Morgunblaðið - 11.11.1988, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1988
t
ÞÓRARINN B. NIELSEN
fyrrv. bankafulltrúi
andaðist á Hrafnistu miðvikudaginn 9. nóvember.
Frœndsystkini hins látna.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir og afi,
EMILÞ. JÓNSSON
bifreiðastjóri,
Skúlagötu 70,
Reykjavík,
andaðist miðvikudaginn 9. nóvember í Borgarspítalanum.
Inga Edith Karlsdóttir,
Werner Emilsson,
Jón Bjarni Emilsson,
Ragnheiður Emilsdóttir,
Bryndis Emilsdóttir,
Edwin Karl Benediktsson,
Kristfn Pótursdóttir,
Sigurður Pótursson
Guörún Jónatansdóttir,
Guðbjörn Kristmundsson,
Sigursveinn Eggertsson,
Dagbjört Hanna Sigdórsdóttir,
Guðmundur Guðmundsson,
og barnabörn.
t
Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐMUNDUR SKÚLI BERGMANN BJÖRNSSON,
fyrrverandi starfsmaður Flugmálastjórnar rfkislns,
Gnoðarvogi 28, Reykjavfk,
verður jarðsunginn mánudaginn 14. nóvember kl. 13.30 frá Lang-
holtskirkju.
Fyrir hönd aðstandenda,
Regfna Bergmann.
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
AGNAR HARALDSSON LERVÍK,
SmórahliTð,
Hrunamannahreppi,
verður jarösunginn frá Hrepphólakirkju laugardaginn 12. nóvember
kl. 14.00.
Áslaug Árnadóttir,
Guðrún Agnarsdóttir, Benedikt Arnórsson
og barnabörn.
t
Útför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
ÓLAFS NORÐFJÖRÐ KÁRDAL,
Rauðagerði 12,
fer fram frá Bústaðakirkju f dag, föstudaginn 11. nóvember, kl.
13.30.
Helga Stefónsdóttir Kórdal,
Jónfna Ó. Kórdal, Anna Marfa Kórdal,
Sylvia May Peiluck, Anthony Peiluck
og barnabörn.
t
Útför móður okkar, tengdamóður og ömmu,
JENNÝJAR JÓNSDÓTTUR,
Smóratúni 3,
Seffossi,
fer fram frá Selfosskirkju laúgardaginn 12. nóvember kl. 10.30.
Jarðsett verður í Eyrarbakkakirkjugarði að athöfn lokinni.
Sigríður Jónsdóttir,
Guðrún Jónsdóttir, Baldur Karlsson
og barnabörn.
t
Maöurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi
HALLDÓR GfSLASON
frá Langagerði,
Kirkjuvegi 14,
Selfossi,
verður jarösunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 12. nóvember
kl. 16.00.
Guðbjörg Jónsdóttir,
Eygló Kristófersdóttir, Björn Sigurðsson,
Ester Halldórsdóttir, Steinar Karlsson,
Hrefna Halldórsdóttir, Ágúst Morthens
og barnabörn.
Minning:
Ólafar N. Kárdal
Fæddur 25. ágúst 1910
Dáinn 3. nóvember 1988
Þó þú langförull legðir
sérhvert land undir fót,
bera hugur og hjarta
samt þíns heimalands mót.
í dag er til moldar borinn Ólafur
Norðfjörð Kárdal. Ólafur fæddist á
Blönduósi, næst yngstur níu systk-
ina, sonur hjónanna Jóns Konráðs-
sonar Kárdal og Guðfinnu Kristínar
Þorsteinsdóttur. Bömin voru mörg
og efnin lítil og sjö ára var Óla
komið í fóstur á Undirfelli í Vatns-
dal og var þar til 12 ára aldurs.
Árið 1922 ákvað fjölskyldan að
flytjast til Vesturheims. Ákveðið
var, að Óli færi með eldri bróður
sínum Þorsteini, sem þá var rúm-
lega tvítugur á undan, en aðrir í
Qölskyldunni komu árið eftir. Þeir
bræður ferðuðust með skipi, fyrst
til Noregs og þaðan til New York
og loks með lest til Winnepeg í
Kanada eftir 10 daga dvöl á hinni
alræmdu innflytjendastöð á Ellice
ísland. Þetta ferðalag mun hafa
venð þeim bræðrum langt og erfítt.
