Morgunblaðið - 11.11.1988, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1988
11
Æviþættir og
minningabrot
Magims Sveinsson frá Hvítsstöð-
um: Á ÝMSUM LEIÐUM HEIMA
OG ERLENDIS. 138 bls.
Reykjavík 1988.
Undirtitill þessarar bókar er:
Æviþættir og um menn og mái-
efni. Og í formála segir höfundur:
»Þeir æviþættir og aðrar frásagnir,
sem hér eru birtar, eru færðar í
letur fyrir löngu. Það var ekki fyrr
en á síðasta ári, að mér datt það í
hug, að ef til vill hefði einhver
áhuga á að gefa þessa þætti út í
bókarformi.«
Og nú eru þættimir komnir út á
bók. Magnús hefur lifað langa ævi,
Magnús Sveinsson frá Hvitsstöð-
um.
víða farið og hitt fjölda fólks. Hann
er af þeirri kynslóð sem má muna
tímana tvenna, eins og stundum er
komist að orði; ólst upp í sveit á
fyrstu áratugum aldarinnar en
hvarf svo til starfa í þéttbýlinu eins
og fleiri. Hann hefur líka auga fyr-
ir hinu smákímilega í veröldinni.
Hann mun ennfremur vera maður
friðsamur og óáleitinn. Og lítt hefur
hann sóst eftir metorðum. Alls
þessa gætir í æviþáttum hans. Þar
gustar ekki af átökum. Frásögnin
er notaleg en ekki tilþrifamikil. Og
þó svo að þættimir tengist hver
öðmm er auðséð að hér er engin
gagnger ævisaga á ferð. Þetta er
svona sitt lítið af hveiju eins og
höfundur gefur raunar til kynna í
formálanum.
Lífinu í sveitinni i kringum fyrra
stríð hefur margur lýst og hefur
Magnús fátt um það að segja fram-
ar því sem áður hefur verið sagt.
Magnús gekk í Hvítárbakkaskólann
og síðar í Kennaraskólann og var
í nokkur ár farkennari. Að minni
hyggju hefði hann mátt greina
nokkm gerr frá þeim kapítula ævi
sinnar. Hingað til hafa fáir orðið
til að minnast farkennslunnar, ef
til vill sökum þess að mönnum hef-
ur varla þótt sá þáttur skólasögunn-
ar vera þess virði að um hann væri
fjölyrt. í farskólanum nutu böm
aðeins nokkurra vikna kennslu vet-
ur hvem. Magnús telur að þau hafí
eigi að síður skilað jafngóðum
árangri á prófum og þéttbýlisböm
sem sátu margfalt lengri tíma á
skólabekk.
Eftir nokkurra ára kennslu
braust Magnús í því að koma sér
til framhaldsnáms erlendis. Að því
búnu gerðist hann kennari við
gagnfræðaskóla og sinnti því starfi
upp frá því svo lengi sem aldur
leyfði.
Magnús getur þess í formálanum
að fyrir komi í bók sinni »nöfn
margra manna og kvenna, sem ég
hef kynnzt fyrr og síðar.« Einkum
em það sýslungar, Mýramenn, sem
hann minnist frá uppvaxtarárum.
Sumir em nefndir á nafn og lítið
meira. Frá öðmm er greint nokkm
nánar. Magnús lýsir vel sérkennum
fólks, stundum með fáum orðum.
Þó má vera að varfæmi hái honum
nokkuð, að hann gæti sagt fleira
en hann segir.
í síðari hluta bókarinnar em fá-
einar ferðasögur. Magnús er maður
ferðaglaður. Er það einkum hálendi
landsins sem hefur dregið hann til
sín. Ferðasögur Magnúsar em, eins
og títt er um þvílík skrif, sambland
af frásögum og leiðalýsingum. Er
alla jafna farið nokkuð fljótt yfir
sögu.
Um bók þessa sem heild má í
fáum orðum segja: látlaus og við-
felldin, ekki sérlega kjamyrt en al-
þýðleg og persónuleg.
Nótnabók með 235 lögum
FÉLAG tónskálda og textahöf-
unda hefúr gefíð út nýja nótna-
bók sem ber heitið „25 islensk
dægurlög".
Lögin í bókinni em þessi: Lóa
Lóa Lóa, Jámkarlinn, Týnda kyn-
slóðin, Tasco tostada, Lítill dreng-
ur, Söknuður, Hægt og hljótt,
Lífsdansinn, Popplag í G-dúr, Lífið
er lag, Skyttan, Augun mín, Skapar
fegurðin hamingjuna?, Við emm
við, Þyrnirós, Norðurljós, Look me
in the eye, Fröken Reykjavík, Bara
ég og þú, Þórður, Tunglskinsdans-
inn, Hagavagninn, Braggablús, Ut
í kvöld og ísland.
