Morgunblaðið - 21.10.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.10.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1988 27 Helga II RE 373 . Á innfelldu myndinni eru eigendur Ingi- mundar hf., Armann Friðriksson og sonur hans Armann, sem er framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Morgunblaðið/Snorri Snorrason Helga II RE 373 komin til heimahafiiar: Nýtum loðnukvóta tveggja skipa og þorskkvóta þriggja Treg mæting í bifreiðaskoðun Bifreiðaeigendur á höfuð- borgarsvæðinu og á Suðurnesj- um hafa ekki verið nægilega duglegir að koma með farar- tæki sín i skoðun nú á haust- mánuðum, að mati Bifreiðaeft- irlitsins. Haukur Ingibergsson framkvæmdastjóri Bifreiðaeft- irlitsins segir góðar heimtur hafa verið fyrri hluta ársins og fram á sumar, en brugðið hafi til hins verra í september. Nú á að vera lokið við að skoða bifreiðir með númer upp að R 62730, Y 15150, G 22220 og Ö 10400. Að sögn Hauks verður fljótlega farið að grípa til aðgerða gagnvart óskoðuðum bifreiðum í samvinnu við lögreglu. Haukur hvatti eigendur óskoðaðra bíla til að drífa sig með bíla sína til skoð- unar og forða þannig sjálfum sér frá óþægindum og Bifreiðaeftirliti og lögreglu frá þeirri fyrirhöfn að leita uppi óskoðaða bíla. Árlegri bifreiðaskoðun á að vera lokið í Keflavík þann 4. nóvember næstkomandi og í Reykjavík í fyrstu viku desember. Seinni október fló FEF verð- urámorgun * SEINNI októberflóamarkaður Félags einstæðra foreldra verð- ur á morgun, laugardag 22.okt- óber í Skeljanesi 6, frá klukkan 2 e.h. tíl 5. Til sölu verður nýr fatnaður, skór og skrautvörur, tískukjólar frá ýmsum tímum, bækur og skraut og gjafamunir. Allt er selt á ekta flóamarkaðsverði FEF, seg- ir m.a. í fréttatilkynningu frá fé- laginu. - segir Ármann Ármannsson, framkvæmdastjóri HIÐ nýja nóta- og togskip Helga II RE 373 kom til landsins í vik- unni. Skipið er i eigu Ingimundar hf og kemur í stað eldra skips með sama nafni. Skipið er búið til loðnuveiða og rækju- og bolfiskveiða og vinnslu. Frystigeta er um 30 tonn á sólarhring. Skipið er 793 tonn að stærð, berum 1.000 tonnafloðnuogum 150 tonn af frystum afurðum. Helga II er byggð af Ulstein- mesta breidd er 12,50 metrar. Á skipasmíðastöðinni í Noregi og hönn- vinnsludekki eru flökunarlínur, pökk- uð af Skipsteknisk a/s í Álasundi. un og vigtun fyrir þorsk, karfa og Hún er 51,70 metrar að lengd og grálúðu og rækjuvinnslulína og Fiskverð á uppboðsmörkuðum 20. október. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lsagsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 50,00 48,00 49,51 2,442 120.936 Undirmál 38,00 32,00 37,05 1,170 43.386 Undirmálsýsa 20,00 20,00 20,00 0,056 1.120 Ýsa 88,00 37,00 74,54 3,586 267.315 Ufsi 15,00 15,00 15,00 0,045 675 Steinbitur 15,00 15,00 15,00 0,015 225 Koli 34,00 34,00 34,00 0,638 21.692 Langa 39,00 39,00 39,00 1,347 52.537 Lúða 305,00 115,00 192,01 0,687 132.009 Keila 14,00 14,00 14,00 0,246 3.451 Samtais 62,86 10,234 643.346 Selt var aðallega frá Hraðfrystihúsi Breiðdælinga, Aðalvör hf., Hafbiörgu sf., Færabaki hf., Kristjáni Guðmundssyni á Rifi og Fiskverslun Bjarna Einarssonar á Arnarstapa. 1 dag verður selt úr bátum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 50,00 46,00 48,39 1,911 92.478 Ýsa 75,00 40,00 67,17 5,040 338.556 Smá ýsa 10,00 10,00 10,00 0,093 930 Karfi 26,00 26,00 26,00 0,950 24.710 Ufsi 15,00 15,00 15,00 0,035 525 Steinbítur 12,00 12,00 12,00 0,019 228 Hlýri+steinb. 