Morgunblaðið - 21.09.1988, Síða 30

Morgunblaðið - 21.09.1988, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1988 _ Útgerðarfélag Akureyringa: Meíríhlutí stjómar réði Gunnar Ragnars framkvæmdastjóra „Mikið áfall fyrir mig,“ segir Gísli Konráðsson GUNNAR Ragnars var í gær ráðinn í_ stöðu framkvæmda- stjóra Útgerðarfélags Akur- eyringa í stað Gísla Konráðsson- ar. Gunnar tekur við starfinu frá og með áramótum og var hann valinn úr hópi 14 umsækjenda. Stjórnin klofnaði í atkvæða- greiðslunni þannig að þrír stjórn- armanna, Sverrir Leósson og Halldór Jónsson, Sjálfstæðis- flokki, og Pétur Bjarnason, Al- þýðuflokki, greiddu Gunnari at- kvæði. Þóra Hjaltadóttir og Sig- urður Jóhannesson, Framsókn- arflokki, greiddu Pétri Reimars- syni, framkvæmdastjóra Sæ- ~ plasts hf. á Dalvík, atkvæði. Gunnar Ragnars sagðist í sam- tali við Morgunblaðið ganga að þessu starfi eins og öðrum þeim störfum, sem hann hefði tekið sér fyrir hendur. „Fyrst og fremst hef ég hugsað um hag þess, sem ég er umbjóðandi fyr- ir,“ sagði hann. Pólitískt moldviðri Pétur Bjamason sagðist í sam- tali við Morgunblaðið ekki hafa ' verið beittur pólitískum þrýstingi, heldur hafa gengið að verkinu með óbundnar hendur. „Það er auðvitað ekki vilji neinnar stjómar að klofna í afstöðu sinní við val á fram- kvæmdastjóra. Hinsvegar var eng- inn grundvöllur fyrir samstöðu inn- an stjómarinnar um einn ákveðinn mann og tel ég að það pólitíska moldviðri, sem varpað yar fram í kringum þessa ráðningu, hafí í raun komið í veg fyrir eðlilega samstöðu allra stjómarmanna. Þó tel ég að stjómarmenn hafí vegið og metið alla umsækjendur á faglegum grunni og um þessa stöðu sóttu nokkuð margir hæfír menn. Eðlilegt má því teljast að menn séu ekki sammála um hver hæfastur er þó persónulega telji ég val Gunnars Ragnars eðlilegast í þessu tilviki miðað við menntun og reynslu og þau verkefni sem við er að fást,“ sagði Pétur. „Gunnar er umdeildur maður á Akureyri eins og flestir þeir, sem þátt taka í pólitískum störfum. Al- mennt tel ég að Akureyringar hugsi hlýtt til • Útgerðarfélags Akur- eyringa og ég trúi ekki öðru en þegar moldviðrið ér gengið niður, þá haldi menn áfram að starfa þar með hag félagsins fyrst og fremst að leiðarljósi," sagði Pétur. Viðskiptafræð- Þá hefur hann setið í stjórn ýmissa fyrirtækja svo sem hjá Landsvirkj- un og Eimskip. Gunnar sagði í samtali við Morg- unblaðið að það væri umhugsunar- efni ef útiloka ætti þá menn, sem gefíð hefðu sig að pólitík, frá því að sækja um einhver störf. „Þær forsendur, sem lágu að baki því að ég sótti um framkvæmdastjórastöð- una, eru fyrst og fremst þær að ég tel mig hafa haft góða reynslu af atvinnulífí og eins þátttaka mín í opinberum störfum og félagsmál- um. Allt þetta hefur skapað mér þá reynslu sem ég taldi nauðsynlega til að sækja um starfíð, en það er auðvitað ekki mitt að dæma um hvemig ég var metinn á meðal annarra umsækjenda. Hinsvegar tel ég sjálfur að pólitík hafí ekki verið afgerandi í ráðningu minni," sagði Gunnar. Hann sagði að of snemmt væri að segja til um breytingar hjá Útgerðarfélaginu. Engar mótaðar breytingar Pétur sagðist ekki búast við veru- legum breytingum hjá félaginu í kjölfar ráðningarinnar. „Allar breytingar hjá fyrirtæki, sem geng- ur jafnvel og ÚA, gerast hægt og rólega. Hinsvegar er ljóst að íslenskur sjávarútvegur er að ganga í gegnum mikla breytingatíma og því er mjög eðlilegt að fyrirtæki á borð við UA þurfí að laga sig að þeim. Engar fastar hugmyndir hafa þó verið mótaðar í stjóm fyrirtækis- ins. Við