Morgunblaðið - 21.09.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.09.1988, Blaðsíða 27
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1988 Jlforgi Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúarritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Fréttastjórar Freystéinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýáingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 70 kr. eintakið. Að virkja vinstri straumana STJÓRNARMYNDUNARVIÐRÆÐUR Gífurleg mistök Kvenna- listans að neita viðræðum - segir Ólafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins ÓLAFUR Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins segir ijóst að Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur hefðu verið tílbúnir til að ræða ýmsar hugmyndir á nótum jafhréttis og félagshyggju við Al- þýðubandalag og Kvennalista. Það hafi því verið gifurleg mistök af hálfii Kvennalistans að neita að taka þátt í viðræðum um meirihluta- stjórn. Ólafiir vill þó ekki útiloka möguleika á þátttöku Aiþýðubanda- lagsins í stjórn með Alþýðuflokki, Framsóknarflokki og Qórða flokki, og verður fiindur fulltrúa þessara flokka kl. 10.30 eftir þingflokks- fiindi flokkanna. Aðrir þingmenn Alþýðubandalagsins, sem Morgun- blaðið ræddi við í gærkvöldi voru flestir svartsýnir á framhald við- ræðnanna. Guðrún Helgadóttir sagði að stjórn án Kvennalista hlyti að verða minnihlutastjórn og slíkri stjórn vildi hún ekki taka þátt i. Hafí þeir Steingrímur Her- mannsson, formaður Framsóknarflokks, og Jón Baldvin Hannibalsson, formað- ur Alþýðuflokks, talið á föstu- dagskvöld í síðustu viku, þegar þeir kváðu upp dauðadóm yfír fráfarandi ríkisstjóm í beinni sjónvarpsútsendingu, að þeim tækist með skjótum hætti að berja saman nýjan þingmeiri- hluta á Alþingi í kringum tillög- ur sínar til lausnar efnahags- vandanum, hljóta nú að vera famar að renna á þá tvær grímur. Miðað við framgöngu þeirra má segja, að Steingrím- ur Hermannsson hafí umboð til stjómarmyndunar bæði frá forseta íslands og Jóni Baldvin Hannibalssyni. Telur Steingrímur sig þurfa að ná atkvæðum 9 þingmanna til við- bótar við 23 manna sameinað- an þingflokk Framsóknar- flokks og Alþýðuflokks til að hafa meirihlutastjóm á hendi, það er 32 þingmenn, en sá- fjöldi dugar í sameinuðu þingi til að veijá stjóm vantrausti. A hinn bóginn megnaði slík stjóm ekki að koma frumvörpum í gegnum báðar deildir nema með sérstökum samningum um einstök mál hveiju sinni. Það var bamaskapur að ætla fyrir helgi að strax við stjómar- slit tækist að ná saman nýjum þingmeirihluta. Þá var ljóst eins og nú, að stjómarandstað- an er sjálfri sér sundurþykk. Enginn innan raða hennar er sjálfkjörinn til að veita forystu í tilraunum til að sameinast um allt aðra kosti en til umræðu vom hjá fráfarandi stjóm. Með hliðsjón af því hvemig stjómar- slitin bar að var því í fyllsta máta eðlilegt hjá forseta ís- lands að veita fyrst Steingrími Hermannssyni umboð. Það kann hins vegar að verða erfítt fyrir formann Framsóknar- flokksins að ná saman meiri- hlutastjóm. Hefur Svavar Gestsson, fyirum formaður Al- þýðubandalagsins, meðal ann- ars látið orð falla opinberlega á þann veg, að enginn skyldi að óreyndu álíta að hann sé talsmaður stjómarsamstarfs við Steingrím Hermannsson. Kvennalisti hefur valið þann kost að binda sig fast við eins- konar þjóðstjóm og kreijast jafíiframt kosninga. Borgara- flokkurinn vill ekki í stjóm með Alþýðubandalagi, Framsóknar- flokki og Alþýðuflokki saman. 