Bókauppboð Klaustur-
hóla í Templarahöllimn
144. listmunauppboð Klaustur-
hóla verður haldið I Templara-
höllinni, Eiríksgötu 5, sunnu-
daginn 13. nóvember kl. 14.00.
Meðal bóka og tímarita, sem
boðin verða upp, eru: Reiknings-
list einkum handa leikmönnum
eftir Jón Guðmundsson, Viðey
1841, Monumenta typographica
Islandica Vol. I-VI, Ljóðmæli
Jóns Ólafssonar 1892, Sabine
Baring-Gould, Iceland its scenes
and sagas, London 1863, Af-
mælisrit Ólafs Lámssonar 1955,
Bam náttúmnnar 1919, Hvítir
hrafnar 1922, Grallarinn 18. út-
gáfa, Hólum 1773, Blanda 1—9,
1918—1953, Kjósarmenn 1961,
Ættir Austfirðinga 1—9 1953—
1968, Iðnsaga íslands I-H, Arn-
firðingar 1901—1903, Almanak
Þjóðvinafélagsins 1875—1959
(allt frumprent), Reykjavíkur-
pósturinn 1.—3. árg. 1846—1849
og Lanztíðindi 1,—2. árg. 1849—
1851.
Bækumar verða til sýnis á
Barónstíg lla laugardaginn 12.
nóvember 1988 kl. 14—18.
(Fréttatilkynning)
OFIN MYNDVERK
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
Tvær ungar listiðnaðarkonur,
er útskrifuðust úr Myndlistá- og
handíðaskólanum vorið 1985,
sýna það sem þær nefna sjálfar
ofin myndverk í FÍM-salnum,
Garðastræti 6, fram til 13. nóvem-
ber.
Þær Sigríður Kristinsdóttir og
Ólöf Einarsdóttir em og jafnöldr-
ur, fæddar 1959, svo þær teljast
til yngstu kynslóðar veflistar-
kvenna og mun þetta vera þeirra
stærsta framtak til þessa, en þær
hafa þó áður tekið þátt í samsýn-
ingum hér heima og í Danmörku.
Eftir vefunum að dæma þá
virðast þær búa yfir ágætri gmnd-
vallarkunnáttu í handverkinu, en
fara þó mjög ólíkar leiðir í út-
færslu og efnismeðferð. Þannig
er uppistaðan í vefum Sigríðar
Kristinsdóttur vaðmáll og ull, svo
og salons-vefnaður með ull, bóm-
ull og silki í bland. Hún styðst
við mjög einföld og klár form, sem
gjaman eiga að tákna fiöll, en em
um leið óhlutlæg í eðli sínu og
nær frumforminu þríhymingur í
endurtekningarleik. Litimir em
mildir og traustir og bera vott um
mikla rósemi, en einnig það, að
gerandinn veigri sér við átök. En
það er svo einmitt í þeim verkum,
þar sem fram koma nokkur átök
við liti, form og efnislega dýpt,
að dæmið gengur helst upp svo
sem í myndunum „Fjöll“ (3) og
„Tólf“ (5).
Vefir Ólafar Einarsdóttur em
allt annars eðlis, þótt hún styðjist
einnig við mjög einfalt formmál,
sem er hringurinn í ýmsum til-
brigðum.
Efnismeðferðin er miklu léttari,
enda gengur hún út frá spjald-
vefnaði í hör, bómull og hross-
hámm. Hér vekur ein mjmd strax
mesta athygli, sem er „í lofti“
(10) og ber óvefengjanlega nafn
með réttu, því að myndin er í
hæsta máta loftkennd og sviflétt
á að horfa, þrátt fyrir að hurðar-
grind hennar sé styrkt með fjöru-
steinum, sem hanga skipulega í
röð líkt og pendúlar neðst í mynd-
verkinu.
í heild verður þetta að teljast
mjög þokkafull frumraun hjá hin-
um ungu veflistarkonum, en
kannski full fáguð og varfæmis-
leg. Þeim skal svo óskað alls góðs
á listabrautinni í framtíðinni. . .
Auglýsingar
í atvinnu-, rað- og
smáauglýsingablad, sem
kemur út á sunnudögum,
þurf a að berast fyrir
kl. 16.00 á föstudögum.