Morgunblaðið - 21.09.1988, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 21.09.1988, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1988 43 hún kaus. Er þetta því merkilegra, að ókunnir gátu oft ekki greint kennarann frá krökkunum, svo stelpuleg var skólastjórafrúin og frjáls í öllu fasi. En yfirburðaþekk- ing og leiftursnögg hugsun ásamt þeim kærleika sem allt bræðir voru þeir eiginleikar sem dugðu. Árin á Eiðum urðu 10 alls, þar af 8 við kennslustörf að meira eða minna leyti. Auk starfa sinna við skólann kom frú Guðrún að félags- málum í sveit og Héraði. Tók hún m.a. þátt í starfi Kvenfélags Eiða- þinghár og sótti þing Sambands austfirskra kvenna. Einig tók hún oft að sér upplestur á opinberum vettvangi og flutti þá bæði laust mál og bundið með einkar skýrum og áheyrilegum hætti, enda tungu- takið allt í senn;_ ljúft, hljómgott og rammíslenskt. Ohætt er að segja; að á þessum árum hafi Guðrún orð- ið hvers manns hugljúfi austur þar. Þegar starfstíma á Eiðum lauk, var Guðrún einn vetur á Sandi í Aðaldal með böm sín íjögur en bóndi hennar dvaldi við framhalds- nám í Gautaborg. Þennan vetur endumýjaði hún kynni við sveit- unga sína gamla, auk þess sem hún fékkst mikið við lestur og skriftir. Sumarið 1974 flutti ijölskyldan til Reykjavíkur. Bjuggu þau á næstu ámm fýrst á Fálkagötu 14, síðan á Hjarðarhaga 64 og loks á Grímshaga 8, þar sem fjölskyldan hefur búið sl. 10 ár. Haustið 1974 sótti Guðrún um inngöngu í Háskóla íslands og hugði þar á n£m í íslenskum fræð- um. Gekk það ekki þrautalaust fyr- ir sig. Stúdentsprófi hafði hún ekki lokið sem þá átti að heita eini lykill- inn að háskólavísindum. Hélt m.a. einn prófessora því fram að gæði náms yrðu eyðilögð, ef hleypa ætti svo illa undirbúnu fólki í æðra nám. Háiskólayfirvöld samþykktu engu að síður, að hún skyldi hljóta inn- göngu með því ákvæði þó, að hún yrði að bæta við sig námi í einum til tveimur greinum ef ástæða þætti til. Til þess kom þó aldrei, því kenn- umm og nemendum varð fljótt ljóst, að hér var um yfírburðanámsmann að ræða. Samnemendum sínum liðsinnti hún á ýmsa lund og á tíma- bili hvað mest í þeim greinum þar sem undirbúningi hennar sjálfrar átti að vera mest áfátt. Þrátt fyrir hina erfiðu fæðingu þróuðust mál með þeim hætti, að Háskóli íslands varð hennar annað heimili á næstu ámm. Námið sótti hún eins stíft og aðstæður leyfðu með bammörgu heimili og kennslu sem hún stund- aði ailtaf eitthvað, sérstaklega þeg- ar líða tók á námstímann. Kenndi hún þá við ýmsa framhaldsskóla, einkum Menntaskólann við Hamrahlíð og Menntaskólann í Kópavogi, en þar var hún fastráðin kennari seinni árin og eignaðist þar marga vini í hópi nemenda og kenn- ara. Einnig fékkst Guðrún mjög við prófarkalestur á þessum ámm, enda þægilegt að grípa í slík verk með heimilisstörfum og námi. Námsárangur Guðrúnar í Há- skóla íslands varð mjög á sama veg og árangur hennar í öðmm skólum áður; alltaf í fremstu röð og með toppeinkunnir og sá ekki á því að manneskjan bar lengst af þrefalt álag anna. Lauk hún fyrst BA- prófi í íslensku og síðar cand. mag.