Morgunblaðið - 13.11.1988, Blaðsíða 34
34 C
MORGUNBLAÐŒ) AFMÆLI SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1988
Afinæliskveðja:
A
Svavar Arna-
son Grindavík
Nýlega mátti sjá það í Grindavík-
urblaðinu Bæjarbót að Svavar
Ámason, oragnisti í Grindavíkur-
kirkju, væri hættur því starfi, eftir
langa þjónustu og nýr organisti
ráðinn í hans stað. Hliðstæðar frétt-
ir færa íjölmiðlamir okkur næstum
daglega — eins og eðlilegt er.
Kannski þess vegna hverfa slík
„smá“ tíðindi fyrir dægurþrasi og
æsifréttum. Þannig gleymast marg-
ir afburðaþegnar bak við þagnar-
múr, án þess að fá minnstu þakkir
eða viðurkenningu fyrir framlag til
góðra mála á ýmsum sviðum.
Stundum veldur hógværð þeirra
sjálfra nokkru um ef svo er.
Ekki vil ég fullyrða um að svo
hafí verið með vin minn Svavar
Amason, en það vekur athygli að
fáum vikum eftir að mannaskiptin
urðu við pípuorgelið í hinni nýlegu
og fogru Grindavíkurkirkju á Svav-
ar 75 ára afmæli. Svavar er þó við
góða heilsu og býr yfír afburða
tæknigetu til að þjóna þar lengi
enn. Tvö organistaár til viðbótar
hefðu nægt til að jafna starfsaldur
föður hans í embætti. Og vert er
að geta þess að Svavar hljóp all oft
í_ skarðið fyrir föður sinn, meðan
Ami var enn í embætti.
Ami faðir Svavars var fyrsti org-
anisti við Grindavíkurkirkju. Það
fór næstum saman, að kirkjan var
flutt frá Stað og endurbyggð í Jám-
gerðarstaðahverfí 1909 og að Garð-
húsahjónin Einar G. Ejnarsson,
kaupmaður og Ólafía Ásbjöms-
dóttir gáfu kirkjuorgel. Ámi, sem
þá var nýfluttur í byggðarlagið, var
ráðinn organisti og var hann það
til ársins 1950 og tók þá Svavar
við organistastarfinu. Hann hefur
þjónað kirkju og söfnuði með mikl-
um sóma síðan, eins og faðir hans
hafði áður gert. Hann er ágætlega
músíkalskur og söngelskur. Stjóm
hans á kirkjukómum hefur vakið
umtalsverða athygli og leikni hans
á hljóðfærið sömuleiðis.
Svavari hefur verið mjög annt
um að hljóðfæri kirkjunnar væri
gott og ég held að hann hafí gefið
kirkjunni pípuorgel það sem þar er
nú, að hálfu á móti safnarsjóði. Þá
var hann í byggingamefnd er nýja
kirkjan var byggð og var þar lið-
tækur vel að vanda.
Saga þeirra feðga og framlag
að safnaðar- og söngmálum í
Grindavík er stórmerk. Það var
mikil söngvasál í litla húsinu á
Garði, sem manni fannst troðfullt
af bömum, en gat þó oftast bætt
við hluta úr kirkjukómum eða blöð-
duðum kór Grindavíkur — já, og
öðmm söngvinum — til æfínga.
Þá vekur það eftirtekt nú á
mammonsöld, að hvorugur þeirra
tók greiðslu fyrir þetta mikla þjón-
ustustarf, þó að þörfín fyrir verka-
PlirrigÁW-
í Kaupmannahöfn
FÆST
í BLAÐASÖLUNNI
Á JÁRNBRAUTA-
STÖÐINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OGÁRÁÐHÚSTORGI
launin hafí stundum verið augljós,
einkum hjá Áma með sinn stóra
bamahóp.
Æviskeið Svavars spannar
merkilega þróunarsögu Grindavík-
ur. Það má segja að saga Svavars
og saga Grindvíkur hafí verið uppi-
staða í ívafí í sömu voð um langt
árabil — frá kreppu til góðra kosta.
