Morgunblaðið - 11.11.1988, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1988
Hilmar Helgason, skipstjóri á Gnúpur GK í höfii í Grindavík. Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson
Gnúpi GK, i brú skipsins.
Gnúpur GK fékk á sig tvo brotsjói
GNÚPUR GK, skip Þorbjöms
hf. í Grindavík, fékk á sig tvo
brotsjói í fárviðri í Víkurál
norðvestur af Bjargtöngum á
Vestflörðum í gærmorgun. Oll
siglingstæki í brú skipsins, sem
eru ný, em talin ónýt.
„Þegar Gnúpur fékk á sig
brotsjóina dældaðist stýrishús
skipsins, fimm rúður og hurð bak-
borðsmegin á stýrishúsinu brotn-
uðu og öldubijótur framan við það
rifnaði upp. Siglingatæki í brú
skemmdust mikið. Hins vegar
slasaðist enginn um borð svo ég
viti til,“ sagði Einar Valsson,
stýrimaður á varðskipinu Tý.
Týr kom að Gnúpi um 60 mílur
norðvestur af Snæfellsjökli klukk-
an 17.40 í gær en Heiðrún ÍS
hafði fylgt skipinu þangað. Týr
lóðsaði skipið til Reykjavíkur og
reiknað var með að skipin yrðu
komin þangað eftir hádegi í dag.
VEÐURHORFURíDAG, 11. NÓVEMBER
YFIRLIT í GÆR: Við Reykjanes er 952 mb lægð, sem þokast norð-
ur og síðar austur, en yfir Norðausturlandi er vaxandi 960 mb
lægð, sem hreyfist norður. Yfir Norður-Grænlandi er 1.014 mb
hæð. Veður fer kólnandi.
SPÁ: Norðaustanátt allhvöss og él vestan- og norðvestanlands,
en hægviðri og að mestu úrkomulaust annars staðar.
I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA
HORFUR Á LAUGARDAG: Norðvestlæg og síðan vestlæg átt, él
við norðausturströndina en að mestu þurrt i öðrum landshlutum.
Undir kvöld fer að rigna með vaxandi suðaustanátt á Suðvestur-
landi. Hiti nálægt frostmarki.
HORFUR Á SUNNUDAG: Lítur út fyrir hvassa suðlæga átt og rign-
ingu víöa um land og hlýnandi veður.
VEÐUR VÍÐA UMHEIM
kl. 12:00 í gær að ísl. tíma
Akureyri Reykjavik hlti 3 B veftur rigning skýjaö
Björgvin 11 rigning
Helainki 3 skýjað
Kaupmannah. 4 þokumóða
Narssarssuaq +12 heiðskírt
Nuuk +9 heiðskfrt
Ósló 2 rigning
Stokkhólmur 3 skýjað
Þórshöfn 10 rigning
Algarve 20 rigning
Amsterdam 13 þokumóða
Barcelona 20 hílfskýjað
Chlcago 7 rignlng
Feneyjar 10 þokumóða
Frankfurt 8 mistur
Glasgow 12 rigning
Hamborg S rigning
Las Palmas vantar
London 15 skýjað
Los Angeles 13 iéttskýjað
Luxemborg 8 þoka
Madnd 13 skýjað
Malaga 20 alskýjað
Mallorca 21 akýjað
Montreal 5 alskýjað
New York 8 léttskýjað
París 14 skýjað
Róm 15 þokumóða
San Diego 13 þokumóða
Winnipeg +3 alskýjað
Nordsee hættir að kaupa íslenzkan freðfísk:
Afar slæm tíðindi
- segja fulltrúar SH og SÍS
ÞÝZKA fyrirtækið Nordsee í Hamborg hefúr árlega keypt að minnsta
kosti 400 til 500 tonn af frystum fiski af SH og SÍS fyrir tugi millj-
óna króna. Hvorki SH né Sjávarafúrðadeild Sambandsins hafði í gær
borizt tilkynning um þessa ákvörðun, en fúlltrúar beggja töldu þetta
afar slæm tíðindi. Talið er mögulegt að fleiri fyrirtæki í eigu Unile-
ver auðhringsins fylgi í kjölfarið. Fyrirtækið hyggst halda áfram
að kaupa ferskan fisk, einkum karfa, héðan. Hvort því standi hann
til boða áfram, er ekki vitað, en engin ákvörðun hefúr enn að
minnsta kosti verið tekin um að flytja ekki ferskan fisk til Þýzka-
lands.
Sigurður Markússon, fram-
kvæmdastjóri Sjávarafurðadeildar,
sagði í samtali við Morgunblaðið,
að heildarsala deildarinnar á fryst-
um fiski til Þyzkalands væri að
loknum 10 mánuðum orðin 2.640
tonn að verðmæti um 363 milljónir
króna. Hver hlutur Nordsee væri,
sagði hann að lægi ekki fyllilega
fyrir. „Þetta er vissulega slæmt þó
ekki sé verið að tala um neinar stór-
kostlegar upphæðir hjá okkur. Það
er slæmt að missa kaupendur út. í
fyrra varð ormafárið svokallaða til
þess að draga úr neyzlu á öllum
fiski innan Vestur-Þýzkalands. Nú
voru menn hins vegar sammála um
að markaðurinn væri að ná sér á
ný og við höfum talið að í framtíð-
inni gæti Vestur-Þýzkaland orðið
mjög mikilvægur markaður. Nú er
komið alvarlegt bakslag í hlutina.
Við höfum sagt, að okkur sýnist
eina leiðin út úr þessu sú, að ljúka
rannsóknaráætluninni án þess að
drepa fleiri hvali, og sú afstaða
hefur ekki breytzt," sagði Sigurður.
