Morgunblaðið - 21.10.1988, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1988
7
Laxaseiði af norskum og ís-
lenskum stofhi borin saman
ÁKVEÐIÐ hefur verið að heQa samanburðartilraun á laxaseiðum
af islenskum og norskum stofriun. Tilraunin verður á vegum Rann-
sóknastofiiunar landbúnaðarins og landbúnaðarráðuneytisins i Rann-
sóknastöð Hafrannsóknastofnunar í eldi sjávarfiska í Grindavík.
Stefán Aðalsteinsson deildarstjóri búQárdeildar RALA er verkefids-
stjóri.
Kosið verður um hundahald í Reykjavík í anddyri Laugardalshallar-
innar
Reykjavík:
Kosningar um hunda-
hald hefjast á mánudag
KOSNINGAR um hundahald í Reykjavík fara firam dagana 24.-30.
október, eða frá og með næsta mánudegi. Kosið verður í and-
dyri Laugardalshallar og verður kjörstaður opinn frá kl. 16-19
mánudag til fostudags, en frá kl. 14-20 laugardag og sunnudag.
Kjörskrá verður sú sama og gilti við forsetakosningar sl. sumar
og atkvæðisrétt hafa þeir, sem á kjörskránni eru og eru orðnir
18 ára á síðasta degi kosningarinnar.
Seiði af norskum uppruna eru í
tveimur fiskeldisstöðvum og hefur
verið bannað að dreifa þeim víðar.
Mikill áhugi er meðal fiskeldismanna
að fá fisk til eldis enda hefur því
Það hefur lengi verið vilji stjóm-
ar Skallagríms hf., útgerðarfélags
skipsins, að breyta ferðaáætlun, en
ýmislegt hefur komið í veg fyrir
það. Helgi Ibsen framkvæmdastjóri
Skallagríms hf. staðfesti þetta í
samtali við Morgunblaðið og sagði
að helstu annmarkar breytinga á
ferðum skipsins hefðu verið þrengsli
í Reykjavíkurhöfn og eins það að
þeir deildu aðstöðu með Skipaút-
gerð ríkisins í höfninni og því hefði
það verið talið eðlilegast að skipið
væri í Reykjavík á matar og kaffi-
tfmum, því á öðrum tímum væri
mikil umferð um hafnarsvæðið.
Helgi sagði einnig að hann hefði
orðið þess áþreifanlega var að fólk
verið haldið fram að lax af norska
stofninum sé betri í eldi. Önnur stöð-
in verður aflögufær með hrogn af
norska stofninum í haust og verða
þau seld úr landi ef ekki fást undan-
vildi komast fyrr til Reykjavíkur á
morgnana og eins það að síðasta
ferðin til Akranes þætti ekki á góð-
um tíma.
„Fólk sem hefur lokið sínum er-
indum í Reylqavík síðari hluta dags
vill ekki bíða eftir skipinu til kl. 19
heldur fer það margt landveginn til
Akraness. Það sama á við um ýmsa
þá sem þurfa að fara til Akraness
og reka erindi sín þar á daginn,
þeim finnst of seint að koma þang-
að rétt fyrir hádegi. Þessi breyting
á ferðum er ekki stórvægileg en
kemur þó til móts við þarfir við-
skiptavina okkar,“ sagði Helgi.
J.G.
þágur frá dreifingarbanni. Nefnd á
vegum landbúnaðarráðherra er
þessa dagana að semja reglur um
dreifíngu norska fisksins.
Stefán Aðalsteinsson ætlar að
bera saman seiði af norska stofnin-
um og íslenskum eldisstofnum með
tilliti til vaxtarhraða og aldur við
kynþroska. Ótímabær kynþroski er
galli á laxastofnum í eldi þar sem
þá verður að slátra þeim minni en
ella. Talað hefur verið um að norski
fiskurinn verði seinna kynþroska en
sá íslenski.
Stefán sagði að vatn væri komið
í kerin í Grindavík og bjóst við að
fá fyrstu fiskana eftir tæpan mán-
uð. Verða það 200-300 gramma seiði
en hann ætlar einnig að hefla sam-
anburð á tveimur öðrum stigum; á
seiðum á fyrsta sumri og út frá
hrognum. Með þessu segir hann að
marktækur samanburður fáist fyrr
en áætlað er að tilraunin taki þijú ár.
Siglufjörður:
Rækja keypt
írá Danmörku
Siglufirði.
SIGLÓ hf. hefúr keypt 130 tonn
af rækju af dönsku fyrirtæki en
rækjan er veidd við Kanada.
Rækjunni var landað í Danmörku
og flutningaskipið Hera Borg
flutti hana hingað.