Vöxtur og viðgangur Grindavík-
ur varð meiri við sijómsýslu Svav-
ars en nokkru sinni áður. Það var
gæfa byggðarlagsins að margt dug-
mikið fólk lagði út árar með Svav-
ari og réri að sama marki.
En hver er Svavar Ámason?
Hann var elsta bam hjónanna
Petrúnellu Pétursdóttur og Áma
Helgasonar, sem lengst af vom
kennd við Garð í Grindavík, fæddur
14. nóvember 1913. Síðan bættist
þeim stór hópur mannvænlegra og
góðra bama. Pyrir fátæka verka-
mannaQölskyldu þýddu slíkar að-
stæður margháttaða örðugleika,
einkum í húsnæðismálum og öðmm
nauðþurftum heimilisins.
Vinnusemi, skyldurækni, nægju-
semi — hörð og markviss barátta
húsbóndans fyrir bættri afkomu
hinnar stóra fjölskyldu ásamt glað-
værð og ástúð húsfreyjunnar skópu
heimilisbrag, sem fleytti bama-
hópnum yfír bemsku- og uppvaxt-
arár og bjó þau undir átök í lífsbar-
áttunni. Flest bamanna fóm í fram-
haldsnám við ýmsar iðngreinar, sjó-
mannaskóla, verslunarskóla og há-
skóla.
Svavar varð því komungur að
leita eftir vinnu til að létta undir
með föður sínum til að sjá farborða
stóm heimili, fyrst við að stokka
upp línu, síðar vinnu við saltfisk-
verkun og svo sjómennsku. Alls
staðar þar sem hann lagði hönd að
verki var iðjusemi og skyldurækni
hans viðbmgðið. Það varð öllum
ljóst að hann var mikið mannsefni.
Þessi manngerð kom líka greinilega
í ljós þegar hann 21 árs settist í
Samvinnuskólann. Hann náði góð-
um tökum á náminu og tók gott
próf þrátt fyrir veikindaforföll.
Hann var m.a. mjög góður stílisti.
Á þessum ámm var hann orðinn
harðsnúinn jafnaðarmaður og skrif-
aði lokaprófsritgerð út frá þeirri
forsendu. Mönnum varð það því
minnisstætt að Jónas Jonsson,
skólastjóri, þakkaði honum sérstak-
lega fyrir ritgerðina, það var þó
ekki háttur hans, ef menn höfðu
tekið vinstrivillu.
Á þessum ámm nam Svavar
einnig hraðritun og komst því að
sem þingskrifari en þá var segul-
bandsöldin ekki gengin í garð. Þing-
salimir heilluðu hann þó ekki eða
kannski var það þjónustuhugsjónin
sem tengd var heimabyggð hans
og vinum og vandamönnum þar,
sem tók hug hans og athafnaþrá
þeim tökum að starfsferill hans
hefur allur verið þar síðan. Hann
vissi að þar var mikið verk að vinna.
Frá uppvaxtaráram þekkti hann
þrúgandi fátækt einyrkjans sem
hafði stóra fjölskyldu á framfæri
sínu. Hann þekkti þarfir tómthús-
fólksins á mölinni og takmarkaða
getu þess til bættra lífskjara við
þær aðstæður er fyrir hendi vom.
Forystuhæfíleikar Svavars komu
snemma í ljós, enda var hann vel
til forystu fallinn. Góðar gáfur erfði
hann úr báðum ættum — einnig
mildi og lipurð móðurinnar — ein-
beitingu og þrautseigju föðurins,
ásamt listfengi eins og áður er get-
ið.
