Morgunblaðið - 11.11.1988, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 11.11.1988, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1988 Svissneska álfélagið 100 ára á morgun Morgunblaðínu hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá íslenzka álfélaginu. A morgun, 12. nóvember, er þess minnst, að Alusuisse var stofnað þann dag fyrir 100 árum. Kjörorð fyrirtækisins á þessum tímamótum er Framtíð okkar hófst fyrir 100 árum. Framsýni þeirra manna, sem hófu álframleiðslu, þegar fram- leiðsluaðferðin sjálf var aðeins tveggja ára, hefur leitt til stórfyrir- tækis með rekstur um víða veröld. ísal á sér rúmiega 20 ára sögu, en er einnig hluti af sögu Alusuisse. Alusuisse á nú rúmlega 100 fyrir- taeki eða hiuta í þeim. Starfsemi er í 25 löndum i 4 heimsálfum. Velta 1987: 163,8 milljarðar króna. Starfsmenn: Um síðustu áramót voru starfsmenn alls 23.600 talsins. í tilefni afmælisins verður öllum starfsmönnum fyrirtækja Alusuisse afhent armbandsúr að gjöf frá fyrir- tækinu. Starfsmönnum ísal verða afhent úrin í dag. í ágústhefti Alusuisse Intem birtist grein eftir Walter Bervath, þar sem rakinn er aðdragandi að störfum Svissneska álfélagsins. Greinin fer hér á eftir. Árið 1886 sóttu Frakkinn Paul T. Héroult og Bandaríkjamaðurinn Charles M. Hall, hvor í sínu lagi, um einkaleyfi á framieiðslu áls með rafgreiningu, Héroult í Frakklandi, en Hall í Bandaríkjunum. Um svip- að leyti var Neher-fjölskyldan, sem var eigandi jámverksmiðja að leita fyrir sér um nýjungar í framieiðslu og nýjar aðferðir. Þrátt fyrir hag- kvæma vatnsorku í Rínarfossum nærri Neuhausen, var samkeppni í málmsteypu of mikil og einnig hafði nærliggjandi jámsmíðaverkstæði á þessum slóðum, sem átti rætur að rekja allt aftur til 16. aldar, sitt að segja. Gustave Naville, sem var yfírmaður í véla- og túrbínuverk- smiðjunni Escher-Wyss - Co, sagði Georg Neher frá einkalejrfí Paul T. Héroults. Skömmu eftir að þeir höfðu fyrst samband, var ljóst, að rafmagnið, sem framleitt var með vatnsorku Rínarfossa, myndi verða hagnýtt til framleiðslu á áli. Frum- kvöðullinn, Peter Emil Huber- Werdmuller, yfírmaður í vélaverk- smiðjunni Oerlikon, fékk einnig pata af þessum fyrirætlunum. Sannfærðir um framtíð málmfram- leiðslu með rafmagni, stofnuðu þeir Neher og Héroult Schweizerische Metalurgische Gesellschaft árið 1887. Þegar snemma sumars 1888 gat Héroult gangsett fyrsta ofninn. Albrons, sem innihélt 20% ál, var það fyrsta sem framleitt var. Það var svo fremur af fjárhagslegum en tæknilegum ástæðum, að Alum- inium-Industrie-Aktien-Gesellsc- haft (AIAG) var stofnað þann 12. nóvember 1888 og Neher-fyrirtæk- ið sameinað hinu nýja. Stjómarfor- maður var P.E. Huber-Werdmuller og G. Naville varaformaður. Upp- fínningamaðurinn Héroult sneri aft- ur til Frakklands. Það féll í hlut þýsks málmfræðings, Martins Kil- ianis, að leysa mörg og margvísleg tæknivandamál, er snertu orku- framleiðslu, rafgreiningu og gæði ffamleiðslunnar. Kiliani var fyrsti tæknilegi framkvæmdastjóri AIAG. Árið 1889 kynnti forstjóri stjómun- arsviðs, Martin schindler, merki ALAG, tákn hinnar rísandi sólar. Nafni fyritækisins var breytt í Alusuisse árið 1963. Á þeim 100 ámm, sem nú eru liðin síðan hinir framsýnu frumkvöðlar stofnuðu fyrirtækið, hefur það gengið gegn- um erfíðleika- og blómaskeið. Að- eins með hæfu, tryggu og atorku- sömu starfsfólki hefur tekist að sigrast á öllum erfiðleikum. í fram- tíðinni munu hugmyndaauðgi, at- orka og áræði verða áfram lykillinn að velgengni eins og verið hefur síðastliðin 100 ár. Basar Dómkirkju- kvenna í Casa Nova Náttúruvemdarfélag Suðvesturlands: GÖNGUFERÐIR UM REYKJA- VÍKURBORG Á MORGUN HINN árlegi basar Kirkjuneftid- ar kvenna Dómkirkjunnar verð- ur haldinn á morgun, laugardag 12. nóvember, í Casa Nova, ný- byggingu Menntaskólans í Reykjavík, og hefst hann kl. 2 e.h. Á basamum eru að venju margir fallegir og vandaðir hlutir á mjög hagstæðu verði, svo sem ýmsar föndurvörur, pijónavörur og út- saumur og alls konar jólavörur, þar á meðal skreyttar