Morgunblaðið - 11.11.1988, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 11.11.1988, Qupperneq 37
4- MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1988 37 SPENNIÐ SPENNIÐ Miiming Oddný Jónasdóttir Fædd 20. ágúst 1949 Dáin 27. október 1988 í dag verður gerð útför Oddnýjar Jónasdóttur en hún lést á Vífílsstöð- um 27. október sl. eftir stutta legu. Oddný fæddist 20. ágúst 1949. yoru foreldrar hennar Guðrún Ámadóttir, stöðvarstjóri Pósts og síma, Hellu, og Jónas Helgason, landpóstur. Eru þau bæði ættuð úr Rangárþingi. Fljótlega eftir fæðingu Oddnýjar kom í ljós að hún var vanheil. Hófst þá þegar mikil barátta við að koma henni til heilsu en því miður blöstu staðreyndir lífsins við og enginn mannlegur máttur gat komið henni til bjargar. Foreldrar hennar tóku þá ákvörðun að hún skyldi njóta skjóls og umönnunar í foreldrahús- um. Eftir að systkini hennar Særún og Helgi komust á legg sló öll fjöl- skyldan skjaldborg um hana og naut Oddný ástríkis og umhyggju fjölskyldu sinnar alla sína ævi. Vegna starfa minna hjá Póst og símamálastofnuninni átti ég oft leið um Hellu og kynntist fjölskyldunni á símstöðinni vel. Dáðist ég að umhyggju þeirra og ástúð sem þau sýndu Oddnýju og þrátt fyrir sína miklu fötlun geislaði andlit Oddnýj- ar af gleði. Var auðséð að hún bjó við öryggi og ástríki. Nú að leiðarlokum kveð ég vin- konu mína með söknuði. Þótt löngu stríði sé lokið og hvíldin kærkomin fylgir ætíð söknuður þegar ljúfir samferðamenn kveðja. Eg sendi ástvinum hennar og allri fjölskyldunni innilegar samúð- arkveðjur. Jakob Tryggvason Þú, Guð míns lífs, ég loka augum mínum í líknarmildum fdðurörmum þínum og hvíli sætt, þótt hverfi sólin bjarta, ég halla mér að þínu fóðurhjarta. Æ, tak nú, Drottinn, fóður og móður mína í mildiríka náðarvemdan þína, og ættlið mitt og ættjörð virztu geyma og engu þínu minsta bami gleyma. I vetrarkomu þegar blessuð blómin okkar hneigðu höfuðin og fölnuðu, þá kvaddi hún Odda okk- ur. Hún var líkt og veikbyggt blóm og gekk hér aldrei heil til skógar. En hversu dýrðlegt verður þá ekki að mæta henni heilli, handan við gröf og dauða. Hún var elskuleg stúlka og ein- Minninff: Safiiaðarfélag Fríkirkjunnar stofiiað NÝTT Safnaðarfélag Fríkirkj- unnar í Reykjavík verður stofnað laugardaginn 12. nóvember kl. 15.00. Fundurinn verður haldinn á Hótel Borg. í frétt frá stuðningsmönnum sr. Gunnars Bjömssonar segir: „Það leikur ekki á tveim tungum, að undirstaða alls félagsstarfs er þátt- taka almennra félaga. Stuðnings- menn sr. Gunnars Bjömssonar hafa því ákveðið að stofna þetta félag til þess að blása lífi í safnaðarstarf Fríkirkjunnar í Reykjavík. Þetta félag er hvorki hugsað sem kvenfé- lag né bræðrafélag, heldur með þátttöku allra áhugamanna. * Andrés Arnason læg. Aldrei gleymi ég henni er hún tók um hálsinn á mér og vildi með því sýna þakklæti sitt. Það er mik- ill missir fyrir foreldra hennar og systkini nú þegar hún er öll og þvílíka umönnun er þau sýndu henni er vart hægt að hugsa sér betri. Ég vil kveðja Oddu og þakka fyrir samveruna. Ég er ríkari mann- eskja fyrir það eitt að hafa kynnst henni. Foreldrum hennar og systk- inum bið ég guðs blessunar. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt.“ Jakobína Erlendsdóttir Félagið er stofnað í kringum kirkjuna og söfnuðinn; hvoru tveggja til vemdar og stuðnings, vamar og fulltingis. Allt áhugafólk um framgang Fríkirkjunnar í Reykjavík í framtíð- inni er hvatt til þess að mæta og vera með frá byrjun." Fæddur 2. mars 1926 Dáinn 5. nóvember 1988 Andrés var trúaður maður og því trúi ég, að vel hafi verið tekið á móti honum fyrir handan. Ég hafði kynnst Andrési sem hæglátum manni þegar fjölskyldan kom saman. Hann sagði aldrei margt og því síður flíkaði hann til- finningum sínum. En þá kynntist ég því betur, hvem mann hann hafði að geyma sumarið 1982. Við hjónin vomm þá búsett í Þýskalandi ásamt böm- um okkar. Dag nokkurn hringdi síminn og þá var það Andrés. Hann sagðist hafa hug á að fara á bygg- ingavörusýningu í Friedrichshafen og spurði, hvort við værum reiðubú- in til að fara þangað með honum. Við vomm það og áttum þar ágæta dvöl í fögm umhverfi Bodensee- vatns. Síðasti dagurinn þar var okkur öllum minnisstæður. Andrés minntist oft á hann síðar. Við ókum og skoðuðum markverða staði allan daginn og Andrés tók fjölda mynda. Hann hafði næmt auga fyrir nátt- úmfegurð og var ákaflega hrifinn af öllu sem fyrir augu bar. Minnis- stæðast er mér þó, er við komum inn í kaþólska kirkju í Sviss þar sem messa stóð yfir. Þar gengu menn til altaris og Andrés horfði hug- fanginn á. Hann hvíslaði að okkur, að hann hefði ætíð varðveitt sína bamatrú og hvort við teldum við hæfi að hann gengi til altaris með fólki. Síðan meðtók hann heilagt sakramenti þarna í ókunnu landi þar sem framandi tunga var töluð allt í kringum hann og auk þess messað á latínu. Þegar hann kom aftur til okkar, skein svo mikil ein- læg gleði og friður úr svip hans, að það snart mig djúpt. Því veit ég nú, að hann hefur fengið góðar móttökur, þar sem hann er nú. Ég er glöð yfir, að Andrés leyfði mér að skyggnast örlítið inn í hug- skot sitt í þessari ferð. Við Brynjar biðjum almættið um að styrkja alla ástvini Andrésar. Dagmar Koeppen . Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. GERIÐ GÆÐA SAMANBURÐ SEVEN Seas VÍTAMÍN DAGLEGA B-KOMPLEX (^t orenco HEILDSÖLUDREIFING Laugavegi 16, sími 24057. Nýja ULTRA LOTUS bleyjan er með frönskum rennilás, sem gerir hana einstaklega meðfærilega. Þú getur fest hana og losað aftur og aftur án nokkurra vandræða. ULTRA LOTUS bleyjan er dún- mjúk, þunn og fyrirferðarlítil, með hámarks rakadrægni og að sjálfsögðu ofnæmisprófuð. ULTRA LOTUS - ný og fulikomin bleyja - auðvitað frá LOTUS. ULTRA LOTUSBABY FRANSKUR RENNILÁS LOSIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.