Morgunblaðið - 13.11.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.11.1988, Blaðsíða 26
26 C MORGUNBLAÐIÐ FJOLMIÐLAR SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1988 Viðamiklir heimildaþættir Stöðvar 2: Þorsteinn leik- ur Jón forseta Á Stöð 2 er hafinn undirbúningur að heimildarmynd um eina helstu sjálfstæðishetju íslendinga, Jón Sigurðsson. Um er að ræða tvo 35 mínútnaþætti, með leiknum atriðum úr lífi Jóns, viðtöl við sérfræðinga og svipmyndir frá sögustöðum. Leiksljóri er Lárus Ýmir Óskarsson og með hlutverk Jóns fer Þorsteinn Gunnarsson, leikari og arkitekt. Áætlað er að gerð þáttanna ljúki í apríl á næsta i ári. Að sögn Jóns Óttars Ragnars- sonar, sjónvarpsstjóra hefur gerð myndarinnar verið draumur margra starfsmanna stöðvarinnar þó ekki hafi verið ráðist í gerð þátt- anna fyrr en nú. „Tilgangurinn með gerð þeirra er að vekja unga fólkið til umhugsunar um söguna og áhrif Jóns á gang hennar. Þetta er óskap- lega spennandi verkefni og tímabi- lið sem um er fjallað hefur verið lítið skoðað af sagnfræðingum." Handritsgerðin verður m.a. í höndum Jóns Óttars og Einars Lax- ness sagnfræðings, sem er aðalráð- gjafí við gerð myndarinnar. Fjallað verður um stöðu, hugmyndafræði og vinnubrögð Jóns auk þess sem reynt verður sýna hvern mann hann Gjaldþrot á skjáinn? Plús-Film hefur lokið upp- tökum fyrir sjónvarpsþátt um gjaldþrot, sem kvik- myndagerðin stendur að. Handritshöfundur er Anna Kristjánsdóttir, sem nú star- far hjá Stöð 2. Allri vinnslu efnisins er ólokið þar sem myndin er enn óseld. Sveinn M. Sveinsson, eigandi Plús-Film, segir að hug- myndin að gerð myndarinnar hafí komið upp síðastliðið vor og sé því alls óskyld hinu ný- stofnaða Félagi gjaldþrota ein- staklinga. í sjónvarpsþættinum er m.a rætt við fógeta, dómara og fjöl- skyldu, sem hefur orðið gjald- þrota og fylgst með meðferð gjaldþrotsins í kerfinu. Sveinn segir vandalítið að ljúka vinnslu þáttarins á einni viku, verði af sölu. Býst hann við að bætt verði við nýjum upplýsingum í þáttinn sem áætlað er að taki 20-25 mínútur í sýningu. Persónan: Leikarinn: Sjálfstæðishetj- Arkitektinn Þor- an Jón Sigurðs- steinn Gunnars- son. son. hafði að geymaf „Jón Sigurðsson verður ekki gerður að dýrlingi. Við sýnum bæði kosti og lesti í fari hans, en hann var yfirburðamaður og persóna fárraþolir betur gagn- rýni,“ segir Jón Ottar. Ekki hefur verið ákveðið hvenær þættimir verða sýndir en Jón sagði ljóst að þeir ættu heima í hátíðadag- skrá stöðvarinnar. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er kostnaður við gerð þáttanna áætl- aður á þriðju milljón en Jón sagðist ekki geta sagt fyrir um það enn. Auk Stöðvar 2 verður SPRON bak hjarl þáttana. RÚV-neftidin fiindar um svörtu skýrsluna Nefnd sú sem Svavar Gestsson, skipaði til gera tillögur um eflingu Ríkisútvarpsins hefur hafið störf og haldið með sér tvo fundi. Á fundunum hefur einkum verið fjallað um fjárhagsstöðu stofnunar- innar og á seinni fundinn, sem hald- inn var nú í vikunni, mættu fulltrú- ar frá Ríkisendurskoðun. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins munu þeir einkum hafa farið yfir „svörtu skýrslu" Ríkisendurskoðun- ar um stjórnsýslu RUV. Morgunblaðið/Einar Falur Spumingar og svör I Svara stjómmáíamenn betur í dag? ■ Hafa þeir breytt Qölmiðiafiramkomu sinni? ■ “Hvernig er hitaveitan heima hjá yður?