Morgunblaðið - 21.09.1988, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 21.09.1988, Qupperneq 21
Norrænir tónlistar- dagarí Stokkhólmi Norrænir tónlistardagar verða haldnir í síðustu viku þessa mánað- ar í Stokkhólmi. Á þessari tónlistar- hátíð verða flutt á sjötta tug nýrra eða nýlegra tónverka eftir norræn tónskáld. Haldnir verða sérstakir tónleikar með fímm íslenskum kammerverkum eftir þau Jónas Tómasson, Þorkel Sigurbjömsson, Karólínu Eiríksdóttur, Misti Þor- kelsdóttur og Hauk Tómasson. Þá verður fluttur á hátíðinni básúnu- konsertinn Jubilus eftir Atla Heimi Sveinsson og nýtt raftónverk eftir Þorstein Hauksson. Meðal þeirra sem leika á hátíðinni em Fílharm- oníuhljómsveitin í Stokkhólmi undir stjóm Grzegorz Nowak, Sæiiska útvarpshljómsveitin frá Poznan undir stjóm Agnieszka Duczmal, píanistinn Staffan Scheja og selló- leikarinn Martti Rousi. Þess er nú minnst að 100 ár era liðin síðan Norrænir tónlistardagar vora haldnir í fyrsta sinn. Frá upp- hafí hafa þeir verið vettvangur fremstu tóníistarmanna, er starfað hafa á Norðurlöndum hverju sinni, bæði tónskálda og flytjenda. Þessi hátíð er nú haldin annað hvert ár í einhverri höfuðborg Norðurlanda. Norrænir tónlistardagar hafa verið haldnir Qóram sinnum hér á landi, fyret árið 1956 og síðast 1986. í tilefni af 100 ára afmæli Nor- rænna tónlistardaga efna norrænu tónverkamiðstöðvamar til sýningar á efni sem tengist tónlistardögunum og sögu þeirra. Samtfmis tónlistar- dögunum mun Alþjóðasamband tónverkamiðstöðva halda þing sitt f Stokkhólmi og munu norrænu miðstöðvamar þar kynna sérstak- lega það starf sem þær hafa af hendi innt og það efni sem út hefur komið á vegum þeirra. (Fréttatilkynnmg) TOSHIBA örbylgjuofnarnir 10GERÐIR Iferð við allra hæfí Einar Farestvett & Co .hf. •omoahtvm aa. ilmit t»i| imn oo unm - wwihAITWi Leið 4 stoppar við dymar MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1988 21 Það fylgir því sérstök fj ölskyldustemmning að taka slátur Nú er slátursala SS í Glæsibæ Ásamt bjartsýni og æðruleysi hefur slátur verið helsti lífgjafi íslensku þjóðarinnar í baráttu hennar á liðnum öldum við máttarvöld þessa heims og annars. Slátur er sérstaklega næringar- og fjörefnarík fæða og hollustubylting síðustu ára hefur lyft því til vegs og virðingar á nýjan leik. SS hefur nú opnað slátursölu í Glæsibæ, þar sem SS-búðin var áður. Þar er til sölu nýtt slátur og allt til sláturgerðar svo sem rófur, kartöflur, rúgmjöl, haframjöl, rúsínur, saumagarn, nálar og frystipokar. í einu slátri eru: Sviðinn og sagaður haus, lifur, hjarta, tvö nýru, hálsæðar, þind, hreinsuð vömb og keppur, 1 kg mör og 750 gr blóð. í slátrið þarf síðan 1,5 kg af mjöli, sem gefur af sér 5-6 stóra slátur- keppi. Á ódýrari fæðu er tæpast kostur. í kaupbæti færð þú svo ítarlegan leiðbeiningarpésa um sláturgerð. Slátursalan er opin kl. 9-18 mánudaga til fimmtu- daga, 9-19 föstudaga og kl. 9- 12 á laugardögum. Allt til sláturgerðar á einum stað. Slátursala © Slátursala SS Glæsibæ, sími 68 51 66 1 Gon F01K / SIA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.