Þegar suður til Grindavíkur kom,
hlaut hann því að taka að sér for-
ystu í ýmsum málum. Þijár leiðir
taldi hann sig sjá til úrbóta: Fyrsta
skrefíð var að sameina þá einstakl-
inga sem leita vildu bættra kjara á
félagslegum gmndvelli og stofna
með þeim verkalýðsfélag. Hann
stóð því fyrir stofnun Verkalýðs-
félags Grindavíkur 1939. Nær sam-
hliða vann hann að stofnun Al-
þýðuflokksfélags Grindavíkur og
stjórnaði því í áratugi. Það er
lífsskoðun Svavars að þessi tvö fé-
lög hafi hliðstæð stefnumörk og
vinni markvisst að bættum hag allra
— einkum þó þeirra er verri hafa
aðstöðu til að bæta lífskjör sín og
önnur mannréttindi. Þriðja skrefíð
var að bæta verslunar- og viðskipta-
stöðu Grindvíkinga á samvinnu-
gmndvelli svo sem hann hafði búið
sig undir með Samvinnuskólanámi.
Ekki skal fullyrt að allur þessi
breiði vettvangur hafí vakað fyrir
honum er hann kvaddi þingsali, en
hans kunna raunsæi bendir þó til
að svo hafí verið og sýnir það kjark
hans og einbeitni, þar sem vitað var
að fomstu í þessum baráttumálum
lá um hijóstur og stundum torfær-
ur.
Hann stjómaði síðan Verkalýðs-
félagi Grindavíkur í 23 ár, með ein-
stakri lipurð og réttsýni. Það vora
ekki slagorð eða óraunhæft fimbul-
famb sem beitt var til framgangs
eðlilegri þróun kjaramála. Hann
átti auðvelt með að setja sig inn í
stöðu mála og mat hana með fullri
dómgreind og ég hygg að hann
hafí oftast — ef ekki alltaf — náð
sanngjömum niðurstöðum án þess
að kalla yfír sig úlfúð eða hefndar-
hug andstæðinganna. Þegar hann
síðar fór sjálfur að gera út bolla-
lögðu menn um það hvort hann
hefði séð svo mikinn auð í útgerð-
inni eða hvort hann hafi viljað
kanna starfsgreinina af eigin fram-
taki. Ekki getur undirritaður dæmt
um hvort hugdettur þessar em
byggðar á rökum. Hitt er víst að
hann vildi efla atvinnu í byggðar-
laginu eftir föngum og það hefur
útgerð hans gert — en hvort ánægja
yfír því hefur vegið upp á móti
áhyggjum og basli útgerðar hans
skal ósagt látið, en hún hefur fært
honum mikla reynslu og hún ein
staðfestir þann fádæma dugnað og
þrautseigju sem Svavar er gæddur.
Líkur benda til að stjómmála-
skoðun Svavars hafí afgerandi mót-
ast í æsku. Barátta Alþýðuflokksins
fyrir bættum kjöram verkalýðs-
stétta og margháttaður stuðningur
við þá er minna máttu sín af ýmsum
ástæðum, fóm vel að hugarfari
hans og mun hann ungur hafa gerst
þar félagsbundinn.
Þegar hann kom heim frá námi
og hóf félagsleg afskipti var leiðin
greið inn í sveitarstjómina. Hann
var kosinn í hreppsnefnd 1942,
varð oddviti 1946 og forseti bæjar-
stjómar 1974 er Grindavík hlaut
bæjarréttindi og var það til 1982.
En við bæjarstjómarkosningamar
það ár gaf hann ekki kost á sér.
Starf hans að sveitarstjómarmálum
hefur því verið langt og farsælt.
Á þessum ámm breyttist Grinda-
vík úr litlu fískiþorpi í blómlegan
bæ. Ekki vora þó alltaf glæstir
framþróunartímar. T.d. fækkaði
fólki mikið á fímmta áratugnum
þar sem byggðarlagið var ekki sam-
keppnisfært við önnur byggðarlög
um þjónUstu við fólkið, aðstöðu við
aðalatvinnuveginn — sjávarútveg-
inn — og svo var hörð samkeppni
um vinnuaflið við Vamarliðið og
aðra þá atvinnuvegi er blómstraðu
á þeim áram. Þessari þróun var
snúið við. Sennilega hefur upp-
bygging hafnarinnar . átti þar
stærstan þátt í. A.m.k. var það
höfnin og ágæt fískimið Grindavík-
inga svo og afburðaduglegt fólk,
sem leiddi til þess að Grindvík var
á þessum áram margoft með hæst-
ar meðaltekjur á landinu.
