
Ágæti Velvakandi!
Nú á því tímabili, þegar allt er
í blóma, frá hafí til heiða, liggur
margvísleg menningarstarfsemi í
láginni. í staðinn eru aðrir þættir
í algleymingi, sem fremur eru tald-
ir eiga við í sumri og sól, eins og
lengstum hefur verið venja í þróun
menningarsamfélagsins.
Það skýrir málið frekar, að nú
eru nokkrar vikur liðnar frá sólstöð-
um, dag er ögn farið að stytta aft-
ur og smá tími f að margvíslegt
tónleikahald hefjist aftur víða um
land. Það skeður að venju upp úr
fyrsta september og má segja að
þá svífi andi tónlistargyðjunnar yfir
vötnunum.
Fljúgandi heiminn fer í kring
flytjandi ræður glaður.
Ofan og neðan og allt í kring
er hann svo ljósmyndaður.
Þannig var kveðið er dr. Gylfi Þ.
Gíslason, þá menntamálaráðherra,
sneri heim úr Kínaför sinni 1964.
Þessarar farar minntist dr. Gylfí í
Kínaþætti sínum, sem birtist í Morg-
unblaðinu 2. júlí síðastliðinn.
Dr. Gylfí er ferðaglaðasti ráðherra
sem íslensk þjóð hefur alið. Er þá
langt til jafnað, því að margur ráð-
herra hefur reynst rásgjarn til ann-
arra landa. Erlendis þykir það tíðind-
um sæta, fari ráðherra í embættiser-
indum út fyrir sína landsteina. Hér
Eftir sumarfrí verður gaman fyr-
ir fjölmarga tónlistarunnendur að
vera til. Til dæmis þann hóp, sem
hefur ánægju og unun af að hlusta
á velheppnaðan og sveifluríkan
klarinettueinleik eftir góðan meist-
ara, með viðeigandi hljómsveitar-
stuðningi. Annar hópur minnist
kannski gamals meistara við að
heyra gamalkunna, hugþekka og
vel sungna aríu í ljúfþekkri óperu.
Þriðja hópnum fínnst auðnusvölun
í að hlusta og njóta nokkurra slag-
hörpukonserta, gjörða af góðum
snillingi og leikna af þjálfuðum og
góðum meistara.
Það er löngu kunn staðreynd, þó
hér sé aðeins stiklað á stóru, að
rekur menn í rogastans ef allir ráð-
herramir eru samtímis á heimaslóð-
um. Verðugt viðfangsefni væri að
færa til núvirðis kostnað ríkissjóðs
af ferðum dr. Gylfa. Mörg nefnd
hefur verið stofnuð af minna tilefni.
Kínaför dr. Gylfa 1964 mun lengst
í minnum höfð. Hún verðskuldar að
skrást í heimsmetabók Guinness,
enda enga hliðstæðu að fínna í sam-
skiptum þjóða fyrr og síðar: íslensk-
ur ráðherra þiggur boð — ef boð
skyldi kalla — Pekingstjómarinnar,
sem ríkisstjóm íslands taldi þá ólög-
mæta. Að hennar dómi sat ríkis-
stjóm Kína þá á Taiwan — eins
konar Heimaey Kínveija.
Jón Á. Gissurarson.
margvíslegir hópar fólks hafa mis-
munandi tónlistarsmekk, rétt eins
og fyrir mörgum öðrum ólíkum at-
riðum. Þannig er krydd lífsins, einn
af mikilvægum þáttum tilverunnar,
þeirrar þekktu og staðföstu heildar,
mnnið óeigingjarnt undan rótum
hennar. Ef til vill má segja, að það
sé lykill að þeim hugþekku stefjum
auðnufagurra tónverka, sem skrif-
uð hafa verið og leikin, fyrr og
síðar, hér á landi sem og víða er-
lendis.
Menningarsamfélagið hefur að
geyma margvfsleg verk, sem skrif-
uð em á ýmsum tímum og em eft-
ir innlenda menn sem erlenda.
Kannski fyrirfínnst hinn eini sanni
steftónn í einhverri þessara
tónsmíða einhvem tímann í framtí-
ðinni, ef vel er leitað. Að honum
hefur margur tónmeistari leitað svo
lengi.
