Morgunblaðið - 21.10.1988, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 1988
Frakkland:
Lítíll áhugí á fram-
tíð Nýju-Kaledóníu
Trier. Frá Steingrími Sigairgeirssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
FRAKKAR virðast hafa lítinn áhuga á þjóðaratkvæðagreiðslunni um
framtíð frönsku Kyrrahafsnýlendunnar Nýju-Kaledóníu sem fer
fram 6. nóvember nk. Samkvæmt skoðanakönnun sem SOFRES-
stofnunin framkvæmdi fyrir tímaritið Le Nouvel Observateur hafa 57%
Frakka engan eða nánast engan áhuga á þjóðaratkvæðagreiðslunni og
63% Frakka segjast líklega ekki ætla að taka þátt í henni. í sambæri-
legri könnun sem SOFRES framkvæmdi fyrir dagblaðið Le Figaro fyrir
mánuði síðan sögðust 53% Frakka engan áhuga hafa og 59% sögðust
ekki ætla að taka þátt. Áhuginn virðist því síst fara vaxandi.
í þjóðaratkvæðagreiðslunni eiga
kjósendur að segja álit sitt á stefnu
ríkisstjómarinnar í málefnum
Nýju-Kaledóníu en hún vill veita
nýlendunni sjálfsstjóm á næstu tíu
ámm. Michel Rocard, forsætisráð-
herra Frakklands, hóf kosningabar-
áttuna með ávarpi á báðum ríkis-
reknu sjónvarpsstöðvunum, An-
tenne 2 og FR3, þann 5. október
sl. Hvatti Rocard kjósendur ein-
dregið til að mæta á kjörstað.
Frakkar virðast þó vera orðnir lang-
þreyttir á kosningum. Kosningar í
Frakklandi em oftast tvískiptar og
á þessu ári hafa þegar verið forseta-
kosningar, þingkosningar og svæð-
isstjómarkosningar. Þjóðarat-
kvseðagreiðslan þýðir því að Frakk-
ar þurfa að ganga að kjörborðinu
í sjöunda sinn á þessu ári.
Afstaða stjómmálaflokkka er að
venju misjöfn. Sósíalistaflokkurínn
og Kommúnistaflokkurinn hvetja
menn til að krossa við Já“, mið-
hægri flokkabandalagið UDF hefur
verið blendið í afstöðu sinni og varð
útkoman Já, en ...“. Flokkur ný-
gaullista, RPR, hvetur stuðnings-
menn sína til að taka ekki þátt í
kosningunum. Ekki er tekin bein
afstaða gegn stefnu stjómarinnar,
sem hefur komið á friði á Nýju-
Kaledóníu, en RPR vildi ekki heldur
styðja stefnu sem gengur þvert á
þá stefnu sem flokkurinn fram-
fylgdi fyrir nokkmm mánuðum þeg-
ar Jaqcues Chirac var forsætisráð-
herra. Einungis Þjóðemisfylking
Jean-Marie Le Pens berst eindregið
gegn stefnu stjómarinnar og hvetur
kjósendur til að krossa við „nei“.
Ætlar Le Pen að halda 24 fundi
um allt Frakkland á næstu dögum
til að ná kjósendum á sitt band.
Yann Piat, sem var eini þingmaður
flokksins þar til hún var rekin úr
honum fyrr í mánuðinum, ætlar þó
að krossa við ,já“.
Óperuhúsið 15 ára
Reuter
Óperuhúsið í Sydney varð 15 ára gamalt í gær. Síðan Elísabet drottning II opnaði bygginguna
árið 1973 hefiir rúmlega 21 milljón manns komið á 49.050 viðburði í henni.
Afrýjunardómstóll í Bandaríkjunum:
Skipun um handtöku
Marcosar endumvjuð
New York. Reuter.
New York. Reuter.
NIÐIJRST AÐA áfrýjunardóm-
stóls í Bandaríkjunum á miðviku-
dag ryður úr vegi hindrunum
þess að Ferdinand Marcos fyrr-
verandi forseti Filippseyja verði
handtekinn. í úrskurði dómstóls-
ins segir að Marcos og eiginkona
hans Imelda hafí dregið sér
óheyrilegt fé af eignum filip-
peysku þjóðarinnar og af eignum
Bretland:
Skiptar skoðanir um 10.
sinfóníu Beethovens
London. Daily Telegraph.
ÞEGAR Ludwig van Beethoven lá fyrir dauðanum lét hann þau boð
út ganga til Londort Philharmonic Society að hann hefði þegar
skrifað útlínur að nýrri sinfóníu, þeirri tfundu. Tónlistarfræðimað-
ur við Aberdeen háskóla, dr. Barry Cooper, hefur finkembt brot
úr handritum og pappírsrissi eftir Beethoven sem fannst I Berlín og
á fimm árum tókst honum að skrifa fyrsta þátt þessarar sinfóníu.
Þátturinn tekur 15 mínútur f flutningi og hefst á andante í E-dúr.
Fyrsti þáttur 10. sinfóníu Beethovens var frumfluttur f London
síðastliðinn þriðjudag við misjafiiar undirtektir áheyrenda.