“ * Asakanir stjómmálamanna á hendur fjölmiðlum og frétta- mönnum eru ekki alveg nýjar af nálinni. Það hljómar sjálfsagt kunnuglega að fjölmiðlar hafi blásið hitt eða þetta málið upp og út eða þá að fjölmiðlar hafí þagað þetta eða hitt í hel. Því verður ekki á móti mælt að frét- taflutningur af vett- vangi stjómmál- anna hefur á und- anförnum árum breyst umtalsvert, en hvað veldur? Hafa íjölmiðlarn- ir breyst? Hafa stjómmálamenn- imir breyst? Hvað hefur breyst? Það virðist vera samdóma álit fréttamanna á þessu sviði sem rætt var við af þessu tilefni að fréttir af pólitík hafi gjörbreyst á skömmum tíma. Þar komi ýmis- legt til. Samkeppni fjölmiðla hafi aukist við fjölgun fjölmiðla, út- varpsstöðva og sjónvarpsstöðva. Stjómmálamenn séu jafnframt í eitilharðri samkeppni um athygli fjölmiðlanna, og gerist yfirlýsin- gaglaðari til þess að fá einhveija umfjöllun. Nú dugi ekki lengur að ýja að einhveiju - heldur þurfi afdráttarlausa og skorinorða yfir- lýsingu til þess að hún sé í frásög- ur færandi. Það sem virðist þó gera útslagið, að mati frétta- manna, er að lotning sú sem áður var borin fyrir stjómmálamönn- um, bæði af fréttamönnum og öðrum í þjóðfélaginu, er ekki leng- ur fyrir hendi. Það sjónarmið virð- ist ráða nú, að sé stjómmálamað- ur spurður spumingar og ætli með orðavaðli að koma sér hjá að svara henni, þá komist hann einfald- lega ekki upp með þann háttinn. Hon- um sé bent á að enn hafi spumingunni ekki verið svarað, og fáist ekki svar, verður það ekki falið, hvorki fyrir áhorfendum, áheyrendum né lesendum. Fréttamenn segja þó að allt sé þetta mjög persónubundið og það sé mikið undir stjórnmálamannin- um komið sem spurður er, hvort og hvemig hann svarar. Sumir stjómmálamenn veiti gjaman svör, án þess að á þá þurfi að ganga og er Steingrímur Her- mannsson, forsætisráðherra oft- ast nefndur í þessu sambandi. Ólafur Ragnar Grímsson, fjár- málaráðherra er einnig nefndur til sögunnar, en þó með öðrum hætti, því fréttamenn virðast flestir vera þeirrar skoðunar að Ólafur Ragnar sé af ásetningi yfirlýsingaglaður mjög, með það Aukin samkeppni fjölmiðla Stjórnmálamenn eru jafnframt í eitilharðri samkeppni um athygli fjölmiðlanna, að markmiði að komast sem oft- ast og sem lengst í sem flesta fjölmiðla. Þá hafa aðrir stjórnmálamenn á sér orð fyrir það að hafa breytt fjölmiðlaframkomu sinni,_ við það að valdastaða þeirra í þjóð’félaginu breytist. Þar eru nefndir til menn eins og Albert Guðmundsson, sem hafði það orð á sér að ræða oft og ítarlega við fjölmiðlafólk á bló- matímabili sínu í Sjálfstæðis- flokknum, en fréttamenn kvarta nú undan því að hann sé bæði stuttur í spuna og fjölmiðlafælinn. Svavar Gestsson er einnig sagður hafa tvenns konar fjölmiðlafram- komu, allt eftir því hvort hann er óbreyttur þingmaður eða ráðherra og virðist ekki eiga í nokkrum erfíðleikum með að skipta um gervi þegar svo ber undir. Reyndur sjónvarpsfréttamaður sagðist telja að það væri liðin tíð að stjórnmálamenn kæmust upp með það að svara ekki neinu. Áður fyrr hefðu fréttamenn ekki gengið á menn og látið það gott heita, ef sá sem sat fyrir svörum kaus að svara ekki. Einkum hafi þetta átt við um ríkisfjölmiðlana, en nú sé aftur á móti gengið á menn, jafnvel þótt slíkt hafi ein- hveijar fyrirsjáanlegar afleiðingar í för með sér. Fagleg sjónarmið, það að afla upplýsinganna og koma þeim á framfæri, ráði nú ferðinni, en áhyggjur af pólitísk- um titringi eða pirringi séu látnar lönd og leið, enda sé litið á stjóm- málamenn sem jafnmisvitra og skeikula viðmælendur og aðra. Hræðslublandin lotning frétta- manna fyrir stjórnmálamönnum heyri sögunni til. Bendir hann á hversu stutt sé í rauninni síðan að ráðherrar vom þéraðir í sjón- varpsviðtölum ríkissjónvarpsins, en það munu ekki vera meira en 12 til 13 ár síðan þéringar lögð- ust af í fréttatímum sjónvarps, þó að þéringar almennt í þjóð- félaginu væm nánast útdautt fyr- irbæri. Eiður Guðnason, núver- andi alþingismaður Alþýðuflokks- ins og fyrmm fréttamaður Sjón- varps riijaði litla sögu upp í þessu sambandi. Hann sagðist hafa tek- ið viðtal við Geir Hallgrímsson, þegar Hitaveitan í Reykjavík hafði bmgðist í miklu kuldakasti, en Geir var þá borgarstjóri í Reykjavík. Eiður sagði í lok við- talsins: „En má ég þá spyija borg- arstjóri. Hvemig er hitaveitan heima hjá yður?