Morgunblaðið - 21.10.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.10.1988, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1988 Eru Vottar Jehóva yfirstétt? Til Velvakanda. Eftir að hafa kynnst félagsskap Votta Jehóva nokkuð undanfarin ár, séð samkomuhald þeirra og tímaritin Varðturninn og Vaknið vaknar óneitanlega hjá mér sú spuming, hvort Vottar Jehóva séu yfirstétt. Þar er aðeins að finna hinn enska hefðarmann og hinn ameríska pró- sentuteljara og ímynd þeirra beggja. Hvergi er gert ráð fyrir fólki í lægri þjóðfélagsþrepunum. Á meðfylgjandi mynd úr nýlegu ein- taki af Awake (Vaknið) kemur þetta skýrt fram. Sjáið íburðinn hjá fólkinu sem kallar sig hina Guðs utvöldu. Leðursófasett, píanó, klæðnaðurinn. Svona er klæðnaðurinn á sam- komum Vottanna. Það eru óskrifuð lög að mæta í jakkafötum með bindi, jafnvel í trúboði í AfrSéiku. Broslegt. Svo eru ritningamar rannsakaðar af krafti en lifandi krafti tilbeiðslunnar afneitað svo og persónugerfingi anda Guðs. Vottamir em duglegir að hrósa sér fyrir kærleika og heilbrigði anda og líkama, það skín glögt út úr málgögnum þeirra og ummælum þeirra sjálfra um sjálfa sig. Það liggur við að maður heyri þá segja: Takk, Jehóva, að ég er ekki eins og aðrir menn. Enn þannig breyta þeir og ritat Einar Ingvi Magnússon -----*-*-*--- Amnesty International: Overðskuld- - aður heiður Til Velvakanda. Áð gefnu tilefni vill undirritaður taka fram, að það er mesta firra sem einhvemveginn hefur komist á flot í fjölmiðlum að hann hafi verið umsjónarmaður með dagskrá Amnesty International á. sunnu- dagskvöldið var. Heiður þeim sem heiður ber, og hið rétta í málinu er að samtök Amnesty Intematio- nal á íslandi sáu alveg sjálf um að útbúa þessa dagskrá og fengu til þess valinkunna listamenn, snillingurinn Bjöm Emilsson stjómaði upptökunni af alkunnri röggsemi en undirritaður kom þar hvergi nærri nema þá í mjög svo lítilsigldri pappírsvinnu sem ekki er á orði hafandi. Baldur Hermannsson HEILRÆÐI Hvar er barnið þitt að leika sér? HÖGNI HREKKVÍSI /,pú KANNT ÉTKKI AP KASTA &OL.TA OO HITTII? /UPRS NEITr... Víkverji skrifar Fyrir skömmu birtist í frétt í Morgunblaðinu frásögn af því er veik kona missti niðurfellingu á ársíjórðungsgjaldi síma, vegna þess að hún hafði dvalist langtímum saman í sjúkrahúsi. Þetta var rétt fyrir ríkisstjómarskiptin og Matt- hías Á. Mathiesen samgönguráð- herra brást skjótt við og leiðrétti þetta óréttlæti. Nú mun símum þessa fólks, sem missir óskerta tekjutryggingu við sjúkrahússvist, verða lokað á meðan á veikindunum stendur. Lokun símans er nauðsynleg að því er Víkveija er tjáð vegna þess að vart hefur orðið misnotkunar á þessari eftirgjöf. Fullfrískt fólk hef- ur borið fyrir sig aldrað fólk, skrif- að það fyrir símum og notað síðan. Segja má að slík misnotkun á niður- fellingu ársfjórðungsgjalds sé víta- verð og óskiljanlegt að nokkur skuli leggjast svo lágt, að nota sér veik- indi aldraðra til þess að svindia á kerfínu. Síminn á Islandi er alls ekki dýr miðað við önnur lönd. Sumar opinberar stofnanir virð- ast ekki telja það skyldu sína að veita viðskiptavinum sinum neina þjónustu. Nýlega varð Víkveiji vitni að því, að Hitaveita Reykjavíkur neitaði raðhúsaeigend- um við götu hér í borginni að senda þeim heim reikninga fyrir vatnsnot í bílskúrum. Allir em þeir viðskipta- vinir veitunnar og þar sem illa gekk að innheimta hitareikninga, fóru þessir raðhúsaeigendur fram á að kostnaður við hitun 16 bílskúra yrði jafnað niður á reikninga þeirra allra. Þannig yrði hitunarkostnaður bflskúranna greiddur með hita- reikningum raðhúsanna. Þessu neitaði Hitaveitan og viidi ekki deila bflskúrshitanum í 16 jafna hluta. Með nútíma tölvutækni ætti slík þjónusta að vera smáatriði. Hægt ætti að vera að setja inn í tölvu Hitaveitunnar í/ eitt skipti fyHr öll skipun um að reikningar sem þessi hitunarreikningur fyrir bflskúra greiddist í 16 hlutum. Með þessu fyrirkomulagi ætti veitan að fá greiðar inn peninga fyrir kyndingu sameignar sem bflskúrar eru í þessu tilfelli þar sem hver eigandi er hvort eð er viðskiptavinur með reiknings- númer og fær heimsendan gíróseðil reglulega. Þessi háttur á þó aðeins að vera, sé hans óskað af viðkom- andi viðskiptavinum, en hins vegar er það ekkert annað en skortur á vilja til að bæta þjónustu, sé slíkri beiðni hafnað. Með sama hætti ætti að vera unnt að fá sömu þjónustu frá Raf- magnsveitum Reykjavíkur. Þó get- ur það verið erfíðara, þar sem meiri sveiflur geta komið í raforkunotkun í einstökum eignum manna, sér- staklega ef menn eru með orkufrek rafmagnstæki. En sums staðar eru svokallaðir frádráttarmælar, sem geta gefið upplýsingar um hvar hin sveiflukennda notkun á sér stað. Með þessum mælum er því unnt að fínna, hver eigi að borga meira en annar, ef notkun eykst skyn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.