í Vesturheimi tók við erfíð og
miskunnarlaus lífsbarátta fyrir hinn
12 ára dreng og átti hann ekki aft-
urkvæmt til foreldra sinna til dvalar
og um formlega skólagöngu var
ekki að ræða. Óli mun fyrst hafa
unnið við akuryrkjustörf á bónda-
býlum á sléttum Manitoba en fór
ungur að stunda fiskveiðar á
Winnepegvatni og settist að í ís-
lendinganýlendunni að Gimli.
Líf fískimanna á Winnepegvatni
var ekki heiglum hent og ekki dans
á rósum. Vatnið líkist meira hafí
en stöðuvatni í okkar skilningi og
er viðsjárvert vegna krappra
strauma og snöggra veðrabrigða.
Fiskimennimir lágu við í litlum
kofum meðfram vatninu og á eyjum
langt norðan við Gimli og almanna-
byggð. Á vetrum var fískað gegnum
ís og eins og þeir einir vita, sem
búið hafa á sléttum Norður-
Ameríku, eru vetrarkuldar ótrúlegir
á þessum slóðum.
Óli mun hafa orðið yngstur for-
maður á bát, aðeins 15 ára, á
Winnepegvatni og alltaf sýnt af sér
bæði dugnað og ósérhlífni, enda
maðurinn stór og vörpulegur og hið
mesta hraustmenni.
Það var þó ekki líkamlegt þrek
og glæsimennska, sem vakti at-
hygli og aðdáun samferðamanna á
þessum árum, heldur mikil og falleg
söngrödd. Oft mun ómur íslenskra
sönglaga þá hafa borist um vatnið
og út á hinar óendanlega víðáttu-
miklu sléttur Kanada. Olafur varð
brátt eftirsóttur að skemmta með
söng sínum og í blaðinu Heims-
kringlu segir frá ungum manni, sem
vakið hafi aðdáun og athygli á
íslenskri sönglist og borið hróður
ættlands síns með list sinni og
prúðri og drengilegri framkomu.
Ekki átti Ólafur kost á miklu
söngnámi á þessum árum, en með
aðstoð frænda síns, séra Valdimars
J. Eylands, fékk hann til tilsögn
um skeið hjá frú Hildi Lindgren
Helgason í Blain í Washington-ríki.
Það var ekki fyrr en Olafur var
kominn um fertugt, að hann tók
þátt í útvarpskeppni söngvara í
Bandaríkjunum og vann þar til
verðlauna og hóf upp úr því söng-
nám við Maephali School of Music
í Minneapolis árin 1950—52.
Um það bil 10 árum áður kvænt-
ist Ólafur fyrri konu sinni Sylviu
Þorsteinsdóttur frá Gimli. Hún var
tónlistarkennari að mennt og
kenndi m.a. píanóleik.
Árið 1952 fluttust þau frá Gimli
í Kanada til tvíburaborganna
Minneapolis-St. Paul í Minnesota-
ríki í Bandaríkjunum, þar sem Ólaf-
ur hóf störf, sem eftirlitsmaður við
verkfræðifyrirtæki Vestur-íslend-
ingsins Jóns B. Gíslasonar. Á þess-
um árum ferðuðust hjónin oft um
byggðir Vestur-íslendinga og héldu
söngskemmtanir og Sylvia lék und-
ir söng eiginmanns síns. En skyndi-
lega dró ský fyrir sólu er Sylvia
varð bráðkvödd, þegar hjónin voru
að undirbúa ferð til íslands, sem
var þvf aldrei farin og upp úr því
dró Ólafur í land með að syngja
opinberlega, þótt tónlist og góður
söngur væru áfram hans mesta
yndi í lífinu. Ólafur og Sylvia áttu
eina dóttur, Sylviu May, sem er
kennari að mennt og býr í Kanada.
Ólafur kvæntist 1965 síðari konu
sinni Helgu Stefánsdóttur frá Mýr-
um í Miðfírði og þau bjuggu í St.
Paul árin 1965—1976, er þau flutt-
ust til íslands, þar sem Ólafur vildi
eyða ævikvöldinu, þótt hann hefði
yfírgefíð landið bam að aldri og
ætti fíesta sína vini í Vesturheimi.