“ og Geir svaraði að bragði: „Hún er ágæt, en hvernig er hún hjá yður?“ BAKSVIÐ eftir Agnesi Bragadóttur EfMoggi væri j ekkiMoggi Hmtti tontti Dtmísnkiinnt tkuldsr alm« hoitit C. Batli mgi akktri HBílíWBfÍiÍ Sameining gæti þýtl 30% lækkun iðgjaldc lltWN tUNNV l*.#on ÍHI.IIMD 1« ©1 ■MÍHHM Tíminn var að bera Moggann fyrir bijósti rétt einn ganginn núna um daginn. Hann hefur af því óbærilegar áhyggjur ekki sjaldnar en tvisvar á ári hvað Morgunblaðið sé orðið pattaralegt. Raunar heitir þetta ofvöxtur hjá jþeim. Þá setjást þeir við mas- kínurnar sínar þeirra fæmstu menn og skrúfa saman dulítinn pistil í föðurlegum umvöndunartón þar sem rök em færð fyrir því (eða einskonar rök allavega) hvað Morgunblaðið væri mörgum sinn- um merkilegra og huggulegra blað ef það væri bara fátækara af blaðs- íðum og þarmeð vitanlega af les- efni og auglýsingum. Ef Morgun- blaðið væri með öðmm orðum ekki Morgunblaðið, þá væri nú munur að lifa. Og em mennirnir einsog nærri má geta einungis að stinga þessu að okkur á Mogga af ein- skæri umhyggju fyrir velferð hans og alls ekki af því að nein ber séu súr eða eitthvað svoleiðis. Það vantaði nú bara. Afturámóti segja þeir okkur aldrei, þessir félagar okkar í blaða- bransanum, hver sé ákjósanlegasti síðufjöldi fyrir hann Mogga, hver sé hin eina og sanna kjörstærð hans. Fjörutíu og átta síður? Tutt- ugu og fjórar ef til vill? Eða yrðu kaupendur Morgunblaðsins kannski vitstola af hrifingu ef ein- takið sem borið yrði heim til þeirra á þriðjudaginn kemur yrði uppá þessar tólf síður sem blaðið var oftast á fyrstu ámnum eftir stríð? Sextán samt tíðast á sunnudögum og svo á auglýsingavertíðinni síðasta sprettinn fyrir jól. Raunar hefur sú gáta aldrei verið ráðin og verður víst seint hver sé „rétta“ stærðin á dag- blaði, né heldur em til marktækar forskriftir um farsælasta útlitið og innihaldið. Svo einfalt er þetta ekki. Öll blöð og ekki síst þau íslensku em enda sífellt að glíma við þessa gátu og ósjaldan því miður bókstaflega með lífið í lúk- unum einsog fjármálastjóramir þeirra geta best borið vitni um. Það er meira að segja ekkert óskaplega langt síðan sjálfur Tíminn skipti rétt einu sinni um. tón og útlit og áherslur, og varð fyrir bragðið á stundinni drjúgt læsilegri að dómi undirritaðs. Þama um borð á maður líka gamla bræður í syndinni sem maður veit af eigin reynslu að em engir skuss- ar. Meinið er bara það að „nýjun- garnar“ em það fæstar lengur nema bara að nafninu til. Þær em allavega ekki svipur hjá sjón. Það er liðin tíð að hressilegri fyrirsagn- ir og hispurslausari fréttaflutning- ur geri sjálfkrafa gæfumuninn. Það var hérna um árið, drengir. Þjóðviljinn færði helgarblaðið sitt í nýjan búning á dögunum og flutti um leið útkomudaginn frámá föstudag til þess að drýgja sölutí- mann. Þrátt fyrir snöggt andlát Helgarpóstsins virðast allaballar og kratar hafa tröllatrú á því í svipinn að setja upp spariandlit einu sinni í viku og vera þá jafnvel spakari en ella og þó ekki síður sval- ari eða fmmlegri eða hvað það nú heitir. Vanga- veltugrein nýja spariblaðsins um heppilegustu stærðina á getnaðar- limi karla flokkast eflaust undir annaðhvort. Lífsreyndari mönnum kynni þó einkanlega að finnast framtak af þessu tagi barnalegt — svosem einsog þegar strákar em að spreyta sig á því að geta pissað hæst uppá húsvegg. Gísli J. Ástþórsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.