Morgunblaðið - 13.11.1988, Side 40
40 C
MORGUNBLAÐH) VELVAKANDI SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1988
Heiti potturinn
Jazztónleikar
Sunnudagur 13. nóv.
Kvartett
Kristjáns
Magnússonar.
Hvert sunnudagskvöld kl. 22.00.
Aðgangseyrir kr. 500.
Valsmenn
Uppskeruhátíð knattspyrnudeildar verður á
Broadway í dag, sunnudag, kl. 15.00 stundvíslega.
Húsiðopnað kl. 14.30.
Mætum öllhress, bless.
Stjórn knattspyrnudeildar Vals.
1 i
\ /1
! X I
1 ?. N
• 1 1
Jámhillur I ýmsum litum - upplagðar á
vinnustaði, á lagerinn, í geymslur, bílskúr-
inn o.fl.
TRAUSTAR
HILLUR
LUNDIA-skápar, eða járnhillur á
brautum, hafa þann meginkost að
með þeim má fullnýta geymslu-
rými. Hægt er að fá skápana með
keðjudrifi, handdrifi eða rafdrifi og
þeir eru afar einfaldir í uppsetningu.
Hilluraðir má fá í mörgum stærðum
og í allt að 10 metra lengd.
Verðdæmi:
6 hillur 80x30 ásamt tveimur
uppistöðum 200x30
= kr. 5.890.00.
Lundia
SUNDAB0RG 7 • SÍMI 680922
Lundia furuhillur og húsgögn eru ein-
föld f uppsetningu, stflhrein og sterk.
TRAUSTAR
HILLUR
LUNDIA-furuhillur eru frábær hag-
leikshönnun. Möguleikar á sam-
setningu eru óendanlegir; þú raðar
saman hillum, skápum, borðum og
skúffum á þann hátt sem þér hent-
ar best.
Lundia
SUNDABORG 7 • SlMI 680922
Macintosh
námskeið
Excel
Kennd er notkun þessa öfluga töflureiknis við
útreikninga í viðskiptum, verkfræði og vísindum
Lögð er áhersla á heildarþckkingu og grafík.
5.-8.desember kl. 16-19
Word
Við opnum dymar að einu öflugasta
Macintosh ritvinnslukerfinu. Námskeið sem
kemur á óvart.
28.nóv. - l.desember kl. 16-19
Grunnur
& Works
Farið er yfir stýrikerfi Macintosh og Works
fjölverkakerfið og lögð áhersla á ritvinnslu og
gagnagrunn. Handbók innifalin .
21.-24.11 kl. 16-19 og 26.-27.11 kl. 9-16,
5.-7.12, kl 830-1230
Tölvu- og
verkfræðiþjónustan
Grensásvegi 16 - sími 68 80 90
Aðalleiðbeinandi: Halldór Kristjánsson, verkfræðingur
§
É
Á FÖRNUM VEGI
Hermann Jónsson úr-
smiður er þarna með
sigurverkið úr gamaili
stofuklukku sem hann
var að taka til viðgerð-
ar.
KANINN, HVALURINN
OG GAMLAR KLUKKUR
að var rigning með uppstytt-
um í bænum og þeir sem voru á
ferli hröðuðu sér flestir á
göngunni til að vera komnir í
skjól fyrir næstu dembu. Svo
virtist sem fæstir væru til í að
nema staðar og spjalla um dæg-
urmálin og taka þannig þá
áhættu að lenda í næsta skúr.
En tveir ungir menn virtust ekki
mikið að flýta sér og gáfu sér
tíma til að svara eftirfarandi
spurningu: Hvað fínnst ykkur um
tillöguna sem fram hefiir komið
á Alþingi um að Bandarikjamenn
eigi að greiða fyrir aðstöðu
Varnarliðsins á Keflavíkurflug-
velli.
Kaninn á ekki að hafa
fríðindi
Ég tel alveg sjálfsagt að þeir
greiði fyrir sig þvi þeir eru þarna
fyrst og fremst í þágu Banda-
ríkjana, sagði Ásgeir Eyþórsson.
Alla vega eiga þeir ekki að njóta
fríðinda - þeir eiga tvímælalaust
að greiða tolla af innfluttum vörum
eins og aðrir landsmenn.
Ég tel að varnarliðið ætti kannski
ekki að greiða fyrir aðstöðuna en
þeir eiga alls ekki að njóta tollfríð-
inda eins og þeir gera, sagði Lárus
Hannesson. Það vita allir sem verið
hafa í Keflavík að þama flæðir í
gegn tollfijáls varningur eins og
t.d. bjór. Það er líka sjálfsagt að
banna innflutning á kjöti til Varnar-
liðsins. Stjómvöld ættu að taka á
þessu máli sem fyrst.