7 þingmenn Borgaraflokksins auk Stefáns Valgeirssonar duga Steingrími Hermannssyni ekki til að ná tölunni 32 á þingi, það gera hins vegar 8 þingmenn Alþýðubandalagsins og Stefán Valgeirsson. Ef tekið er mark á talinu um að nú þurfí félagshyggjuöflin að láta að sér kveða í þjóðmálunum væri unnt að komast að þeirri niðurstöðu að þeir Steingrímur Hermannsson, Jón- Baldvin Hannibalsson, Ólafur Ragnar Grímsson og Stefán Valgeirs- son yrðu oddvitar í sókn félags- hyggjuaflanna í fjórflokka- stjóm, sem þyrfti þó að setja varadekk undir til að ná laga- frumvörpum í gegnum báðar þingdeildir. Málgagn Steingríms Her- mannssonar, Tíminn, segir í forystugrein í gær, að átök um það sem blaðið kallar „peninga- fijálshyggjuna“ hafí verið ástæða þess að fráfarandi ríkis- stjóm var ekki lífs auðið. Er framsóknarmönnum nú kapps- mál að setja síðasta stjómar-. samstarf í hugmyndafræðilegt ljós og láta þeir eins og hug- sjónaást hafí ráðið ferðinni við slit þess. Skrif Tímans af þessu tagi eru ósannfærandi þegar litið er á 17 ára setu framsókn- armanna í ríkisstjóm eða síðan 1971. Þeir hafa alltaf verið til- búnir til að skipta um skoðun, ef þeir töldu það nauðsynlegt valdanna vegna. Nú liggur til dæmis í loftinu að hvorki Steingrímur Hermannsson né Jón Báldvin Hannibalsson muni gera óskir um breytingar á matarskattinum að fráfararat- riði við myndun nýrrar stjóm- ar, þótt tillaga um breytingu á honum frá Þorsteioi Pálssyni hafí verið kölluð sprengjan sem grandaði stjóminni, jafnvel áð- ur en hún var formlega lögð fram og hafði verið rædd til hlítar. Þeir sem nú fara með umboð til stjómarmyndunar hafa talað á þann veg að hugsjónir séu í veði og Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðu- bandalagsins, telur einnig að nú renni allir pólitískir straum- ar til vinstri. Félagshyggju-. menn hljóta að bíða þess að takist að virkja þessa strauma og nota þá til að mynda starf- hæfa ríkissijóm. Ólafur Ragnar sagði að Alþýðu- bandalagið hefði viljað láta reyna á það hvort hægt væri með atbeina Kvennalistans að ná fram tillögum flokksins í launamálum í viðræðum við Alþýðuflokk og Framsóknar- flokk. Kvennalistinn hefði ekki ver- ið til viðræðu um það, heldur aðeins viljað kosningar og þjóðstjóm og konumar tekið fram að þó að í boði væri afnám launafrystingar, þá væm þær ekki tilbúnar til slíks samstarfs. „Ég reifaði þann möguleika að félagshyggjustjóm tæki við, mynd- aði sér langtímastefnu, sæti í eitt til tvö missiri og sýndi að hún væri fullfær að framkvæma sína stefnu, en leitaði þá eftir umboði kjósenda að vera áfram. Þar með yrðu kosn- ingar miklu innihaldsríkari fyrir „Við ræddum fyrst og fremst þær hugmyndir sem Kvennalistinn setti fram í ályktun á mánudag og Þor- steinn kynnti fyrir okkur þær tillög- ur sem hann og Sjálfstæðisflokkur- inn hafa lagt fram til að leysa eftia- hagsvandann. Við ræddum talsvert um efnahagsvandann og þá sér- kjósendur þar sem þá væri ekki aðeins verið að velja flokka heldur einnig stjómarstefnu. En þessu var einnig hafnað. Þær sögðu að afstaða þeirra væri byggð á viðhorfum kvenna sem þær heyrðu í. Ef konur vítt um land vilja félagshyggjustjóm og mennskar aðgerðir í dagvistunar- málum og fjölskyldumálum nú strax þá geta þær auðvitað skipt um skoðun," sagði Ólafur og bætti því við að sér hefði þótt það keyra um þverbak að Kvennalistinn hefði farið í viðræður