Morgunblaðið - 21.09.1988, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.09.1988, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1988 29 Sígild og þjóðleg tón- list í Hallgrímskirkju HER Á landi eru nú staddir organ- istinn Bjorn Boysen og þjóðlaga- söngvarinn Sondre Bratland. Þeir eru báðir frá Noregi og eru nú á tónleikaferðalagi um Island og Færeyjar. Þeir halda tónleika í Hallgrímskirkju á miðvikudags- kvöld kl. 20.30. Dagskráin sam- anstendur af sálmforleikjum eftir Tónleikar Bubba á Hótel íslandi TÓNLEIKAR með Bubba Mort- hens verða haldnir fimmtudaginn 22. september nk. á Hótel íslandi. Þessir tónleikar eru í tengslum við útgáfii plötunnar „56“. Hljómsveitin sem spilar með Bubba er skipuð sömu tónlistar- mönnum og komu fram með Bubba í íslensku óperunni fyrir jólin í fyrra. Þeir eru Tómas M. Tómasson á bassa, Ásgeir Ósk'arsson á trommur, Þórður Ámason á gítar og Karl Sig- hvatsson á orgel. Bubbi er nýkominn úr tónleikaferð um Norðurlöndin í tilefni útgáfu „The Serbian Flower." J.S. Bach og norskum þjóðlögum byggðuin á sömu sálmalögum. Sálmforleikimir em allir úr safni er Bach nefndi „Orgelbúchlein" (litlu orgelbókina). Hannbóf vinnu við það er hann var organisti í Weimar. Sam- kvæmt áritun titilsíðu var tilgangur- inn ekki síst sá að sýna fram á allar mögulegar aðferðir við að vinna úr sálmalögum. Upprunalegu áætlan- imar voru mjög stórtækar. Bach hafði hugsað sér að semja sálmafor- leiki yfir svo mikið sem 164 númer úr sálmabókinni. En af því varð þó ekki því í frumhandritinu em meira en 2/3 hlutar titlanna auðar síður og aðeins var fulllokið við 45 sálmalög. E.t.v. hefur flutningurinn til Köthen leitt til þess að Bach vanhst ekki tími til að sinna orgeltónsmíðum. Enda var Bach ekki organisti þar eins og mörgum er kunnugt. Engu að síður varð þetta safn sálmforleikja, sem Bach nefndi Orgelbúchlein, að hom- steini í orgeltónbókmenntunum. Því er frá hendi Bachs raðað eftir skipan kirlquársins, eins og alvanalegt var um sálmabækur á þessum tíma. Er Bjern Boysen, organisti, hugð- ist flytja Orgelbúchlein á tvennum tónleikum á Bach-árinu 1985, var hann á höttunum eftir- góðri aðferð við að kynna lög og texta við þá sálma sem Bach vann með. Honum var þá bent á að mörg sömu lög og texta er að fínna í norskri þjóðlegri hefð. Upp úr því tókst samstarf við þjóðlagasöngvarann Sondre Brat- land sem hefur einkum sérhæft sig í að syngja norsk trúarleg þjóðlög. Þessi þjóðlög byggja á lifandi hefð, sem enn er í heiðri höfð. Mörg þeirra em við texta sálmaskáldanna dönsku, Kingos og Brorsons og hafa náð mikilli útbreiðslu og vinsældum. Flest byggja þau á þekktum sálma- lögum sem hafa breyst með tímanum í meðförum kynslóðanna. Einnig er algengt að mismunandi söngvarar syngi sama lag á ólíkan hátt. Norsk þjóðleg hljóðfæratónlist er víða þekkt fýrir tilstilli Griegs, sem notaði þau sem efnivið í margar píanótónsmíð- ar. Sönglögin eiga það sammerkt með þeim að vera ákaflega rík af flúruðum og skreyttum nótum sem gefa lögunum mjög sérstakan blæ. Þetta minnir að mörgu leyti á að- ferðir barokktímans við tónsköpun. Tónmál barokktímabilsins, eins og það birtist hjá Bach, fellur vel að hinum alþýðlega norska söngstíl. Hér birtast auk þess sálmforleikimir í tengslum við að sálmurinn er sung- inn, eins og Bach hafði hugsað sér. Morgunblaðið/Bjami Orgelleikarinn Bjöm Boysen og þjóðlagasöngvarinn Sondre Bratland. Norsku listamennirnir eru þekktir í heimalandi sínu fyrir tónleikahald, hljómplötur og þætti