Um stjómmálaferil Svavars
mætti skrifa langt mál. Hann hafði
alla tíð’ mikið fylgi bæði flokks-
bundið og óflokksbundið. Þó að
hann tæki þátt í landspólitíkinni
með setu á flokksþingum og ASÍ-
þingum, var hann aldrei ofarlega á
lista til alþingiskosninga. Eg held
að hann hafí vantað metnað til að
tildra upp þann stiga, því vissulega
hefði hann verið trúverðugur full-
trúi Suðumesjamanna þar, með þá
reynslu sem hann bjó yfír, því
trausti sem störf hans höfðu aflað
honum og þeim málfylgjumætti er
hann býr yfír. Hann er ágætur
ræðumaður, fljótur að sjá aðalatriði
og rökfastur vel. Hann getur verið
orðhvass og óhlífínn ef honum
finnst hallað réttu máli, en yfirveg-
un og rökhyggjan em máttarstoðir
málflutnings hans.
Þegar Svavar varð fímmtugur,
skrifaði Guðmundur í. Guðmunds-
son, ráðherra, m.a.: „Svavar Áma-
son er uppalinn á heimili fyrirmynd-
ar Alþýðuflokksfólks og verkalýðs-
sinna. Áhugi hans beindist fljótt að
málefnum Alþýðuflokksins og
verkalýðssamtakanna. í Grindavík
hefur Svavar verið aðalforystumað-
ur Alþýðuflokksins og verkalýðs-
samtakanna svo lengi, sem ég man.
Traust hans heima fyrir hefur verið
slíkt, að við hreppsnefndarkosn-
ingar hefir hann og félagar hans
jafnan hlotið fylgi mikils meirihluta
sveitunga sinna. En starfsemi Svav-
ars hefur ekki verið bundin við
Grindavík eina. Hann hefur verið í
miðstóm Alþýðuflokksins og á
þingum flokksins og Alþýðusam-
bands íslands. í þeim störfum hefír
hann ætíð reynzt ráðhollur og ráð-
snjall og afstaða hans raunsæ, en
laus við hleypidóma og hvatvísi.
Hefír verið gott að leita ráða og
álits Svavars á vandamálum og
mátt treystá því, að hann leggði
það eitt til mála, sem bezt og far-
sælast er því fólki, sem hann hefur
helgað líf sitt og starf. Við Al-
þýðuflokksmenn þökkum Svavari
mikið og óeigingjarnt starf á liðnum
áram og væntum að njóta þess enn
um langa framtíð."
Varðandi samvinnuverslunina er
það að segja að Svavar var of önn-
um hlaðinn til að vera þar verka-
maður. Faðir hans, Ámi Helgason,
var fyrsti starfsmaður Pöntunarfé-
lags Grindavíkur og síðar kaup-
félagsstjóri og deildarstjóri eftir að
kaupfélagið var sameinað Kaup-
félagi Suðumesja, Keflavík.
En allar götur síðan hefur Svav-
ar verið deildarformaður Grinda-
víkurdeildar KSK og fjölda mörg
ár varaformaður kaupfélagsstjóm-
arinnar. Hann hefur einnig verið í
stjóm Hraðfrystihúss Keflavíkur hf,
sem er í eigu KSK.
Fyrr er getið um þátttöku Svav-
ars í útgerð. Hún hófst 1949 er
hann tók að sér framkvæmdastjóm
fyrir útgerð Hafrennings hf. en þar
gerðist hann síðar meðeigandi og
var þar í forystuhlutverki þar til
útgerðin hætti, fyrir nokkram
ámm.
Ekki fór Svavar varhluta af þeim
erfiðleikum er útgerðarmenn eiga
við að stríða, en staða útgerðar og
fískvinnslufyrirtækja hefur farið
mjög versnandi að undanfömu.