við Sjálfstæðis- flokkinn á sama tíma og verið væri að ræða um félagshyggjustjóm. Steingrímur J. Sigfússon formað- ur þingflokks Alþýðubandalagsins sagði það hafa komið flokknum mjög á óvart að Kvennalistinn virð- staklega vanda sjávarútvegsins," sagði Guðrún. Hún sagði að Þor- steini hefði verið gerð grein fyrir hugmyndum Kvennalistans um samstjóm allra flokka til að leysa brýnasta efnahagsvandann og halda síðan kosningar sem fyrst. Málmfríður sagði að Kvennalist- ist ekki vera tilbúinn að ræða mynd- un meirihjutastjómar eða ríkis- stjómar yfírleitt nema þjóðstjómar- drauminn sem að þær hefðu sett fram. „Það komst aldrei á það stig að málefni skiptu þar máli, því mið- ur, því við höfðum bundið við það miklar vonir að þessir flokkar næðu saman og það tækist að gjörbreyta hér áherslum í pólitík og leiða fram félagshyggju og jafnréttissjónar- mið,“ sagði Steingrímur. Hann sagðist líta svo á að það væri tvímælalaus skylda kjörinna þingmanna að sjá til þess að hér væri starfhæf ríkisstjóm og benti á að Kvennalistinn hefði ekki einu sinni ljéð máls á tímabundnu sam- starfí til að leiða til dæmis fram kosningar síðar. Aðspurður um hugsanlega þátt- töku Alþýðubandalags í samstjóm Alþýðuflokks, Framsóknarflokks, og Borgaraflokks eða Stefáns Val- geirssonar sagði hann að það hlyti að vera Steingríms Hermannssonar að meta hvað langt hann gæti geng- ið með sitt stjómarmyndunarum- boð. Hann sagði að því hefði verið velt upp í samtölum hvað tæki við ef allir möguleikar á meirihluta- stjómum reyndust lokaðir en taldi ekki tímabært að tala um slíkt. Steingrímur sagði síðan að í við- inn í Reykjavík hefði haldið mjög ^ölmenna fundi og þingmenn Kvennalistans hefðu einnig haft samband við konur um allt land og skilaboðin væru alls staðar þau sömu: að Kvennalistinn ætti ekki að fara í stjóm nema að undan- gengnum kosningum, nema að aðr- ir flokkar fallist á hugmyndina um samstjóm til bráðabirgða. í því til- felli yrði að setja stjóminni tímatak- mark og ákveða kosningar. Þetta væru allt of skýr fyrirmæli til að hægt væri að sniðganga þau. ræðunum við Alþýðuflokk og Fram- sóknarflokk hefðu ágreiningsmálin verið einangruð. Alþýðubandalagið væri með mjög einbeittar kröfur í launamálum; legði áherslu á að launafólk fái aftur samningsrétt, óskertan kaupmátt og fullt samráð yrði við verkalýðshreifínguna um framhaldið. Þama hefði ekki náðst neitt samkomulag og alveg ljóst að breyta yrði þeim gmndvelli um- ræðupakkans sem launahlutinn byggir á. Hins vegar væri fjölda- margt annað í pakkanum sem flokkamir gætu orðið sammála um, enda væri margt af tillögum ættað úr samþykktum Alþýðubandalags- ins. Steingrímur Sigfússon sagði hina flokkana hafa opnað algerlega fyrir endurskoðun á skattamálunum í heild sinni, þar með talið söluskatti á matvæli og niðúrgreiðslum í því sambandi. Ólafur Ragnar Grímsson sagðist hafa lagt fram ýmsar hug- myndir um það hvemig mætti lækka verð á matvælum, m.a. með auknum niðurgreiðslum, og þær væru til skoðunar eins og annað. Ekki tilbúin í stjórn án Kvennalista „Alþýðubandalagið telur það þinglega skyldu sína að sjá landinu fyrir starfshæfri ríkisstjóm. Það höfum við alltaf verið tilbúin til að gera,“ sagði Guðrún Helgadóttir. „Steingrímur Hermansson hefur umboð til að mynda meirihluta- stjóm og við fórum í þessar sam- ræður til að mynda meirihlutastjóm sem sæti út allt kjörtímabilið. Ríkis- stjóm sem Kvennalisti vill ekki taka þátt í er óumdeilanlega minnihluta- stjóm og ég er ekki tilbúin til að fara í slíka stjóm.