Morgunblaðið - 21.09.1988, Page 20

Morgunblaðið - 21.09.1988, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1988 Stórmótið í Tílburg: Jóhann vann loks Portisch Skáik Margeir Pétursson JÓHANN Hjartarson náði fram langþráðum hefndum gegn Port- isch, en hann hefur þrisvar tapað fyrir Ungverjanum og ekki náð að svara fyrir sig fyrr en í dag. Síðasta tap hans fyrir Portisch var í fyrri skák þeirra í Tilburg í síðustu viku. Hvitt: Jóhann Hjartarson Svart: Lajos Portisch Sikileyjarvörn 1. e4 — c5 2. Rf3 — e6 3. d4 - cxd4 4. Rxd4 - a6 6. Bd3 - d6 6. 0-0 - Rd7 7. c4 - Re5 Portisch er mikið fyrir það að koma með nýjai- hugmyndir í byijun- um. Að leika riddaranum svo snemma til e5 hefur ekki sézt áður. 8. Be2 - Rff6 9. Rc3 - Be7 10. Be3 - Bd7 11. Hcl - 0-0 12. h3 - Hc8 13. b3 - Hc77! Svartur teflir alltof hægfara og hvítur byggir óáreittur upp þægilega sóknarstöðu á kóngsvæng. Eðlilegra var 13. - Dc7. 14. f4 — Rg6 15. Bd3 - Dc8 16. Dd2 - He8 17. Bbl - Db8 18. a4 - Hcc8 19. g4 - h6 20. g5?! Hér er hvítur of bráður á sér að leggja til atlögu. Portisch tekst að standa af sér lagið og fær síðan yfirr- áð yfir e5, sem er alltaf mjög mikil- vægt i Sikileyjarvöm. Betra var 20. Df2! og hvítur heldur öruggum stöðu- jrfirburðum. 20. - hxg5 21. fxg5 - Rh7 22. DE - Hf8 23. h4 - Dc7 24. Rf5! - Bd8 25. Bd4 - Re5 Hvítur hefur geysilega sterka sókn fyrir manninn eftir 25. — exf5 26. exf5 — Re5. Smekkleg lok gætu orð- ið: 27. Rd5 - Db8 (27. - Dc6 28. 16 — g6 29. Bxe5 — dxe5 30. Re7+ og vinnur) 28. f6 — g6 29. Re7+ — Kh8 30. h5! - Rxg5 31. hxg6! - Rh3+ 32. Kg2 — Rxf2 33. g7 mát. 26. Rg3 - Da5 27. Rh5 - Be7? Þegar svartur er loksins kominn með góða stöðu fer hann aftur að tefla án markvissrar áætlunar. Hér átti hann a.m.k. tvo ágæta leiki: 27. - Rg4!? 28. Db2! — Bb6, en þá ætl- aði Jóhann að leika 29. Rd5! og stað- an er enn tvísýn. 27. — Db4! kom því ekki síður til greina. 28. Dg3 - Kh8 29. Khl - Be8 30. c5! 30. - Hg8 31. cxd6 - Bxd6 32. b4 - Dc7 33. Re2 - Rc4? Eftir þetta tapar svartur manni og skákinni verður ekki bjargað. Nauð- synlegt var 33. — Rc6 34. e5! — Bxb4 35. Dd3 - g6 36. Rf6 - Rxf6 37. gxf6 — Da5! og svartur á þokka- lega möguleika á að veijast. 34. Dd3! - e5 35. Bc5! - 65 36. Rhg3 - Dd7 Liðstap svarts var óumflýjanlegt. 36. — b5 37. Hxc4! var sízt betra. í framhaldinu er sigur hvits aldrei í hættu, þótt vera kunni að hann hafi einhvers staðar misst af nákvæmari leið. 37. Hxc4 - Dh3+ 38. Kgl - Bxc5+ 39. Hxc5 — Hxc5 40. bxc5 — Dxh4 41. Ba2 - Hf8 42. gxf6 - HxffB 43. Hxf6 — RxffB 44. Df3 — Bxa4 45. Bd5 — Bc6 46. Bxc6 - bxc6 47. Kg2 — Dg5 48. Dd3 — a5 49. Dd8+ - Kh7 50. Dxa5 - Rxe4 51. Db4 - Rd2 52. Dc3 — e4 53. Dd4 - e3 54. Rf4 - Rb3 55. Dd3+ - g6 Hér hefði 55. — Kh6 veitt meiri mótspymu. 56. Dd7+ - Kh8 57. De8+ - Kh7 58. Df7+ - Kh6 59. Df8+ - Kh7 60. Df7+ - Kh6 61. Re6 - De5 62. Df8+ — Kh7 63. De7+ og svartur ^afst upp. AF INNLENDUM VETTVANGI AGNES BRAGADÓTTIR Stjórnarmyndunartilraunir Steingríms Hermannssonar: Líkur á samkomulagi við Alþýðubandalag að aukast? Samstarfið hæfist með hlutleysi Alþýðubandalags, en lyki með stjómarmyndun GERJUNIN er sfður en svo eingöngu á yfírborði stjórnmálanna þessa dagana, og lfklega mun örari undir yfírborðinu. Á meðan Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, sem