35,00 15,00 22,19 0,670 14.870 Langa 15,00 15,00 15,00 0,025 375 . Lúða 280,00 185,00 273,85 0,139 38.065 Skarkoli 25,00 25,00 25,00 0,385 9.625 Skötuselur 290,00 290,00 290,00 0,106 30.740 Samtals 58,79 9,374 551.102 Selt var úr bátum. í dag verða seld um 15 tonn af ýsu úr Elínu Þorbjarnardóttur IS og óákveðið magn úr bátum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 53,50 46,00 51,39 4,750 244.100 Ýsa 74,50 10,00 63,50 12,501 793.849 Ufsi 20,00 13,00 17,68 1,322 23.372 Karfi 26,00 25,00 25,04 1,600 40.036 Sfld 9,30 8,50 9,06 42,000 380.350 Keila 13,00 13,00 13,00 0,500 6.500 Langa 25,00 25,00 25,00 0,150 3.750 Blálanga 36,50 36,50 36,50 0,081 2.957 Sólkoli 60,00 60,00 60,00 0,028 1.698 Skarkoli 35,00 35,00 35,00 0,098 3.444 Lúða 155,00 65,00 119,92 0,060 7.229 Öfugkjafta 5,00 5,00 5,00 0,010 50 Skata 110,00 51,00 94,47 0,098 9.334 Skötuselur 350,00 350,00 350,00 0,045 15.750 Samtals 24,23 63,262 1.532.692 Selt var aöallega úr Kópi GK, Þresti KE, Þorsteini Gislasyni GK og Sigrúnu GK. ( dag verður .selt úr dagróðrabátum ef á sjó gefur og á morgun, laugardag, verða meöal annars seld 40 tonn af þorski úr Bergvfk KE. Grænmetlsverð á uppboðsmörkuðum 20. október. SÖLUFÉLAG GARÐYRKJUMANNA Gúrkur 158,00 0,065 10.270 Sveppir 450,00 0,232 104.722 Tómatar 208,00 2,250 469.098 Paprika(græn) 324,00 0,640 207.130 Paprika(rauö) 399,00 0,365 145.470 Rauökál 87,00 0,100 8.690 Hvítkál 66,00 6,700 445.000 Gulrætur(ópk.) 86,00 0,050 4.300 Gulræturfpk.) 107,00 1,620 173.220 Salat 61,00 0,195 11.895 Steinselja 34,00 780 búnt 26.320 Sellerí 182,00 0,145 75.515 Kínakál 117,00 2,700 317.220 Samtals 2.000.986 frystitæki. íbúðir eru í skipinu fyrir 23 manns, þarf af 5 í eins manns klefum. Helga II er búin öllum nýj- ustu og fullkomnustu fiskileitar- og siglingatækjum. Helga II fer um helgina til loðnu- veiða, en hún heldur loðnuveiðileyfi eldra skipsins og mun jafnframt veiða í vetur kvóta Helgu III RE, sem er í eigu Ingimundar hf. Miðað við sömu úthlutun og á síðasta ári gæti því heildarkvóti skipsins orðið um 36.000 til 38.000 tonn. Auk þess hefur skipið leyfi til rækju- og bol- fiskveiða. Armann Ármannsson er fram- kvæmdastjóri Ingimundar hf: „Mér líst mjög vel á skipið," segir hann. „Það kostar nettó 330 til 340 milljón- ir og á að geta fiskað nóg til að standa undir sér. Það gerir tvöfaldur loðnukvóti meðal annars og þorsk- vóti allra skipanna, það er Helgu, Helgu II og Helgu III, sem um 1.300 tonn. Um leið verður saltfiksvinnslu hætt í landi og hin tvö skipin verða eingöngu á rækju. Síðan er mögu- leiki að fara með nýja skipið á Dor- hn-bankann, þar sem rækjuveiði er fyrir utan kvóta. Skipstjóri er Geir Garðarsson, en hann sagði í samtali við Morgun- blaðið, að skipið hefði reynst vel á heimleiðinni og væri hið bezta í alla staði og mikill munur frá gömlu Helgunni. Yfirvélstjóri er Kristján Bergsson. Bjami Hilmir Sigurðsson, fyrsti vélstjóri, hafði umsjón og eftir- lit með byggingu skipsins í Noregi. _ Gamla Helgan, sem víkur fyrir þeirri nýju fór utan sem greiðsla upp í nýja skipið. Hún var upphaflega byggð í Noregi 1967 og hafði því náð tvítugsaldrinum. Hún var lengd 1974 og yfirbyggð 1977 og var 281 brúttótonn að stærð. Hún bar um 550 tonn af loðnu. Ráðsteftia um hönnun Ráðstefna um hönnun verður haldin laugardaginn 22. október í Borgartúni 6 og hefst hún kl. 13.00. Markmiðið með ráðstefin- unni er að fá fram sem