Morgunblaðið - 13.11.1988, Side 6
6 C
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1988
SVEIWW I.IWRSSOV
I\IÝRÁÐII\I\ DAGSKRÁRSTJÓRI SIÓWARI’SIAS
Metnaðar-
gjarn atorku-
maðnr
Það er ekki tekið út með sældinni að vera leikhússtjóri hér
á landi, eða að vera yfirmaður innlendrar dagskrárgerðar
Ríkissjónvarpsins. Sveinn Einarsson er nýráðinn til að gegna
þeirri stöðu og tekur við starfínu þann 1. febrúar á næsta
ári. Hann vinnur að því þessa dagana að setja saman íslenska
leiklistarsögu. Til þess er hann manna hæfastur að áliti
viðmælenda Morgunblaðsins og flestir bundu miklar vonir
við ráðningu hans að sjónvarpinu. En Sveinn hefúr einnig
verið leikhússtjóri um samfellt 20 ára skeið, fyrst hjá
Leikfélagi Reykjavikur og síðan hjá Þjóðleikhúsinu. „Maður
sem er í starfi leikhússtjóra situr á púðurtunnu. Það er gott
ef vel gengur, en á honum bitnar gagnrýnin harðast ef illa
fer. Leikarar fá úthlutað hlutverkum og ég vildi ekki vera í
þeirri stöðu að eiga þátt í ákvörðun um að úthluta listmálurum
þjóðarinnar túbum og segja: „Næstu þrjá mánuðina færðu
gult og rautt,“ svo dæmi sé tekið. Leikhússtjórar eru því
eðli starfsins samkvæmt yfirleitt ekki vinsælustu menn í
leikhúsunum," segir Helgi Skúlason, leikari, aðspurður um
hvi Sveinn sé umdeildur.
Teikning Pétur Halldórsson
Sveinn Einarsson fæddist
í Reykjavfk 18. septem-
ber 1934, sonur Einars
Ólafs Sveinssonar, próf-
essors í íslensku og konu hans
Kristjönu Þorsteinsdóttur, píanó-
kennara. Hann lauk stúdentsprófi
frá Menntaskólanum í Reykjavík
1954 og stundaði háskólanám í
Stokkhólmi í bókmennta- og leik-
listarsögu og heimspeki. Lauk það-
an fíl. kand.-prófi árið 1958 og
stundaði árið eftir framhaldsnám í
samanburðarbókmenntum og
frönskum bókmenntum við Sor-
bonne-háskóla í Frakklandi. Gerðist
leikhússtjóri Leikfélags Reykjavík-
ur 1963 og gegndi því starfi til
1972, er hann varð Þjóðleikhús-
stjóri. Lét af því embætti árið 1983
og hefur síðan verið í hálfu starfí
listráðunautar hjá menntamála-
ráðuneytinu, auk þess sem hann
hefur leikstýrt
mikið. Það gerði
hann líka meðan
hann stýrði leik-
húsunum. Hér er
aðeins drepið á
það helsta sem maðurinn hefur lagt
fyrir sig, en auk þessa hefur hann
gegnt fjölda trúnaðarstarfa.
„Gáfinaljósabekkur“
Það virðist aldrei hafa verið
spuming um það hvað Sveinn Ein-
arsson myndi leggja fyrir sig í huga
þeirra sem þekktu hann í æsku.
Ólafur Gunnlaugsson, læknir, sem
hefur þekkt hann frá 13. ári segir
að það hafí engum komið á óvart
að hann hafí helgað sig listum.
Hann hafí ungur byrjað að skrifa
sögur og sér sé minnisstætt að
Sveinn hafí fljótlega eftir að þeir
kynntust lesið upp fyrir sig sögu,
sem hann hafði samið. Þessa sögu
hafi hann raunar einnig lesið í
bamatíma útvarpsins á þessum
tíma.
Bríet Héðinsdóttir, leikkona, hef-
ur þekkt Svein allar götur frá því
þau voru 12 og 13 ára gömul er
hún kom inn í „gáfnaljósabekkinn"
í Austurbæjarskólanum. Þau urðu
samferða í gegnum gagnfræða- og
menntaskóla. Hún segir að hann
hafí verið afburðanámsmaður og
alla tíð hafí áhuginn beinst að list-
um. Raunar hafí hún fengið sitt
fyrsta hlutverk í leikriti sem hann
skrifaði og fært var upp þegar þau
gengu upp úr bamaskólanum.
