Morgunblaðið - 21.09.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.09.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1988 31 Ég undirritaÖur þakka hér meÖ öllum, sem glöddu migá 75 ára afmœli mínu 9. sept. 1988. Matthías Hreiöarsson. Þökkum innilega hlýhug og vinsemd í okkar garÖ á sextíu ára brúökaupsafmœlinu þ. 15. september sl. Einnig heillaskeytin, blómin og aÖrar gjafir. GuÖ blessi ykkur öll. Anna S. Sigurðardóttir og Helgi Skúlason frá Guðlaugsvík. Vörumerkið tryggir gæðí og bestu snið Við erum einkasalar á íslandi og bjóðum lægsta Evrópu-markaðsverð. Karlmannaföt kr. 3.995 til kr. 9.900,- jakkar kr. 4.995,- terelynebuxur kr. 1.195,- 1.595,- 1.695,- 1.795,- og 1.995,- Andrés Skólavörðustíg 22, sími 18250. maconde formen MADE IN PORTUGAL Símar 35408 og 83033 Laugavegur32-80 Njálsgata 24-112 Reykjafold o.fl. IltogmiHftfeife AF ERLEMDUM VETTVANGI Sj ónvarps virk- in í Evrópu Sjónvarpsáhorfendur í Bandaríkjunum sem horCa á bíómynd á aðalsýningartíma minni sjónvarpsstöðvanna, fá að njóta myndar- innar í heilar þrjátíu minútur áður en fyrsta auglýsingahléið kemur. Því hraðari sem atburðarrásin verður því örar koma auglýsingarnar. Undir lokin koma auglýsingamar hraðar en nokk- ur lögreglubíil eltir glæpamann. Stundum era auglýsingar sýndar eftir að mynd er lokið en áður en nöfn aðstandenda myndarinn- ar renna yfir skjáinn. Nú þegar vestur-evrópskar sjónvarpsstöðvar eru að sprengja af sér öll bönd vilja lög- gjafar þar koma í veg fyrir að þær þróist á sama veg. En þeir eiga á hættu að setja svo strang- ar reglur að enginn fjárhags- grundvöllur verði fyrir gæðasjón- varpsstöðvar. Strangar reglur feela auglýsendur í burtu Tvö fjölþjóðleg bákn hafa keppst við að setja reglur um sjón- varpsútsendingar. Það byijaði með því að Evrópuráðið, þar sem fulltrúar 21 ríkis eiga sæti, boð- aði sjónvarpsútsendingar sem ættu að ná til margra landa. Hægri sinnaðir stjórnmálamenn fögnuðu því og töldu að í Evrópu- ráðinu væri minna skrifræði en í Evrópubandalaginu. Evrópuráðið gaf út drög að sáttmála um fjöl- þjóðlegar sjónvarpsútsendingar og Evrópubandalagið svaraði því með uppkasti að leiðbeiningum um sama efni. Við þessa samsuðu sáu Vestur-Þjóðverjar sér leik á borði að koma á sínum eigin regl- um um sjónvarpsútsendingar í allri Vestur-Evrópu. Stjórnmálamenn í hveiju sam- bandslandi í Vestur-Þýskalandi setja reglur um sjónvarpsútsend- ingar. Þeir telja að fylgi sitt. auk- ist ef þeir gera blaðaútgefendun- um í sínu landi til geðs. Og útgef- endumir em ánægðastir ef sjón- varpið minnkar ekki auglýsinga- tekjur þeirra. Því eru auglýsingar í vestur-þýsku sjónvarpi í einum pakka á nokkurra klukkustunda fresti. Fæstir nenna að horfa á þessar auglýsingar. Þeir nota þetta 15 mínútna hlé á dag- skránni til þess að fá sér að drekka, hringja í einhvem eða skipta yfir á aðra sjónvarpsstöð. En þessi stefna í auglýsingamál- um stuðlar ekki að vandaðri dag- skrá. Reglumar sem drög hafa verið lögð að, eiga að ná til flestra inn- anlandssjónvarpsstöðva auk sjón- varpssendinga á milli landa. En þær áætlanir sem nú em á pijón- unum gera ráð fyrir að ekki megi vera nema einn auglýsingatími í 'hverri bíómynd, sama hvað hún er löng og að ekki megi setja auglýsingar inn í sjónvarpsmyndir og þætti nema að sýningartími þeirra sé lengri en 45 mínútur. Ekki má sýna neinar auglýsingar í fréttaskýringarþáttum sem em innan við 30 mfnútur að lengd. Þjóðveijar hafa fengið aðrar þjóð- ir í lið með sér til að stemma stigu við því að auglýsingar í evrópsku sjónvarpi verði eins áberandi og í Bandaríkjunum. En Bretar, sem telja að þeirra aðferð við að setja auglýsingar oftar inn í dagskrá gangi vel, hafa áttað sig á hvað getur gerst ef auglýsendur em fiæmdir í burtu. Evrópskir löggjafar em í klípu, einkum vegna þess að þeir geta ekki ákveðið hverra hagsmuna þeir gæta. í fijálsu samfélagi hlýt- ur það að teljast rétt að auka val neytandans sem mest. Ef það er haft í huga má búast við því að