Morgunblaðið - 13.11.1988, Blaðsíða 13
13 C
MORGUNBLAÐIÐ MAIMNUFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1988
TRtiMÁl,/Hefur tcekniþróun breytt trúnaöi mannaf
Þegar Guð þokar
úr vitundinni
Menn geta breytt viðhorfí sínu
til þess átrúnaðar, sem þeir
hafa alist upp við. Menn geta lika
skipt um átrúnað. Hvort tveggja
getur gerst án þess menn geri sér
fulla grein fyrir
því. Hver maður
hefur einhvem
átrúnað, það er
að segja eitthvað
sem hann byggir
á, styðst við innst
inni, hefur hug-
svölun af öðru
fremur, giæðir
von sína við, nærir bjartsýni sína
á og tiltrú til lífsins. Kristinn er
sá, sem byggir allt á þeim föður
og skapara himins og jarðar og
allra hluta sýnilegra og ósýnilegra,
sem Jesús Kristur hefur kennt
honum að þekkja. Hann leitar ásjár
þessa Guðs í smáu og stóm, rækir
hugarsamband sitt við hann vit-
andi vits í bæn sinni og tilbeiðslu,
skynjar hann að baki alls og í öllu.
En hver kristinn maður veit líka,
að það er margt sem skyggir á
Guð, sljóvgar þá innri skynjun eða
næmi, sem hann þó veit að er
dýrmætasti hæfileiki mannsins.
Það er margt, sem getur mtt sér
til rúms í hjarta manns á þann veg
að Guð þoki úr vitundinni, að vilji
hans verði settur hjá, að sjálfur
hann rými sæti fyrir öðm, fái hjá-
guð við sína hlið eða í sinn stað.
Frá öndverðu er sagan í augum
kristins manns barátta um það,
hvort Guð fær að vera Guð í lífí
mannanna eða hvort maðurinn
gerir sjálfan sig að Guði, sínar eig-
in hugðir, síngimi og sjáifselsku,
gimdir og hroka, og sín eigin verk.
Hvemig manneskjan kann að
mótast af töfrum tækninnar þegar
lengra líður fram getur enginn vit-
að, ferillinn undir áhrifum hennar
er skammur enn, aðeins andrá
miðað við fortíð mannsins á jörð.
En ýmis áhrif verða rakin.
Margfræg er sagan um það, að
sjóferðabænir hafí lagst niður,
þegar vélar komu í bátana. Hún
er ekki allskostar sönn en hún er
nokkuð góð sálfræði.
Vélin veitti öryggi, jók afköstin,
efldi meðvitund mannsins um styrk
sinn í lífsbaráttunni, hann • fann
betur til máttar síns og ómeðvitað
bjó sú tilfinning um sig, að hann
væri færari í allan sjó, hefði meira
vald á sjálfu lífsfleyi sfnu. Skiljan-
leg viðbrögð. En rétt mat??
Ungur maður finn-
ur til sín, þegar hann
ekur bíl í fyrsta sinn.
Vélin hlýðir honum,
stýrið leikur í höndum
hans, hraðinn lýtur
vilja hans — þangað
til hann fínnur að hann
er að missa tökin,
hann ræður ekki leng-
ur við það vald, sem
steig honum til höfuðs.
Það er svipuð kennd, sem í
seinni tíð segir til sín í sál nútíma-
mannsins. Hinn voldugi maður
tækninnar er að missa tökin á stýr-
inu. Þau áhrif tæknivæðingarinn-
ar, sem nú eru augljósust, eru
uggur og ótti mannsins við handa-
verk sín. Menn hafa glatað trúnni
á hjáguð aldarinnar, iðnvæðinguna
og þau gæði, sem hún átti að
veita. Og þá glatast trúin á framt-
íðina. Það er sorglega áberandi
einkenni á ungu fólki í háþróuðum
löndum. Eftir skamma asasókn
tækninnar er sköpunarverkið rask-
að, hin hugvitsamlega uppbygging
ósýnilegs sköpunarmáttar á frum-
lægum lífsskilyrðum er úr lagi
gengin. Náttúran afneitar þeim
manni, sem í sigurvímu gleymdi
þvi, að hann er ekki skaparinn og
ekki herra sköpunarverksins. Það
er hann sem verður að lúta, þegar
til kastanna kemur. Náttúran
hafnar þeirri lífveru, sem kann
græðgi sinni ekki hóf eða sést
ekki fyrir í viðskiptum við sameig-
inlega móður alls lífs á jörð.
Þetta er hörð
staðreynd, sem
maður tækninnar
er að reka sig á
og getur ekki logið
sig frá. Kannski
verður hann, áður
en allt er um sein-
an, nægilega raun-
sær á áþreifanleg-
ar aðstæður til
þess að taka af-
stöðu til kristins átrúnaðar af
meira raunsæi en ríkt hefur um
sinn. Getum við ekki vænst þess?