Benedikt Guðmundsson, ifram-
kvæmdastjóri söluskrifstofu SH í
Hamborg, sagðist ekki hafa heyrt
af þessari ákvörðun. Hins vegar
hefði þessi hætta lengi vofað yfir.
Árleg sala til Nordsee væri um 35
milljónir króna, en alls seldi SH um
7.000 tonn árlega í öllu landinu og
væri hlutur Nordee nokkuð innan
við 10% af því. „Allt þetta hvala-
mál er slæmt. Það er slæmt að tapa
viðskiptum og hvað fylgir í kjölfar-
ið vitum við ekki," sagði Benedikt.
Nordsee hyggst aðeins hætta að
Vél Osbornes
kyrrsett
vegna bilunar
FLUGVÉL Osbornes, þess sama
sem lenti í árekstri í sumar vest-
ur af landinu, var kyrrsett vegna
bilunar á miðvikudag. Gert hefúr
verið við vélina og bíður Osborne
nú veðurs til að komast £rá
landinu. Þegar hann lenti hér á
þriðjudag var það í þriðja sinn á
árinu sem hann þurfti á aðstoð
að halda í feijuflugi sínu.
„Við stoppuðum hann á miðviku-
dag. Hann kom hingað á þriðjudag
og var þá rafmagnslaus, án ljósa
og fjarskipta, það var vegna bilun-
ar,“ sagði Skúli Jón Sigurðarson
hjá Loftferðaeftirlitinu. „Til að
tryggja það að allt væri í lagi þeg-
ar hann fer héðan og vegna fyrri
reynslu af þessum manni, þá var
vélin kyrrsett. Það var gert til að
hafa allt á hreinu hvað okkur varð-
ar þegar hann heldur áfram. Hann
er nú fijáls að fara ferða sinna og
við viljum sem minnst af honutn
vita,“ sagði Skúli Jón.
Þetta er í þriðja sinn sem Os-
bome þarf á aðstoð að halda. Um
hvítasunnuna var hann villtur vest-
ur af landinu ogþurfti flugvél Flug-
málastjómar að finna hann og leið-
beina honum að landi. í sumar íenti
hann í árekstri við aðra flugvél, sem
var í samfloti með honum. Hin flug-
vélin fórst og spurðist aldrei til flug-
manns hennar eftir það. Nú síðast
bilaði hjá honum rafkerfíð og þurfti
hann á aðstoð að halda til að ná
lendingu.
Skúli sagði það algengt að vélar
væru stoppaðar hér vegna bilana
og fengju ekki brottfararleyfí fyrr
en flugvirki hefur gert við og gefið
vottorð um að þær séu í lagi.
kaupa frystan físk af íslendingum,
en halda áfram að kaupa ferskan
karfa. í samtali við Morgunblaðið
sagði Kristján Ragnarsson, fram-
kvæmdastjóri LÍÚ, að honum fynd-
ist einkennilegt að þeir gerðu grein-
armun á ferskum og frystum físki.
Sér væri kunnugt um fyrirhuguð
mótmæli Grænfriðunga í næstu
viku vegna ferskfisksölunnar í
Bremerhaven og Cuxhaven. Fyrst
um sinn yrði áfram haldið að selja
þama ferskan físk, en rétt væri að
leggja áherzlu á, að það væri jafn-
gilt sjónarmið að þeir segðust ekki
vilja fískinn okkar og að við segð-
umst ekki vilja .selja þeim hann.
„Ákvörðun
Nordsee kem-
ur mér á óvart“
-segir sjávarút-
vegsráðherra
„Mér kemur þessi ákvörðun
Nordsee mjög á óvart. Við höfúm
reyndar engar upplýsingar feng-
ið um að fyrirtækið ætli að hætta
að kaupa frystan fisk frá ís-
landi,“ sagði Halldór Ásgrímsson
sjávarútvegsráðherra í samtali
við Morgunblaðið.
Hallldór sagði að fiskvinnslufyr-
irtækin í Bremerhaven og Kux-
haven væru mjög háð ferska fiskin-
um frá íslandi. Samskipti þeirra og
íslendinga hefðu verið mjög vin-
samleg, en sú ákvörðun Nordsee,
ef rétt reyndist, að hætta að kaupa
frystan físk en halda áfran að kaupa
hann ferskan hlyti að hafa áhrif á
þessi samskipti.
„SIS kemur
að litlu leyti
við sögfu“
MORGUNBLAÐINU barst í
gær eftirfarandi frá Ólafi G
Einarssyni, alþingismanni:.
„Athygli mín hefur verið
vakin á því að ég hafí ranglega
látið hafa það eftir mér að SIS
sé eigandi fyrirtækjanna á
Sauðárkróki sem nú em að
kaupa togarana tvo frá
Keflavík. Þetta leiðréttist hér
með með þvf að upplýsa eftir-
farandi: Lán Byggðastofnunar
fer til Fiskiðjunnar á Sauðár-
króki. Það fyrirtæki er alfarið
í eigu Kaupfélags Skagfírð-
inga. Þangað fer togarinn
Bergvík. Útgerðarfélag Skag-
fírðinga er að 30% í eigu Fisk-
iðjunnar og Kaupfélags Skag-
fírðinga. Þangað fer togarinn
Aðalvík og þaðan fer togarinn
Drangey til Hraðfrystihúss
Keflavíkur sem er að 60% í eigu
SÍS.
Af þessu má sjá að SÍS kem-
ur ekki nema að litlu leyti við
sögu nema þá menn séu að
gera því skóna að tengsl séu
milli SÍS og þessara fyrirtækja
á Sauðárkróki en svo er auðvit-
að ekki.
10. nóvember 1988
Ólafúr G. Einarsson