flestir erfiðleikar hverfi af sjálfu sér. Fyrsta reglan um evrópskt sjónvarp ætti að vera sú að ekk- ert ríki mætti banna þegnum sínum að horfa á sjónvarpsútsend- ingar frá öðmm löndum. Sú regla er líka ástæða þess að starfsmenn Evrópubandalagsins og Evrópur- áðsins em að blanda sér í þetta mál. Nýlega hafa stjómvöld nokk- urra landa lagst gegn erlendum sjónvarpsútsendingum í sínum löndum og er það aðallega út af auglýsingunum. Þau ríki sem hafa skrifað undir Mannréttindasátt- mála Evrópu, sem tryggir rétt manna til að fá og veita upplýs- ingar, og Rómarsáttmálann sem heimilar fijálsa flutninga á vömm og þjónustu, em með þessu að bijóta sín eigin lög. Neytendur á að vemda fyrir viðurstyggilegustu öfgum í of- beldi og klámi. Svo er gert í innan- landssjónvarpsstöðvum og vilji er fyrir því að hið sama gildi um fjöl- þjóðlegt sjónvarp. Það mun einnig verða gert svo framarlega sem reglur sem settar verða séu ekki það erfiðar í framkvæmd að stjómvöld neiti að taka þær upp. Engin hætta er á að reglur verði það rúmar að þær leyfi sýningu klámmynda um miðjan dag. Gert er ráð fyrir því í fyrmefndum drögum að leiðbeiningum og sátt- mála að vilji stjómvöld í einu landi ekki fá sendingar á efni, sem er ofbeldiskennt eða klámfengt, þá geti þau farið fram á það við hitt ríkið að það hætti útsendingum sínum, en einungis ef bæði ríkin eru bundin af þessum drögum. Auglýsingar standa undir dagskrárgerð Besta leiðin til að vemda neyt- endur fyrir óhóflega miklum aug- lýsingum, er að gefa þeim kost á mörgum mismunandi dagskrám. Þá geta þeir valið það sjónvarps- efni sem þeim líkar best. Ef stöðv- amar eru margar og með mis- munandi fjármögnunarleiðir, þá þurfa stjómvöld ekki að skipta sér af því hvemig sjónvarpsefni fólki er boðið upp á. Samtök auglý- senda á meginlandi Evrópu telja að þær reglur sem em í bígerð muni valda því að auglýsingatekj- ur sjónvarpsstöðva minnki um 15%. Þá verður minna fé lagt í dagskrárgerð og því mun sjón- varpsáhorfendum ekki bjóðast eins fjölbreytt dagskrá. í þeim leiðbeiningum sem Evr- ópubandalagið gerði drög að, er gert ráð fyrir að evrópskar sjón- varpsstöðvar gæti þess að 30% af efninu sé unnið í Evrópu og að á þremur árum verði þetta hlut- fall orðið 60%. Með því er ætlunin að forða evrópskum sjónvarpsá- horfendum frá því að drakkna í bandarísku sjónvarpsefni. En Evr- ópubúar verða að geta framleitt sjónvarpsefni sem hægt er að græða á. Þeir þurfa að geta unn- ið betra efni á lægra verði en Bandaríkjamenn og margir hafa trú á að það sé hægt. Einnig er nauðsynlegt að markaðurinn sé óheftur og auglýsingafjármagn nægilegt til að standa undir dag- skrárgerðinni. En því miður virð- ist sem þær nýju reglur sem setja á muni koma í veg fyrir þetta. Aukið val áhorfenda Margar framúrskarandi bíó- myndir era enn framleiddar en flestar þær myndir sem sýndar era í kvikmyndahúsum era miðað- ar við smekk hins almenna bíó- gests. En sérstaða sjónvarpsins felst í þeim möguleika sem það hefur til þess að bjóða hveijum áhorfanda að velja það efni sem höfðar sérstaklega til hans. Þessu marki er best hægt að ná með því að á fijálsum sjónvarpsmark- aði sé fjölbreytt dagskrá kostuð í bland af auglýsingum, fyrirtækj- um og áskriftargjöldum. Og þegar áhorfendur geta farið að borga fyrir það efni sem þeir vilja horfa á, hverfa allir vankantar af mark- aðskerfínu. Sem dæmi má nefna að vildu flæmskumælandi Belgar endilega sjá þætti gerða sérstaklega fyrir þá, myndu þeir vera fúsir til þess að borga ákveðið gjald til að standa straum af framleiðslu- kostnaði þeirra. Þannig myndi flæmsk dagskrárgerð ná sér á strik. Það myndi hún hins vegar ekki gera ef embættismennirnir í Brassel fá að setja reglur um auglýsingar sem verða til þess að enginn horfír á þær. Forystugrein úrbreska vikurit- inu The Economist. Ólympíuleikunum er sjónvarpað um allan heim og margar þjóðir hafa með sér samvinnu um þessar viðamiklu útsendingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.