Morgunblaðið - 13.11.1988, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 13.11.1988, Blaðsíða 43
5jr .81 HUDAQITHMJ3 oit/nAðMAa ®|lA.ISKUÍ>30M MORGUNBLAÐE) SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1988 r> _ s& 43 C~ Æflngin í fullum gangl. Menuhin gerir athugasemd. Æfingu lokiA. SÍMTALID HJÁLMAR ÁRNASON SKÓLAMEISTARI Sýktur af laxveiðidellunni 92-13101 - Pjölbrautarskólinn. Hjálmar, sæll og blessaður, Sveinn Guðjónsson á Moggan- um.. - Nei, blessaður. Hvað er að frétta af þér, - þú kannt alltaf jafn vel við þig þama suðurfrá? - Nú,_ þetta gengur sinn vana gang. Eg tók við þessu starfi 1985 og var þá búinn að kenna héma í þijú ár þannig að ég er nú farinn að venjast þessu. En þetta er hörkuvinna ef maður ætlar að standa sig í þessu. Það fer eiginlega allt árið í þetta. Eg tók til dæmis bara hálfan mánuð í sumarfrí í sumar. Hvað var svona aðkallandi? - Það er svo erfítt að fá kenn- ara. Það fer sumarið í það að leita að kennurum og grenja utan í fólki um að koma að kenna. Svo þarf að útvega þessu fólki íbúð- ir og þess háttar... Er þá aldrei laus stund til eins eða neins? - Jú, ég segi það nú ekki. Ég hef til dæmis verið að reyna að veiða lax inn á milli, það er að segja á sumrin og haustin. Ég er alveg orðinn sýktur og sýktist endanlega i sumar. Ég fór á fjóra staði. Tvær smásprænur sem þú þekkir sennilega ekki. Önnur heitir Hafnará og rennur undir Hafnarfelli. Það er svona slepp- ingalax í henni,- ég náði þó í tvo þar. SVo fór ég í Brynjudalsá í Hvalfírði. Þar fékk ég fjóra. Síðan var ég í Laxá í Leirársveit í haust. Það voru tveir síðustu dagamir í henni en ég náði þó í þijá. Hvemig byijaði þessi della hjá þér? Það er smáspræna fyrir norð- an, Djúpá, sem rennur út í Skjálfandafljót úr Ljósavatni, sem kom mér á bragðið. Ég var búinn að fara mörgum sinnum í laxveiði án árangurs og var hættur. Ég var svo svekktur og leiður yfír þessu. Svo var það góður vinur minn fyrir norðan sem eigin- lega vélaði mig með sér í Djúpá. Þar fékk ég maríúlaxinn minn og síðan er ég heltekinn af þess- um sjúkdómi. Við erum fjórir saman í veiðifélaginu Mei fímmta og höfum farið fjögur haust. Það er skirfað MEI V og er eins konar leyniþraut. Það er aldrei gefíð upp hvað það tákn- ar.. Og þú ætlar væntanlega ekki að gefa það upp nú? - Nei, það geri ég ekki. Þú verður sjálfur að ráða gátuna. Jæja, ég bið þá bara að heilsa þér og veiðifélögunum og óska Mei fimmta alls hins besta í framtíðinni. - Já þakka þér fyrir, blessað- ur. Af dultufullu brott- 'íí?SSiðs hvai/fi dr. Gunrúaugs afþingi „Hefir dr. Gunnlaugi Þórðarsyni verið meinuð þingseta?“, - spyr Morgunblaðið I fyrirsðgn á forsíðu fimmtudaginn 23. maí 1957. í undirfyrirsögn er áréttað að þing- maðurinn hafí ekki stutt frumvarp um stór- eignaskatt og í fréttinni er þvi gert skóna að afstaða dr. Gunnlaugs og ágreiningur við Al- þýðuflokkinn í þvi máli sé skýringin á „hinu dular- fulla brotthvarfí" hans afþingi. efir^dr. Gunnlaugi Þórð-| arsyni verið mein- uð þíngseta? vfmíf etti s,orei!P>nskafiinn iiUui"!m.m, Br j s n.'inkim,u „„ , ■« *•-«. n.» h.„» t u-> r *•iZ; wJTír framar Rraga. ' «“11 I»VÍ tyrlr um ' *«*l -m ».» . r-iMi ..... Nla wrlli. Mlþinaix, hv.-r J Urrtu um þurt H *kipli: GaaaUaiur vohljiiðandi oiða- Iupphafí fréttarinnar segir að það hafi vakið athygli að dr. Gunn- laugur Þórðarson hvarf af þingi við heimkomu Guðmundar í Guð- mundssonar, en ekki Bragi Sigur- jónsson, „þó hann sé annar vara- þingmaður Alþýðuflokksins en dr. Gunnlaugur hinn fyrsti og hafi því þingseturétt fram yfir Braga.