í útvarpi og sjónvarpi. Bjorn Boysen er kennari í orgelleik við tónlistarháskólann í Osló, og er jafnframt organisti við tónleikahöll Oslóborgar. Áuk þess er hann eftirsóttur sérfræðingur og ráð- gjafi varðandi nýbyggingar og við- gerðir á orgelum. Sondre Bratland er einn af þekktustu þjóðlagasöngv- urum í Noregi í dag. Hann hefur unnið til eftirsóttra verðlauna fyrir hljómplötur sínar, m.a. fengið „Spellemannsprisen" fyrir bestu norsku þjóðlagaplötuna. Nú fyrir nokkrum dögum kom út ný plata með honum í Noregi og inniheldur hún vöggusóngva og bamagælur víða að, m.a. frá íslandi. Þessi tónleikadagskrá verður einn- ig flutt í Akureyrarkirkju á fimmtu- dagskvöldi kl. 20.30. (Úr fréttatilkynningu) ^ Fiskverö á uppboðsmörkuðum 20. september. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 46,50 43,00 45,57 22,353 1.018.685 Ýsa 86,00 48,00 55,82 1,774 99.056 Ufsi 27,00 26,00 26,45 11,142 294.768 Karfi 30,00 29,00 29,69 21,756 645.910 Steinbítur 27,00 27,00 27,00 0,255 6.894 Hlýri 30,00 30,00 30,00 1,706 51,173 Langa 29,00 29,00 29,00 0,300 8.686 Grálúða 31,00 31,00 31,00 0,620 19.236 Undirmál 21,00 21,00 21,00 0,434 9.117 Samtals 35,69 60,342 2.153.525 Selt var úr Viði HF og nokkrum bátum. í dag verða meöal ann- ars seld u.þ.b. 2 tonn af ýsu, 3-4 tonn af þorski, 1 tonn af kola og 1 tonn af öðrum fiski. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur Ýsa 50,00 22,00 39,91 2,827 112.826 Steinbítur 30,00 30,00 30,00 0,522 15.660 Þorskur 45,00 30,00 42,95 12,875 553.044 Grálúða 29,00 29,00 29,00 0,912 26.448 Skarkoli 25,00 25,00 25,00 0,030 750 Samtals 41,29 17,166 708.728 Selt var úr smábátum. í dag verður selt úr ýmsum smábátum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 44,00 44,00 44,00 1,300 57.200 Ýsa 65,35 15,00 56,31 5,573 313.832 Karfi 24,00 24,00 24,00 0,435 10.440 Steinbítur 20,00 20,00 20.00 0,050 1.000 Langa 24,00 15,00 20,69 0,791 16.365 Sólkoli 46,Q0 46,00 46,00 0,038 1.748 Skarkoli 48,50 48,50 48,50 0,035 1.698 Lúða 200,00 121,00 147,93 0,119 17.611 Keila 8,00 8,00 8,00 0,350 2.800 Skötuselur 293,00 293,00 293,00 0,015 4.249 Samtals 49,04 8,706 426.943 Selt var úr Áskeli ÞH, Þorsteini Gíslasyni GK, Hrappi GK og Guðfinni KE. I dag verður selt úr Geir RE og ýmsum bátum. Grænmetlsverð á uppboðsmörkuðum 15. september. SÖLUFÉLAG GARÐVRKJUMANNA Gúrkur 124,76 2,445 305.040 Sveppir 456,00 0,146 66.540 Sveppir, 2. fl. 223,00 0,028 6.244 Tómatar 137,66 3,612 497.238 Sérrýtómatar 302,00 0,002 604 Bufftómatar 137,25 0,048 6.588 Paprika(græn) 255,67 0,270 69.030 Paprika(rauð) 332,00 0,500 166.000 Paprika(gul) 226,00 0,025 5.650 Papr.(rauðgul) 222,00 0,025 5.550 Gulrætur 111,96 1,150 128.750 pakkaðar Gulrætur 98,93 1,400 133.500 ópakkaðar Gulrætur m. 113,00 0,005 565 káli Salat 66,00 120 stk 7.920 Steinselja 32,17 1.200 38.600 búnt Dill 44,00 200 búnt 8.800 Kínakál 82,59 2,988 246.780 Hvítkál 58,77 2,900 170.440 Blómkál 83,75 3,682 308.378 Blómkál2.fl. 54,00 0,140 7.560 Spergilkál 156,10 0,100 15.610 Toppkál 57,00 0,025 1.425 Skrautkál 43,00 0,125 5.375 Grænkál 36,29 0,140 5.080 Rófur 47,26 1,900 89.800 Sellerí 152,05 0,210 31.930 Sellerírót 179,00 0,010 1.790 issalat 143,13 0,280 40.075 Grænn pipar 403,00 0,004 1.612 Samtals 2.377.474 Morgunblaðið/Friðþjófur Helgason. Bændur á Áusturlandi notuðu þurrkinn um síðustu helgi til að koma heyjum inn, en þau voru viða orðin hrakin og ónýt. Tíðarfar á Áusturlandi hefur verið nyög óhagstætt til heyskapar í sumar. Heyskapur á Austur- landi