Morgunblaðið - 21.09.1988, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 21.09.1988, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1988 45 SRI CHINMOY „Okkur eru engin takmörk sett“ segir maðurinn sem lyftir 3,2 tonnum með annarri hendi Sri Chinmoy hefur á ný sannað ótrúlegan styrk með þvi að lyfta rúmlega 3,2 tonnum, með annarri hendi. Sri Chinmoy hóf að æfa lyfting- ar í júnímánuði 1985. Hann lyfti aðeins 20 kílóum í byijun, en jók þyngdina stig af stigi þar til í janúar árið 1987 að hann setti heimsmet og lyfti rúmlega 3,2 tonn- um með hægri hendi. I ágústmán- uði síðastiiðnum lyfti hann sama fargi á ný, og nú með vinstri hendi. Lyftur hans hafa meðal annars ver- ið staðfestar af breskum og banda- rískum lyftingasamböndum. Hvemig er þetta hægt? spyija menn sig sjálfsagt. Hvemig þolir líkaminn þetta efurmannlega átak? Til samanburðar má nefna að Bill Kazmayer, 'þekktur kraftlyftinga- maður, hefur lyft einu tonni með báðum höndum og þykir mönnum nóg um. Hvaðan kemur þessi ein- stæði styrkur Sri Chinmoy? Sú spuming hlýtur að vakna hvað maðurinn geri annað en að stunda lyftingar. Sri Chinmoy er þekktur og virtur mannúðarsinni, íþróttamaður, tón- listarmaður og rithöfundur. Allt starf Sri Chinmoy og hugsjónir beinast að því að færa mannkyninu frið og er það hans reynsla að tón- list og hugleiðsla séu öflugustu miðlar innri friðar. í fjölda ára hef- ur Sri Chinmoy haldið tónleika og fyrirlestra vfða um heim. Kom hann meðal annars til íslands og hélt fríðartónleika í Háskólabíói í mars síðastliðnum, þar sem á hlýddu þúsund manns. í tæp tuttugu ár hefur hann stýrt hugleiðslu hjá Sameinuðu Þjóðun- um. Hann hittir einslega þjóðarleið- toga, trúarleiðtoga, stjómmála- menn, menningarfrömuði og íþróttafólk til heimspekilegra við- ræðna og hugleiðslu. í hans nafni hafa verið stofnuð hugleiðslusetur víðs vegar um heiminn og er eitt slíkt setur starfandi í Reykjavík. Jafnframt því að stunda hug- leiðslu sem eitt af skilyrðum manns til aukins þroska leggur Sri Chin- moy mikla áherslu á hverskonar líkamsþjálfun, skapandi athafnir, og óeigingjamt starf í þágu manna. Hann bendir og á að framfarir og frami sé ekki sami hluturinn, og að hann hafí aldrei keppt við aðra en sjálfan sig. Lyftan, segir hann, er aðeins hvatning, og sönnun þess að ekkert sé ómögulegt. Leyndarmálið hvað líkamlega getu varðar er ekki aðeins þrotlaus æfing, heldur og staðföst trú á innri styrk, sem áhrif hefur á afköst manna. „Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi" og „Æfíngin skapar meistarann" segja máltæki, sem allir kannast við. Af mikilli hóg- værð segir Sri Chinmoy sjálfur um afrek sitt: „Okkur em engin tak- mörk sett, ef við aðeins höfum lqark til þess að reyna — og trúa.“ ar þau sóttu heim forseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, á Bessastöðum. Norsku bömin höfðu undirbúið þessa heimsókn í tvö ár, og fjár- magnað hana með tombólum og margvíslegu sölustarfí. í skólan- um hafði samfélagsfræðikennsla bamanna miðast við ísland og því vora þau um margt fróð hvað varðar land og þjóð. Á ísafirði dvöldu þau í nokkra daga og var þeim meðal annars boðið í nýja stjómsýsluhúsið þar sem þau af- hentu bæjarstjóm ísaflarðar mál- verk að gjöf frá vinabænum Töns- berg. Á sunnudag komu þau til Reykjavíkur eftir skoðunarferð um landið. Á mánudag var þeim boðið á Bessastaði, en áður höfðu þau skrifað frá Noregi þar sem þau óskuðu eftir að fá að hitta forseta landsins, frú Vigdísi Finn- bogadóttur. Hún gaf sér tíma til þess að ræða við bömin og svara spumingum þeirra um ýmis mál og meðal annars um friðarmál. Að sögn Ástu Bjömsdóttur, farar- stjóra bamanna, Iagði forsetinn einnig áherslu á að bömin varð- veittu tungumál sitt og menning- ararf. Að lokum söng hópurinn fyrir forsetann, þjóðsönginn okkar á íslensku, en hann höfðu þau lært heima í Noregi. Vora bömin hæstánægð með íslandsför og var það ekkert vafamál að fundurinn með forseta landsins hafi verið hápunktur ferðarinnar. I apis HF. hefur fært íslensku J Ólympíunefadinni að gjöf PANASONIC NV-MCIO- myndatökuvél. Hún er ætluð landsliðsmönnum okkar ó Ólympiuleikunum i Seoul, en framlciðendur PANASONIC eru alheims styrktaraðilar Ólympíuleikanna á sviði myndatökubúnaðar. „Vélin er einkar handhæg og auðveld í notkun, en um leið mjög tækni- lega fullkomin, hún er með hraðlokara 1/1000, sem gefar hreina kyrrmynd. Myndatöku- vélina má tengja beint við sjón- varpstæki, án þess að hafa myndbandstæki" segir i frétta- tilkynningu. Á myndinni má sjá Birgir Skaptason, fram- kvæmdastjóra Japis hf., af- henda Gisla Halldórssyni, formanni Ólympíunefadar, myndatökuvélina. Gunnlaugur Briem og Ingvar Pálsson voru viðstaddir afhendinguna. Sýning Opið miðvikudag frákl. 19.00-22.00. Fimmtudag og föstudag frákl. 14.00-22.00. Laugardag og sunnudag frákl. 11.00-22.00. 0 z^\ z^\ árffe. áMk Laugardalshöll

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.