Morgunblaðið - 13.11.1988, Blaðsíða 36
>« íí.rMrtWUfcawt1'
36 C
POTT-
ÞETTAR
PERUR
A GODU
M=nr»iM
Allar RING bílaperur
bera merkið (D
sem þýðir að þær
uppfylla ýtrustu
gæðakröfur E.B.E.
Munið að
ökuljósin
eru
öryggistæki.
RING bílaperurnar
fást á bensínstöðvum
Skeljungs
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1988
KNATTSPYRNA / FRAKKLAND
GÖTUFÓTBOLTINN
ER BEST1SKÓUNN
- segjr Michel Platini, besti knattspyrnumaður Frakka fyrrog síðarog
nýráðinn landsliðsþjálfari þeina
MICHEL PLATINI, sem var ráðinn landsliðsþjálfari Frakka i
knattspyrnu á dögunum, erfræknasti knattspyrnumaður
Frakka fyrr og síðar. Hann var lengi fyrirliði franska landsliðs-
ins og skærasta stjarna þess — stýrði því m.a. til sigurs í
Evrópukeppni landsliða 1984. Liðið sigraði þá Spán 2:0 í úr-
slitaleik á Parc des Princes leikvanginum í París og Platini
skoraði einmitt annað markanna. Þá varfrönsk knattspyrna
hátt skrifuð, en síðan fór að halla undan fæti. Sjálfum Evrópu-
meisturunum tókst ekki að komast í úrslitakeppni Evrópu-
mótsins íVestur-Þýskalandi s.l. sumarog nú hefur verið grip-
iðtil örþrifaráða til að snúa við blaðinu. Yfirvöld knattspyrnu-
mála í landinu vona að Platini sé maðurinn sem komið geti
landsliðinu á rétta braut á ný.
Platini er af ítölsku bergi brot-
inn, en afi hans og amma, sem
voru ítölsk, fluttust til Frakklands
eftir síðari heimsstyijöldina. Þar
opnuðu þau kaffi-
húsið „Café des
sportifs" sem var
mikið sótt af knatt-
spymuáhugamönn-
um og leikmönnum. Faðir Michels
var stærðfræðikennari, en þjálfaði
einnig unglingalið Joeuf og hvatti
því son sinn óspart til afreka á
knattspymuvellinum.
Var kallaður Dvergurinn
Michel hefur sagt að hvergi sé
betra að læra fótbolta en á göt-
Seven
Seas
VÍTAMÍN
DAGLEGA
GERIÐGÆÐA
SAMANBURÐ
Seven
Seas
VÍTAMÍN -C
PLÚS
Otorenco
HEILDSÖLUDREIFING
Laugavegi 16, siml 24057.
unni: „Það er ótrúlegt hversu mikið
er hægt að læra í tækni með því
að leika við hinar ýmsu aðstæður
á götunni og sérstaklega þegar
maður þarf að notast við allt mögu-
legt í stað raunverulegs fótbolta.
Eg var alltaf miklu minni en félag-
ar mínir. Reyndar kölluðu þeir mig
alltaf „Dverginn“ og ég gegndi því
nafni í mörg ár. Þó ætlunin hafi
verið að stríða mér með þessari
nafngift, varð hún til þess að ég
lagði enn meira á mig til að standa
mig vel í „götufótboltanum". Ég
var ekki sterkur og þurfti því að
einbeita mér að snerpu og góðri
tækni. Ég hef alla tíð búið að því
sem ég lærði sem smápatti á götum
Joeuf."
Komst ekkl í neltt lið
Til að byrja með lék Michel með
unglingaliði Joeuf, og komst í liðið
því faðir hans var þjálfari þess,
sögðu menn. Tilraunir hans til að
komast í önnur lið sýslunnar mis-
tókust allar fyrstu árin og menn
hlógu að honum þegar hann reyndi
að komast í unglingalandslið
Frakka. Manninum, sem síðar átti
eftir að verða fyrirliði landsliðs
Frakka og leiða það til sigurs í
Evrópukeppninni árið 1984, var lýst
sem „ágætum litlum dreng, sem
skorti líkamsburði knattspyrnu-
manns . . .“ „Hann er alltof lítill,"
sögðu menn. „Plus petit, plus petit.“
Eftir að lið hans, Joeuf, vann
Metz í úrslitaleik í unglingameist-
arakeppni Frakklands árið 1970,
ákvað Michel að taka inntökupróf
í Metz. Hann fékk hæstu mögulegu
einkunn í tækni, en þegar kom að
þrekprófinu féll hann á einkunn-
inni: Of veikburða lungu. Hann
hafði aldrei farið í slíkt þrekpróf
áður og mistókst það líklega sökum
vanþekkingar á slíkum prófum. „Að
hugsa sér,“ segir Michel núna, „ég
sem hefði farið fótgangandi frá
Joeuf til Metz ef ég hefði fengið
að leika með þessu liði sem í mínum
augum var stórlið." Hann komst
síðan að hjá Nancy árið 1972, en
átti við mikil meiðsli að stríða fyrsta
leikárið. 1976 komst hann í landslið
Frakka, 1979 hóf hann að leika
með St. Etienne, 1982 fluttist hann
til Italíu til að leika með Juventus
og hætti þar; á toppnum eins og
sönnum kappa hæfír.