“ Guðrún sagði Alþýðubandalagið hafa það skilyrði öðru fremur í þess- um viðræðum að frysting launa yrði afnumin. „Það hefur ekki feng- ið -góðar undirtektir hjá viðræðu- flokkunum en minnihlutastjóm án þess að frysting launa sé afnumin tel ég að sé úr sögunni. Svo einfalt er það.“ Guðrún sagði að það hefði verið haldinn langur framkvæmdastjóm- arfundur á mánudag og allir verið sammála um að það væri meginskil- yrði Alþýðubandalagsins fyrir ríkis- stjómarþátttöku að samningsréttur yrði settur í gildi og frysting launa yrði afnumin. „Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur hafa ekki verið til viðtals um afnám frystingu launa þar sem þeir byggja allar sínar efnahagsaðgerðir á því. Ég tel að við höfum ekkert umboð til að fall- ast á ríkisstjóm án þess að það næði fram að ganga og get því ekki séð á þessari stundu að það séu miklar líkur á að við fáum þessa ríkisstjóm félagshyggjuflokkanna." Varðandi önnur atriði sagði Guð- rún að það hefði verið rætt mjög vinsamlega við Alþýðuflokk og Framsóknarflokk um fjölmörg mál sem vörðuðu byggðamál, umhverf- ismál, jafnréttismál og utanríkis- mál. „Þær' kröfur sem við höfum gert í utanríkismálum er endur- skoðun vamarsamningsins. Allt ástand alþjóðamála hefur breyst á síðasta áratug og ég held að við- ræðuflokkum okkar sé það ljóst. Við fengum ekkert slæmar undir- tektir undir þessar kröfur okkar," sagði Guðrún Helgadóttir. Utanríkismál mikilvæg Hjörleifur Guttormsson sagði að meðal þeirra krafna sem Alþýðu- Morgunblaðið/Ámi Sæberg Málmfríður Sigurðardóttir, Þorstemn Pálsson og Guðrún Agnarsdóttir í Stjórnarráðinu í gærdag. Rætt um efiiahagsástand- ið en ekki stj órnarmyndun - segja fulltrúar Kvennalistans um fiind með Þorsteini Pálssyni „ÞETTA voru almennar og vinsamlegar umræður og Þorsteinn tók það skýrt fram að þetta væru óformlegar viðræður og ekki stjómar- myndunarviðræður, enda er hann ekki með umboðið," sagði Guðrún Agnarsdóttir eftir fund hennar og Málmfriðar Sigurðardóttur með Þorsteini Pálssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, í Stjórnarráðinu i gærdag. MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1988 27 Viðræðunefiid Alþýðubandalagsins. Talin frá vinstri Guðrún Helga- dóttir, Ólafiir Ragnar Grímsson og Steingrímur Sigfusson. Stefán Valgeirsson: Óvíst hvort ég get stutt flórflokkastjóm „ÉG GET ekkert sagt um það nú hvort ég og mín samtök gæt- um stutt hugsanlega stjórn Framsóknarflokks, Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags. Ég yrði að tala betur við fólkið mitt fyrir norðan og i öðrum kjör- dæmum áður, en við höfiun áhyggjur af stöðu mála á lands- byggðinni; fréttir herma að það sé farið að loka fyrirtækjum víða fyrir norðan og vestan,“ sagði Stefán Valgeirsson, þingmaður Samtaka um jafinrétti og félags- hyggju, eftir klukkustundarlang- an fiind hans með Steingrími Hermannssyni og Halldóri Ás- grimssyni. Stefán sagði að honum skildist að Framsóknarflokkur og Samtök hans gætu náð saman, en eftir væri að sjá hvemig gengi að ná saman við Alþýðuflokk og Alþýðu- bandalag. Hann hefði séð málefna- grundvöll Framsóknar- og Alþýðu- flokks og það væri Ijóst að það þyrfti ýmsu við að bæta til að Sam- tök um jafnrétti og félagshyggju gætu sætt sig við þau. Málefnin yrðu látin ráða um það hvort sam- tökin styddu hugsanlega stjóm og þar