Morgunblaðið - 13.11.1988, Side 18

Morgunblaðið - 13.11.1988, Side 18
18 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1988 Richthofen oltir May; Brown oltlr Rich- thofen: umdelld endalok. „Rauðu ógnvald- arnlr“: „fljúgandi sirkusinn" í Douai 1917 (flugvél Rauða barónsins næstfremst). Hver varÖ flughetjunni von Richthofen að bana? Lengi hefur verið um það deitt hver hafi orð- ið Manfred von Richthofen, mesta flug- kappa Þjóðvevja í fyrri heimsstyijöldinni, að bana fyrir 70 árum, skammt frá Amiens í IMorður-Frakklandi. Flestir hafa talið að það hafi verið kanadískur flugmaður, (eins og IJailað er um í ný- legri kvikmynd), en nokkrirl ástr alskir og brezkir orrustu flugmenn vildu eigna sér sigur- inn og ástralskir og kanadískir stórskotaliðar töldu sig hafa banað honum frá jörðu. En samkvæmt bréfi, sem fannst nýiega og ekki var vitað um áður, féil von Rich- thofen fyrir kúlu úr meinleysis-^ legri könnunarflugvéi, þótt^ margir etgi bágt með trúa þvf. HERLENDM HRINGSJÁ Richthofen, sem var almennt kallaður „Rauði baróninn", skaut niður fleiri flug- vélar en nokkur annar orrustu- flugmaður í fyrri heimsstytj- öldinni. Þjóð- verjar dýrk- ,uðu hann sem þjóð- eftir Gudrn. Halldórsson hetjuogtöldu hann ósi- grandi. Hann flaug í eldrauðri og auðþekkjanlegri þríþekju af Fok- ker-gerð og flugsveit hans var köll- uð „íjölleikaflokkurinn fljúgandi", eða „Richthofen-sirkusinn". Hann var aðeins 25 ára gamall og fræg- asti flugmaður heims þegar hann fór í hinztu ferð sína frá flugvellin- um í Cappy við ána Somme, kl. 10.15 f.h. sunnudaginn 21. apríl 1918. Þegar Rauði baróninn steig upp í þríþekju sína lék herlúðrasveit honum til heiðurs í tilefni af því að hann hafði skotið niður 80. flug- vél sína daginn áður. Veiðihundur hans, Moritz, reyndi að stökkva upp í stjómklefann og flugvirki tók af þeim ljósmynd, þótt vinur barónsins reyndi að koma í veg fyrir það. Myndatökur fyrir árásarferð voru taldar vita á illt, en Richthofen hló að slíkri hégilju. Hann átti að fá frí eftir þijá daga. Hægláti Kanadamaðurinn Rauði baróninn og félagar hans flugu í áttina að þorpinu Sailly-le- Sec í Somme-dalnum, þar sem flug- sveitin átti að safnast saman. Um líkt leyti bjó 24 ára hæglátur Kanadamaður, Roy Brown, sig til brottferðar frá Bertangles, brezk- um flugvelli 40 km í burtu, í Sop- with Camel-flugvél úr 209. sveit nýstofnaðs flughers Breta, RAF. Yfirmaður sveitarinnar var Charles Butler majór, en undir Brown heyrði flokkur fímm flugvéla á hægri væng. Brown hafði tekið þátt í lofthem- aðinum í eitt og hálft ár og verið •• /A "s mi/ -7“ / ** •

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.