“ í fréttinni er síðan greint orðrétt frá orðaskiptum Bjama Benediktsson- ar, 1. þingmanns Reykvíkinga, og forseta Sameinaðs þings, Gunnars Jóhannssonar, vegna þessa máls. Bjami bar fram fyrirspum til forseta hvemig á því stæði að fyrsti varaþingmaður Alþýðu- flokksins hefði vikið af þingi? „Hef- ur hann tilkynnt forfoll eða hver önnur atvik standa til þess, að við njótum ekki návistar hans hér leng- ur?,“ - spyr Bjami. Hann gerði síðan grein fyrir lagaákvæðum sem kváðu á um að varaþingmenn tækju þingsæti eftir þeirri röð, sem þeir em kosnir. Bjami spyr síðan hvort dr. Gunnlaugur hafi boðað forföll og óskað eftir þvi að annar varamaður tæki sæti sitt. Út af þessu spunnust nokkur orðaskipti milli Bjama og forseta þingsins og tveimur dögum síðar er málið enn tekið upp f Sameinuðu þingi með svari forseta við fyrirspum Bjama Benediktssonar um þingsetu dr. Gunnlaugs. Forseti las upp allanga greinar- gerð, þar sem aðalefnið var, að bæði Gunnlaugur og Bragi hafi löglega tekið sæti á þingi. Gunn- laugur hefði vikið er aðalmaður, Guðmundur í Guðmundsson, kom Úrkllppa af forsíðu Morgun blaðslns 23. mai 1957. aftur til þings en hinsvegar væri sá maður, sem Bragi sæti fyrir, Pétur Pétursson, ókominn til þings. „Varamaður virðist eiga sitja,“ sagði forseti, „þar til aðalmaður kemur aftur til þings.“ Þá las hann upp bréf frá dr. Gunnlaugi Þórðar- syni þar sem hann lýsir því yfír að hann hafí að eigin ósk vikið af þingi er Guðmundur í. tók þar aft- ur sæti sitt enda hafí hann talið að svo hafi átt að vera samkvæmt kosningalögum og venjum. Þar með lýkur umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu, en spumingin stendur eftir hvort dr. Gunnlaugur hafi verið settur á „pínubekkinn hjá samflokksmönn- um sínum og meinuð áframhald- andi þingseta" eins og Bjami Bene- diktsson gaf í skyn? Var í ónáð lýá Guðmundi í. „Ég held að túlkun Bjama hafi verið rétt, en sannleikurinn er sá að ég var kominn í ónáð hjá Guð- mundi í. og ýmsum fleiri í Al- þýðuflokknum á þessum tíma,“ sagði dr. Gunnlaugur þegar þetta var borið undir hann nú, 30 árum síðar. „Það var fyrst og fremst út af landhelgismálinu. Kröfur mínar gengu miklu lengra en þeir gátu hugsað sér, en ég taldi þá að við ættum að gera kröfu um 50 mflna landhelgi. Þeir töldu þetta fjarstæðu. Og ekki bætti úr skák að ég greiddi ekki at- kvæði með stóreignaskatti og fór ekki úr þingsalnum á meðan á atkvæðagreiðslunni stóð. Sam- þingmenn mínir álösuðu inér fyrir að hafa ekki frekar farið út og verið fjarstaddur atkvæðagreiðsl- una. En með þessu vildi ég sýna, að ég var ekki samþykkur þessum skatti og ég tel að stóreignaskatt- urinn, bæði 1947 og 1957, hafí verið tóm sýndarmennska. Hann var óréttlátur og kom aðallega niður á fullorðnu fólki sem hafði verið heiðarlegt, vandað og spar- samt, þótt kannski einhveijir hafí haft óhrein mél í pokahöminu eins og gengur,“ sagði dr. Gunnlaug- ur. „Guðmundur í. Guðmundsson bað mig síðan um að skrifa bréf til að skýra brotthvarf mitt af þingi og þar sem þessi varaþing- mennska mín var mér ekki föst á hendi, lét ég tilleiðast. Láklega hef ég ekki viljað koma mér alveg út Dr. Gunnlaugur Þóróarson: „Ég var faflinn í ónáð hjá Guðmundi í.“ úr húsi þegar hér var komið sögu. En það er Ijóst ég rakst illa í flokki og ég viðurkenni það, þó ég hafi beygt mig undir flokksag- ann í þetta skiptið. En ég fór aldr- ei í framboð fýrir Alþýðuflokkinn eftir þetta, enda fallinn í ónáð. Ég sat hins vegar í miðstjóm nokkrum sinnum, en féll út þess á milli enda hafði ég ekki alltaf sömu skoðanir og hinir. Það fór líka svo að ég sagði mig endan- lega úr Alþyðuflokknum 1973 og hef verið óflokksbundinn síðan.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.