„Leikritið hét Kálína, Pálína, en
ég man ekki hvort titilhlutverkið
ég lék. Ég man bara að við sem
lékum sátum hvort sínu megin við
borð og Sveinn, sem var hvíslari,
var undir borðinu. Þegar allt var
búið og við hneigðum okkur, reis
höfundur og hvíslari upp undan
borðinu — hann hefur verið 14 ára
þegar þetta gerðist — og hneigði
sig líka og þá fyrst hló nú mann-
skapurinn," segir Bríet.
Lifað og hrærst í listum
Hún segir að Sveinn hafí alla tíð
lifað og hrærst í listum. „Það er
ekkert sem hann hefur þurft að til-
einka sér. Það
kom aldrei ann-
að til greina en
að hann legði
eitthvað af því
taginu fyrir sig
og hann er líklega sá maður á
landinu sem er fróðastur um
íslenskt listalíf fyrr og síðar. Mér
þætti gaman að sjá bent á þann
einstakling sem gæti skákað honum
þar. Því er það hreint ótrúlegt lán
að Ríkissjónvarpið sé búið að fá
hann sem dagskrárstjóra," segir
hún ennfremur.
Jón Sigurðsson, forstjóri Járn-
blendifélagsins, var samferða
Sveini í gegnum gagnfræða- og
menntaskóla. Hann minnist þess
að þegar þeir luku gagnfræðaskóla
fengu þeir þriggja vikna upplestr-
arfrí. Sveinn hafði lokið lestrinum
að hálfnuðu fríinu og notaði síðari
hluta þess ásamt skólafélaga sínum
til að gefa út nokkur tölusett fjölrit-
uð eintök af ljóðum. Hann segir að
á þessum skólaárum hafi áhugi
Sveins beinst mjög að listum, enda
komi hann frá heimili þar sem bók-
menntir voru mikið stundaðar. Hins
vegar hafí mjög fáir í árgangi þeirra
í MR lagt út á listabrautina og það
sama gildi um stjórnmálin. Öðru
máli gegni um lögfræði og Iæknis-
IVMNNSIVIYNP
eftir Hjólmar Jónsson
BRÍET
HÉÐINSDÓTTIR:
„Þegar allt var búið og við
hneigðum okkur, reis
höfundur og hvíslari upp
undan borðinu — hann hefur
verið 14 ára þegar þetta
gerðist — og hneigði sig líka
ogþáfyrsthló nú
mannskapurinn. “
fræði, því í stúdentsárgangi 1954
sé að fínna fríðan hóp valinkunnra
lögmanna og lækna. „Það var eng-
inn alvöru kúltúrmaður þarna nema
Sveinn," segir Jón.
Dugnaðarforkur
Samstarfsmönnum Sveins hjá
Leikfélaginu og Þjóðleikhúsinu
verður tíðrætt um hversu afkasta-
mikill hann sé, þó hann beri það
eiginlega ekki með sér. Helgi Skúla-
son, leikari, sat um árabil í leikrita-
valsnefnd Þjóðleikhússins ásamt
Sveini. Hann segir að það hafi iðu-
lega komið fyrir að Sveinn hafi
verið búinn að lesa eitt leikrit um
morguninn áður en hann mætti til
vinnu. Hann hafi farið upp með
fuglunum og lesið meðan aðrir
sváfu. Þá verður ekki síður ótrúlegt
minni hans og fróðleikur um
íslenska leiklistarsögu fólki að um-
talsefni. „Maður flettir upp í Sveini
eins og alfræðibók," segir Bríet og
bætir við að hann geti jafnvel leið-
rétt leikara varðandi þeirra eigin
leikferil.
Ráðning Sveins sem leikshús-
stjóra LR fór saman við að ákvörð-
un um að breyta því úr áhuga-
mannaleikhúsi í atvinnuleikhús.
Helgi segir að Sveinn hafi strax
haft gríðarleg áhrif, hann hafi ver-
ið mjög vel lesinn í leikbókmenntum
og hafí nánast opnað gluggann út
í heiminn. I sama streng tekur
Guðrún Ásmundsdóttir, leikkona.