Eitt þeirra fyrirtækja, sem stofn-
að var á erfíðleikaámm í Grindavík
er Hraðfrystihús Grindavíkur hf.
Það var stofnað 1941 sem almenn-
ingshlutafélag með þátttöku þorra
Grindvíkinga. Því var ætlað að
vinna afla af bátum sem ekki höfðu
vinnsluaðstöðu ásamt afla eigin
báta. Hraðfrystihúsið hefur alltaf
haft mikil un.svif. Auk útgerðar og
allra þátta fiskverkunar hefur það
annast kjötfrystingu fyrir sláturhús
KSK í Grindavík og um árabil hafði
það einnig með höndum sölu mat-
væla. Lengst af hefur það verið
ómetanleg atvinnutrygging fjölda
manns. Svavar var þar í stjórn frá
1948 og tók við stjómarformennsku
af Einari Kr. Einarssyni, f.v. skóla-
stjóra, sem baðst undan endurkjöri
fyrir sjö ámm. Með vemlegum
breytingum hluthafa fyrir 2-3 áram
lét hann af stjómarforystu þar.
Ég vænti þess fastlega, að ein-
hver Grindvíkingur sem vel þekkir
til, noti þetta afmælistilefni til að
rifja upp þátt Svavars í sveitarsjóm-
armálum Grindvíkinga. Hér verður
því ekki nánar rakin sú merka saga.
Svavar hefur ekki gifst en er svo
lánsamur að hafa eignast ágæta
sambýliskonu, Sigrúnu Högnadótt-
Ég vil ljúka þessari uppriijun
með persónulegu þakklæti til Svav-
ars fýrir margar ánægjulegar sam-
vemstundir og óska honum og Sig-
rúnu heilla og hamingju enn um
mörg ókomin ár.
Jón Tómasson
Afmæliskveðja:
Helga Egilson
Amma dúlla er sjötug í dag, 13.
nóvember, reyndar fínnst mér það
alveg ótrúlegt að þessi síunga kona
skuli vera orðin þetta gömul. Amma
mín er alveg einstaklega góð mann-
eskja og ekki bara það, hún er líka
alveg sérlega skemmtilegur per-
sónuleiki, sem þekkir ekki orð eins
og kynslóðabil, þess vegna er líka
alltaf jafngaman að hitta hana, því
það er eins og að hitta bestu vin-
konu sína en ekki ömmu sína þegar
við hittumst og ég er ekki ein um
að finnast það. Það er hægt að
tala um allt við hana, á öllu kann
hún skil.
Oft hefur mér fundist amma mín
gleymast sem listakona í skugga
afa (sem auðvitað er mikill lista-
maður) og hún er reyndar ekki
mikið fyrir að hafa sig frammi sem
slík, en mér finnst hún alveg sér-
staklega fjölhæf listakona, það
væm ekki allir sem gætu skrifað
leikrit með heimili og fullri vinnu,
pijónað listaflíkur úr lopa og útbúið
allskonar föndur fyrir tímarit og
sjónvarp og finnast það ekkert
mál, eins og henni. Til marks um
fjölhæfni hennar þá datt mér einu
sinni í hug að nú ætlaði ég að verða
píanóvirtóus eins og afi minn, en
hann var eitthvað efins um talent-
inn hjá mér sem endaði með því
að amma tók það bara að sér að
kenna mér, en um snilli mína sem
píanóleikara fara svo ekki fleiri
sögur af eins og afi hafði fyrir spáð.
Hins vegar er einhvern veginn
ekki hægt að tala um ömmu án
þess að tala um afa í sömu setning-
unni svo samofin em þau og sam-
taka í öllu sem þau gera, jafnvel
afmælin þeirra ber upp á með stuttu
millibili.
Ég vil að lokum óska þeim báðum
til hamingju með afmælin og þá
sérstaklega ömmu með daginn í dag
með ósk um að ég fái að njóta
þeirra lengi í viðbót og þau hvors
annars því ekki er hægt að hugsa
sér annað þeirra án hins.
Helga Þórsdóttir