Þau eignuðust tvær dætur, Jóninu
og Önnu Maríu, sem báðar stunda
nú framhaldsskóianám.
Ég kynntist Ólafí Kárdal og
helgu, þegar ég stundaði fram-
haldsnám við Háskólasjúkrahúsið í
Minneapolis árið 1968—76. Á þeim
árum voru líffæraflutningar ný
grein á tilraunastigi og baráttan á
líffæraflutningadeildinni í Minnea-
polis var háð á mörkum mannlegrar
þekkingar og án fyrri reynslu og
gekk á ýmsu um árangur. Vinnu-
álag var gífurlegt. Það var því
kærkomin hvfld og tilbreyting eftir
langar og erfíðar vaktir að fara í
kaffi til Helgu og Óla, sem bjuggu
rétt hjá spítalanum. Þótt stutt væri
á milli, var langur vegur milli þeirr-
ar streitu sem fylgdi vinnunni og
„rottu kapphlaupinu" á spítaianum
og þeirrar rósemi og afslöppuðu
vináttu og hjálpsemi, sem þau hjón-
in sýndu mér og öðru námsfólki,
sem á þessum árum dvöldust í
tvíburaborgum Minneapolis-St.
Paul.
Ég held að segja megi, að þótt
Valdimar Bjömsson væri óskipaður
sendiherra íslands í augum okkar
og hjálparhella þegar á reyndi í
samskiptum við stjómvöld, þá var
Ólafúr Kárdal sá, sem flestir leituðu
til í daglegum vandræðum sínum.
Þær em líka ótaldar kökumar og
kaffíbollamir, sem Helga lét
íslensku námsfólki í té á þessum
ámm. Kárdalshjónin vom þannig
mikilvægur kjami i hinni litlu, en
síbreytilegu íslendinganýlendu,
sem skapaðist í kring um Minne-
sotaháskólann.
Nú er hópur okkar dreifður og
bæði Valdimar Bjömsson og Ólafur
Kárdal horfnir á vit feðra sinna.
Röddin, sem fyrst bergmálaði í
norðlenskum fjalladölum og síðar
ómaði á Winnepegvatni og víðáttu-
miklum sléttum Norður-Ameríku
er hljóðnuð. Ég trúi þó, að Ólafur
haldi áfram að syngja þótt á óræð-
um víddum verði, og sé hann til
hinn eini, sanni, hreini tónn, held
ég að Ólafur Kárdal hafí átt hann.
Einlægari og heiðarlegri mann hef
ég ekki fyrr hitt.
Fjarst í eilífðar útsæ
vakir eylendan þín:
nóttlaus voraldar veröld
þar sem víðsýnið skín.
(Stephan G. Stephansson.)
Auðólfúr Gunnarsson
Hótel Saga Simi 12013
Kransa-og
kistuskreytingar.
Heimsendingarþjónusta.
Sími 12013.
Opið laugardaga
til kl. 18.00.
t
ÁRNIHRAUNDAL
frá Lækjarhvammi,
Fffuaundi 1,
Hvammstanga,
verður jarðsunginn frá Hvammstangakirkju laugardaginn 12. nóv-
ember kl. 15.00.
Svanborg Guðmundsdóttir,
börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Móðir okkar og tengdamóðir, amma og langamma,
INGIGERÐUR GUÐNADÓTTIR,
Álfaskeiði 34,
Hafnarflrði,
verður jarðsungin í Þjóðkirkjunni Hf. föstudaginn 11. nóvember
kl. 13.30.
Ásta Vilmundsdóttir, Guðmundur Guðmundsson,
Guðni Vilmundsson, Svava Gfsladóttir,
Kristján Vilmundsson, Erla Jósepsdóttir,
Guðný Baldursdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
JÓHANNES GUÐBJ ARTSSON,
Suðurvör 14, Grindavfk,
áður Steinholti, Vestmannaeyjum,
verður jarðsunginn laugardaginn 12. nóvember kl. 14.00 frá
Grindavíkurkirkju.
Frfða Jónsdóttir,
Guörún H. Jóhannesdóttir, Guömundur Einarsson,
Jón Ólafur Jóhannesson, Ólöf Andrósdóttir,
Ebba Jakobsdóttir, Jónas Guðjónsson,
barnabörn og barnabarnabarn.