Morgunblaðið - 21.09.1988, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.09.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1988 23 Leyniþjónusta Bandaríkjanna: Utbreiðsla sýkla- og eitur- vopna könnuð San Francisco. Reuter. ERFIÐASTA verkefiii Leyni- þjónustu Bandaríkjanna á næsta áratug verður að grafast fyrir um útbreiðslu sýkla- og efiia- vopna, að sögn Williams Webst- ers, yfirmanns leyniþjónustunn- ar. Eiturefnanotkun í stríðinu á milli írana og íraka er fyrsta dæmið um skipulagða notkun efnavopna eftir fyrri heimsstyrjöldina og taldi Webster að hún skapaði hættulegt fordæmi í öðrum styrjöldum. „Sumir líta á efnavopn sem svar fátæka mannsins við kjamorku- vopnum og líklega em um tuttugu lönd að framleiða þau,“ sagði Webster á fundi áhugamanna um heimsmálefni í Kalifomíu á mánu- dag. Hann sagði að helsta verkefni útsendara leyniþjónustunnar myndi verða að afla upplýsinga um getu annarra þjóða til að þróa og fram- leiða slík vopn. Einnig þyrfti að hafa vakandi auga með því hvort þriðja heims ríki reyndu að setja eiturodda á eldflaugar sínar. Webst- er taldi að a.m.k. tíu ríki væm að þróa sýklavopn. „Mat á útbreiðslu sýkla- og efnavopna verður eitt erf- iðasta verkefni leyniþjónustunnar næsta áratuginn," sagði hann að lokum. Svíþjóð: Meirihlut- inn gegri flóttafólki Stokkhólmi. Reuter. MIKILL meirihluti íbúa í bæn- um Sjöbo í Suður-Svíþjóð hafiiaði tilmælum ríkisstjórn- arinnar um að leyfa erlendu flóttafólki að setjast þar að. Var kosið um þetta samtímis kosningunum til þingsins og þykja úrslitin heldur vand- ræðaleg fyrir sænsk stjórn- völd. Nærri 68% 15.000 kjósenda í Sjöbo vom andvíg því að taka við 15 útlendum flóttamönnum og er niðurstaðan talin bein ögmn við stefnu stjórnarinnar en í fyrra tóku Svíar við tiltölu- lega fleiri flóttamönnum en nokkur önnur Evrópuþjóð. „Kosningaúrslitin í Sjöbo em hörmuleg og við verðum að velta því fyrir okkur hvers vegna við gátum ekki komið í veg fyrir þau,“ sagði Ingvar Carlsson for- sætisráðherra og leiðtogi jafn- aðarmanna um niðurstöðuna og formenn annarra flokka hafa tekið undir það. „Þetta var sigur fyrir lýðræðið og sýnir, að at- kvæðagreiðslan var nauðsyn- leg,“ sagði Sven-Olof Olsson, bæjarfulltrúi í Sjöbo, og Böije Olsson, sem einnig á sæti í bæjarstjóminni, tók undir það og sagði, að það væri lygi og áróður, að bæjarbúar væm kyn- þáttahatarar. pilu Rúllugluggatjöld pílu SluSSat)óld Sudurltuulsbrmii fi. Slmi: 91 - 8 32 15. Helgarverð frá kr. 17.624,— Vikuverð frá kr. 26.033,— Innifalið í verði: Flug, gisting og morgunverður. Hótelmöguleikar: ITALIA, NOBILIS, LE ROYAL, HOLIDAY INN. Allar nánari upplýsingar færðu á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum. * Gildistími frá 15/9 ’88 - 31/3 ’89. ** Gildistími frá 15/9 '88-31/3 ’89. Verð miðast við einstakling í tveggja manna herbergi. Staðgreiðsluverð. P.S. Þú veist kannski að bílaleigubílar fást hvergi á betra verði en í LUX! FLUGLEIÐIR -fyrir þlg- Söluskrifstofur Flugleiða: Lækjargötu 2, Hótel Esju og í Kringlunni. Upplýsingasími 25 100. Auk/SÍA K110d1-202

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.