-gráðu. Lokaritgerð hennar fyallaði um „Huldu“ skáldkonu, sem hún dáði mjög og fann til nokkurr- ar samkenndar með. Er væntanleg bók um Huldu í samantekt Guðrún- ar hjá Menningarsjóði innan tíðar, en handriti að bók þeirri skilaði hún frá sér fyrir fáum mánuðum. Löngu áður en sá fyrir endann á háskóla- náminu var Guðrún búin að marka sér farveg og stefnu í fræðum sínum. íslenskar þjóðsögur og þá einkanlega álfasögur og huldufólks varð hennar sérsvið. Gleypti hún bókstaflega í sig allt sem til var á prenti í þeim efnum og þegar þraut sjóðurinn á íslandi var haldið til Noregs, Finnlands og nú síðast í júní sl. til Dublin á Irlandi til þess að afla sér gagna, gera samanburð, leita líkinga og tengja saman. Til rannsókna sinna í þessum efnum hafði hún a.m.k. í tvígang hlotið styrk úr vísindasjóði Islendinga. Þá hafði hún einnig nýverið tekið saman og búið til prentunar tvær bækur um íslenskar þjóðsögur sem Mál og menning hefiir gefið út. Mun það mál margra að Guðrún hafi verið orðin „auktoritet" á sínu sviði og vandséð að nokkur. annar íslendingur hafí búið yfir ámóta þekkingu í þeim fræðum. Og þá er klippt á þráðinn. Einmitt núna, þeg- ar löngu og ströngu námi er lokið, bömin vaxin úr grasi og hún rétt að taka flugið á sinni fræðimanns- braut. Það eru undarleg örlög. Svo sem að framan greinir er ljóst, að Guðrún Bjartmarsdóttir var á margan hátt einstök manneskja og óvenju vel gerð. Gáfumar leiftr- andi, námsárangur fágætur, iðni og afköst með ólíkindum. Þekking hennar á íslensku máli og fræðum var djúp og rík. Vísindaleg hugsun á því flugi að einungis fáir fylgdu henni þar eftir. Samfara þessu hlýtt hjartalag og einlægur kærleikur til alls sem lífsanda dró. Geðslag óvenju þjált og glatt, þolinmæði mikil, lítillæti og umburðarlyndi í annarra garð. Allt tvinnaðist þetta með ólýsanlegum hætti í sterkum, blíðum og heillandi persónuleika. Þá er að geta þess, að Guðrún var óvenju falleg kona; grönn en glæsilega vaxin og tíguleg í fasi þann veg að engan gat grunað að þar færi önnum kafin fjögurra bama móðir, hárið ljóst og gullið og eðlilega liðað frá náttúmnnar hendi, augun blá, stór, opin og skær og minntu alltaf á skínandi stjöm- ur. Lífshættir hennar voru líka á flestan hátt til fyrirmyndar; ekki reykti hún né drakk, hreyfði sig reglulega og stundaði göngur, neytti nær einungis hollrar fæðu enda heilsuhraust með afbrigðum. Er því með öllu óskiljanlegt, hvers vegna þessi manneskja er nú á brott kölluð, nema menn trúi hinni fomu reglu, að þeir sem guðimir elska i deyi ungir. Hvað sem um það má segja er ljóst, hvemig sem á er lit- ið, að hér er um óbætanlegan missi að ræða. Sárast er vitanlega fyrir böm, eiginmann, aldraða móður og systkini, en hér er ekki síður tjón íslenskra fræða og þar með þjóðar- innar allrar. Enginn er í augsýn, sem hafíð gæti merki það í rann- sóknum þjóðsagna er fellur til jarð- ar með Guðrúnu. Það er þó nokkur huggun að hafa fengið að kynnast þessari dá- samlegu og vel gerðu manneskju og verða henni samferða um stund. Mynd hennar svífur fyrir hugsjón- um hrein og tær og björt og göfgar hvem þann mann, sem þess fékk notið. Guðrún Bjartmarsdóttir hverfur nú frá okkur um sinn. Fer þar fyr- ir eins og í svo mörgu öðm. Þá er hoilt að minnast orða spámannsins (K. Gibran) þegar hann segir m.a.; Því hvað er það að deyja annað en að standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið? Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns? Aðeins sá, sem drekkur af vatni þagnarinnar, mun þekkja hinn volduga söng. Og þegar þú hefur náð ævitindinum, þá fyrst munt þú héíj'a írjall- gönguna. Og þegar jörðin krefst líkama þíns, muntu dansa í fyrsta sinn. Blessuð sé minning hennar. Þ.S. Bekkurinn er ókyrr þegar álfkon- an kemur svífandi inn í síðu pilsi, blússu og vesti, með ljóst hárið uppsett í hnakkanum. Andlitið lif- andi, augun eilítið pírð. Hún skynj- ar andrúmsloftið og vonbrigðin leyna sér ekki þegar hún segin „Oh, ég sem var búin að hlakka svo til í allan dag að koma og kenna ykkur!“ Og áður en varir hefur Guðrún Bjartmarsdóttir leyst bekk- inn úr álögum ókyrrðar. Menntaskólaárin era í hugum margra sveipuð Ijóma. Minningar frá þessum tíma era ekki endilega tengdar náminu sjálfu heldur fé- lagslífinu og þeim vináttuböndum sem tókust meðan á námi stóð. Guðrún Bjartmarsdóttir var bæði góður kennari og vinur, innan veggja skólans sem utan. Leiðir okkar lágu oft saman eftir stúdents- próf. Hún fylgdist með sínum gömlu nemendum af áhuga og hvatti þá til dáða á þeim brautum er þeir höfðu valið sér. Störfum hlaðin gaf hún sér ætíð tíma til að ræða lífið og tilverana enda fannst okkur við eiga heilmikið í henni og hún í okk- ur. Það er ómetanlegt að hafa feng- ið að kynnast svo hlýrri manneskju. Við vottum aðstandendum Guðrún- ar okkar dýpstu samúð. En loftvegir blána í laðandi fjarska; hve langt er að ströndum! Og hver veit þó nema að svanir þeir syngi í sólfegri löndum? (Hulda) Fyrir hönd fjórða bekkjar ( Menntaskólans í Kópavogi 1984-1985, Ferdinand Jónsson, Pétur Már Ólafsson, Sigríður Kristinsdóttir, Valgerður Benediktsdóttir. Það leið að hausti og skólinn átti að fara að byija. Við hittumst kennaramir í íslenskudeildinni og fóram yfír námsefni komandi vetr- ar. Við voram bjartsýn á framtíðina eins og kennarar era ævinléga á haustdögum, það er alltaf svo gam- an að he§a störf að loknu góðu sumarleyfí. Sérstök ástæða var líka til að gleðjast að þessu sinni; góð vinkona og samkennari við deildina var að he§a störf við skólann að nýju eftir tveggja ára leyfi frá störf- um. Þá kom reiðarslagið. Guðrún Bjartmarsdóttir hafði fengið heila- blóðfall og lá nú milli heims og helju á sjúkrahúsi. Eins og aðrir vinir hennar biðum við þess milli vonar og ótta hvemig henni reiddi af en vonin reyndist tál. Skapadæg- ur Guðrúnar nálgaðist óðfluga og hún lést tveimur vikum síðar. Okkur, samkennuram hennar og öðra starfsfólki við Menntaskólann í Kópavogi, er á þessari stundu tregt tungu að hræra þegar einn úr hópnum er hriflnn á brott svo til fyrirvaralaust. Missir ástvinanna er að sjálfsögðu sárastur en missir okkar og skólans er líka mikill. Guðrún var ekki einasta frábær kennari heldur líka vandaður fræði- maður og trygg vinkona. í kennara- hópnum var hún ævinlega glöð og uppörvandi, stundum hrókur alls fagnaðar og alltaf reiðubúin að leggja góðum málum lið. Hún var einkar þolinmóð bæði við nemendur sína og okkur hin og sérstakan hauk í homi áttu nýliðamir í kenn- arahópnum þar sem Guðrún var. Hún var ávallt fús að leiðbeina þeim og miðla af sinni löngu og Qöl- þættu kennslureynslu. Og hollráð- um hennar var óhætt að treysta. Guðrún Bjartmarsdóttir var fædd á Sandi í Aðaldal 3. júlí 1939, elst sjö bama hjónanna Hólmfríðar Sigfúsdóttur og Bjartmars Guð- mundssonar, sem þá vora bændur þar. Bjartmar, sem einnig var al- þingismaður um árabil, er látinn en Hólmfríður lifir dóttur sína og býr nú í Reykjavík. Heimilið á Sandi var rómað menningarheimili þar sem bömin drakku í sig með móður- mjólkinni allt það besta sem íslensk menning hefur upp á að bjóða; sög- ur og ljóð, bæði