Morgunblaðið - 19.08.1988, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR PÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1988
47
KNATTSPYRNA / VINÁTTULANDSLEIKUR
Lítið fyrir augað í Laugardalnum:
Óþarfa tap
EKKI er beint hœgt að segja að leikur íslendinga og ólympíulandsliðs Svía í
gœr hafi verið augnayndi. Færin voru ekki mörg í leiknum, en fleiri féllu í
hlut íslendinga en Svía. Engu að síður voru það Svíarnir sem skoruðu eina
mark leiksins og var Jan Hellström þar að verki á 74. mínútu.
Fyrri hálfleikur var tíðindalítill. Láðin voru tiltölulega jafnmikið með boltann en þeim
gekk illa að skapa sér færi upp við markið. Nokkuð bar á háloftaspyrnum en á
milli komu einstaka spilkaflar. Nokkrir leikmenn íslenzka iiðsins áttu erfítt með að fínna
sig í upphafí leiksins, einkum Viðar Þorkelsson, sem annars hefur leikið mjög vel í sumar.
Gunnar Gíslason komst næst því að skora í fyrri hálfleik en hörkuskot hans rétt utan
teigs smaug fram hjá samskeytunum.
Seinni hálfleikurinn var fjörugri en sá fyrri og meira um samleikskafla, þótt leikurinn
færi aðallega fram á miðjunni. íslendingar áttu ágæta sókn þegar Gunnar Gíslason
vann boltann á miðjunni, brunaði fram og gaf á Amljót Davíðsson, sem kom inn á í hálfleik
í sinn fyrsta landsleik. Amljótur ákvað að senda boltann aftur fyrir frekar en að' reyna
sjálfur að halda áfram en Svíum tókst að komast fyrir sendinguna á síðustu stundu.
Guðmundur
Jóhannsson
skrifar
Heppnlsmark
Svíamir áttu líka sín færi. Jan
Hellström átti hörkuskot rétt utan
vítateigs en Bjami Sigurðsson varði
vei. Stuttu síðar munaði aðeins
hársbreidd að ís-
lendingum tækist að
skora. Ragnar Mar-
geirsson braust í
gegnum vöm
Svíanna af harðfylgi en markvörður
þeirra náði knettinum af tánum á
honum á síðustu stundu.
Eftir þetta var eins og íslending-
ar væru að hressast og komst Ólaf-
ur Þórðarson í þokkalegt færi en
skaut framhjá.
En síðan kom höggið. Boltinn
barst inn að vftateig Islendinga og
upphófst þar mikill darraðardans. I
baráttu um boltann tókst íslending-
um ekki að hreinsa - einn Svíanna
skaut að marki frá vítateig og virt-
ist skotið ekki hættulegt. A leiðinni
fór knötturinn í íslenzku vömina
og fyrir fætur Jan Hellström sem
var einn og óvaldaður fyrir opnu
marki og átti ekki í erfiðleikum
með að ýta knettinum í markið.
Síðustu mínútur leiksins reyndu
íslendingar ákaft að jafna. Atli átti
til dæmis skalla sem hafnaði ofan
á slánni. Aðeins tveimur mínútum
fyrir leikslok kom miklu hættulegra
færi. Þá vann Ólafur Þórðarson
boltann úti á kanti og sendi á Am-
ljót Davíðsson, sem gaf fyrir mark-
ið. Þar var Ragnar Margeirsson í
góðu færi en náði ekki skoti á
markið og þar með voru úrslitin
ráðin.
Lftil samæflng
Leikur íslenzka liðsins var eins
og búast mátti við. Leikmenn era
ekki í mikilli samæfíngu og byggð-
ist því leikur þess mikið upp á bar-
áttu. Ekki er hægt að segja að liðið
í heild hafi staðið sig illa en það á
þó að geta miklu betur. íslendingar
nýttu ekki tækifæri sfn og eitt at-
vik í leiknum réði úrslitum.
Fýrir leikinn við Sovétmenn síðar
f haust þarf að laga margt ef ekki
á illa að fara. Meiri hugmyndaauðgi
og samæfíngu þarf. Að vísu brá
fyrir þokkalegum samleiksköflum
einstaka sinnum hjá íslenzka liðinu
en of sjaldan og leikurinn var of
tilvilj anakenndur.
Island - Svíþjóó
0 : 1
Vináttulandsleikur, Laugardalsvöllur, fímmtudaginn 17.
ágúst 1988.
Mark Svíþjóðar: Jan Hellström (74. mín.).
Gult spjald: Ekkert.
Áhorfendun 2.091.
Dómari: W.N.M. Crombie frá Skotlandi.
Línuverðir: Sveinn Sveinsson og Magnús Jónatansson.
jJð íslands: Bjami Sigurðsson, Guðni Bergsson, Atli Eð-
valdsson, Sœvar Jónsson, Ólafur Þórðarson, Gunnar Gísla-
son, Viðar Þorkelsson, Pétur Ormslev (Pétur Amþórsson
vm. 46. mín.), Ómar Torfason, Ragnar Margeirsson, Hall-
dór Áskelsson (Amljótur Davíðsson vm. á 46. mín.). Vara-
menn sem komu ekki inn á: Guðmundur Hreiðarsson,
Þorsteinn Þorsteinsson og Þorvaldur Örlygsson.
