Morgunblaðið - 11.11.1988, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1988
Hátíðartónleikar Pólýfónkórsins
Morgunblaðið/Sverrir
Hátíðartónleikar Pólýfónkórsins fóru fram í Háskólabíói í °S verða þeir því endurteknir á morgnn, laugardag. Mynd-
gærkvöldi. Þar flutti kórinn, ásamt Sinfóníuhljómsveit íslands ln var tekin við lok tónleikanna í gærkvöldi. Áheyrendur fogn-
og sjö einsöngvurum undir stjórn Ingólfs Guðbrandssonar, u^u stjórnandanum, Ingólfi Guðbrandssyni, ákaft að tónleikun-
verk sem spanna 400 ára tónlistarsögu. Uppselt var á tónleik- um loknum, svo og einsöngvurum, kór og hljómsveit.
Mannvirkjasjóður NATO vill greiða íyrir uppbyggingu varaflugvallar:
Eg er andvígnr gjald-
töku fyrir vamarliðið
- segir utanríkisráðherra
„ Mannvirkjasjóður NATO vill kosta varaflugvöll hér á landi, senni-
lega að öllu leyti. Flugvöllurinn yrði mannaður af islenskum aðilum
undir íslenskri flugumsjón og stjóm. Hann yrði ekkert hernaðar-
mannvirki. Eina sldlyrðið af hálfu NATO er að ef til styijaldar
kemur, megi bandalagið taka völlinn yfir,“ sagði Jón Baldvin Hannib-
alsson utanríkisráðherra á opnum fundi á Akureyri á miðvikudags-
Afstöðu ís-
lands
breyttá
þing-i SÞ
ÍSLAND sat hjá við afgreiðslu
tveggja tillagna um kjarnavopna-
frystingu, á aUsheijarþingi Sam-
einuðu þjóðanna f gær. ísland
greiddi samskonar tiUögum at-
kvæði á sfðasta ári, eins og hinar
Norðurlandaþjóðimar, en hafði
áður setið hjá við afgreiðslu svip-
aðara tillagna. Hjörleifur Gutt-
ormsson alþingismaður, sem hef-
ur beðið um utandagskrárumræðu
á Alþingi um máUð, segir að með
því að breyta afstöðu f þessu máli
sé utanríkisráðherra að storka
samstar&flokkunum í ríkisstjóm,
þar sem fyrir liggi að þeir séu
þessu ekki sammála.
Tillögumar eru annars vegar frá
Indlandi og Rúmeníu, þar sem skorað
er á þær þjóðir, sem hafa ig'ama-
vopn, að samþykkja samtímis fryst-
ingu á framleiðslu þeirra og fram-
leiðslu á kjamakleyfum efnum til
vopnaframleiðslu. Hins vegar er til-
laga frá Svíþjóð, Mexico, Indónesíu,
Pakistan, Perú og Rúmenfu, þar sem
skorað er á Bandaríkin og Sovétríkin
að lýsa þegar í stað yfir frystingu á
framleiðslu lqamavopna, fyrst í stað
í fimm ár. Samskonar tillögur hafa
komið áður fram á allsheijarþinginu.
ísland sat hjá við afgreiðslu þeirra í
hitteðfyrra, í ráðherratíð Matthíasar
Á. Mathiesen, en á síðasta þingi ák-
vað Steingrímur Hermannsson þáver-
andi utanríkisráðherra að ísland
greiddi atkvæði með þeim, eins og
meirihluti aðildarþjóða SÞ. Jón Bald-
vin Hannibalsson núverandi utanrík-
isráðherra ákvað hins vegar í gær
að breyta aftur afstöðu íslands.
Utanríkisráðherra gerði grein fyrir
þessu á fundi utanríkismálanefndar
í gærmorgun, en vildi ekki tjá sig
um afstöðubreytinguna við frétta-
menn í gær, heldur vísaði í utandag-
skrámmræðu á Alþingi um málið,
sem verður f dag að ósk Hjörleifs
Guttormssonar alþingismanns Al-
þýðubandalagsins.