fom og ný, þjóðleg- an fróðleik hvers konar svo og það sem efst var á baugi hveiju sinni í bókmenntum og listum. Síðast en ekki síst var í uppeldi bamanna lögð rík áhersla á samviskusemi, heiðarleika, góðvild og lítillæti. Allt bar þetta ríkulegan ávöxt í persónu- leika Guðrúnar sem auk þess var gædd óvenju góðum gáfum, bæði námsgáfum og þeim gáfum sem ekki verða mældar með neinum þeim mælistikum sem við misvitrir menn notum við slíkar mælingar. Guðrún giftist 13. ágúst 1961 æskuun'nusta sínum, Þorkatli Stein- ari Ellertssyni, sem nú er kennari við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Þau eignuðust fjögur böm, Þormar f. 1962, Þorra f. 1965, Álfrúnu Guðríði f. 1968 og Teit f. 1969. Elsti pilturinn er fluttur að heiman en hin þijú era enn í foreldrahúsum. Strax á bamsaldri var Guðrún afar fróðleiksfús og næm til bókar- innar og þráði því að menntast. Hún stundaði í heimabyggð sinni bama- og unglinganám og tók landspróf miðskóla frá héraðsskól- anum á Laugum. Um frekara nám var ekki að ræða að sinni fyrir ungu stúlkuna, fæst alþýðuheimili höfðu um miðja öldina ráð á að kosta böm sín til langskólanáms, einkum væra bömin mörg og heim- ilið þungt. Það var hins vegar ijarri Guðrúnu að leggja árar í bát, hún var ákveðin í því að læra meira þó að síðar yrði. 1957 réðst hún sem kennari að Haukadal í Dýrafirði og kenndi þar við góðan orðstír einn vetur. Var með ólíkindum hvað þessi fallega og fínlega 18 ára stúlka náði góðum tökum á bömun- um og kennslunni og einmitt þama, vestur í Haukadal, ákvað hún hvert skyldi verða ævistarf sitt. Árið eftir hóf hún nám í Kennaraskólanum og lauk þar tilskildu fjögurra ára námi á þremur áram. 1961 fór hún ásamt eiginmanni sínum til Svíþjóð- ar þar sem hann var í námi næstu þijú árin. Þar var hún fyrst og fremst húsmóðir en veturinn 1963—’64 kenndi hún við grunn- skólann í bænum Áseda í Smálönd- um. Þar var sömu sögu að segja og áður; kennslan lét Guðrúnu eink- ar vel. Þau hjónin komu heim um vorið og næsta vetur kenndi Guðrún forfalla- og stundakennslu við ýmsa skóla í Reykjavík. 1965 urðu þátta- skil í lífi fjölskyldunnar þegar Guð- rún og Þorkell réðust að Alþýðu- skólanum á Eiðum, hann sem skóla- stjóri og hún sem kennari. Þama vora þau næstu 8 árin og lögðu nótt við dag til að starfíð mætti bera sem mestan árangur. Allan þann tíma var skólinn á Eiðum heimavistarskóli og þarf ekki að hafa um það mörg orð hversu vandasamt, erfitt og krefjandi er starf kennara og skólastjómenda við slíka skóla. Á þessum áram fæddust tvö yngstu bömin en samt stundaði Guðrún kennsluna af krafti, mismikið þó eftir heimilisað- stasðum. Og enn sem fyrr Iék kennslan í höndum hennar; fyrrum baldnir óróaseggir og hrekkjusvín urðu ljúfir sem lömb undir hennar stjóm. Ekki var þó hávaðanum fyr- ir að fara hjá Guðrúnu, hún þurfti ekki einu sinni að brýna raustina svo neinu næmi heldur náði hún til pjakkanna með sinni glöðu lund og hlýja viðmóti ásamt því að veita þeim góða og vandaða kennslu. Þetta var aðal hennar sem kennara alla tíð. 1973 fór Þorkell Steinar til Svíþjóðar í tveggja ára framhalds- nám. Fyrri veturinn dvaldist Guð- rún norður á Sandi hjá Hólmftíði, systur sinni, en 1974 hóf hún nám í íslenskum fræðum við Háskóla íslands þaðan sem hún lauk fyrst BA-prófí og síðar magistersprófi, • hvort tveggja með miklum ágætum. Samtímis stundaði hún kennslu, fyrst við Menntaskólann í Hamrahlíð en 1983 varð hún fast- ráðinn kennari við Menntaskólann í Kópavogi. Þar hefur hún starfað síðan að undanskildum tveimur síðustu áranum, en þá var hún í leyfi frá störfum vegna fræði- og kennslustarfa við Háskóla íslands. 