Lið Svíðþjóðar: Sven Andersson (Bengt Nilsson vm. á
46. mín.), Roger Ljung, Peter Lönn, Roland Nilsson, Sulo
Vaattovaara, Leif Engqvist, Joakim Nilsson, Stefan Rehn,
Jonas Them, Martin Dahlin, Jan Hellström. Varamenn sem
ekki komu inn á: Göran Amberg, Ola Svensson, Anders
Palmér og Jean-Paul Vonderburg.
Morgunblaðið/Einar Falur Ingólfsson
Qunnar Qíslason á hér í höggi við Jan Hellström, sem skoraði eina mark leiksins. Gunnar lék vel^
í gærkvöldi og var besti maður íslenska liðsins.
Morgunblaðið/Einar Falur
Hvað sögðu þeir eftir leikinn?
Slagfried Held landsliösþJáH-
ari íslands
Svíamir nýttu tækifæri sín en
við ekki. Við misstum stundum ein-
beitinguna og sýndum þar með viss
veikleikamerki, sem mega ekki eiga
sér stað í landsleikjum. Islenzka lið-
ið er ekki „Suður-Ameríkulið".
Styrkur okkar liggur í því að beij-
ast og veijast vel. Þrátt fyrir tapið
álít ég að við séum á réttri leið og
meiri stöðugleiki í liðinu en áður.
Atli Eðvaldsson
„Þetta var frekar rólegur leikur
en svekkjandi að tapa honum. Okk-
ur var refsað fyrir ein mistök en
einmitt það undirstrikar muninn
milli alþjóðabolta og íslenzkrar
knattspymu. í landsleikjum má
aldrei gefa eftir eitt augnablik. Mér
fannst Amljótur standa sig vel en
hann hefði mátt reyna meira sjálf-
ur“, sagði Atli Eðvaldsson, lands-
liðsfyrirliði, sem lék sinn 50. lands-
leik í knattspyrnu í gær.
Gunnar Gíslason
Það var gaman að koma og spila
þótt þetta hafi ekki verið neinn
toppleikur. Markið var slys. Við
megum satt að segja ekki fá á okk-
ur mark í landsleik, ef við ætlum
okkur eitthvað og siðan verðum við
að nýta færin.
Amljötur Davfðsson
Mér fannst gaman að koma inn
í landsliðið og get ekki sagt að ég
hafi verið taugaóstyrkur þótt þetta
hafi verið minn fyrsti landsleikur.
Eiginlega bjóst ég við meiru af
Svíunum. Þeir unnu heppnissigur.
Banny Lennardson, þjálfari
Svfa
Þetta var erfiður leikur. Við getum
leikið mun betur. Við létum íslenzka
liðið ráða of mikið ferðinni í leiknum
og voram ekki betri aðilinn í leikn-
um þrátt fyrir sigurinn. Mér fannst
Ragnar Margeirsson, Sævar Jóns-
son og Guðni Bergsson leika vel.
■ BJARNI Sigurðssoa átti
ágætan leik í markinu. Hann greip
oft vel inn í leikinn og verður ekki
sakaður um markið.
■ GUÐNI Bergsson fann sig
mun betur í þessum leik en í lands-
leiknum gegn Búlgörum. Hann var
traustur í vöminni og geystist
stundum upp völlinn og skapaði
usla í vörn Svianna.
■ SÆVAR Jónsson var einnig
traustur i vöminni að vanda og var
sterkur í skallaeinvígjum.
I ATLI Eðvaldsson byijaði
ekki vel en sótti sig þegar leið á
leikinnogvannþáöllskallaeinvígi. *
■ GUNNAR Gíslason var bezti
maður íslenzka liðsins. Hann vann
mjög vel og baráttukraftur hans
er með eindæmum.
■ VIÐAR Þorkelsson átti dapr-
an dag og náði varla komast inn í
leikinn. Hann virtist ekki fínna sig
í stöðu kanttengiliðs að þessu sinni
og átti fjölda feilsendinga.
■ ÓLAFUR Þórðarson átti
rispur öðra hvora en hefur oft leik-
ið betur. Barátta hans var liðinu
Kmikilvæg.
ÓMAR Torfason hefur oft
leikið betur. Hann stóð sig þokka-
lega í vamarhlutverkinu en síður í
sókninnj. 4
I PÉTUR Ormslev varð fyrir
meiðslum síðla í fyrri hálfleik og
varð að var af leikvelli í halfleik.
Hann stóð fyrir sínu þann tíma sem
hann var inná.
■ RAGNAR Margeirsson tók
oft góða spretti og skapaði þá
hættu. Hann hefur mikla knatt-
tækni en hefði hins vegar stundum
mátt vera fljótari að ákveða sig
með boltann, gefa hann á samhetja
eða ijúka upp völlinn sjálfur.
■ HALLDÓR Áskelsson sýndi
nokkuð góð tilþrif í fyrri hálfleik
og kom á óvart að hann skyldi vera
tekinn útaf í hálfleik.
■ PÉTUR Arnþórsson kom
inná í seinni hálfleik. Hann barðist
vel að vanda.
I ARNLJÓTUR Davíðsson
kom í hálfleik inn á í sinn .fyrsta
landsleik, stóð sig vel og bar enga
virðingu fyrir mótheijunum. Hann
hefði þó mátt reyna meira upp á
eigin spýtur.