blómagreinar, sem notið hafa mikilla vinsælda. Einnig eru á basamum vinsælar heimabakaðar kökur, sem vafalaust kemur sér vel að kaupa á hagstæðu verði svona rétt fyrir jólin. Alla þessa miklu vinnu leggja konumar f Kirkjunefndinni af mörkum til þess að fegra Dómkirkj- una og efla það starf, sem þar er unnið. Þannig hafa þær veitt Dóm- kirkjunni ómetanlegan stuðning með starfí sínu í marga áratugi, sem aldrei verður fullþakkað. Allt er þetta starf unnið af fómfysi og kærleika til Dómkirkjunnar. Ég vil því hvetja til þess, að bas- arinn verði vel sóttur á morgun og fólk geri þar góð kaup á nytsamleg- um og góðum vörum um leið og góðu málefni er veitt lið. Hjalti Guðmundsson Laugardaginn 12. nóvember gengst Náttúruvemdarfélag Suðvesturlands fyrir gönguferð- um á milli sjö helstu útivistar- svæða Reykjavíkurborgar. Á hveiju útivistarsvæði verða valdir áfangastaðir þar sem stansað verður stutta stund. í göngunum og á áfangastöðun- um verður rætt um náttúru- vemdar- og umhverfísmál svæð- anna. í þeim umræðum taka þátt fróðir menn um náttúrufar og skipulagsmál. Allir geta tekið þátt í gönguferðunum en hver ganga á milli áfangastaðanna verður um 1,5 til 3,5 km og vilji menn fara allan hringinn verður gangan um 15 km. Leiðirnar sem gengnar verða Eftir stutta kynningu á Foss- vogsdalnum verður lagt af stað frá Fossvogsskóla kl. 10.00 og gengið inn dalinn í Elliðaárhólma að Ar- túnsvaði. Þar verður ijallað um varðveislu náttúru- og mannvistar- minja í Elliðaárdal. Frá Ártúnsvaði verður haldið kl. 10.30 í Laugar- dalinn og dokað við í Grasgarðin- um og rætt um framtíðarhlutverk dalsins. Frá Grasgarðinum verður haldið kl. 12.00 niður í Laugarnes að Listasafni Siguijóns Ólafssonar. Þar verða rædd samskipti áhuga- manna um náttúruvemd og skipu- lagsyfírvalda. Frá Listasafni Sig- uijóns ólafssonar verður farið kl. 13.30 vestur með ströndinni og upp Rauðarárstíginn á Miklatún að Kjarvalsstöðum. Þar verður sett upp umhverfíssýning Kennarahá- skólanema fyrir göngufólkið. Sýn- ingin fjallar um Miklatún og ná- grenni. Frá Kjarvalsstöðum verður gengið kl. 15.00 upp í Öskjuhlíð jrfír á göngustfgana að vestan- verðu og suður með Fossvoginum 'að Tjaldhóli (skammt neðan Land- græðslunnar) en þangað verður komið um kl. 16.15. Við Ijaldhól verður rætt um fyrirhugaða lagn- ingu hraðbrautar með Fossvogin- um og Hlíðarfæti og hvort ekki megi leysa umferðarvandamál borgarinnar án þess að fóma Foss- vogsströndinni og friðsæld Öskju- hlíðar og stórskaða þetta svæði sem útivistarsvæði. Tjaldhóll verður sfðasti áfanga- staðurinn en menn geta lokað hringnum með því að ganga í ljósa- skiptunum í gegnum Skógræktina og inn Fossvogsdalinn að Foss- vogsskóla. Tilgangur ferðanna Tilgangur ferðanna er að vekja athygli á stærstu útivistarsvæðum borgarinnar og þörfína á að tengja þau með vel gerðum og merktum gönguleiðum sem víða gætu legið um lítt raskað umhverfí. Náttúru- leg svæði innan borgarmarka þykja hvarvetna eftirsóknarverð. Reykjavíkurborg á nokkur slík svæði og sum þeirra afar merkileg sem náttúruminjasvæði. Þau meg- um við ekki skemma fyrir komandi kynslóðum. Við hvetium alla til að mæta í göngumar. I þær er auð- velt að komast víðast hvar úr borg- inni. Takið bömin með. Rétt er að benda á að einnig er hægt að koma tímanlega á áfangastaðina og hlýða á og taka þátt í því sem þar fer fram. Sjáumst í göngunni! Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins I Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstœðisflokksins verða til viðtals íValhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum í vetur frá kl. 10-12. Er þá tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum. Allir borgarbúar eru velkomnir. Laugardaginn 12. nóvember eru til viðtals Júlíus Hafstein, formaður íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, umhverfismálaráðs, ferðamálanefndar og í stjórn Dagvistar bama, og Guðmundur Hall- varðsson, formaður hafnarstjórnar. S^ S^ S^ S^ Sd^ S^? S^ S^/ S^/ S^ S^

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.