ætlum bara að halda áfram að keyra örugglega fram á við,“ sagði Pétur. Nokkuð er liðið frá því að farið var að ræða um breytingar á skipastól fyrirtækisins. Á síðasta ári var Sléttbakur EA endurbyggð- ur sem frystiskip hjá Sjippstöðinni hf. og nú mun stjóm ÚA vera að Ijalla um hvort kaupa eigi skip, bröyta eigi Svalbak í líkingu við Sléttbak eða hvort skjóta eigi end- umýjunarhugmyndum á frest um tíma vegna efnahagslegra að- stæðna í þjóðfélaginu." „Óttast að eignarhlut- föllin kunni að breytast“ Stjóm ÚA barst í síðustu viku áskomnarbréf frá yfír 100 starfs- mönnum ÚA þar sem starfsmenn hvöttu stjómina til þess að láta pólitískan litarhátt umsækjenda ekki ráða neinu um afstöðu stjóm- arinnar. Gísli Konráðsson fráfar- andi framkvæmdastjóri ÚA hefur hinsvegar margítrekað það í fjöl- miðlum að í stöðu hans skyldi ráð- inn „vinstri maður" í pólitík sem hann segir að geti verið hver sem er utan sjálfstæðismanns. Annars myndi pólitískt valdakerfí raskast innan Útgerðarfélagsins sem Gísli Segir að hafí verið í gildi síðustu 30 árin. Tveir framkvæmdastjórar hafa stjómað ÚA allan þennan tíma. Gísli segir sig fulltrúa vinstri manna og sér við hlið hafí sjálfstæð- ismenn í bæjarstjóm ráðið sjálf- stæðismann til að vega upp á móti Morgunblaðið/Rúnar Þór Gunnar Ragnars nýráðinn fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyringa. sér pólitískt og að samvinna þess- ara tveggja manna hafí ætíð verið með ágætum. „Ráðning Gunnars Ragnars er mikið áfall fyrir mig. Það er ekkert vafamál að pólitík spilaði inn í ráðn- inguna og með þessu er rofín sú pólitíska eining, sem ríkt hefur í félaginu í 30 ár. Ég vil ekkert spá um framtíð félagsins. Pólitík er enginn hégómi og uppi era alls kyns hugmyndir hjá mönnum um það til dæmis að fyrirtækið eigi ekki að vera í félagseign heldur í einkaeign. Akureyrarbær á rúm 70% í félaginu og óttast ég að eign- arhlutföllin kunni að breytast, eins og gerst hefur annars staðar ný- lega,“ sagði Gísli. Aðspurður um hvort hann teldi Gunnar óhæfan í starfíð burtséð frá pólitískum skoð- unum hans sagði Gísli: „Eflaust er hann hæfur stjóm- andi. Ég held að Gunnar hafí stað- ið sig vel í sínu starfí, en það hafa líka margir hinna umsækjendanna gert. Ég tel að Gunnar Ragnars hafí ekki haft neitt sérstakt umfram ýmsa aðra umsækjendur og hann hefur aldrei starfað vijl útgerð og fiskvinnslu, mér vitandi," sagði Gísli Konráðsson. Ráðinn á eigin hæfíleikum Sverrir Leósson stjómarformað- ur sagði að Gunnar Ragnars hefði eingöngu verið ráðinn vegna eigin hæfíleika, vegna menntunar og starfsreynslu. „Skylda stjómenda ÚA á hveijum tíma, burtséð frá stjómmálaviðhorfum, er að vinna að hag og eflingu félagsins. Pólitík á ekki að ráða þar húsum, en þeir, sem vilja setja fyrirtækið í eitthvert pólitískt samhengi, skulu líta til Bæjarútgerðar * Reykjavíkur á sínum tíma. Pólitísk stjómun þar varð fyrirtækinu síst til hagsældar, að mínu mati. Þeir, sem blása hátt í lúðra pólitískst nú, skulu gæta þess að það bitni ekki á Útgerðarfé- lagi Akureyringa hf.,“ sagði Sverrir að lokum. Engin pólitík hjá sjálfstæðismönnum? Sigurður Jóhannesson sagðist vera þess fullviss að pólitískur þrýstingur hefði ráðið úrslitum um val Gunnars Ragnars. í augum sjálfstæðismanna væri hinsvegar aldrei um pólitík að ræða þegar þeir sjálfír ættu hlut að máli. „Ráðningin er nú þegar búin að raska því pólitíska valdakerfíj sem ríkt hefur innan félagsins. Eg sé aftur á móti ekki fyrir mér breyting- ar á stjómunarfyrirkomulaginu í kjölfar ráðningarinnar og ef