fer með umboð til stjómarmyndunar nú, ræddi við fulltrúa Alþýðu- bandalags, Samtaka um kvennalista, ásamt Jóni Baldvin Hannibals- syni, formanni Alþýðuflokksins, undirbúa sjálfstæðismenn og borg- araflokksmenn sameiginlegan málemagrundvöii, sefii gssd ordið undirstaðan að 25 manna þingstyrk þessara flokka, jafnframt því sem sjálfstæðismenn eiga f óformlegum viðræðum við ákveðna þing- menn Alþýðubandalags. Það mun hafa komið fram sterkur vilji á sameiginlegum fundi miðstjórnar og þingflokks Sjálfetæðisflokks f fyrradag í þá vem að hugsanlegt samstarf við Alþýðubandalag verði kannað ofan f kjölinn og töldu talsmenn þess að mun minna bil væri á milli hugmynda þessara flokka um fyrstu aðgerðir í efna- hagsmálum, en t.d. á milli Sjálfetæðisflokks annars vegar og Fram- sóknarflokks og Alþýðuflokks hins vegar. Morgunblaðið/Ámi Sœberg Þær vora iðnar við að hitta stjómmálamenn að máli f gær, fulltrú- ar Kvennalistans, þó flestum beri saman um að alvaran á bak við stjómarmyndunarviðræður þeirra hafi verið næsta takmörkuð. Enda lauk þátttöku þeirra f þeim viðræðum í gær. Jón Baldvin Hannibalsson er sagður hafa gaukað eftirfarandi vísu að Kristínu Halldórsdóttur í gær: Tækifærið griptu greitt/ giftu það mun skapa./ Járnið skaitu hamra heitt/ að hika er sama og tapa. Litlum sögum fer af undirtektum kvennalistakvenna við kveðskapnum. Að afloknum miklum og stífum fundahöldum í gær var það mat þeirra, sem styðja stjómar- myndunartilraunir Steingríms Her- mannssonar, að líkumar á því að sú tilraun tækist, hefðu aukist. Aðrir vora þó þeirrar skoðunar að Steingrímur hefði tekist á hendur vonlaust verkefni og að hann myndi að öllum líkindum skila stjómar- myndunammboði sínu til forseta í dag. Það dró úr tiltrú ákveðinna manna úr röðum Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks um að viðræður þeirra Stein- gríms og Jóns Baldvins við fulltrúa Alþýðubandalagsins geti leitt til stjómarsamstarfs þessara þriggja flokka, að Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubanda- lagsins, virðist að margra mati vera einn á báti í þessum viðræð- um, án þess að hafa stuðning eða vilja þingflokksins til slíks sam- starfs. Reyndar hefur Hjörleifur Guttormsson sagt opinberlega er hann var spurður álits á ummælum formanns síns að formenn segi nú svo margt. Heimildir úr þingflokki Alþýðubandalagsins herma að eng- inn þingmanna flokksins hafi verið fysandi þess að fara út í stjómar- samstarf með framsókn og krötum. Reyndar mun Guðrún Helgadóttir vera dyggur stuðningsmaður Ólafs Ragnars, en það er ekki sagt breyta þeirri staðreynd að hún sé algjör- lega andvíg þátttöku Alþýðubanda- lagsins í ríkisstjóm undir forsæti Steingríms Hermannssonar. Hún sagði reyndar í gær að slíkt sam- starf kæmi ekki til greina. Þá herma sömu heimildir að það sé Svavar Gestsson, fyrrum form- aður Alþýðubandalagsins, sem hafi töglin og hagldimar í þingflokkn- um. Hann hafi verið þess meir fys- andi að kannaður yrði samstarfs- gmndvöllur við Sjálfstæöisflokk og hafi haft stuðning þingflokksins til þessa. Alþýðuflokksmenn og framsókn- armenn vom þó mun bjartsýnni eftir fundahöldin undir kvöld í gær og virtust þess fullvissir að samn- ingshljóðið í alþýðubandalags- mönnum nú væri allt annað og