Einungis einn bátur, Dagfari ÞH,
hefur verið á rækjuveiðum fyrir Si-
gló hf. að undanfömu og lítið hefur
veiðst. Annar bátur, Þorleifur EA,
er hins vegar að fara á rækjuveiðar
fyrir Sigló.
Matthías
Kosningar þessar eru í samræmi
við reglur um undanþágu frá banni
við hundahaldi í Reykjavík, sem
gilt hafa undanfarin fjögur ár.
Spumingin á kjörseðlinum er þessi:
„Viljið þér leyfa hundahald í
Reykjavík með þeim skilyrðum sem
gilt hafa síðustu íjögur ár?“.
Helstu skilyrðin fyrir hundahaldi
em þau, að leyfi til hundahalds er
bundið við nafn og heimiiisfang eig-
anda og er óheimilt að framselja
það. Sé um að ræða leyfi fyrir hund
í sambýlishúsi þarf skriflegt sam-
þykki sameigenda. Skylt er að
ábyrgðartryggja hunda fyrir tjóni
sem þeir kunna að valda og færa
þá árlega til hreinsunar. Þá ber að
merkja þá og bannað er að hleypa
þeim inn á tiltekin svæði, svo sem
leikvelli og í almenningsfyrirtæki,
samkomuhús og fleira. Leyfishafa
ber að sjá til þess að hundur valdi
ekki óþægindum eða óþrifnaði.
Borgarráð getur svipt menn leyfum,
haldi þeir ekki reglur og hunda sem
valda hættu, óleyfílega hunda eða
hunda sem ganga lausir utanhúss
skal taka úr umferð og er heimilt
að lóga hættuylegum hundum þeg-
ar í stað.
Upplýsingar um kjörskrá gefur
Manntalsskrifstofa Reykjavíkur.
Akranes:
Akraborg breytir ferð-
um sínum í nóvember
Akranesi.
ÁKVEÐIÐ hefiir verið að breyta ferðum Akraborgar milli Akra-
ness og Reykjavíkur og tekur breytingin gildi 15. nóvember nk.
Skipið mun fara hálfri stundu fyrr frá Akranesi á morgnana og
aðrar ferðir fiærast fram sem þessu nemur.
Stórkostleg verðlækkun á KY0UC,
japanska hvítlauknum,
í kjölfar beinna innkaupa
Hylki,
hylki m/
lesitíni
eða töflur
BH
'Si
2 ’s * y
r ‘
1
k'.;
ÍB*
i
'Hl
Fljótandi
bæði með og
án hylkja
Nýjar umbúðir
KYOLIC — eini alveg lyktarlausi hvítlaukurinn
KYOLIC — 2ja ára kælitæknivinnsla (20 mán. + 4 mán.)
sem á engan sinn iíka í veröldinni
KYOLIC — hefur meiri áhrif en hrár hvítlaukur
KYOLIC — er gæðaprófaður 250 sinnum á framleiðslu-
tímanum
KYOLIC — á að baki 30 ára stöðugar rannsóknir
japanskra vísindamanna
KYOLIC — lífrænt ræktaður í ómenguðum jarðvegi án
tilbúins áburðar eða skordýraeiturs
Öli önnur hvítlauksframleiðsla notar hita-
meöferö
Aðvörun:
Hiti eyðileggur virk og viðkvæm efnasambönd og hvata í hvitlauk.
Þrátt fyrir fullyrðingar um hið gagnstæða verka allir aðrir framleiöendur hvítlauks-
aturðir sínar við háan hita til að þurrka hvitlaukinn og fjarlægja lykt eða þá að inni-
hald er mestmegnis jurtaolíur annarra jurta, s.s. sojabaunaolia.
Wakunaga, japanska rannsóknarmiöstööin, sem
ræktar og framleiðir KYOLIC hvítlauk rekur eina af
þremur stærstu rannsóknarmiðstöðvum í Japan. Þar
eru eingöngu notaðir ströngustu alþjóðlegir rann-
sókna- og framleiðslustaðlar, s.s. G.L.P. Good
Laboratory Practices og G.M.P. Good Manufacturing
Practices.
KYOLIC
- enginn samjöfnuður undir sólinni - gæði, heilnæmi og heilsubót
Helstu sölustaðir
heilsu- og lyfjaverslanir
Heildsölubirgðir:
Logaland, heildverslun,
Símar 1-28-04 og 2-90-15
iiliíiilikiltfctlkHI
1.1 i/llLktH HMilUiklAUilifcltlilAhÍililiiiLWiiífeáSiijSúdaLíM:'»un- h-í'
Sf-#* S&3i