Morgunblaðið - 21.09.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.09.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1988 35 Danski eftir Pétur Bjöm Pétursson Hvað geta Danir svo sem kennt íslendingum? Að spila fótbolta? — Engin spurning. Að setfa vör- ur? — Já. Að skipuleggja tíma og ná árangri f stjórnun fyrir- tœkja? Á föstudaginn kemur, 23. sept- ember, mun Claus Möller, Time Manager-„gúrúinn“, halda nám- stefnu í Viðey, þar sem hann ætlar með því að leggja áherslu á splúnkunýtt (!!!) hugtak — GÆÐI. Time Manager Intemational (TMI) hefur nýlega kynnt nýtt námskeið í gæðaátaki og mun Möller ræða hugtakið og hugmyndafræðina bak námskeiðinu og notkunarmöguleika þess í fyrirtækjum og stofnunum. En hver er þessi Claus Möller? I heimi stjómunar er nafn Claus Möller notað samhliða nöfnum eins og Iaccoca, Janne Carlzon, Kami, Porter o.fl. í sama gæðaflokki og Victor Borge er í skemmtanaheim- inum. Samlíkingin við Borge er engin tilviljun, báðir hafa lag á að hrífa áheyrendur sína með sterkum persónuleika sínum og líflegri fram- komu. Möller er orðinn vel þekktur víða um heim, trúlega nærri eins þekktur og Borge. í Skandinavíu hafa 12.000 starfsmenn SAS sótt þjónustunám- skeið TMI, í Bretlandi yfir 36.000 starfsmenn British Airways, hjá Evrópubandalaginu um 15.000 manns í Bmssel og í Japan um 22.000 starfsmenn Japan Air Lin- es. Og ekki má gleyma 1.600 starfs- mönnum Flugleiða og Qölda starfs- manna Pósts og síma, SPRON og Sparisjóðs HafnarQarðar. Árangur- inn hefur ekki látið á sér standa. Bæði SAS og British Airways vom kosin flugfélög ársins eftir að hafa farið í gegnum þetta þjónustuátak TMI. Alls hefur um ein miHjón manns sótt námskeið á vegum TMI. Nýj- asta afrek Claus Möller er að sann- færa Rússa um ágæti Time Manag- er og hafa nú þegar þúsundir opin- berra starfsmanna í Sovétríkjunum sótt slík námskeið — liður í per- estrojku Gorbatsjovs? Uppmnalega hugmyndin að Time Manager er einföld og sjálf- sögð, eins og allar góðar hugmjmd- ir. Kvöld eitt fyrir 13 ámm kom Claus heim til sín, dauðþreyttur eftir erfiðan vinnudag. Var hann ákveðinn í að njóta huggulegrar kvöldstundar í faðmi ljölskyldunn- ar. En eins og svo oft áður rann honum í bijóst fyrir framan skjáinn (við hljótum að þekkja þetta!). Viveca kona hans varð ekkert ofsa- kát. Hún varð jafnvel svolítið reið. Hún vakti bóndann og vildi ræða málin. Hún sagðist vera allt of ung til að eyða lífinu á þennan hátt, annaðhvort skipuleggðu þau líf sitt í sameiningu, eða bara hættu þessu. Og þetta hafði tilætluð áhrif. Næstu kvöld sátu þau, eins og þau sjálf segja, sömdu „kvikmyndahandrit" að lífí sínu, þar sem þau væm aðal- leikaramir. Smám saman þróaðist hugmyndin, og Time Manager varð ta. Markaðsmaðurinn Möller vissi, að þótt hann væri með úrvalsvöm, gæti hann ekki sest I helgan stein, sífellt varð að þróa og bæta vömna. I kjölfárið kom námskeið um betri nýtingu heilans, Brain Manag- er, námskeið í betri framsetningu efnis, Presentation Manager og nú síðast nýtt námskeið um Gæði, Quality Manager. Claus Möller nálgast gæðahug- takið frá víðara sjónarhomi en al- mennt gerist. Til viðbótar við gæði framleiðslunnar tengir hann gæða- hugtakið hagsmunum starfsmanns- ins og heildarhagsmunum fyrirtæk- isins, hvort heldur á markaðssviði, þjónustu eða í stjómun. Möller seg- ir að gæðaátak verði að vinnast af öllum starfsmönnum, háum sem lágum. Þeim verði að innprenta mikilvægi og hagkvæmni vand- „gúrúinn“ Claus Möller virkni og gæðavinnubragða, t.d. hvemig það margborgi sig að vinna hvert verk aðeins einu sinni. Vegna einfaldrar en snjallrar framsetningar hefur Quality Man- ager þegar fengið fádæma góðar viðtökur, enda beina stjómendur nú sjónum sínum I enn ríkari mæli að mikilvægi starfsmanna og af- stöðu þeirra til vinnu sinnar og vinnubragða — mannlega þættin- um. Stjómendum er orðið ljóst að aukin hagkvæmni, aukin gæði og aukin markaðshlutdeild næst ekki nema með því að rækta þann hugs- unarhátt hjá öllum starfsmönnum fyrirtækja. „Stjórnendum er orðið ljóst að aukin hag- kvæmni, aukin gæði og aukin markaðshlut- deild næst ekki nema með því að rækta þann hugsunarhátt hjá öllum starfsmönnum fyrir- tækja.“ Fyrir stjómendur á íslandi, bæði stjómendur fyrirtækja og aðra, er koma Claus Möller til íslands hval- reki á borð við komu Reagans og Gorbatsjovs. Nú er það spumingin hvort þessi námstefna í Viðey fái svipaðan sess hjá stjómendum íslenskra fyrir- tækja og leiðtogafundurinn I Höfða skipaði fyrir heimsfriðinn. Eitt sinn var Claus Möller spurð- ur að því hvort hann þekkti Gorb- atsjov. Hann svaraði nei. En hvort hann þekkti Reagan? Enn var svar- ið nei. — En svo bætti hann við: „En þeir þekkja mig báðir!" Höfundur er skólasijóri ÚtOutn- inga- og mnrkaðsskóla íslands Claus Möller ATT Þll SPARISKIRTEINI SEM ERU HÆTT AÐ BERA ÁVÖXT? Það er heldur óskemmtileg tilhugsun að vita til þess að í heimahúsum liggur fjöídinn allur af spariskírteinum ríkissjóðs sem láðst hefur að innleysa, og mörg þeirra eru því hætt að bera ávöxt. Ef þú átt slík skírteini viljum við hvetja þig til að koma til okkar í Verzlunarbankann og innleysa þau. 10. september er nýr innlausnardagur fyrir spariskírteini að upphæð 2,6 milljarða. MARGIR KOSTIR - ALLIR GÓÐIR. Við erum reiðubúin að hjálpa þér að vega og meta hentugar ávöxtunarleiðir fyrir andvirði skírteinanna. Þú getur t.d. valið KASKÓREIKNING, RENTUBÓK eða ný SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS, allt eftir því hvað hentar aðstæð- um þínum og markmiðum. Verzlunarbankinn býður þér einnig upp á þá þægilegu þjón- ustu að taka skírteinin þín í geymslu og sjá um áframhaldandi ávöxtun þegar kemur að innlausnardegi. ÞARABAKKA 3 BANKASTRÆTI 5 HÚSIVERSLUNARINNAR UMFERÐARMIÐSTÖÐINNl LAUGAVEGI 172 KRINGLUNNl 7 VATNSMÝRARVEGI 10 GRENSÁSVEGI 13 ÞVERHOLTl 6, MOSFELLSBÆ VATNSNESVEGI 14, KEFLAVlK YDOA F2.23/SIA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.