meira en verið hefði. Sögðu þessir sömu menn að eftir að Svavar Gestsson hefði fengið vissu sína um að þessi stjórnarmyndunartil- raun væri gerð í fuliri alvöm af hálfu Alþýðuflokks og FVamsókn- arflokks, hafi hann séð aðrar og jákvæðari hliðar á slfkum mögu- leika en áður. Hann hafí þó, eins og aðrir sem í þessum viðræðum standa, gert sér grein fyrir því að ef um stjómarmyndun Alþýðu- bandalags, Alþýðuflokks og Fram- sóknarflokks, með fulltingi Stefáns Valgeirssonar ætti að vera að ræða, þyrfti meiri tíma og nákvæmari undirbúning en nú væri til reiðu. Því mun það vera samningavið- ræðumönnum efst í huga nú að kanna hvort Alþýðubandalagið og Stefán Valgeirsson séu reiðubúnir að bjóða ríkisstjóm Framsóknar- flokks og Alþýðuflokks hlutleysi, þar til bráðabirgðalög um fyrstu efnahagsaðgerðir hafa verið af- greidd og samþykkt af Alþingi og veija hana þar með vantrausti. Em framsóknarmenn og al- þýðuflokksmenn þeirrar skoðunar, að þótt ríkisstjóm þessara tveggja flokka væri ekki meirihlutaríkis- stjóm í orðsins fyllstu merkingu, þá hefði hún stuðning meiríhluta Alþingis að baki sér, ef svo færi að Steingrímur Hermannsson gæti greint forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur, frá því að hann hefði myndað ríkisstjóm sem yrði varin vantrausti og hefði tryggt sér hlutleysi, eða hjásetu Alþýðu- bandalags og Stefáns Valgeirsson- ar fram yfir afgreiðslu bráða- birgðalaganna. Þar með hefði ríkis- stjómin 32ja manna þingstyrk að baki sér. Að afloknum viðræðufundi full- trúa Alþýðuflokks, Framsóknar- flokks, Alþýðubandalags og Kvennalista síðdegis í gær, sem ekkert kom út úr hvað konumar varðar, ræddu þeir Steingrímur Hermannsson og Halldór Ásgríms- son við Stefán Valgeirsson einslega um þennan möguleika og mun hann ekki hafa tekið máli þeirra ólík- lega. í gærkvöldi hittu fulltrúar Framsóknarflokks svo fulltrúa Borgaraflokks að máli, þar sem Steingrímur mun vilja reyna í fulla hnefana hvort myndun ríkisstjóm- ar með hreinan þingmeirihluta að baki sér takist í þessari atrennu. Sjálfstæðismenn kanna hljóðið í Alþýðubandalaginu Sjálfstæðismenn standa ekki í opinbemm stjómarmyndunarvið- raeðum við aðra flokka, á meðan umboðið til stjómarmyndunar er f höndum Steingríms, en þeir hafa síður en svo haldið að sér hönd- um, þrátt fyrir það. Til dæmis eru þeir vel á veg komnir í samninga- viðræðum við Borgaraflokk um sameiginlegan málefnagmndvöll, auk þess sem ákveðnir þingmenn flokksins hafa átt símtöl við þing- menn Alþýðubandalagsins til þess að kanna hvort samstarfsgrun- dvöllur geti verið fyrir hendi á milli þessara flokka. Annað mark um geijun í stjóm- málunum er það að í gærmorgun hittust þeir Jón Baldvin og Svavar Gestsson á fundi á heimili þess fyrmefnda. Steingrímur Her- mannsson og Guðmundur Bjama- son áttu fund með fulltrúum Kvennalista, þeim Kristínu Hall- dórsdóttur og Þórhildi Þorleifs- dóttur, kl. 11 í gærmorgun og fuiltrúar Kvennalista hittu svo Þorstein Pálsson í sljómarráðinu eftir hádegi í gær, áður en þær komu til sameiginlegs fundar full- trúa Framsóknarflokks, Alþýðu- flokks, Alþýðubandalags og Kvennalista í húsakynnum sjávar- útvegsráðuneytisins síðdegis í gær. Kvennalisti vill kosningar Kvennalistakonur munu ekki hafa neinn raunvemlegan áhuga á þátttöku í