Hjörleifur sagði við Morgunblaðið
að þessi afstaða utanríkisráðherrans
væri auðvitað storkun við Alþýðu-
bandalagið og Framsóknarflokkinn
sem stæðu fyrir annari stefnu. „0g
það kemur satt að segja á óvart, að
Alþýðuflokkurinn skuli vera að spila
á þessum ryðguðu nótum, miðað við
þá afstöðu sem jafnaðarmannaflokk-
ar, og meira að segja hægri flokkar
á Norðurlöndum, hafa tekið," sagði
Hjörleifur. Þegar hann var spurður
hvort þetta mál gæti haft áhrif á
stjómarsamstarfið, sagði hann að það
þyldi velting, en ekki marga brotsjói. __
kvöld.
Jón Baldvin sagði að yfirgnæf-
andi líkur væru á að varaflugvelli
yrði fundinn staður í nágrenni
Húsavíkur ef um hann næðist sam-
staða í ríkisstjóm. Ef ákvörðun um
forkönnun liggur ekki fyrir innan
tíðar verður flugvöllurinn byggður
á Grænlandi. Jón Baldvin sagði að
flugöryggi krefðist þess að hér yrði
komið upp varaflugvelli. Deila
stjómarliða stendur um hvort heim-
ila eigi NATO að taka þátt f kostn-
aði og hafa Steingrímur J. Sigfús-
son samgönguráðherra og Páll Pét-
ursson formaður þingflokks fram-
sóknarmanna lýst því yfír að það
megi aldrei verða að mannvirkja-
sjóður NATO greiði hluta kostnaðar
á þeim forsendum að verið sé að
reisa hernaðarmannvirki. Varaflug-
völlur kostar um 11 milljarða króna.
„Ég er andvígur gjaldtöku fyrir
vamarliðið. Það er hér vegna
milliríkjasamnings íslands og
Bandaríkjanna og afleiðing af
skuldbindingum, sem við höfum
tekið á okkur með því að vera í
Atlantshafsbandalaginu. Ef til
ófriðar kemur, þá er skuldbinding
NATO-ríkjanna sú að árás á eitt
bandalagsríki er árás á öll hin.
Trygging okkar felst í að eiga aðild
að vamargetu ríkja, sem leggja allt
frá 3,5 til 13% af ríkisútgjöldum til
að halda uppi vamarviðbúnaði er
trYggf hefur frið í okkar heimshluta
frá stríðslokum. Framlag okkar
hefur verið það eitt að láta hluta
af okkar landi í té svo hægt sé að
fylgjast með flugvéla- og skipaferð-
um á svæðinu. Ef við ætlum í
þokkabót að gerast hóra á alþjóða-
vettvangi og heimta greiðslur, þá
er mér misboðið.
Að svo miklu leyti sem hér þarf
að koma upp t.d. mannvirkjum og
samgöngukerfum til að gera landið
veijanlegt á að kosta það úr mann-
virkjasjóði NATO. Við eigum hins
vegar ekki að láta okkur detta til
hugar að selja landið," sagði ut-
anríkisráðherra.
Sjá bls. 20: „Grænlenska heima-
stjórnin fer fram á undirbúnings-
könnun".
Vestfirðir:
Vindhrað-
inn í 90 hnúta
FÁRVIÐRI gekk yfir Vest-
firði í gær og að sögn Veð-
urstofunnar var meðal
vindhraðinn 10 — 11 vind-
stig og vindstyrkurinn fór
í 90 hnúta í verstu kviðum
á ísafirði, en það jafngildir
167 km hraða á klukku-
stund.
Að sögn Guðmundar Haf-
steinssonar, veðurfræðings,
átti veðrið að fara að ganga
niður í nótt, en þó má búast
við 7 — 8 vindstigum og snjó-
komu á Vestfjörðum í dag og
einnig fer að hvessa um norð-
anvert landið og við Faxaflóa.
Guðmundur vildi ekki meina
að þetta veður væri óvanalegt
á þessum árstíma, sagði þetta
hefðbundið íslenskt vetrarveð-
ur.