Hættum hvalveiðum
En nú var byijað að rigna aftur
og við leituðum skjóls í Lands-
bankanum við Austurstræti. Þar
hittum við Helga Halldórsson og
spurðum um afstöðu hans til hval-
veiða og þeirra deilna em um þær
hafa risið.
Ég tel að við ættum að hætta
að veiða hvalinn, sagði Helgi, í
þessu máli er aðeins verið að verja
hagsmuni eins fyrirtækis. Ef við
höldum áfram að þijóskast við og
höldum áfram að drepa hvalinn em
viðskiptahagsmunir okkar í mikilli
hættu.
- Hvað finnst þér um hvalveiðarnar
sjálfar?
Hvalveiðar em náttúmlega eins
og hver önnur slátmn. Röksemdir
Grænfriðunga um að hvalirnir séu
í útrýmingarhættu em ef til vill
ekki sannfærandi, en við hjótum
að hlusta á málflutning þeirra. Eins
og þessi mál hafa þróast töpum við
mikið á að halda hvalveiðunum
áfram.
Yíkverji skrifar
Fyrir nokkm hlustaði Víkverji á
símaþátt í einni af útvarpsstöðv-
unum. Þar kvartaði ungur maður
undan því hve ökukennsla væri dýr.
Hann hafði farið í rúmlega 20 tíma
og borgað fyrir það 35 þúsund krón-
ur. Fannst honum þetta algert rán.
„Og svo þarf maður að borga þetta
sjálfur," bætti hann við.
Ekki stóð á því að aðrir viðmæl-
endur létu til sín heyra. Sá næsti
sagði ökukennsluna kannski dýra,
en hann hefði borgað margfalt
minna, enda ekki tekið nema 10 tíma.
Og þá var eins og kapphlaup hæfíst.
Unglingamir hringdu hver af öðmm,
ekki til þess að býsnast út af verð-
inu, heldur til þess að segja frá því
hve marga — eða réttara sagt fáa —
ökutíma þeir hefðu tekið. Ég tók
bara 8, ég bara 5 og „sigurvegarinn"
hafði aðeins tekið 3 tíma áður en
hann fór í próf. 20 tímar er della,
sagði einn.
Ung stúlka, sem ekki tók þátt í undir-
boðunum, sagðist hafa tekið 15 tíma
og sér hefði ekkert veitt af því. Kunn-
ingjamir, sem tóku próf um sama
leyti, hefðu á hinn bóginn litið á
hana sem eitthvert viðundur, þar sem
þeir hefðu allir „sloppið" með miklu
færri.
XXX
ftir þessar umræður komst
Víkveiji ekki hjá því að velta
fyrir sér, hvemig ökukennslu hér á
landi er háttað. Er mögulegt að
meginmálið hjá unglingunum sé að
fara í sem fæsta ökutíma — vegna
þess hve kennslan er dýr eða jafnvel
til þess að geta stært sig af því eftirá?
Að sjálfsögðu er mjög einstakl-
ingsbundið, hve fljótir menn eru að
tileinka sér þá tækni sem þarf til
þess að aka bíl, en það er ekki nóg
að kunna aðeins skil á akstrinum,
það er svo margt, margt fleira, sem
menn þurfa að læra áður en réttlæt-
anlegt er að þeir hefji akstur í um-
ferðinni á eigin spýtur. Ökuleiknin
ein nægir þar ekki. Flestir geta
sennilega hleypt skoti úr byssu, en
það er ekki það sama og að kunna
að fara með skotvopn.
xxx
að er mikil ábyrgð lögð á herðar
þeim sem setjast undir stýri,
þeir eru með viðsjálvert tæki í hönd-
unum. Sá grunur læðist að Víkveija
að fjöldi ökumanna geri sér ekki
nægilega grein fyrir þessu, næstum
því að þeir líti á bílinn sem einskon-
ar leiktæki.
Það þykir sjálfsögð skylda að sýna
háttvísi í umgengni við náungann —
en þó að út af því sé brugðið verða
sjaldnast stórslys, en sé háttvísi ekki
sýnd í umferðinni getur það skilið á
milli lífs og dauða. Enginn ökukenn-
ari á að sleppa hendinni af nemanda
fyrr en honum er þetta fyllilega ljóst.
XXX
ér um árið var nokkur umræða
um að ökukennsla yrði valgrein
eða skyldunám í skóla. En það mál
komst aldrei lengra en á umræðu-
stig. Ef til vill hafa rökin gegn því
vegið þyngra en það sem mælti með
því.
Víkveiji er þess ekki umkoininn
að leggja dóm á ökukennsluna, en
með tilvísun til þeirrar umræðu, sem
varð tilefni þessa pistils, leyfir hann
sér þó að fullyrða að ekki er veij-
andi að hleypa nýbökuðum bílstjórum
á götuna eftir 5 tíma kennslu. Það
er della.