Hún segir að hann hafí verið mikill
hugsjónamaður í leiklistinni og
áræðinn við að klífa brattann. „Þeg-
ar hann byijaði hjá Leikfélaginu
kom hann til móts við listamennina
GUÐRÚN
ÁSMUNDSDÓTTIR:
„Auðvitað voru menn ekki
alltaf sammála, en
ágreiningurinn var yfirleitt
ekki af listrænum toga
heldur oftast nær þegar
Sveini fannst við gleyma
hugsjóninni og hugsa
eingöngu um saltið í grautinn.“
sem fyrir voru með virðingu fyrir
því sem þeir voru að gera. Þar af
Ieiðandi átti hann auðveldara með
að hrífa fólk með sér í þær fram-
kvæmdir og breytingar sem hann
vildi koma á. Auðvitað voru menn
ekki alltaf sammála, en ágreining-
urinn var yfírleitt ekki af listrænum
toga heldur oftast nær þegar Sveini
fannst við gleyma hugsjóninni og
hugsa eingöngu um saltið í graut-
inn.“
Ár Sveins hjá Leikfélaginu voru
mikill uppgangstími þess. Guðrún
segir að það hafi þó ekki komið á
óvart að hann skyldi færa sig yfír
á Þjóðleikhúsið þegar staða Þjóð-
leikhússtjóra losnaði. Það hafi verið
eðlilegt framhald miðað við þá
menntun og reynslu sem hann hafði
aflað sér.
Gangurinn var ekki jafn greiður
á Þjóðleikhúsinu og hann hafði ver-
ið hjá LR. Viðmælendur Morgun-
blaðsins bentu á að það væri tals-
vert annað að stýra til þess að gera
litlu leikhúsi, þar sem mikið byggð-
ist á persónulegum samskiptum, og
stórri ríkisstofnun eins og Þjóðleik-
húsinu, þar sem mikið stærri hluti
starfsdagsins færi í að sinna ýmsum
stjómunarlegum verkefnum og
samskiptum við ráðuneyti.
Því er ekki að leyna að Sveinn
Einarsson er umdeildur maður, þó
hafí dregið úr því eftir að hann lét
af starfí Þjóðleikhússtjóra. Hann
er margþættur persónuleiki svo sem
við er að búast þegar maður með
hans gáfnafar og menntun er ann-
ars vegar. Hins vegar vom við-
mælendur Morgunblaðsins mjög
tregir til þess að gera það sem bet-
ÓLAFUR
HÖSKULDSSON
„Það er fyrst til að taka að
maðurinn er bráðskarpur og
sjófróður um menn og málefni.
Hann er afar skemmtilegur
að vera með, glaður og tekur
hvorki sjálfan sig né lífíð of
alvarlega."
ur gæti farið í fari hans að umtals-
efni. Einn, sem ekki vildi láta nafns
síns getið, nefndi að hann gæti
verið hégómlegur og óþarflega hör-
undssár, annar að hann ætti til að
skreyta sig með stolnum fjöðmm,
en enginn dró í efa að hann væri
hæfíleikaríkur og hefði gert margt
mjög gott á leiklistarsviðinu.
Metnaður
Guðrún Ásmundsdóttir segir að
hún hafi oft öfundað Svein af drif-
kraftinum og dugnaðinum. „Hann
hefur metnað, en metnaður getur
haft jákvæðar og neikvæðar hliðar.
Hann er ekki metnaðargjam í nei-
kvæðum skilningi, þó metnaðar-
laust fólk sé oft þægilegra. Metnað-
urinn gefur honum mikinn drifkraft
og er honum nauðsynlegur.“ Hún
segist ævinlega bera undir hann það
sem hún hafi verið bauka við að
skrifa í gegnum tíðina og taka
mark á því sem honum finnist.
Steindór Hjörleifsson, leikari,
segist hafa þekkt Svein í áratugi
og ætíð af góðu. Þeir hafi unnið
saman í níu ár hjá LR og Sveinn
hafi leitt starfið þar af eldlegum
áhuga. Sveinn sé metnaðargjarn,
en á jákvæðan hátt. Hann komi
sterkt fram fyrir sitt leikhús og
beri það mjög fyrir brjósti. Sem
dæmi um hve umhugað Sveini var
um sitt nýja leikhús, þegar hann
hætti hjá LR og fór til Þjóðleik-
hússins, hafi hann freistað þess að
fá með sér gamanleikinn Fló á
skinni, sem Vigdís Finnbogadóttir,
arftaki hans hjá LR og núverandi
forseti, vann við að þýða að hans
beiðni. Vigdís, sem þá var nýráðin,