Eigum við ekki að vona það?
eftir dr. Sigurbjöm
Einarsson
TÆKNI / Geta vélmenni lcert af
reynslunnif ____
Vélntenni til vinnu
Vélmenni eru nú álíka fjölmenn
þjóð og íslendingar voru upp
úr nítján hundruð og sextíu, eða
um hundrað og níutíu þúsund. Þeir
vinna í iðnaði hinna háþróuðu iðn-
aðarlanda. í Japan
einu eru um eitt
hundrað þúsund
vélmenni starf-
andi.
Það sem hefur
vitaskuld gert vél-
menni að nothæfu
vinnuafli og öðru
og meira en
vísindaskáldskap, er tölvutækni
nútímans. En stýriforrit eru þó enn
ekki fullkomnari en svo, að verk-
efni þeirra eru tiltölulega einhæf
færibandatækni. Hver og einn er
gerður fyrir tiltölulega einæft verk-
efni, svo sem málmsuðu eða máln-
ingu bíla. En einmitt iðnvélmennin
hafa gert kleift að auka verulega
færibandaframleiðslu, þar sem
þeim hefur verið bætt inn. Verið
er að vinna að því að hanna full-
komnari vélmenni til lausnar Qöl-
breytilegri verkefnum en
færibandavinnu, einkum þar
sem erfítt er eða hættulegt
fyrir menn að komast að, svo
sem vegna geislavirkni, hita
eða vatns.
Megin framfarir framtí-
ðarinnar verða þó ekki fyrr
en hægt verður að stýra vél-
mennum með tali. Mikill
fyöldi vísindamanna víða um
heim vinnur að því að leysa
þetta mál. Hins vegar er for-
ritunin sem þetta krefst svo
flókin, að lausn er ekki enn í sjón-
máli.
Þó eru komin fram vélmenni sem
„skynja" umhverfí sitt, með því að
„sjá“ eða „þreifa“ á því. Auðvitað
er um að ræða myndupptöku ogg
greiningu á þeim, eða á þeim áhrif-
um sem snerting veldur. Einu stigi
æðri er sú kynslóð vélmenna sem
er enn á rannsóknarstigi, og getur
ekki aðeins skynjað umhverfí sitt,
heldur og unnið úr skynhrifunum
og hagð sér, þ.e. tekið ákvarðanir
samkvæmt því. Þau geta eða munu
þegar til kemur geta samhæft
hreyfíngar sinar skynhrifunum og
lært af reynsiunni. Varla þarf að
taka fram að slík véimenni má nota
á miklu margbreytilegri vegu en
þau, sem eru á markaðnum sem
stendur. En þessi nýrri gerð er ekki
enn komin á markað, bæði vegna
þess að hún er enn of dýr i fram-
leiðslu og að í öðrum tilfellum er
hún skammt komin á rannsóknar-
stigi. Enn eitt kemur til, að þau
yrðu háettuminni í notkun en núver-
andi kynslóð. En vélmennin sem
nótuð eru nú
hafa orðið
allmörgum
mönnum. að
bana, vegna
'þess að þau
verða fyrir
truflun frá
rafsegulöld-
um í um-
hverfi sínu,
og það hefur
áhrif á stjón-
un þeirra.
HÚSIÐ VIÐ CARROLL STRÆTI
KELLY McGILLIS JEFF DANIELS
Emily Crane
left her house one moming
and stepped into
a nightmare.
A nightmare that
will end in
CTHE HOUSE ONL
Carroll streíT
■""" i KELUx' McGlLLlS JEFFDANIELS A PETERYATESFILM
THE HOUSE ON CARROLL STREET JESSCA TANDV and MANDY PATINKIN
MusiC Bi GEÓRGES DELERL’E ProduCtkk Desioner STUARTUTiRTZEL Director OF PhotoormwMICHAEL BALLHAUS, AS.C.
PROPUCEDBT'ROBERTECOLESBERRY WrittenBVWALTERBERNSTEIN ExecitinePkowjcersarlenedonoyan robertbentqn
WENTAl GUIDANCE SUGGESTED <3®*] PROUUCEDANDDIRECTEDBYPETERYATES WM1 rot anrw wHvigTI ORÍOM Lctuaes ne«s«
iii*
SOME MATTRlAE MAT NOT 6£ SUíTABU FOfi OALOflEN
Hörkuspennandi „þriller“
með tveim frábærum leikur-
um í aðalhlutverki þeim Kelly
McGills (Witness, Top Gun)
og Jeff Daniels (Something
Wild, Terms of Endear-
ment)...
Einn morgun er Emily (Kelly
McGills) fór að heiman hófst
martröðin, en lausnina var
að finna í húsinu við (Carroll
stræti).
Leikstjóri: Peter Yates.
Sýnd á öllum sýningum.
Bönnuð innan 12 ára.
HÁSKÚLABÍÚ
SÍMI 22140.