Sjá frásagnir bis. 19
Utanríkismálanefiid Alþingis:
Samníngi Breta og Ira um
landgrunnsréttindi mótmælt
Reglur haft’éttarsáttmálans sniðgengnar, segir Eyjólfur Konráð Jónsson
SAMÞYKKT var á fundi utanríkismálanefndar Alþingis í gær að
mótmæla samningi Breta og íra um skiptingu landgrunns milli land-
anna, á þeim forsendum að hann myndi skerða rétt íslendinga á
Hatton-Rockallsvæðinu, vestur af Bretlandseyjum. Danir hafa þegar
mótmælt þessum samningi á sömu forsendum, en utanríkismála-
nefnd ákvað að freista þess að samræma sjónarmið íslendinga og
Dana um það hvernig eigi að ná fram viðræðum allra þessara þjóða
um málið.
Samningur Breta og íra byggir
á svokallaðri jafnlengdarlínu, sem
er dregin þar sem jafnlangt er að
ströndum viðkomandi landa. Lengd
þessarar línu er ótakmörkuð og því
gæti hún náð þvert yfír Hatton-
Rockallsvæðið, sem íslendingar og
Danir auk Breta og íra hafa gert
tilkall til, og skipt svæðinu þannig
á milli þjóðanna tveggja.
Eyjólfur Konráð Jónsson alþing-
ismaður, sem situr í utanríkismála-
nefnd, sagði við Morgunblaðið að
Bretar hefðu lengi verið tregir til
formlegra viðræðna við íslendinga
og Dani um landsgrunnsrétt á Hatt-
on-Rockallsvæði nu, og borið því við
að Bretar og írar hefðu gert um
það samkomulag að leggja sín land-
grunnsmál undir gerðardóm fyrst.
„Það hafa þeir nú ekki gert, held-
ur samið sín á milli á furðulegum
grundvelli, því að reglur hafréttar-
sáttmálans um aðferðir við af-
mörkun landgrunns ríkja eru í einu
og öllu sniðgengnar. Kannski sagði
utanríkisráðherra Breta það á
blaðamannafundi sem segja þarf
og ég leyfí mér að túlka þessar
aðferðir allar á þann veg, að Bretar
séu nú loksins að sætta sig við
það, að annað sé útilokað en að
þeir setjist að samningaborði með
öðrum þeim sem kröfur gera á land-
grunninu, því allt annað er í hróp-
andi ósamræmi við hafréttarsátt-
málann og alþjóðalög," sagði Ey-
jólfur Konráð.
Ummæli Sir Geoffrey Hove ut-
anríkisráðherra Breta, sem Eyjólfur
Konráð vísar til, viðhafði hann á
blaðamannafundi í Dublín 7. nóv-
ember sl, þegar samningur Breta
og íra var kynntur og eru eftirfar-
andi: „Þið getið dregið þær ályktan-
ir af samningnum sem þið getið
dregið af samningnum. Samningur-
inn segir mjög skýrt hvað hefur
verið ákveðið og hvað hefur ekki
verið ákveðið. í honum er kveðið á
um það sem átti að kveða á um í
honum. Hann getur ekki haft áhrif
á það sem hann fjallar ekki um.
Hann fjallar um það sem hann fjall-
ar um. Þess vegna fjallar hann til
dæmis ekki um Rockall."
Eyjólfur Konráð sagði að íslend-
inga hefðu bent Bretum á, að hætta
gæti verið á því að engin þjóð fengi
nein réttindi á þessu svæði ef þjóð-
imar fjórar brytu niður röksemda-
færslu hverrar annarar. Hins vegar
væri mjög auðvelt fyrir þjóðimar
að setjast við samningaborð og við-
urkenna að þær ættu allar einhver
réttindi á svæðinu. Ef síðan væri
ekki hægt að ná niðurstöðu um
hlutfallslega skiptingu, þá væri
hægt að vísa málinu í einhvem
gerðardóm.
Morgunblaðið:
Dagssalan
í 49.673
eintökum
Morgunblaðið seldist f 49.673
eintökum á dag á tfmabilinu aprfl
- september sl. og var það 4,05%
aukning frá sömu mánuðum í
fyrra, þegar dagssalan var
47.740 eintök.
Þetta kemur fram í upplagstölum
Verslunarráðs íslands. Þá kemur
fram að dagssalan á tímabilinu
október 1987 til mars 1988 var
49.661 eintak.