0g eins og segir í inngangsorðum þessarar greinar var hún að koma aftur til starfa á sinn gamla vinnu- stað þegar kallið kom. Eins og sjá má af því sem hér hefur verið sagt um æviferil Guð- rúnar hefur hún þurft talsvert að hafa fyrir lífinu og fáa hluti fengið á silfurfati. Hún hefði sjálfsagt getáð átt mun náðugri daga en raunin varð hefði hún látið sér nægja hefðbundið eiginkonu- og húsmóðurhlutverk eins og til var ætlast af jafnöldram hennar. Því fer ijarri að með þessu sé verið að gera lítið úr húsmóðurstörfunum og því síður móðurhlutverkinu, enda mun vandfundinn betri og nær- gætnari móðir en Guðrún var. Konu eins og Guðrúnu nægðu hins vegar ekki fjórir veggir heimilisins til lengdar. Innra afl hennar og lífskraftur nánast sprengdu þá af sér einkum þegar um tók að hægj- ast hjá hénni og skyldustörfin vegna bamanna minnkuðu. Þá sökkti hún sér ofan í fræðistörfín af miklum áhuga og þar átti hún heima. Þar fékk hugsunin þá vængi sem „himinninn ætlaði sér“. (St.G.St.) Eins og áður segir var Guðrún alin upp á rótgrónu menningar- heimili þar sem hvers konar þjóðleg- ur fróðleikur var í heiðri hafður. Það var því ekki tilviljun að hún valdi sér þjóðsögur sem fræðigrein. Frá blautu bamsbeini nam hún álfa- og huldufólkssögur af vöram móður sinnar og ekki síður af vöram fóstra sinnar, Guðríðar, sem var á heimil- inu alla bemsku Guðrúnar. Mun hún hafa kunnað ógrynni slíkra sagna sem hvergi hafa komist á blað og era nú týndar utan þær sem * Guðrún kann að hafa bjargað. Guðrún fékk tvisvar styrk úr Vísindasjóði til að sinna fræðistörf- um og notfærði sér það til hins ítrasta. Hún fór m.a. til írlands til að rannsaka og bera saman íslensk- ar og írskar þjóðsögur. Einnig var hún í Noregi um tíma sömu erinda. I fræðimennskunni naut sín vel frumleg hugsun hennar og sá hæfi- leiki sem einungis fáum er gefinn; að koma flóknu efni á framfæri á svo góðu og auðskildu máli að hvert bam fær skilið. Slíkt er aðalsmerki góðra fræðimanna. Það er því mik- ill skaði fyrir íslensk fræði og þjóð- fræði að nú fer forgörðum með Guðrúnu mikil reynsla og þekking í þessum fræðum, þekking sem henni vannst ekki tími til að vinna úr. Þessum fátæklegu kveðjuorðum fer nú senn að ljúka. Sjaldan eða aldrei er vamarleysi mannsins jafn- augljóst og á stundum sem þessum; þegar fólk í blóma lífsins er hrifið á brott fyrirvaralaust. Sárastur er missir bamanna, því að fyrst og síðast var Guðrún mikil móðir. Við biðjum þeim blessunar svo og eigin- manni hennar og öðram ástvinum. Við samstarfsmenn hennar í MK þökkum fyrir þau ár sem við áttum með henni. Elskulegri og betri vinnufélaga er vart hægt að hugsa sér enda mun verða vandfyllt það -- tómarúm sem hún skilur eftir sig. Samstarfsmenn við Mennta- skólann í Kópavogi. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför systur okkar, KLÖRU MATTHÍASDÓTTUR. Systur hlnnar látnu. t Þökkum innilega þeim fjölmörgu er sýndu okkur samúð og vinar- hug viö fráfall sonar okkar og bróöur, GUNNARS EYÞÓRS ÁRSÆLSSONAR matrelðslumanns. Slgríður G. Eyþórsdóttlr, Ársœll Pálsson og systur hins látna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.