Konunglega Fílharmóníusveitin
í Liverpool flutti verkið í Hátíðar-
höllinni í London. Fiðlusnillingur-
inn aldni, Sir Yehudi Menuhin, bar
lof á dr. Cooper fyrir að hafa um-
gengist frumriss tónskáldsins „með
þeirri virðingu sem menn sýna
helgum textum". Hann ávarpaði
tónleikagesti að tónleikum loknum
og sagðist hafa haft mikla ánægju
af verkinu. „Þetta er í annað skipti
í dag sem ég hlýði á verkið og þó
hann sé snillingur get ég fullyrt
að Peter Ustinov samdi það ekki,“
bætti Menuhin við og vísaði þar til
enska gamanleikarans sem frægur
er fyrir að fara í gerfí snillinga
sögunnar.
Dr. Cooper lýsti því yfir að hann
hefði áhuga á að ljúka við sinfóní-
una ef fleiri riss eftir Beethoven
kæmu í dagsljósið. Walter Weller,
stjómandi Fílharmóníusveitarinnar
í Liverpool, sagðist hafa notið
verksins en sagði að eftir sem áður
vissu menn ekki hvemig Beethoven
hefði hugsað sér það.
Fyrsti óbóleikari hljómsveitar-
innar sagði að verkið hefði aðeins
verið æft frá því á sunnudag en
það hefði ekki verið mjög erfitt í
flutningi. Hann bætti því við að
það hefði verið hljómsveitarmönn-
unum mikið ánægjuefni að fá að
frumflytja verkið sem hann taldi
vera mjög t anda Beethovens. Ann-
ar fiðluleikari sveitarinnar var hins
vegar ekki jafn hrifinn. „Yfirleitt
er ég útkeyrður eftir að hafa tekið
þátt í flutningi á verkum eftir Beet-
hoven en núna er ég fremur ósnort-
inn og á næga orku eftir," sagði
hann. „Verkið er sundurlaust og
tréblásturkaflamar eru greinilega
mun betur skrifaðir en strengja-
kaflamir. Þetta er ekki sannur
Beethoven.“
Tónlistargagmýnandi The Daily
Telegraph sagði að 10. sinfónían
hæfist á stefi sem Beethoven hefði
án nokkurs vafa samið. Hins vegar
væri framhaldið ekki í líkingu við
afrek Beethovens. „Auðvelt er að
líkja eftir stíl Beethovens en óger-
legt er að líkja eftir hugsanaferli
snillings, einkum snillings sem var
jafn dyntóttur og frumlegur og
Beethoven."
Bandaríkjamanna. Þau eru grun-
uð um að hafa flutt féð úr landi
og keypt fyrir það fasteignir í
Bandarikjunum.
Úskurður áfrýjunardómstólsins
staðfestir niðurstöðu undirréttar.
Handtökuskipun á hendur Marcos-
hjónunum hafði verið frestað á
meðan beðið var niðurstöðu áfrýj-
unarréttar. Ennfremur segir að þau
hafi sýnt dómsmálayfirvöldum
óvirðingu með því að virða ijórar
vitnastefnur að vettugi. Marcos-
hjónin sem nú em í útlegð á Hawai
neituðu að mæta í dómsal og vísuðu
til löghelgi þjóðhöfðingja. Þau
sögðu einnig að stjómarskrá
Filippseyja vemdaði þau gegn
sjálfsásökun með vitnisburði fyrir
bandarískum dómstólum. í niður-
stöðu áfrýjunardómstólsins er ekki
tekið tillit til þessa vegna þess að
þau séu ekki lengur valdhafar á
Filippseyjum.
Að sögn stórblaðsins New York
Times íhuga lögfræðingar Marcosar
nú að áfrýja til hæstaréttar Banda-
ríkjanna.
Kambodíudeilan:
Yíetnamar hafria
ftíðartillögum SÞ
Banffkok, Tælandi. Reuter.
STJORN Vietnams hefiir vísað á bug friðartillögum Suðaustur-Asíu-
bandalagsríkja, ASEAN, sem bera átti upp á vettvangi Sameinuðu þjóð-
anna til lausnar deilunum um framtíð Kambódíu. Segja Víetnamar að
ekki séu nægilega skýr ákvæði i tillögunum til varnar þvi að skærulið-
ar Rauðu khmeranna, sem áður réðu yfir landinu með Pol Pot í farar-
broddi, hrifsi aftur til sín völdin.
Hanoi-útvarpið í Víetnam sagði í
gær að í yfirlýsingu frá utanríkis-
ráðuneytinu kæmi fram að í tillögum
ASEAN væri ekki tekið tillit til raun-
verlegrar stöðu mála í Kambódíu.
Krafa víetnömsku stjómarinnar væri
að erlend ríki hættu stuðningi við
skæruliðahreyfíngar í landinu og
skæruliðasamtök Rauðu khmeranna
yrðu .leyst upp.
Khmeramir eru taldir hafa látið
drepa eina til tvær milljónir manna
á fjórum valdaárum sínum í
Kambódíu. Kínveijar hafa stutt þá
með vopnasendingum og eru khmer-
amir taldir öflugastir þeirra þriggja
skæruliðahreyfinga sem barist hafa
undanfarin ár gegn stjóm þeirri em
Víetnamar komu á laggimar í höfuð-
borginni, Pnom Penh. Víetnamar
hafa um 100.000 manna herlið í
landinu en hafa heitið því að flytja
það á brott árið 1990.
bílasýning laugardag 13-17, árgerð 1989
HONDA Á ÍSLANDI, VATNAGÖRÐUM 24, RVÍK, SÍMI 689900