stjómarmyndunarvið- ræðum, heldur vilja þær að komið verði á þjóðstjóm, sem sjái um rekstur þjóðarbúsins, fram yfír kosningar, sem þær vilja að verði hið fyrsta. Þessi sjónarmið sín reifuðu þær við aðra stjómmála- foringja í gær og luku þar með þátttöku sinni í stjómarmyndun- arviðræðum Steingríms Her- mannssonar. Þar sem fátt er talið benda til þess af sjálfstæðismönnum að Steingrími takist sú fyrirætlan að mynda ríkisstjóm er hafi hreinan þingmeirihluta að baki sér, velta sjálfstæðismenn því nú fyrir sér, hvað taki við, skili hann umboð- inu. Samkvæmt mínum heimild- um em þeir sannfærðir um að þegar og ef það verður, liggi fyr- ir samkomulagsgrundvöllur á milli þeirra og borgaraflokks- manna. Þeir virðast engar áhyggj- ur hafa af því að samstarf við formann Borgaraflokksins, Albert Guðmundsson, verði stirt eða örð- ugt, þótt viðskilnaður hans við Sjálfstæðisflokkinn fyrir hálfu öðm ári hafi verið hvomtveggja. Segja þeir einfaldlega að ekki sé verið að ræða sammna þessara tveggja flokka, heldur hugsanlegt samstarf. Sjálfstæðisflokkurinn hafi á sínum tíma borið ábyrgð á ráðherradómi Alberts Guðmunds- sonar, og axlað þá ábyrgð með því að fá hann til að víkja. Komi til stjómarsamstarfs þessara tveggja flokka, verði ráðherra- dómur Alberts og annarra hugs- anlegra ráðherrakandídata Borg- araflokksins alfarið á ábyrgð þess flokks, sem samstarfsflokks, en ekki Sjálfstæðisflokksins. Hugleiða myndun minnihlutastjórnar Ekki er Ioku fyrir það skotið að sjálfstæðismenn hugleiði möguleikann á myndun minni- hlutastjómar Sjálfstæðisflokks og Borgaraflokks, fari aðrar sam- starfstilraunir út um þúfur. Segja sjálfstæðismenn sem svo, að verði sú leið ofan á, þá komi tvær leið- ir til greina: annars vegar sú leið að ríkisstjómin setji bráðabirgða- lög um efnahagsaðgerðir, ijúfi síðan þing og boði til kosninga; hin leiðin sé sú að setja bráða- birgðalög, kalla síðan þingið sam- an og leggja lögin í dóm þings- ins. Telja sjálfstæðismenn að ef sá hátturinn yrði hafður á, og að stjómin yrði felld með vantrausti, þá væm þeir sem að samþykkt vantrauststillögu stæðu um leið að axla ábyrgðina á aðgerðaleysi, þegar stövun atvinnufyrirtækja víða um land vofði yfír. Framsóknarmenn og alþýðu- flokksmenn telja aftur á móti að 25 þingmanna blokk Sjálfstæðis- flokks og Borgaraflokks hljóti í augum forseta íslands að vera aumur kostur, samanborið við þá 32ja manna blokk sem þeir em nú ákaft að reyna að mynda, Em þeir þess fullvissir að ef sú ætlan þeirra tekst, sé það sterkasti kost- urinn sem gefist eins og stendur. Sjálfstæðismenn telja ekki loku fyrir það skotið að hægt verði að komast að samkomhlagi við Al- þýðubandalagið. Benda þeir á að á miðstjómar- og þingflokksfundi Sjálfstæðisflokks í fyrradag hafi ýmsir fundarmanna orðið til þess að benda á að vænlegast til mynd- unar meirihlutastjómar væri að reyna samkomulag við Alþýðu- bandalag, ásamt Borgaraflokki. Höfuðhængurinn á slíkum við- ræðum sé sjá, að óneitanlega hljóti þ_ær að taka talsvert langan tíma. Á hinn bóginn hafi komið á daginn, í þeim viðræðum sem far- ið hafa fram, að ákveðnir samn- ingsfletir séu fyrir hendi, þótt enn sé ótímabært að spá um hvort þeir nægi til ríkisstjómarsam- starfs flokkanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.