hefur gengið illa Á Austurlandi hefiir heyskapur víða gengið illa í sumar, og eiga bænd- ur jafiivel enn hey á túnum, en þau em nú orðin mjög hrakin og sums- staðar talin ónýt. Nokkrir þurrkdagar komu í lok síðustu viku og um helgina, en mikið hvassviðri var og fuku hey af þeim sökum á mörgum stöðum. Þá em tún nú víða ófær vegna bleytu í jörð. Heyskapur hefiir gengið þokkalega vel víðast hvar annarsstaðar á landinu, og á sumum stöðum ágætlega. I Þistilfirðí og á Langanesi em flestir langt komnir eða búnir með heyskap, en þó munu einstaka menn eiga verulegan hluta af heyjum úti. „Menn hafa náð ofurlitlu inn núna síðustu daga, en heyið er orðið mjög hrakið og sumt er alveg ónýtt. Vot- lendari tún hér um slóðir hafa verið nánast ófær yfirferðar upp á síðkas- tið og af þeim sökum hefur ekki verið hægt að athafna sig sem skildi. Nú eru menn komnir í göngur og smalamennsku og hafa kannski ekki nægilegan mannskap til að sinna þessu eins og þurft hefði að vera núna síðustu daga. Sem betur fer eru þó ekki margir bændur hér sem eru mjög illa staddir, en þó eru til dæmi um að menn vanti talsverðan heyfeng, en það er ekki almennt," sagði Jóhannes Sigfússon, bóndi á Gunnarsstöðum í samtali við Morg- unblaðið. Jóhannes sagði að það hefði kom- ið í Ijós að þeir sem eru orðnir vel tæknivæddir og heyja í vothey að hluta eða í plast hafi ekki orðið fyrir skaða af völdum tíðarfarsins. Þeir hafi náð ágætum heyjum og sumir hafa náð öllum sínum heyjum vel verkuðum. „Tiðarfarið í sumar var mjög óvenjulegt hér um slóðir og ákaflega öfgakennt. Framan af sumri var veð- ur geysilega þurrt og stormasamt, þannig að spretta var þá mjög hæg, en eftir að sláttur hófst hér um miðj- an júlí hefur verið afskaplega lítið um þurrka. Þó hefur ekki verið kalt og ekki hefur verið mikið um hrak- viðri," sagði Jóhannes. Hjá Búnaðarsambandi Austur- lands á Egilsstöðum fengust þær upplýsingar að tún væru víða ófær vegna mikillar bleytu. Þar hafa verið næstum stanslausar rigningar síðan 10. júlí, og nánast aldrei komið þurrkur, en þó væri ástandið mun verra með fjörðunum heldur en á Héraði. Síðustu daga hafa verið skúr- ir og hvassviðri á Austurlandi, dg hey fokið í einhveijum mæli. „Menn hafa verið að dunda í þessu núna eftir því sem hægt hefur verið, en það hefur verið heldur óstöðugt. Þetta sígur sjálfsagt eitthvað á seinni hlutann, en það þarf ekki að gera ráð fyrir að það séu merkileg hey sem menn ná núna, því þau eru víða orðin léleg og ríkir vandræðaástand af þeim sökum á einstaka stað.“ í Austur-Skaftafellssýslu hefur heyskapur verið erfiður í allt sumar. Sólarlaust hefur verið að mestu frá því í byijunjúlí, og varla komið bjart- ur dagur. Urkoma hefur aukist eftir því sem liðið hefur á sumarið. „Þetta er að skýrast dálítið um þessa síðustu daga, og nokkrir bændur eru nú að verða búnir með heyskap og aðrir eru langt komnir og klára vonandi næstu daga," sagði Þorsteinn Geirs- son, bóndi á Reyðará í Lóni. „Fram undir þetta má segja að hafi verið allt að því vandræði, þar sem heyskap var ekki nema hálflok-* ið þegar komið var fram undir miðj- an september. Það sem síðan fylgir alltaf svona sumri er að heyin sem nást eru að hluta til afar léleg. Sumt er kannski búið að liggja í þijár vik- ur eða lengur og hefur verið að þvæl- ast á túnum. Hluti af heyfengnum hefur því lítið fóðurgildi. Ég tel samt að inn náist þokkalegt magn, en ljóst er að gæðin verða langt fyrir neðan meðallag."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.