skiptu mál landsbyggðarinnar og fátæka fólksins mestu. Stefán sagðist telja að það skýrð- ist um hádegi á morgun hvort Al- þýðubandalagið héldi áfram í stjómarmyndunarviðræðum Steingríms og framhaldið réðist af því og svo hvað hans samstarfs- menn legðu til. Hins-vegar þyrfti helst að halda kosningar fljótlega svo að kjósendur gætu dæmt fráfar- andi stjóm. Sá dómur yrði varla mildur. Viljum kosningar nú en ekki stjóm til frambúðar - segir Kristín Halldórsdóttir, Kvennalista „VIÐ buðum upp á þann kost að allir flokkar tælyu þátt í að leysa bráðasta vandann að því tilskyldu að kosningar yrðu sem fyrst. Okkur finnst hins vegar ekki koma til mála að fara út í viðræður um stjórn til frambúðar við þessar aðstæður," sagði Kristín Hall- dórsdóttir, Kvennalista, eftir fiind hennar og Þórhildar Þorleifs- dóttur við fiulltrúa Framsóknarflokks, Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags. Kristín var spurð hvort hún teldi að nokkur önnur stjórn en samstjórn allra flokka til skamms tíma kæmi til greina. „Við sjáum það ekki með þátttöku Kvennalistans.“ bandalagið hefði sett fram í sam- þykkt sinni væri að Kvennalistinn taéki þátt í hugsanlegri ríkisstjóm. Nú væri ljóst að úr því yrði ekki og hlyti afstaðá Alþýðubandaiags- ins til frekari viðræðna að markast af því. Hann sagðist ekki búast við öðru en að Steingrímur Hermannsson myndi fljótlega hætta þessari stjómarmyndunartilraun og skila inn umboðinu. Honum sýndist sem svo erfítt gæti reynst að mynda meirihhitastjóm og þetta allt eins geta endað í bráðabirgðastjóm og kosningum á komandi vetri. Utanríkismálin sagði Hjörleifur vera stór þáttur í þeirra huga og legði Alþýðubandalagið áherslu á að ná þar fram breytingum. Þar kæmi auðvitað við sögu krafa þeirra um uppsögn vamarsamningsins sem hefði alltaf verið ofarlega á baugi þegar Alþýðubandalagið tæki þátt í stjómarmyndunarviðræðum. Þá sagði Hjörleifur að til þyrftu að koma allt aðrar og' stærri leið- réttingar til handa landsbyggðinni en væru í tillögum Alþýðuflokks og Framsóknarflokks og að einnig þyrfti að taka matarskattinn til endurskoðunar. Þegar Hjörleifur var spurður hvað átt væri við með „endurskoðun" á matarskattinum og hvort mögulegt væri að fara inn í ríkisstjóm án þess að hann yrði afnumin sagði hann Alþýðubánda- lagið ekki hafa tekið bindandi af- stöðu til þess. „Auðvitað höfum við barist fyrir afnámi matarskattsins en við Iítum á þetta í ákveðnu sam- hengi við niðurgreiðslur - þ.e. verði til neytenda. Sú hætta sem við blas- ir er að dregið verði úr niðurgreiðsl- um á matvörum jafnhliða matar- skattinum. Okkar fyrsta krafa er þó auðvitað afnám á þessum skatti." Undrandi á Kvennalista Svavar Gestsson sagði við Morg- unblaðið að sér þætti það leitt að Kvennalistinn hefði hætt þátttöku í viðræðunum. „Við emm mjög undrandi og þykir það leitt að Kvennalisti hafí ekki viljað taka þátt í að mynda ríkisstjóm félags- hygjuflokkanna. í raun er það mjög alvarlegur viðburður. En það er ekki annað hægt að gera en að horfast í augu við þann veraleika og við munum láta málefnin ráða úrslitum." „Ríkisstjóm Þorsteins Pálssonar skilur mjög illa við. Ég hygg að þetta sé versti viðskilnaður ríkis- stjómar um margra áratuga skeið og þess vegna er tíminn knappur. Spumingin er því hvort tekst að ljúka þessu í tæka tíð, það get ég ekki sagt til um á þessu stigi. Steingrímur hefur sett sér mjög knappan tíma til að mynda þessa