Eini munurinn á okkur . . .
„Platini er mikilvægur hluti í
sögu knattspyrnunnar,“ segir arg-
entínski snillingurinn Diego Mara-
dona um Platini og bætir því við
að þess vegna vildi hann gjaman
leika með honum í sama liði. „En
hann fengi aldrei treyju númer 10,
því 10 er mitt númer og treyjan er
eins og mín ytri húð.“ En eins og
mörgum er eflaust kunnugt, leikur
Maradona í treyju númer 10 með
Napoli, sömu stöðu og Platini lék
með Juventus. „Eini munurinn á
okkur Platini er sá, að ég nota
mest vinstri fótinn, en hann þann
hægri.“
Michel Platini lék í fímm ár með
Juventus á ítalíu, og var án efa
vinsælasti knattspymumaður Norð-
ur-ítalíu. Suður-Italir eru hins veg-
ar margir dyggir aðdáendur Mara-
dona, sem er ættaður frá borginni
Napólí. Michel hefur í gegnum árin
mátt þola mikið og misjafnt umtal,
eins og títt er um þá sem frægir
eru. Fréttamenn og aðdáendur
flykkjast um hann í hópum hvar
sem hann kemur og hann þarf í
sífellu að brosa og gefa eiginhand-
aráritanir. Hann hefur ætíð haldið
fjölskyldu sinni eins mikið frá
fréttamönnum og unnt hefur verið
og kýs helst að vera heima í faðmi
fjölskyldunnar þegar hann kemur
því við. Hann er giftur franskri
konu að nafni Christele og á með
Henni tvö börn, þau Laurent og
Marine. í Tórínó bjó hann í glæsi-
legu einbýlishúsi í hæðum borgar-
innar, í hverfí hinna ríku, skammt
frá Agnelli forstjóra FIAT og eig-
anda Juventus, og Boniperti forseta
liðsins.
VIII tvíbura
Michel segist hafa kynnst Christ-
ele í Frakklandi árið 1977. „Við
vomm trúlofuð í eitt ár og giftum
okkur síðan,“ segir hann. „Hún
hafði ekki hugmynd um að ég væri
knattspymumaður og hafði reyndar
lítinn áhuga á því. Að minnsta kosti
segir hún það . . .“ segir hann og
glottir. „Mér fannst hún strax heill-
andi, hún var blíðleg og góð, og er
það ennþá.“ Fyrir um það bil tveim-
ur ámm sagði hann í blaðaviðtali:
„Þegar ég hætti að leika knatt-
spymu vil ég eignast þriðja barnið.
Nei annars, ég vil tvíbura, þannig
get ég einbeitt mér að uppeldi
tveggja barna. Því miður hef ég
ekki getað tekið mikinn þátt í upp-
eldi Laurents og Marine, en ég
ÞETTA ER AUGLÝSING FYRIR UNGT FÓLK Á ÖLLUM ALDRI SEM VILL SKEMMTA SÉR
I DAG .. . FYRIR DANSSKÓLABÖRN
I KVÖLD .. .
HOTEL BORG GEFUR
DANSSKÓLABÖRNUM TÆKIFÆRI TIL AÐ
IÐKA DANSKUNNÁTTU SÍNA.
KOMIÐ AÐ DANSA OG BJÓÐIÐ
PABBA OG MÖMMU, AFA OG ÖMMU.
VIÐ BYRJUM KL. 15.00
TRUÐURINN JOKI BIRTIST
Á HJÓLASKAUTUM
OG FER HAMFÖRUM
Á GÓLFINU
ATRIÐI UR HÆFILEIKAKEPPNI
HÓLABREKKUSKÓLA
HIN GEYSIVINSÆLA HLJÓMSVEIT
ANDRÉ BACHMANN SÉR UM FJÖRIÐ.
ALLIR ÚT Á DANSGÓLFIÐ
KAFFI OG KOKUR
GOÐA GAMLA
STEMMINGIN
AFTUR í KVÖLD
DUNDRANDI FJOR
OG KÁTÍNA MEÐ ANDRÉ BACHMANN
OG FÉLÖGUM
GLÆSILEGUR ÞRITRETTAÐUR
KVÖLDVERÐUR FRÁ KL. 19.00.
MATARGESTIR FÁ FRÍTT INNÁ DANSINN
SIÐAN FARA
ALLIR ÚT Á DANSGÓLFIÐ
FULLORÐNIR FA FRITT
BÖRN KR. 250.-
HÓTEL
BORG
matseðiúL
\ Cr«mrJsout’ l
m|vutÞr’c,us6sU' I
0((«.lm«us“(kw/wal„uls.ucc.j
i
\ Moussc »u chouo'ur.
t, 1.750.-
PANTIÐ TÍMANLEGA
BORÐAPANTANIR í SÍMA 11440
R STAÐUR í BORGARINNAR
Eftir
Brynju
Tomer
HM