skýrasta mynd af stöðu hönnunarmála hérlendis, hver þróunin verður og tillögur um aðgerðir, frá hönnuðum, fyrirtækjum, sam- tökum og opinberum aðilum. Gestur ráðstefnunnar verður Earl N. Powell forstjóri Design Management Institute. Stofnunin er bandarísk sjálfseignarstofnun sem hefur það að markmiði að efla þátt hönnunar hjá fyrirtækjum og vinna að þvi að auðvelda samskipti hönnuða og stjómenda. Hann stjómar víðtæku verkefni sem stofnunin stendur fyrir í samvinnu við Harvard Business School og nefnt hefur verið The Triad Project. Verkefnið felst í athugun á hönnun- arstarfsemi 15 fyrirtækja í Banda- ríkjunum, Evrópu og Japan. Meðal þátttökufyrirtækja eru Braun, Philips, Black & Decker, Rank Xerox, Canon, Sharp og Yamaha. Rannsóknin er athugun á hönnun- arstarfi fyrirtækjanna, með tilliti til stjómunar, vömþróunar og vinnu- umhverfís og mun fyrirlestur Pow- ells að nokkm byggja á þessu verk- Earl N. Powell. efni. Fyrirlesturinn nefnist „Ind- ustrial Development by Design". Auk Powells munu innlendir fyr- irlesarar fjalla um hönnun hérlend- is, s.s. arkitektúr, grafíska hönnun, listiðnað og fatahönnun. 'O' INNLENT Basar hjá stuðn- ingsmönnum sr. Gunnars Stuðningsmenn sr. Gunnars Björnssonar efina til basars á Frakkastíg 6a, laugardaginn 22. október kl. 15.00. Á boðstólum verða listmunir, kökur og aðrir eigulegir munir. Stuðningsfólk komi með muni á Frakkastíg 6a föstudag eftir kl. 17.00 (Fréttatilkynning) Ólympíumótið í brids: Danska kvennaliðið á leið í úrslit Feneyjum, frá Guðmundi EirÍkssyni fréttaritara Morgunblaðsins. SVÍAR, Austurrikismenn, Bandaríkjamenn og Indveijar komust áfram i undanúrslit á Ólympíumótinu i brids á miðvikudagskvöld. í hálfleik voru Bandaríkjamenn og Austurríkismenn yfir í undanúr- slitaleikjunum sem spilaðir voru í gær og gærkvöldi. Dönsku Norður- landameistarnir i kvennafiokki voru síðan langt yfír gegn Búlgörum í hálfleik í undanúrslitum og virtust þvi vera á leiðinni i úrslitaleik- inn. Sviar unnu stórsigur á ítölum í flórðungsúrslitunum á miðvikudag, 189-88. Austurríkismenn unnu Breta 168-158 í jöfnum leik og sigurvegaramir úr þessum leikjum spiluðu saman í undanúrslitum. Svíar tóku með sér 20 impa þar sem þeir unnu Austurríkismenn stórt í undankeppninni en staðan í leiknum eftir 32 spil var samt 86-75 fyrir Austurríki. Bandaríkjamenn lentu í vand- ræðum með sveit Dana í fjórðungs- úrslitunum en í síðustu spilunum sýndu þeir Bob Hamman, Bobby Wolff, Jeff Meckstroth og Erik Rodwell snilldartakta og unnu leik- inn með 15 impum, eða 162-147. Indverjar unnu Grikki 168-158 og urðu þar með fyrsta Asíuþjóðin til að komast í úrslit á Ólympíu- móti. í kvennaflokki unnu Búlgarar mjög óvæntan sigur á Bandaríkja- mönnum, 170-130, í fjórðungsúr- slitunum en Bandaríkin eru núver- andi Ólympíumeistarar í kvenna- flokki. Bretar unnu Mexíkó 160-110. Danir unnu Austurríki 150-140 eftir framlengdan leik og Kanada vann Frakkland 151-141. Bretland spilaði við Kanada og þar var staðan jöfn, 88-83 fyrir Kanada. íslenska karlaliðið spilaði við Zimbabwe í 1. umferð aukamóts- ins, sem fer fram jafnhliða úrslita- keppninni og vann 19-11. í annari umferð gerði liðið síðan iafntefli við Svíþjóð, 15-15. Islenska kvennaliðið tapaði fyrir Taiwan 13-17 í fyrstu umferðinni en vann, Kína, sem þær virðast hafa tak á, 24-6, $ annarri umferð. Alls verða spilaðar 8 umferðir með 16 spila leikjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.