meirihlutastjóm." „Við höfnuðum ekki að líta á það að hveiju menn kynnu að komast með frekari viðræðum. Við sögðumst hins vegar ekki vilja standa í vegi fyrir þvi að Steingrímur Hermannsson ynni það verk sem honum var falið. Við teljum að stjóm þessara femra stjómmálasamtaka myndi ekki hafa þá tiltrú sem þarf til að koma fram málum og að starfa saman að stjóm landsins til langs tíma. Við komum til þessa fundar vegna þess að eftir fundinn með Steingrími í morgun spurði hann hvort við væram fúsar til að koma á fund með fulltrúum hinna flokk- anna til að skýra okkar afstöðu. Við gerðum það og sögðum að við hefðum ekki umboð til annars en að fara eftir þeirri ályktun sem gerð var á mánudag. Okkur skilst að markmið þeirra sé fyrst og fremst að koma saman starfhæfri stjóm, sem gæti setið út kjörtímabilið. Okkur fínnst vera svo breyttar aðstæður að það sé mjög ólýðræðislegt að gefa fólki ekki tækifæri til að segja hvað það vill,“ sagði Kristín. Hún sagði að Kvennalistinn gæti ekki sætt sig við ákveðin atriði í þeim málefnagrundvelli sem Framsóknarflokkur og Al- þýðuflokkur hefðu lagt fram, og þá sérstaklega fiystingu launa. Þær hefðu fengið þau svör að ef fallið væri frá því atriði myndi sá grundvöllur riðlast veralega, því þetta væri ein aðalstoðin undir því að ná niður verðbólgu. Kosningar úrslitaatriði í gærkvöldi áréttaði Kvennalist- inn afstöðu sína vegna yfírlýsinga formanna Alþýðuflokks og Al- þýðubandalags með eftirfarandi tilkynningu: „í fyrsta lagi: Kvenalistinn krefst kosninga hið fyrsta. Því höfnum við viðræðum um myndun stjómar til frambúðar hveiju nafni sem hún' kann að nefnast. Við teljum það í hæsta máta ólýð- ræðislegt að þjóðin fái ekki að láta í ljós álit sitt á því ástandi sem nú hefur skapast, auk þess sem skoðanakannanir síðustu mánaða sýna berlega að þjóðin vill breytt styrkleikahlutföll á Al- þingi. Því geram við kosningar að úrslitaatriði nú við myndun stjóm- ar, hvort sem væri með þátttöku okkar eða hlutleysisyfírlýsingu. í öðru lagi: Kvennalistinn sér glöggt eins og aðrir að í óefni er komið í efnahags- og atvinnumál- um þjóðarinnar. Við því verður að bregðast skjótt og má ekki bíða kosninga. Kvennalistinn hefur lagt til að þjóðstjóm verði mynduð hið bráðasta þar sem allir flokkar og samtök Iegðust á eitt, slíðraðu sverðin og ýttu eigin sér- og áhugamálum til hliðar í bili, gerðu nauðsynlegustu ráðstafanir og boðuðu síðan til kosninga. I þriðja lagi: í tillögu okkar um samstjóm allra flokka felst í sjálfu sér ekki nein höfnun á öðr- um stjómarmynstram. Fyrsta og brýnasta verkefni nýrrar stjómar er að koma atvinnuvegum Iandsins á réttan kjöl — en það má ekki gerast á kostnað launafólks. Ef Kvennalistinn á að vera aðili að meirihlutastjóm verður hún að standa við gerða kjarasamninga, vemda kaupmátt lægstu launa og boða til kosninga hið fyrsta. í þeim stjómarmyndunarvið- ræðum sem Steingrímur Her- mannsson boðaði til með fulltrúum Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Kvennalista var farið mörgum fögram orðum um félagshyggju- stjóm en jafnframt skýrt tekið fram að ekki stæði til að afnema frystingu launa með þeim rökum að þá riði yfír ný holskefla óða- verðbólgu. Sem sagt sökudólgur- inn er enn talinn sá hinn sami — launafólk. Kvennalistinn telur að félagshyggjustjóm verði ekki mynduð á grandvelli flokka heldur málefna.“ Framsóknarmenn i þungum þönkum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.