En að hausti láta hinir ýmsu
hópar unnenda fagurra tónverka
sér nægja, að njóta aðeins brots
af annarri, víðfeðmri og fjölbreyti-
legri tónsmíðaheild, þess verks,
þeirrar haustsinfóníu sannrar
auðnu, fallandi litföróttrar og föln-
andi laufa, er margur vill njóta.
Aðeins brots af því auðnuveldi, sem
gerir margan betri en áður.
Já, það verður gaman að vera
til, þegar andi tónlistargyðjunnar
svífur aftur yfir vötnum fagurra
eymaþinga. Á tímabili byijandi
haustfegurðar og lista.
Gunnar Sverrisson
rithöfundur
Þórsgötu 27, Reykjavík.
Kínaför dr. Gylfa
Víkverji skrifar
Aðstaða til útivistar í Mosfells-
bæ er ábyggilega að verða
með því bezta sem gerist á landinu.
Hægt en bítandi hefur aðstaðan
vérið byggð upp og tekist vel til í
samspili við náttúmna og þá mögu-
leika sem fyrir hendi vom.
í Mosfellsbæ var um síðustu helgi
haldið íslandsnaót í hestaíþróttum á
Varmárbökkum og var Öll aðstaða
til fyrirmyndar. Sundlaug er við
Varmá og stórt íþróttahús hefur
verið byggt þar. Knattspyrnumenn
hafa bæði malar- og grasvelli til
afnota og góður níu holu golfvöllur
er í Mosfellsbæ. Unnið er af kappi
við íþróttasvæði fyrir sunnan
íþróttahúsið og sundlaugina og er
ætlunin að landsmót ungmennafé-
laganna verði haldið þar árið 1990.
Þar verður fullkomin aðstaða fyrir
fijálsar íþróttir og fleiri greinar.
Einnig má nefna flugvöllinn á
Tungubökkum við Leirvogsá fyrir
þá sem stunda flug í tómstundum.
Ekki þarf að hafa mörg orð um
hversu fjölbreytileikinn er mikill
fyrir þá sem vilja stunda gönguferð-
ir eða hestamennsku. Ekki skemm-
ir að stutt er í skíðasvæði KR í
Skálafelli.
XXX
Fjallaferðir ýmiss konar hafa
mjög aukizt á síðari ámm.
Slóðir sem lítt höfðu verið troðnar
til skamms tíma hafa á þessum
sumarmánuðum mikið verið famar
og fararskjótar verið af ýmsum
gerðum. Reyndar er það ekki aðeins
yfir sumarið sem menn halda á fjöll
heldur allt árið.
Víkveiji skrifaði fyrir nokkm um
vaxandi áhuga hjólandi fólks og
ferðir þess um Qallvegi og hálendi.
Hestamenn hafa fyrir löngu upp-
götvað fegurð óbyggðanna, aðrir
fara á tveimur jafnfljótum eða nota
tækni bifreiðar eða fjórhjóls. Stöð-
ugt fínna menn ný ævintýri og
kynnast nýjum perlum þessa stór-
brotna lands sem við byggjum. Þeir
sem einu sinni hafa kynnzt fegurð-
inni á fjöllum sækja þangað aftur
og aftur að sögn kunnugra.
Landið er viðkvæmt og gróð-
urtíminn stuttur. Aldrei verður því
of oft biýnt fyrir fólki að umgang-
ast landið með aðgát og.virðingu.
XXX
Ferðalög kosta peninga og þó
svo, að gist sé í tjöldum eða
fjallaskálum er talsverður kostnað-
ur þessum útilegum fylgjandi.
Víkverji frétti í vikunni af sex
mönnum sem tóku sig saman og
keyptu litla, nokkurra ára jeppabif-
reið til að gera ferðir á fjöll mögu-
legar. Sumarleyfín voru síðan
skipulögð þannig að notin af jepp-
anum rækjust ekki á. Hver fjöl-
skylda fékk jeppann í viku eða tíu
daga og þannig var bifreiðin gjör-
nýtt á um tveimur mánuðum. Hún
hafði ekki kostað mikið í upphafi
og það skipti því ekki öllu máli þó
hún væri orðin lúin og verðlítil að
ferðasumrinu loknu. Jeppinn hafði
skilað sínu, en fjölskyldufólks-
bflamir voru óskemmdir heima á
hlaði.