Morgunblaðið - 11.11.1988, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 11.11.1988, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1988 17 Frá blaðamannafundi sem íslandsdeild Norðurlandaráðs hélt i tilefni af aukaþingi Norðurlandaráðs i Helsingor í Danmörku 16. nóvember næstkomandi. Talið frá vinstri: Friðjón Þórðarson, Valgerður Sverrisdóttir, Ólafur G. Einarsson, Páli Pétursson og Eiður Guðnason. Norðurlandaráð: Aukaþing um umhverfisvernd og aðgerðir gegn mengun sjávar HALDIÐ verður aukaþing Norð- urlandaráðs í Helsingar í Dan- mörku 16. nóvember næstkom- andi þar sem ijallað verður um tiUögur ráðherranefndar Norð- urlanda um umhverfisvernd og aðgerðir gegn mengun sjávar. Mengun sjávar við Norðurlönd þykir vera orðin það mikið vandamál að fljótlega þurfi að gripa til sameiginlegra norr- ænna aðgerða. Þvi sé ekki afsak- anlegt að biða með að ræða til- lögur ráðherranefndarinnar þar til á næsta reglulega þingi Norð- urlandaráðs sem haldið verður í Stokkhólmi 27. febrúar til 3. mars næstkomandi. Þetta kom fram á fréttamannafundi sem íslandsdeild Norðurlandaráðs. Aukaþingið tekur einnig afstöðu til flárlaga ráðherranefndarinnar fyrir árið 1989 en fjárlagatillögum- ar eru samanlagt að upphæð 611 milljónir danskra króna [um 4,13 milljarðar íslenskra króna], eða 3% hærri að raunvirði en fjárlög ársins 1988. Samstarf Norðurlandanna á sviði umhverfismála hefur byggst á 5 ára áætlunum, þeirri síðustu frá árinu 1983. Félags- og umhverfis- málanefnd Norðurlandaráðs leggur til að ráðherranefndin dragi til baka tillögu sína um samstarfsáætlun gegn mengun sjávar og leggi fram nýja tillögu fyrir næsta reglulega Norðurlandaráðsþing. Þá verði tek- ið tillit til þeirra sjónarmiða sem félags- og umhverfismálanefndin setur fram í sínu áliti. íslandsdeild Norðurlandaráðs fékk það inn ( álit félags- og um- hverfísmálanefndarinnar að fastara verði að orði kveðið í áætlun ráð- herranefndarinnar um aðgerðir til að koma í veg fyrir mengunarslys vegna til dæmis flutnings geisla- virkra efna með skipum um Norður- höf. Brennsla mengunarvaldandi efna á rúmsjó verði alfarið bönnuð eigi síðar en 1990 og gert verði að skilyrði fyrir starfsleyfi nýrra at- vinnufyrirtækja að þau losi ekki lífræn efiii í sjó. Einnig telur ís- landsdeildin afar mikilvægt að sem flestar þjóðir staðfesti Hafréttar- sáttmála Sameinuðu þjóðanna sem fyrst. Friðrjón Þórðarson situr í fé- lags- __ og umhverfismálanefndinni fyrir íslands hönd. A aukaþingi Norðurlandaráðs mun íslandsdeild ráðsins einnig leggja áherslu á að hvergi verði slakað á þvi að hamla gegn notkun ósoneyðandi efna, hætt verði að losa umhverfismengandi úrgang í sjó, áburðamotkun í landbúnaði á Norðurlöndum verði takmörkuð og fiskeldi verði takmarkað á þeim stöðum þar sem mengunarhætta af völdum næringarsalta er mikil. íslandsdeildin leggur einnig áherslu á að ráðherranefnd Norðurlandar- áðs leggi samstarfsáætlun um vemdun dýra- og jurtalífs hið fyrsta fram og að unnið verði sameigin- lega að því að aukinn straumur ferðamanna um viðkvæm svæði valdi sem minnstum skaða. Amerískur plöntusjúkdómur til landsins: Garðyrkjubændur vilja hert eftirlit með innflutningi HAUSTFUNDUR Sambands garðyrkjubænda sem nýlega var haldinn lagði áherslu á að hert yrði eftirlit með innflutningi blóma og grænmetis, þannig að helst yrðu allar sendingar skoð- aðar, vegna hættu á að hingað berist ýmsir plöntusjúkdómar. Á fundinum gerði Sigurgeir Ólafs- son plöntusjúkdómafræðingur grein fyrir aðgerðum til að hefta útbreiðslu sjúkdóms sem nýlega hefúr borist til landsins og nefhdur er amerískt blómatrips. Ameríska blómatripsið hefur komið upp í 4-5 garðyrkjustöðvum sem rækta blóm en með aðgerðum virðist hafa tekist að stöðva út- breiðslu þess og jafnvei útiýma úr sumum stöðvanna. Talið er að sjúk- dómurinn hafí borist hingað til lands með innflutningi frá Hol- landi. Bjami Helgason formaður Sambands garðyrkjubænda segir að eftir að þessi sjúkdómur barst hingað hafí dregið úr innflutningi frá Hollandi en hann aukist frá Danmörku þar sem reglur um með- ferð svona sjúkdóma séu strangari. Á fundinum kynnti formaður samþykktir síðasta aðalfundar Stéttarsambands bænda, sérstak- lega varðandi breytingar á sjóða- gjöldum og tryggingum. Telur hann að þróunin stefni í rétta átt, meðal annars með minni flutningi peninga á milli búgreina. Nú hafí hver bú- grein meira val um sín mál. Kjartan Ólafsson ráðunautur skýrði frá vinnu sem fram hefur farið á vegum samtakanna um raf- magnsmál. Eftir að samþykkt var á alþingi þingsályktunartillaga frá Margréti Frímannsdóttur þar sem skorað er á ríkisstjómina að útvega ódýrt rafmagn til lýsingar í gróður- húsum hófust viðræður við Raf- magnsveitur ríkisins um fram- kvæmd málsins. Fram kom að lítill árangur hefur náðst. Með lýsingu eykst markaður innlendrar ylrækt- ar og betri nýting fæst á gróður- húsin. Fundurinn var fjölmennur, að sögn Bjama, sóttu hann um 50 garðyrkjubændur. Auk aðalmála fundarins var mikið rætt um sölu- skatt á grænmeti sem Bjami sagði að markaðurinn hefði ekki tekið við og væri söluskatturinn því að stærstum hluta greiddur af launum garðyrkjubænda en ekki neytend- um eins og til hefði verið ætlast af stjómvöldum. í REYfKMVlK ERIKA ÞAÐ MÁ STÓLA Á ÞÁ ÞESSA k OPIÐ r ^ LAUGARDAC FRÁKL. 9-16 Sterkur, einfaldur og sígildur stóll sem passar allsstaðar. Hann fæst bæði í áklæði og leðri. Verð: Áklæði: kr 11.820,- Leðurkr. 15.170,- Verð: kr. 8.990,- APPOLLO Þægilegur, ódýrog ein- faldur. RIE stóllinn fæst í 4 litum og erklæddur með bómullarefni. Formbeygð beikigrind. Hægindastóll í hæsta gæðaflokki. Klæddur með úrvals leðri á slit- flötum. 4 litir í boði. Verðið erótrúlegt: Kr 35.980,- m/skammeli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.