á að fara að breyta eignarfyrirkomulagi, er vilji framkvæmdastjóra ekki nægur. Það þarf að koma til kasta bæjarstjómartil þess. Gunnar hefur marga prýðilega kosti, en mér fínnst ráðning hans bera afskaplega lítinn vott um pólitíska breidd í fé- laginu þar sem báðir framkvæmda- stjórar auk stjómarformanns era sjálfstæðismenn,“ sagði Sigurður. Hættir í bæjarpólitíkinni Gunnar Ragnars, nýráðinn fram- kvæmdastjóri ÚA, hyggst segja af sér embættisstörfum á vegum Ak- ureyrarbæjar, sem reyndar var skil- yrði af hálfu stjómar ÚA. Forseti bæjarstjómar Akureyrar skal kjör- inn til eins árs í senn og segja lög að ef forseti verði varanlega forfall- aður, skuli kjósa forseta bæjar- stjómar í hans stað til loka kjörtímabils hans. Kosning þessi fer að öllu jöfnu fram í byijun júní- mánaðar ár hvert og hefur Gunnar í hyggju að starfa þangað til kosið verður um hin ýmsu embættisverk á miðju næsta ári. ingur að mennt Gunnar Ragnars er fímmtugur að aldri. Hann fæddist á Siglufírði árið 1938. Á skólaáram stundaði hann þar fiskvinnslu- og sjómanns- störf. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1959 og lauk viðskiptafræðiprófí frá Háskóla íslands árið 1964. Þá starfaði hann um tveggja ára skeið hjá Póst- og símamálastofnuninni og hélt síðan til Noregs þar sem hann stundaði nám í rekstrarhag- fræði í eitt ár. Hann fór aftur til ~*Póst- og símamálastofnunarinnar að lokinni Noregsdvölinni auk þess sem hann vann að ýmsum verkefn- um fyrir fjármálaráðuneytið. Árið 1969 flutti hann til Akureyrar og hóf störf hjá Slippstöðinni og varð þar forstjóri ári síðar. Gunnar hefur setið í bæjarstjórn Akureyrar sem aðalmaður síðustu sex árin og var Varamaður í Qögu' ár þar á undan. Nýir brúarveggir ekki nægjanlega sterkir: Misskilningur við pöntun steypunnar - segir Aðalgeir Finnsson, framleiðandi steypunnar 1 SÍÐUSTU viku voru tveir brúarveggir og sökklar brotnir niður er byggðir höfðu verið vegna nýrrar Krossastaðabrúar á Þela- mörk sem er á þjóðvegi númer 1, Norðurlandsvegi. Keypt hafði verið steypa frá Aðalgeiri Finnssyni hf. í brúarveggina, en við pöntun hennar varð misskilningur manna á meðal um styrkleika steypunnar. Tjón vegna þessa nemur rúmri hálfri milljón króna og mun Aðalgeir Finnsson hf. bera tjónið að fullu. Að sögn Aðalgeirs er öll steypa, sem hann framleiðir á eigin veg- um, undir eftirliti Rannsókna- stofnunar byggingariðnaðarins og stæðist hún allar þær kröfur, sem þar væra gerðar. ..Varðandi brú- arveggina kom í ljós að steypan var af öðram stáðli en áætlað hafði verið í verkið, en orsökina má rekja til mannlegra mistaka þegar stevpan var pöntuð," sagði Aðalgeir. Aðalverktaki við brú- arsmíðina er Amarfell, verktaka- fyrirtæki í Skagafírði. Guðmundur Heiðreksson tæknifræðingur hjá Vegagerð rikisins sagði að þetta væri í fyrsta skiptið sem slíkt kæmi upp hjá Vegagerðinni. Teknar vora steypuprafur úr steypu hjá Aðal- geiri Finnssyni hf. fyrir viku síðan og þær sendar Rannsóknastofnun byggingariðnaðrins. Niðurstöður ættu að liggja fyrir fljótlega og ætti þá að koma í ljós hvort steyp- an sé í raun nægjanlega sterk. Brúin verður í fyrsta lagi tekin í notkun eftir mánuð úr þessu. „Prófunin fer þannig fram að búin er til steypa og hún sett í sívalninga. Þar er hún látin harðna í eina viku og þá er hægt að reikna út hversu sterk hún verður eftir 28 daga og það er sá styrkur sem Vegagerðin miðar við. Fyrr en niðurstaða liggur fyr- ir, verður hún ekki sett aftur í mótin,“ sagði Guðmundur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.